Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Síða 13
*
V®
STRÁKAR á Laufásveginum og ná-
grenni stofnuðu meS sér svokaliaS
Indfánafélag eins og fram kemur f
viStalinu. Löngu seinna, þegar þessir
"indfánar" voru orSnir fullorSnir og
virSulegir menn komu þeir saman og
létu taka af sér mynd 11. desember
1963. Þeir eru, f fremstu röS frá
vinstri: Gunnar Thorarensen, GuS-
mundur Björnsson, GuSmundur
Runólfsson, Geir ASils, Örn
Matthfasson, Halldór Vígfússon og
Þórmundur GuSmundsson. Önnur
röS frá vinstri: Jón Á. Bjarnason.
Jóhannes Björnsson, Þórarinn Jóns-
son, Ásgeir Matthfasson, Gunnar
GuSjónsson, Eirfkur Einarsson og
Ragnar SigurSsson. Aftasta röS frá
vinstri: Ásgeir Jónsson, GuSjón
Runólfsson, Hákon Bjarnason, Björn
Halldórsson og Axel Blöndal.
HÁKON
BJARNASON
Framhald af bls. 7
Einu sinni man ég að margt gesta var heima,
konur sátu sér og karlar sér. Anna er þá að segja
konunum frá þvi að dóttir hennar hafi fæðst á
Jónsmessu. Þá gellur við frá Árna: „Já, á vorin
verpir krían". Þar þóttist hann ná sér niðri.
Þeir áttu líka stundum I orðahnippingum próf-
essor Árni og Ólafur Dan. Ólafur sagði að sagn-
fræði væri bara tóm vitleysa og Árni galt þá
stærðfræðinni í sömu mynt. Vinskapur var líka
með föður mínum og Haraldi Níelssyni þótt ekki
væru þeir sama sinnis í ýmsum málum. Einhvern
tíma voru þeir Haraldur og faðir minn að ræða um
andatrú en pabbi var henni andvígur og varð
tlðrætt um skynsemina. Þá sagði Haraldur af
miklum móði: „Skítt með skynsemina, Ágúst, ég
eraðtala um trú".
Mikill samgangur var líka við föðurfólkið þvt
ekki var langt á milli heimilanna. Lárus og Þorleif-
ur bjuggu báðir við Tjarnargötuna og Brynjólfur t
Aðastræti, þar sem hann rak verzlun sína. Brynj-
ólfur var mikill.húmoristi þótt hann væri stundum
dálítið viðskotaillur. Einhvern tíma var hann að
fárast yfir því við Jón bróður minn hvað þeir gætu
verið nízkir þessir bræður sínir, Lárus og Þorleifur,
að kaupa Tímann t sameiningu. Þá sagði Jón: „Þú
kaupir auðvitað sjálfur Ttmann?" „Nei, ertu aldeilis
frá þér, ég fæ hann þegar þeir eru búnir að lesa
hann", svaraði Brynjólfur.
Ingibjörg systir þeirra var eins og kunnugt er
skólastýra Kvennaskólans I Reykjavík og kenndi
ungum stúlkum til munns og handa eins og sagt
var. Hún var einn fyrsti leikfimiskennari hér, sem
kenndi stúlkum, en Þóra Melsted, fyrirrennari
hennar við Kvennaskólann lagði mikla áherzlu á
framkomu stúlknanna/ t.d. áttu þær að rísa úr
sæti og setjast „með líðandi hraða". Menn glettust
þá eins og nú.
Ingibjörg tók við Kvennaskólanum af Þóru
Melsted eins og áður sagði en þá var skólinn til
húsa þar sem síðar varð Sjálfstæðishúsið við
Austurvöll. í það hús kom ég með föður mínum,
þegar ég var á þriðja ári. Páll garrnli Melsted og
Þóra bjuggu þar þá. Ég var látinn héilsa honum og
mér er það minnisstætt hvað höndin á honum var
köld. Hann var þá 98 ára og orðinn blindur. Þetta
mun hafa verið nokkrum vikum áður en hann dó.
Hann var fæddur árið 1812 og hafði verið her-
bergisfélagi Jónasar Hallgrímssonar í Kaup-
mannahöfn. Það þótti mér merkilegt stðar.
En skólaganga þfn?
Ég get nú státað af því eins og fleiri að lltið fór
fyrir barnaskólagöngunni. Árin sem ég átti að vera
við nám f Miðbæjarbarnaskólanum varð hvað eftir
annað að gera hlé á kennslunni, ýmist vegna
kolaeklu eða spönsku veikinnar. 8. bekk sat ég þó
allan. Skólastjóri var Morten Hansen vel lærður og
mikill ágætismaður.
Síðan lá leiðin t Menntaskólann og þaðan tók ég
stúdentspróf 1926. Af einhverjum ástæðum
leiddist mér l Menntaskólanum. Ljósir punktar
voru þó t náttúrufræðitimum hjá Bjarna
Sæmundssyni og svo þegar Bogi Ólafsson var að
atyrða okkur. En kennslan fór fram með gamla
laginu. Það var sett fyrir og hlýtt yfir — afgreitt
eins og á færibandi. Þetta var mátinn. Það var
ekki við kennarana að sakast. Þeir voru okkur
öllum góðir. Ttmarnir voru bara svona.
Og eftir stúdentspróf ferS þú utan til skóg-
ræktarnáms. Hvað kom til að þú valdir það?
Ég hafði velt þessu nokkuð fyrir mér. Var bæði
að hugsa um garðyrkju eða landbúnaðarnám. En
skógræktin varð ofan á. Ef til vill fyrir áhrif frá
Einari Helgasyni í Gróðrastöðinni. Mörgum fannst
samt sltkt nám hreinasta vitleysa. Enginn íslend-
ingur hafði áður lagt fyrir sig háskólanám t
skógrækt.
Ég fór til Danmerkur strax eftir stúdentspróf og
settist í skógræktardeild Landbúnaðarháskólans í
Kaupmannahöfn. Þar var ég t sex ár við nám,
sumar sem vetur. í deildinni voru ekki nema
6—8 nýir nemendur á ári en við þurftum marga
kennara fyrir þvi. Við vorum þvf dýrustu nem-
endur danska ríkisins á þeim tlma og afar montnir
af því. Kennararnir voru margir merkismenn.
Minnisstæðastur er mér próf. Carl Mar. Möller,
sem var))ekktur bæði á Norðurlöndum og út um
alla Evrópu, frábær rithöfundur en ekki eins góður
ræðumaður. Og svo var próf A. Howard Grön,
sem varafburða kennari og fyrirlesari en ekki eins
góður penni.
Meðan ég var t Danmörku var ég í verklegu
námi hjá ágætis manni, Franz Muus og konu hans
Ingeborg. Var hann einstakur maður á allan hátt
og stýrði víðlendum skógum á Svenstrup á miðju
Sjálandi. Hann var með allra greindustu -mönnum
sem ég hef kynnst og kennari svo af bar. Hjá þeim
hjónum átti ég góða ævi og var hjá þeim öll mín
jól erlendis. Sonur þeirra, Henning, er mikill vinur
minn.
Sumarið 1930 fengum við Henning Muus
nokkurn styrk úr Sáttmálasjóði og öðrum sjóði,
eitthvað um 2000 krónur og ferðuðumst norður í
land og suður fjöll á fjórum iirossum sem við
leigðum til fararinnar. Þetta var ekki beinltnis
vfsindaleiðangur en við skoðuðum plöntur og
rótuðum í jarðvegi og skoðuðum öskulög þar sem
við fórum um. Þá fékkst fyrsta yfirlit yfir nokkra
útbreiðslu sumra þeirra. Ég lærði margt á þeirri
ferð og þrem árum stðar fengum við meiri styrk og
fórum hringinn f kring um land I sömu erindum.
En ég útskrifaðist úr skólanum 1932 og þá
vann ég um sumariðfyrir Skógræktarfélag íslands
við að girða gróðrarstöðina í Fossvogi og planta
fyrstu trjánum þar. Um veturinn var ekkert að
gera og varég þá enn t Höfn og vann á labóratóríi
hjá próf. Fredrik Weis við jarðvegsrannsóknir á
Landbúnaðarháskólanum. Það var mér ágætur
skóli enda þótt ég kæmi Ittið að þeirri grein síðar.
Weis talaði manna bezt dönsku af þeim sem ég
hef heyrt til og stðan þykir mér vel töluð danska
fallegt og gott mál.
Urrv'naustið 1933 hafði ég enga atvinnu aðra
en lltilsháttar kennslu í náttúrufræði við Gagn-
fræðaskóla Reykvtkinga og kenndi ég þar síðan I
þrjá vetur. Það var góður skóli og mjög gaman að
kenna þar. Margir af náttúrufræðingum landsins
voru þar í skóla svo sem Sturla Friðriksson, Jón
Jónsson, Þór Guðjónsson, Pétur Jónasson svo að
nokkrir séu nefndir.
Árið 1935 var ég skipaður skógræktarstjóri
þann 1 . mars. En um haustið var ég beðinn að
fara til útlanda til að kynna mér tilraunastatistik og
var ég við Rothamstead Experimental Station t
Englandi i þrjá mánuði og við Experimentalatet i
Stokkhólmi til vors. Þá var stofnun Atvinnudeildar
Háskólans ! undirbúningi. Um vorið kom ég heim
með ýms tæki og bækur en þegar ég hafði fengið
skipunarbréf til þess að starfa við deildina var ég
neyddur til að taka að mér uppsetningu á girð-
ingum til að hefta útbreiðslu mæðiveikinnar um
allan vesturhluta landsins. Þetta var mikið verk og
var ég við það i þrjú og hálft ár enda var veikin
ávalt komin inn á svokölluð „ósýkt svæði" þegar
einni girðingunni var lokið. Þó tókst að stöðva
útbreiðsluna við Þjórsá og Héraðsvötn, þ.e.a.s.
bæði garnaveiki og mæðiveiki fóru yfir Þjórsá, en í
báðum tilvikum var það fyrir vanrækslu sem ekki
komst upp fyrr en lögnu síðar og er Ijót saga.