Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Síða 16
<Br
hu0skoti
¥Tood0
dUlon
ÉG VAfí ,
SKOT/NM /
ElKJUM
GJALDKBR-
ANUM T
BANKANUM,
EN £G> FÉKk:
NANÁ ALDRE'
TlLpESS AÐ
TAKA EFTIR
MéR.
£G
REVND!
AÐ
tjA
HENN/
TtL~
f/nn/NGar
ahnar.
ÉG
REHNDI
AD
SýNAST
FHPUR
HENN/
TvöþÚSUND KR. l KL/NK/...
ÉG ££ 'A FÖR.UM T/L
LAS VEGAS.
EN
ekkert
6EKK.
þA£>
VAR ElNS
OG> É&
VFc.fí.1
EKK! TIL.
'7^
pAKKA NÐUfí
pyR/R, HERRA
EG l/ISSI
AÐ þESSU
VAfí LOK/D,
þEGAfí
HÚN SETT/
UPP GlFT-
/NSARHRING
T HVERT
S/NN SE/A
HÚN KOM
Al/IUA 'A
Gengið ö bjarg
Framhald af bls. 4
á eiginn kostnað og ætlaði að verja sumrinu '76 til að
skrásetja það og raða upp. En kennarahjón þar buðu
Magnúsi að borða hjá sér reikningslaust þennan sumar-
tíma. Af Snæbirni i Kvígindisdal fregnaði ég með sann-
indum að búinn væri hann að stjórna Sparisjóði Patreks-
fjarðar meira en 60 ár en innan við 70, og að aldrei hefði
sá bankinn tapað eyri, en einhverjum ábata skilað æfin-
lega. Svo breyttist þetta ’75. Þá var dýrtíðin loks búin að
smækka svo krónurnar og lyfta launum i krónutölu að
sparisjóðsreikningurinn ætlaði að koma út með halla.
Hvernig skyldi Snæbjörn hafa snúist við því? Hann
lækkaði launin við sjálfan sig um helming.
Lítið hefur um það heyrst að mikið sé um það að
fjárhaldsmenn i háum stöðum fari svona að þegar minnk-
ar um peninginn, eða oddvitar þrýstihópa í efstu tröpp-
um. Þegar ég nú færi þetta á blað heyri ég kranamann
norður á Hvammstanga segja frá þvi, að ekki vilji hann
hafa fyrir sinn snúð og kranans eins og hann megi taka
og íþyngja þannig viðskiptavinum sínum eða gera að
öreigum.
Mörg önnur dæmi svipuð gæti ég nefnt að vestan,
norðan, austan og sunnan um skilning á kringumstæðum'.
Eigi skal þetta þó áróður heita. En bending mætti það
vera til þeirra, sem álita að ráðlegast sé að kistuleggja
sem mest af strjálbýli vegna þess að það geri of miklar
kröfur til annarra.
Næsti dagur. Og það er Látrabjargsdagur þegar á hann
líður. I Kvíindisdal komum við aftur. Hann er nú að baki
um sinn, Sauðlauksdalur að baki og garðurinn Ranglátur,
neldur hrörlegur orðinn, enda býr nú enginn framar í
sjálfum Sauðlauksdal.
Ö, guð! Sú báran er brött og há, hún brotnar í himininn
inn! Svo kvað Matthías. Frá þessum bæ reið Eggert
Ólafsson og Ingibjörg, brúður hans, og sukku bæði „ofan
í bráðan Breiðafjörð" rétt á eftir.
Átakanlegar sögur og yndislegar líka loða við alla bæi.
Brátt er Örlygshöfn að baki og Hnjótur og æðarvarp Egils
Ólafssonar undir litskrúðugum flöggum og öðrum tilfær-
ingum til augnayndis og hagsbóta kollum. Fyrir fáeinum
árum var þar ekkert varp.
í Látravíkurlýsingu einhverri segir eitthvað á þessa
leið: Þar verður dalur í landið og heiði að baki Bjargs,
Látradalur, Látraheiði.
Þar erum við nú komin og vitum hérumbil hvar á
landinu, skólagengið fólk og lesið í landafræði. Aldrei
líta Þingeyingar á hlutina með annarra manna augum.
Hver getur kallað þessa dældarnefnu dal? Hver getur
gefið grjótunum á Látraheiði heiðarnafn? Ekki þeir í
Aðaldalnum, hvað þá Laxdælir. Ekki þeir sem smala
Bárðardalsheiðar og Fljótsheiði. En sleppum nú einu
sinni öllum ríkismannaríg.
Hvallátrar. Þar er mikið um byggingar heldur fornar.
Þar býr Þórður hreppstjóri. Þar býr Ásgeir vitavörður.
Báðir eru þeir kunnir af athöfnum frægðarárið 1947 og
fleiru. Þá bjuggu 8 fjölskyldur á þessum stað og komu
allar mikið við sögu. Sama má víst segja um flest fólk í
þessum hreppi, Rauðasandshreppi.
í dag er mannmargt á Látrabæjum, þó ekki eigi þar nú
heima nema 5 manneskjur. Hvað má slfkt lengi svo til
ganga. í dag standa bifreiðar í öllum hlaðvörpum og
finna víst engan áhyggjuþunga í sólskini okkar af óviss-
unni um framtíð byggðarlagsins.
En áfram, því ekkert erum við annað en flýtirinn.
Áfram til hliðar vió forna verstöð, sem tíminn er búinn
að leggja í rúst undir brúnleitan sand eða rauðan. Þar
örlar þó á grjótveggjum og grjótgörðum. Einnig höfum
við veður af kumlum og sögum af þeim og mannlífi
Látravíkur fyrr á öldum af lifandi mannavörum. En
ákafinn áfram er meiri en svo að sagnir um dauðra
manna dysjar og verbúðir tolli verulega í okkur. Svo er
fiskivíkin að baki utan einn blágrýtissteinninn með nafni
og heitir Júdas. Hann verð ég endilega að finna aftur í
fjöru.
Allt er að baki í svona stórferðum á samri stundu og til
móts við það er komið. Nú bregður samt útaf því. Lengra
til vesturs efur enginn lifandi maður. Landið er ekki
lengur til í þeirri áttinni nema undir sjónum. Nú nær það
þannig alla leið vestur að miðlínu millum Látrabjargs og
Grænlandsjökla síðan ríkisstjórnin færði þegnum sínum
til fullra umráða 200 milurnar. Það var vel af sér vikið.
Og ætti hún að fá fyrir það meira lof en nokkur önnur en
engar skammir út kjörtimabilið og annaö til, hrósyrði
allra að verðleikum.
Þar sem hjól okkar hætta að snúast hjá Bjargtangavita,
er allt sléttlendi þakið bifreiðum. Engum duldist að þar
voru þær allar komnar okkur til sæmdar, sem gefum nú
sólskin á báðar hendur, vestur á landsenda.
Býsn eru meðan brothætt jörð
brestur ekki undan fargi
þar sem á hennar holu skurn
hlaðið er Látrabjargi.
Aldrei hefur nokkur íslendingur sem ég fundið aðra
eins list í þessum orðum Jóns Helgasonar.
Áður hafði ég ekki hugmynd um að ég kynni svona>
mikið i honum.
En það var annað: Lofthræðslan greip mig þegar ég var
kominn fram á fremstu brún, eða rétt að segja þangað.
Hún var svo mögnuð að ég ér viss um að hún hefur
verið eins og útmálaður aumingjaskapur frá hvirfli og
langt niður á bak — í augum allra sem á mig vildu líta.
En það gerði vist engmn. UKKar umi a verulegu Bjargi
var ekki kominn. Hressingu urðum við að fá áður. Það lá í
loftinu og bætti heilsuna, alltént um stundarsakir.
Allt kvennaval úr Rauðasandshreppi og nærliggjandi
byggðarlögum, börn og öldungar að viðbættum knálegum
körlum, situr þarna fyrir okkur hjá vitanum. Blandast nú
saman þingeyingar og barðstrendingar, án verulegrar
blóðblöndunar þó, svo vitað sé. Einhverjir heimamenn
eru komnir lengst upp í vita, t.d. hreppstjóri þeirra, að
fræða gesti. En konur og heimasætur hlaða upp lönum af
pönnukökum á guðsgræna jörðina. Og í öðru lagi koma
upp piramídar af kleinum og kökum. Kaffi í heljar katli,
og einhvers staðar glamrar í flöskum, ekki þó alkóhóls,
því Halldór er með f för.
Svo biðja þessar blessaðar dúfur alla að gjöra svo vel og
rétta um leið fram plastkollur barmafylltar með bæn um
að menn noti sér þessa óveru og fyrirgefi fátækleg föng.
Svo undrandi og feginn sem ég varð að mæta svona
atlæti, furðaði mig enn meira á að allt þetta fólk skyldi
vera þarna komið eins og sprottið upp úr grænkunni,
öllum að óvörum.
Hvernig hafði það framúr okkur fari.ð, sem alla vegi
sýslunnar höfðum umdir okkur lagt?
Alltaf verða einhverjar tiltekjur kvenna sumum körl-
um óskiljanlegar.
Þá er ég hafði hellt í mig 3 kollum og stýft úr hnefa 12
pönnukökur og var búinn að týna konu minni út i mó,
keifaði ég suður á Bjarg, upptendraður af kaffivatni og
yndisþokka vestfirskra kvenna með bréf i vasa uppá það
að konur séu undirrót allra dáða karlkyns frá 5 ára aldri
upp í 100. Ég var með ágætan sjónauka að láni. Finn
fljótt stað sem öllum stöðum tekur fram og beðið hefur
eftir komu minni frá ómunatíð. Það er eins og mér sé á
hann visað af sjálfum forlögum. Þar get ég lagst á maga
minn óhultur á bjargbrún á hendur mínar fram og horft
gegnum glerið og gerst fræðimaður af þeirri sjón sem
fyrir augun ber, upp og niður, út og suður um heljar-
flæmi hins mikla fuglabjargs. Ég er fuglafræðingur og
þekki lundarholu við hlið mér og teistur á flögri niður við
sjó. Ég þekki fýl frá álku og skegglu frá langviu, stutt-
nefju og hringvíu.
Hvað skyldi annars hátt vera niður í fjöruna? 300m,
440?
Alstaðar er fugl við fugl á syllu hverri og snösum, á
stöllum, í skútum og holum. Svo eru aðrir sem flögra um
og fá ekki táfestu til að tylla sér á. Útilokað sýnist að
fleiri geti hér fundið blett til að leggja frá sér egg á þessu
sumri, enda er eggtiðinni víst að verða lokið. Hver er sá
sem varnar því að egg velti fram af svona smágerðum
syllum á vald þyngdarlögmálsins? Hver er sá sem skeggl-
unni kenndi að festa körfuna sína við snös? Hver útbjó
þetta? Hver visar sjófuglinum hingað utan úr hafsauga?