Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Blaðsíða 4
Land- eyðing og mengun / 1 Firðinum látinn viðgangast: Mökkinn frá fiski- mjölsverksmiðju Lýsi og mjöls leggur yfir byggðina á Hvaleyrarholti. Fýlan berst inn i húsin. jafnvel þótt gluggum sé lokað. mjölsverksmiðju Síldar & Mjöls á Hvaleyrarholti og í vestanátt leggst hann þegar niður á veginn, sem þar liggur framhjá, svo þar verður blint sem í niðdimmri þoku og skapar að sjálfsögðu slysahættu. Mökkurinn kemur svo að segja út úr þakinu og er það talandi tákn um sóðaskapinn og tillitsleysið gagnvart umhverfinu, að sæmilegur reykháfur hefur ekki einusinni verið settur á verksmiðj- una. Brækjan mæðir fyrst og fr.emst á húsunum á Hvaleyrarholti og fýlan berst þar inn, jafnvel þó gluggar séu ekki opnaðir. Um þessa mengun hefur verið þagað; engar göngur eða fjöldafundir með rauðum fánum hafa mótmælt henni. Ástæðan er sú, að við búum við tvöfalt siðgæði gagnvart mengun. Sá sóðaskapur, sem við völdum sjálf, er góður, en slæmur ef útlendingar eiga þátt í honum. Það er með ólíkindum, að Hafnfirðingar skuli láta bjóða sér aðra eins ósvinnu og þessi reykháfs- lausa verksmiðja er. Það hefur lika verið talað um sjónmengun; þegar Ijót mannvirki eru þannig sett, að þau misbjóða fegurðarsmekk manna. í þessu sam- hengi mætti einnig minnast á tanka olíufélags, sem komið hefur verið fyrir skammt frá verksmiðjunni. Ekki hefur smekkvísin ráðið ferðinni hjá þeim, sem létu olíufélaginu eftir land undir þessi mannvirki, og tróna þarna í fallegri hlíð með fögru útsýni yfir fjörðinn og bæinn. Og ekki var smekkvísinni fyrir að fara hjá bless- uðum Essó-köllunum, sem máluðu tankana hvita með skjannalegum rauðum flötum til þess að þeir færu nú örugglega ekki framhjá neinum. Nær væri að fela þessi forljótu mannvirki, sem óprýða hvaða bæ sem er. Hafnarfjörður býr að fegurra bæjarstæði en flestir bæir á þessu landi og þar eru margar perlur feg- urðar frá fyrri tíma. Þess vegna er sárara að sjá þar spjöll af þessu tagi. Að vísu verða fyrirbæri eins og olíu- tankar einhversstaðar að vera, en nær væri að grafa þá i jörðu, ef hægt væri, eða mála þá með jarðlit- um ella. En þegar tilfinningu fyrir þessum hlutum vantar, fer varla hjá því að slys eiga sér stað og kannski mega Hafnfirðingar þakka fyrir, að tankarnir voru þó ekki byggðir við Strandgötuna. Landeyðing á sér venjulega stað einhversstaðar annarsstaðar en í þéttbýli og líklega vita fæstir af því, að hrikaleg landeyðing á sér stað við bæjardyrnar — og raunar innan dyra — hjá Hafnfirðingum. Þegar hafnargarðurinn var byggður í Firð- inum, breyttust straumar að sögn gamalla manna og hófst þá landbrot úr Hvaleyrinni norðanverðri. Á löngu svæði, þar sem er um þriggja metra hár bakki, hrynur niður í sjó væn sneið á ári hverju. Sé gengið þarna eftir bökkunum, má sjá torf- urnar, sem fallnar eru niður í fjöru- grjótið og er varasamt að ganga tæpt, þv! eyðingin veldur þvi, að bakkinn slútir mjög. Þarna er mó- berg, laust í sér og stenzt engan veginn ágang sjávarins. Ársæll Grímsson, sem fram til þessa hefur búið í Sveinskoti á Hvaleyri, kveðst muna eftir fjárhúsi 50—100 metr- um utarenbakkinnernú. Golfklúbburinn Keilir hefur umráð fyrir Hvaleyrinni og sér um að halda henni i ræktun. í þessum félagsskap hafa menn fylgzt með landeyðing- unni frá ári til árs, en fjárvana iþróttafélag hefur ekki bolmagn til þeirra aðgerða, sem nauðsynlegar eru. Hinsvegar hafa menn gert skyldu sína í þá veru að vekja at- hygli réttra aðila á því hvert stefnir, — en þótt furðulegt megi kalla talað fyrir daufum eyrum. Sá er þessar línur ritar tók sig eitt sinn fram um að hafa samband við sjálft Náttúruverndarráð. Framkvæmda- stjóra þess var sagt af hraðfara eyðingu lands á þessum fagra stað og beðið um fulltingi Náttúruvernd- arráðs i málinu. Þegar ekkert gerðist á einu ári eða tveimur, var erindið ítrekað með bréfi, en hvorki var bréfinu svarað né heldur, að neitt hafi verið gert. Svo sem kunnugt er, starfa nátt- úruverndarnefndir í einstökum byggðum og ein slík er í Hafnarfirði. Kannski var henni málið skyldast og með tilliti til þess var haft samband við formann nefndarinnar; eyðingin útskýrð fyrir honum og hann beðinn að líta á verksummerki og beita sér fyrir þvi að stöðva þessa sorglegu þróun. En úr þeim ranni hefur © Ásdis Sigurðardöttir Þegarég varlítil... Þegarég var iftil langaði mig að verða stór fá hvfta húfu á kollinn verða læknir sjá allan heiminn. Nú er ég orðin stór hef skoðað hálfan heiminn og veistu stundum langar mig aftur til þess að vera lítil, endurlifa bæta byggja upp á nýtt en það er ekki hægt það veit ég vel Ég hef lært að fyrirgefa öllum þeim sem grýttu veg minn stórum steinum það er svo erfitt að hata. Fyrirgefa það er bezta leiðin mér er orðið Ijóst nú að ófærurnar gerðu mig að því sem ég er þær vísuðu mér leiðina heim heim til mfn. hvorki heyrst hósti né stuna. Einnig var málið gert kunnugt bæjarstjór- anum í Hafnarfirði sem er maður viðsinn og velviljaður, en ekki hefur það heldur dugað. Land sem eyðist af völdum upp- blásturs, má græða upp aftur, en það land sem brotnar af ágangi sjávar, verður ekki reist við á nýjan leik. Auðvelt er að koma í veg fyrir frekari landbrot ef áhugi á því væri meira en í nösunum. Stórvirk ýta gæti á skömmum tíma rutt fjöru- grjótinu upp að bakkanum og með þvi myndað þann öldubrjót sem með þarf. Efsta hluta bakkans, sem slútir, þarf síðan að fella niður og sá í sárið. Kannski hafa sérfræðingar Landverndar, Náttúruverndarráðs, Náttúruverndarnefndarinnar í Hafn- arfirði og bæjarstjórnarinnar þar, aðrar og betri hugmyndir um fram- kvæmdina og er sama hvaðan gott kemur, ef það reynist árangursrikt. En það er til lítils að hafa öll þessi fínu ráð og nefndir, ef ekki er hægt að vekja þau af værum svefni, munnlega eða bréflega, vegna land- eyðingar sem blasir við hvers manns augum. Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.