Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Blaðsíða 16
«r
hugsketi
%Voodg
dllm*
BG EyDD! tZ 'ARUM 'A RÍKIS8ÓKASAFN-
/NU V/£> AD RANNSAKA
IND/Á NARRÆÐI...
...þAR TIL ÉG RAKSTÁ NRULL/LBGAN
KAFLA ÚR SÖGU AlLENS/BTTAR/NA/AR
þBGAR
AF/ A/IINN VAR
PRBNGUR
VAR
HONUM
RÆNT
AÐ
HBiMAN
AF
JNDÍÁNUM.
indíán-
ARN/R
GÁFU
NONUM
Gott
UPPFLPL.
pAÐ
BR
ÖDÚRARA
AD HLUSTA
EFTlR
KL. G. \
... EN
þAD VAR
B//SNA
ERF/TT
AÐ VBRA
E/N!
MAÐUR/NN
ÍÆTT-
FLOKKNUM
MBÐ GLBR-
AUGU OG
RAUTT HÁR.
HÆ, MÁ ÉG KOMA.
MBÐ yKKUR'A V/S-
UNDAVB/ÐAR
STR'AKAR?
EN þBGAR
langafi
/VIINN KOM
medallen-
HÓPJNN
HONUM T'L
HJÁL PAR.,
TÓKST þAÐ
HÖRMULEGA
TIL, pví
AD>..
... þEGAR
JNPÍANAR
r’aðast’a
i/agnalest
'A AÐSTILLA
VÖGN-
UNUM UPP
O-LAGA-
EN LANG~
AFI KUNN/
EKK/
STAFRÓF/P...
SVO AÐ ÍSTAÐ/NN FHR/R
O/ LETHANN óON/NpN
þÁ MUNDA —' ™ \
etaf/nn
G.
O Ktoj FMturM Synöte«t», tne.. »»77. Wortd raMnM.
5-22
06
XNOÍÁNARN-
/R KOM -
UST /NN
UM OPIP
OG
STRÁFELLDO
ÞÁ
allaí
© Bvll s
Frá feti
upp í
flugskeið
Framhald af bls. 13
uðu ekki í hernaði og heldur ekki á
vagnöld eins vel og fet, brokk og stökk.
Nú er hinsvegar farið að rækta þessar
gangtegundir upp aftur i ýmsum lönd-
um. En islenski hesturinn er hinn eini
sem hefur óslitið haft þennan eiginleika.
Þó er talið að á afskekktum stöðum í
Mongóliu sé enn til hestakyn sem likist
mjög þvi íslenska í útliti, með mikið fax
og tagl og hinar sömu gangtegundir.
— Nú er stefnt að þvi að kynna ís-
lenska hesta á erlendum hesta- og land-
búnaðarsýningum. Þar gefst fólki kostur
á að kynnast öllum tegundum hesta. Á
einni slfkri sýningu sem haldin var i
Þýskalandi síðastliðinn vetur, þar sem
komu daglega um 20.000 gestir, kom i
ljós við könnun að íslenska sýningar-
sveitin var langvinsælust. Auk þess að
hafa gangtegundir sem fara vel með
reiömanninn, eins og tölt og skeið, hafa
íslensku hestarnir þann kost að vera
þurftarlitlir, lundgóöir og meðfærilegir
og henta almenningi mun betur en stórir
hestar og dýrir í rekstri. Fólk grípur þá
því fegins hendi.
Hvaða gildi hefur hestamennska?
Hvaða gildi telur þú að fólk finni
almennt i hestamennsku?
rt««*fandi: II.f. Arvakur, Rrykja\fk
I ramki .sij llaraldur Sirinsson
Rilsljórar: IVIallhlas Johannt-sst-n
Si> rinir (íunnarsson
Rilslj.fllr.: (ílsli SÍKurðsson
Au«l>sinnar: Arni (iarðar Krislinsson
Rilsljórn: Aðalslræli B. Slmi 10100
— Haft er eftir Winston Churchill:
,,Ef þú villt gera son þinn að manni, þá
gefðu honum hest“. Þetta gildir auðvitað
eins um dætur, segir Reynir. Gildið ligg-
ur í því, að fá unglingnum lifandi veru
til að hugs um, bera ábyrgð á og þykja
vænt um. í þeim tilgangi stendur hestur-
inn nær manninum en flest önnur dýr.
Ferð þú sjálfur eftir þessari kenningu
við þín eigin börn?
— Hestamenn, eins og aðrir foreldrar,
mega fara varlega í að beita áhrifum
sínum í uppeldi barnanna að eigin
áhugamálum. Með mín börn er þetta enn
óráðið; áhuginn hefur gert vart við sig
en hann kemur og fer. Ef hann er raun-
verulega fyrir hendi, kemur það í ljós á
sínum tima.
Hvað um keppni á hestamótum? Er
það holl iþrótt manni og hesti?
— Um tvennskonar keppni er að ræða
á hestamótum; gæðingakeppni er í raun-
inni ekki íþrótt. Þar er fyrst og fremst
byggt á eðlisgæðum hesta, dæmt er um
gangtegundir, vilja, geðslag, likamsbygg-
ingu, m.ö.o. það sem hestinum er eigin-
legt. Hin raunverulega íþróttakeppni
byggist aftur á móti eingöngu á því sem
knapinn nær að laða fram hjá hestinum,
hraöa, viöbragðsflýti að skipta um gang-
tegundir, fallegan gang og líkamsburð.
Þar kemur mest fram hlýðni hestsins við
knapann. Keppnismót hafa mikiö gildi
til að bæta hestamennsku: viss metnaður
gerir vart við sig, áhorfendur fá áhuga á
hestum, hestamenn sjá aðferðir til að
bæta sína eigin hesta, knapar bera sam-
an bækur sínar um tækni í hesta-
mennsku o.s.frv.
Knapinn á hestbaki er kóngur um
stund..
Þú liefur tekið þátt í keppnismótum
bæöi hér heima og erlendis. Hvaö þarf
knapi að hafa til síns ágætis?
— Knapar verða að vera rólegir og
taugasterkir. Sé knapi taugaóstyrkur
hefur hann ekki nákvæmt vald á sínum
eigin hreyfingum og er ekki fær um að
stjórna hestinum af öryggi. Hesturinn
finnur þetta fljótt og þaö kemur fram í
viðbrögðum hans. Knapinn verður að
kunna að koma hestinum i keppnisskap,
saman keppa þeir að því að sigra, en
verða einnig að kunna að taka ósigri.
Hvernig endast menn í þessu starfi?
— Það fer eftir heilsufari og því hvað
heppnir þeir eru að verða ekki fyrir
slysum. Hættast er við að menn meiðist á
fótum. Ef hestur slær, dettur eða fer
utan í annan hest lendir það oftast á
fótum mannsins sem með hann er. En ef
menn sleppa sæmilega geta þeir haldið
áfram að temja hesta eins lengi og þeir
kæra sig um. Gott dæmi um það er
Höskuldur Eyjólfsson frá Hofstöðum í
Hálsasveit. Hann er nær hálfniræður og
vinnur enn við tamningar.
En margir tamningamenn fara út í
Sveit íslenzkra hesta, sem sýndi á
1976.
hrossarækt. Við segjum það okkar á
milli að þá séu komin á okkur ellimörk.
En hrossarækt er skemmtilegt starf og i
beinu sambandi við tamningu og með-
ferð hesta og vissulega er það áhættu-
minna.
Að lokum Reynir, kannast þú við þá
tilfinningu sem Einar Benediktsson lýs-
ir i þessum ljóðlínum: „Knapinn á hest-
baki er kóngur um stund, kórónulaus á
hann riki og álfur“?
Svipbrigði Reynis gefa glöggt til
kynna að hugur fylgir máli þegar hann
segir:
— Ég hef átt margar stórkostlegar
stundir á hestbaki — það er geysileg
tilfinning.
landbúnaðarsýningu f Múnchen