Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Page 5
 \ umþykja hennar í garð Þjóstólfs hafi kulnað á kostnað ástar hennar á Glúmi og trega hennar eftir vigið. Ómögulegt er að fullyrða hvaða áhrif þessi tvö hjónabönd hafa haft á Hallgerði, ekki má fráleitt teljast að hún sé bæði bitur og beisk og þessi timabil hafi markað djúp spor í huga hennar. Hún er nú lífsreynd kona er hún giftist Gunnari og ekki fritt við að Gunnar sjálfur hafi lent í ýmsum ævintýrum, en hann hafði útí Noregi hrifist af Bergljótu, frændkonu jarls og má vera að það hafi áhrif á hjónaband hans. Sbr. „fyrsta ástin". Má vera að ást hans á Hallgerði hafi ekki rist dýpra en hvatir líkamans sögðu til um. Hallgerður er komin í fjandsamlegt umhverfi á Hlíðarenda. Njáll og Bergþóra og Rannveig púa köldu til hennar og standa á móti henni, minnug fortíðarinnar. Og Gunnar lætur ekki sitt eftir liggja, ávítar amk. tvisvar í áheyrn annarra og slær hana loks kinnhestinn sem svo afdrifartkur varð og mundu marg- ar konur ekki hafa þolað þá stundinni lengur. Hvað um það, þetta er t þriðja sinnið sem Hallgerður fær á 'ann og þetta skapar vissa svörun hjá lesand- anum. . . kinnhestur: eitthvað gerist. Síðan er það stóra spurningin hvað því veldur að höfðingjadóttir á vík- ingaöld leggur sig niður við þjófnað sem þá var talinn svtvirðilegastur glæpa. Löngum hefur verið deilt á Hallgerði fyrir stuld þennan og menn verið harðir í dómum stnum. Ef við skyggnumst aðeins dýpra held ég að Hallgerður hafi sitthvað sér fram að færa til málsbóta. í fyrsta lagi er hún höfðingjadóttirin alin upp við eftirlæti og allsnægtir og hefur gramist nægtaleysi heimilisins. Hún giftist Gunnari og hefur heyrt mikið af hon- um látið en engu af því kynnst. Ekki gat hún látið hreysti hans og vinsældir í askana. í öðru lagi fellur henni illa að Bergþóra fjandkona hennar skuli eiga gnógt matar og geta veitt það sem hún vildi en hún sjálf (Hallgerður) þarf að þiggja mat og hey af Njáli þó hann láti það „húsgangslega" af hendi. í þriðja lagi virðist Hallgerði eitthvað vera hlýtt til Gunnars og með stuldinum gæti hún verið að hefna sín á Otkatli fyrir ummæli hans og „greiðasemi". Og þá á Gunnari og þrælskaupum hans í leiðinni. Þrællinn kemur þeim báðum í koll og hún slær tvær flugur í einu höggi. Skal nú vikið að dauða Gunnars og framkomu Hallgerðar á þeim vett- vangi. Þá er Gunnar biður hana,um hárlokk úr hári hennar svo hann geti bent sér bogastreng og varist óvinum sínum. Hún innir hann eftir því hvort honum liggi nokkuð við, og hann svarar því að líf hans liggi við. Frá- sögnin er dramatísk og líf Gunnars er nú þó nokkuð að áliti lesandans. Sigurður Breiðfjörð gengur svo langt að segja í fyrra Hallgerðarkvæði sínu að einhver illgjarn kven- og Hallgerð- arhatari hafi laumað frásögninni inni söguna. Lýsingin er langt frá því að vera trúleg eða bera nokkurn vott af raunsæi. ( fyrsta lagi er afar ótrúlegt að kappinn Gunnar á Hlíðarenda, sem hefur mátt eiga von á óvinum hvenær sem var, hafi aðeins átt einn einasta bogastreng i fórum sinum! í öðru lagi blasti fall Gunnars við. Hann var einn á móti öllum. Og enda segir Hallgerður: „Eigi hirði ég um hvort þú ver þig lengur eða skemur". Hún segir ekki: „Eigi hirði ég um hvort þú lifir lengur eða skemur": í þriðja lagi má teljast mjög ólíklegt að mátt hafi nota hár konu í bogastreng. Til þess hefði þurft mikinn tíma og Gunnari lá á. Þó væri það eftilvill hægt með góðum tækjum". „í bogastrengi var notað harðtvinnað hörband og stund- um dýrasinar og dýraþarmar". (Björn Bjarnason, íþr. fornmanna bls. 90, Njála I ísl. kveðskap, Matt. Johannesson.) Síðast hallar Hallgerður sér að Víga-Hrappi sem nefndur hefur verið einn af þrjótum sögunnar, henni bregður síðast fyrir í bæjardyrunum á Grjótá en talið er að Hallgerður hafi búið síðustu ár sín i Lauganesi í Reykjavík. Ekki er mikið getið um samband þeirra og veigra ég mér við að ræða það nánar. Bergþóra Skarphéðinsdóttir er önn- ur sú kona sem mikinn þátt á í sögunni þó að vart hægt sé að telja hana jafnatkvæðamikla sem Hall- gerði. „Hún var kvenskörungur mikill og drengur góður og nokkuð skap- hörð": (Njála bls. 53) Fegurð hennar er ekki lýst en meira gert úr skörungs- skap hennar og trygglyndi sem nær hápunkti i brennunni. Virðist þar hæfa kjafti skel þarsem þau Njáll og Bergþóra fara saman, hjónaband þeirra vammlaust að sjá. Hún er ekki laus við hefndarhug frekar en aðrar konur i Njálu og eggjar syni sina oftar en einu sinni til mannviga. (Njála, bls. 111, 228, 247) Töluvert jafn- ræði sýnist með þeim hjónum og þó er eins og á stundum að Bergþóra verði sterkari aðili. Ummæli Bergþóru við brennuna hafa mjög verið rómuð: Það er rísi persónan hæst. En það er eins og örli á uppgjöf og það er ekki fjarri lagi eftir það sem á undan var gengið. Þau eru bæði orðin gömul og þreytt. Bergþóra veigrar sér við að verða einmana ekkja í ellinni, synir hennar og bóndi dauðir, og eins talið víst að Njáll saknaði sín þarna hinu- megin. Mun ég nú vikja lítillegá að þeim þætti sem þær Hallgerður og Berg- þóra stóðu að sameiginlega: Hinum umdeildu og ögn broslegu húskarla- vígum. Upphaf málsins má rekja til vináttuvetrarboðs sem Hallgerður og Gunnar þiggja af Bergþórshvolsfjöl- skyldunni, þá er Bergþóra krefst þess af Hallgerði að hún þoki úr sæti fyrir tengdadóttur sinni og móðgar hana með því freklega. Enda yfirgefur Hall- gerður staðinn og lætur þau orð falla að þær séu eigi skildar. (Njála bls. 85). Þá taka við húskarlavígin sem Hallgerður á upptökin að og hugsar sem hefnd fyrir þá smán sem hún mátti þola á Hvoli. Og Bergþóra hefst þegar handa við gagnaðgerðir. Ekki er hægt að telja hlut annarrar kon- unnar betri en hinnar en að einu leyti má mæla Hallgerði bót: Hún sendi ætíð mann á fund Gunnars til að tilkynna honum vígin. Þarna reynir á vináttu Gunnars og Njáls en þeir höfðust lítið að: ’Elskuðu friðinn og struku kviðinn. Farandkonur koma sums staðar við sögu, ákaflega myndrænar og skemmtilegar. Þær flytja fréttir og koma oft illu til leiðar en dylgjur þeirra magna einmitt hatur fyrr- nefndra kvenna hvor á annarri, sbr. samtal þeirra við Hallgerði í dyngj- unni og má þá i leiðinni hafa af þeim nokkra skemmtan. (Nj. bls. 108). Hildigunnur Starkaðardóttir er áhrifamikil baksviðspersóna og sumir vilja halda því fram að hún hafi „kveikt brennubálið". „Hún var skör- ungur mikill og kvenna friðust sýn- Framhald á bls. 6 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.