Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Síða 6
Sínum augum lítur hver áHelenu Rubinstein Pavel Tchciltche» Graham Sutheriand René Bouché MYNDLIST Nýlega hefur verið haldin í London sérstæð sýning á portrettum f eigu Helenu Rubinstein, sem varð bæði fræg og afspyrnu rík á fram- leiðslu snyrtivara, sem bera nafn hennar og allar konur þekkja. Það sérstæða við portrettin var, að þau voru öll af Helenu Rubinstein sjálfri; það elzta frá árinu 1908 og það yngsta málað 60 árum seinna. Margir heimskunnir listamenn spreyttu sig á Helenu, sem varla var hægt að kalla hina fögru; til þess voru gyðingleg einkenni hennar alltof augljós. En hún kunni til hlýtar listina að græða peninga eins og fleiri Gyðingar og hún þótti sterkur og ógleymanlegur persónuleiki eins og raunar kemur vel fram á meðfylgjandi myndum. Meðal þeirra sem máluðu por- tret af Helenu var Pablo Picasso, en einhverra hluta vegna komst inn hjá honum sú hjátrú, að lyki hann myndinni, yrði hann ekki eldri. Að sjálf- sögðu vildi hann ekki stytta sér aldur með því og því fór sem fór, að myndin var aldrei fullgerð. Sérstæðust þessara mynda er portret Salvadors Dali, þar sem frúin skagar út úr sólgulum klettum og minnir á eiginkonu Salvadors sjálfs, sem hann hefur svo oft í myndum sfnum. I mynd Pavels Tchelitchew verður fegurðin Iftið eitt bland- in óhugnaði. Hann kýs að mála frúna með „glimmer“ — eða kannsi demanta — á andlitinu, en fljótt á iitið Ifkist það þó meira slæmum húðsjúkdómi. Kunnust þessara mynda mun þó sú, sem Bretinn Graham Sutherland málaði; virðulegt portret af Helenu Rubinstein á efri árum hennar. I það heila tekið eru myndirnar athyglis- verðar f þá veru, hvað snjallir menn geta nálgast eitt og sama viðfangsefnið — sama andlitið — á marga vegu, og allir með góðum árangri. KONUR í NJÁLU Framhald af bls. 5 um. Hún var svo hög að fáar konur voru þar er hagari voru. Hún var allra kvenna grimmust og skaphörðust og drengur góður þar sem vel skyldi vera"; (Njála bls. 237) Hildigunnur kemur lesandanum fyrst fyrir sjónir er Höskuldur Þráinsson kemur að biðja hennar. Frásagan ber ekki með sér rómantík, Hildigunnur lýsir sér á hreinskilnislegan hátt og tekur það fram að hún giftist ekki goðorðslaus- um manni. Þau ganga síðan í það heilaga eftir að Höskuldi hefur verið útvegað 1 stk. goðorð og ,,fór allt vel með þeim". Þau eru andstæðir per- sónuleikar sem eru vís til að bæta hvert annað upp. © Hefnigirni Hildigunnar blossar upp eftir víg Hvítanessgoðans og er skilj- anleg vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af konunni. í Hildi- gunni byltast tvær kenndir, annars- vegar hin djúpa ást og tregi eftir mann sinn og hinsvegar hin stranga heift. Kafli 11 6 er með þeim áhrifa- ríkari þarsem Hildigunnur reynir öll hugsanleg ráð til að ýta við Flosa í átt til hefnda. Háð, blíðu, grát, ögranir og gengur meiraðsegja svo langt að fullyrða: „Hefna myndi Höskuldur þín ef hann ætti eftir þig að mæla", þessi líka dæmalaust friðelskandi maður Höskuldur! Og loks kórónar hún verk- ið með því að reka skikkju Höskuldar blóðuga alla í fang Flosa og vitnar þar I krafta hins nýtilkomna Krists. Sýni- lega eiga þau bæði í miklu sálarstríði og þáttur þessi vel upp byggður, þarsem stemningin rís, nær hámarki og sjatnarsíðan. Hildigunnur kemur enn einusinni fram á sjónarsviðið er hún giftist Kára, einum þeirra sem sótti að Hösk- uldi og banaði honum. Þessi yfirlýs- ing kemur einsog skrattinn úr sauðar- leggnum þegar litið er á hve heift hennar og hefndarhugur er magnað- ur fyrst I stað. Eftilvill hefur tíminn læknað öll sár og varla er hægt að hugsa sér dægilegri sættir eftir allt- saman. Eftilvill má líta á endirinn sem krassa’ndi hugmynd höfundar. Tvær tignar konur eru nefndar til sögunnar, þær Gunnhildur hin norska, kóngsmóðir og Kormlöð hin írska drottning. Gunnhildur kemur við sögu Hrúts Herjólfssonar, þarsem hann útí Nor- egi er að afla sér fjár og frama. Hann var þá heitbundinn Unni Marðardótt- ur og skyldi hún sitja þrjá vetur í festum. Þegar að þessum tíma liðn- um gerist Hrútur þunglyndur en Gunnhildur er öll af vilja gerð að lækna hugsýki hans og býður honum til sængur með sér að ganga. En Hrútur er óhreinlyndur í svörum við Gunnhildi er hún innir hann eftir háttum hans heima á íslandi og gremst henni það og leggur það á hann að hann ..eigi skyldi fram koma neinni munúð við þá konu sem hann ætlaði sér". Og svo fer að hjónaband Hrúts og Unnar endar með skilnaði og þarf þá ekki að vera álög Gunn- hildar komi til, heldur rekkjugleði lífsreyndrar konu, sem heillað hefur hinn óreynda Hrút og Unnur síðan valdið honum vonbrigðum. „Kormlöð var allra kvenna fegurst og best að sér orðin um allt það er henni var ósjálfrátt en það er mál manna að henni hafi allt verið illa gefið er henni var sjálfrátt":(Njála bls. 436) Hún var skilin við mann sinn, Brján konung og hataði hann svo að hún vildi hann feigan. Hún er hin grimmlyndasta einsog aðrar kvenper- sónur sögunnar og eggjar til Brjáns- bardaga. Hér er hennar aðeins getið vegna stöðu sinnar sem drottningar Framhald á bls 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.