Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Blaðsíða 10
/ Utbreiðsluráðherra Hitlers var lítill fyrir mann að sjá, en hann hafði auga og áhuga fyrir fögrum konum og Hitler varð sjálfur að taka í taumana til að af- stýra hneyksli. / Sveinn Asgeirsson tók saman Jósef Göbbels, upplýsinga- og útbreiðslumála ráðherra Hitlers, var einn af mest áberandi mönn- um Þriðja ríkisins, en jafnframt hinn minnsti og væskillegasti af forustumönnum þess. Honum var falið það vandasama starf að vera útbreiðslustjóri flokksins 1929 og varð ráðherra þegar við valda- töku Hitlers í janúar 1 933, þó að hann að útliti væri nánast andstæða þeirra kennanga, sem hann átti að innræta mönnum um kynþáttamál. Hann var mjög lágvaxinn og vó aðeins um 50 kíló og haltraði á hægri fót. Hann var svarthærður og hafði dökkbrún augu. En hann var skarpgáfað- ur og vel menntaður og hafði talanda á við hvern, sem var, í hvaða kynflokki, sem var. Jósef Göbbels fæddist 1897, og væri því ekki nema áttræður á þessu ári, ef honum hefði enzt aldur. Hann kvæntist og eignaðist sex börn með Mögdu, konu sinni. Þau styttu börnum sínum öllum og siðan sjálfum sér aldur 1. maí 1 945. Hvað menntun hans varðar, er rétt að taka það fram, að hann var alvörudoktor. Árið 1922 varði hann doktorsritgerð við háskólann i Heidelberg um ..Wilhelm von Schutz sem leikritahöfund". Hann ætlaði upprunalega að verða prestur, en sá sig um hönd og sneri sér að blaðamennsku og ritstörfum. Þrátt fyrir gott hjónaband og barnalán gengu af þessum manni miklar sögur um kvennafar á valdatíma hans, þó að þær væru að sjálfsögðu ekki hafðar í hámælum i Þýzkalandi á sínum tíma, en þeim mun minna launungamál eru þær nú. Sá, er þetta ritar, hefur nýlega rekizt á vitnisburð tveggja kvenna, er höfðu mikil kynni af Göbbels, þótt með mismunandi hætti væri. Á milli þeirra er slíkt samræmi, að ekki er ástæða til að rengja meginatriði, og auka þau ekki óverulega á þekk- ingu manna á persónunni Jósef Göbbels. Önnur þessara kvenna er engin önnur en sænska kvik myndaleikkonan og söngkonan Zarah Leander sem var ein skærasta stjarna UFA kvikmyndafélagsins þýzka á árunum 1937—43 Asta- MÁL GÖBBELS Að ofan: Göbbels með eiginkonu sinni og börnum. í striðslokin 1945 styttu þau hjónin börnum sfnum aldur og sjálfum sér á eftir. Á hinni myndinni er Foringinn að þakka Göbbels fyrir ræðu — og aðdáun Göbbels leynir sér ekki. Til vinstri: Hin mikla ást Göbbels, leikkonan Lida Borova eins og hún leit út 1936 — og eins og hún lítur út núna. en hún hefur skrifað endurminningar sínar. Hún varð sjötug á þessu ári. íslendingum mun hún kunnust sem söngkona fyrir sína óvenjulegu djúpu rödd. Hin er Lida Baarova, sem nú er 61 árs, en hún hefur sennilega verið mesta ást Göbbels utan hjónabands. Fyrir nokkrum mánuð- um rakst ég á viðtal við hana í hinu virta þýzka blaði, „Welt am Sonntag", en þar efast hún ekki um, að hún hafi verið hin eina, sem Göbbels hafi virkilega elskað og skirskotar I þvi sambandi til ummæla Alberts Speer í endurminningum hans, „Dagbók í Spandau". Ida Baarova var einnig kvikmyndaleikkona. Áður en lengra er haldið, er rétt að fara nokkrum orðum um skipulag þeirra mála, er kvikmyndaiðnaðinn í Þýzkalandi snerti á valda- tlma nazista. Þegar sumarið 1933 var sett á fót Kvikmyndastofnun ríkisins. Það sýnir, hve mikla áherzlu Göbbels lagði á mikilvægi kvikmynda. „Við erum sannfærðir um það," sagði hann, „að kvikmyndin er meðal hinna nýtískulegustu og vísindalegustu aðferða, sem til eru, til að hafa áhrif á fjöldann. Rikisstjórn getur því ekki látið kvikmyndaiðnaðinn afskiptalausan. Göbbels var sömu skoðunar og Lenin um kvik- myndir, en löngu áður hafði Lenin sagt: „Fyrir okkur kommúnista er kvikmyndun mikilvægasta listgreinin." Reyndar var Lenin lærifaðir Göbbels i mörgum greinum, enda hallaðist hann mjög að marxisma á timabili. Báðir voru fljótir til að þjóðnýta sannleikann, eftir að þeir komust til valda. Haustið 1 933 var svo sett á laggirnar Menning- arstofnun ríkisins, en undir hana heyrði öll menn- ingarleg og listræn starfsemi í Þýzkalandi Hitlers. Forseti stofnunarinnar var Jósef Göbbels. Menn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.