Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Qupperneq 3
„Þarftu að vinna svona endalaust?" Hann er risinn á fætur og snýr sér að henni hálfbrosandi. „Gullið mitt: ef þig langar að búa við þetta áfram...“ og hann bendir hend- inni um setustofuna, á húsgögnin, litur á hana sjálfa, virðir fyrir sér kjólinn henn- ar, skóna armbandið, hringina og loks glasið, sem hann heldur á sjálfur. „Viljirðu halda þessu verð ég að halda áfram að vinna“. Hún litur niður svo, að ekki sér i augu hennar, aðeins dökk augnlokin þunn og vottar fyrir bláma af æðum. „Það veiztu nú vel, ástin min“. Hann segir þetta óeðlilega blíðum rómi. En rödd hans titrar eins og þaninn strengur. Hún lítur á tómt glasið i hendi hans. „Já“, segir hún aðeins. „Já“, segir hann líka og kinkar kolli nokkrum sinnum. Hann er á svipinn eins og' hann sé að henda gaman að ein- hverju. Svo snýst hann á hæli og gengur yfir gólfið þungum skrefum. „Ertu að fara að hátta?" Hún horfir á eftir honum. Hann lítur um öxl, og nemur staðar, þegar hann sér hana. Hún virðist svo litil þar sem hún situr — litil og óttaslegin. „Já, finnst þér ekki tími til kominn?" Hann bendir á veggklukkuna; sér, að hún lítur snöggt á hana lika. „Gerðu það fyrir mig að fara ekki inn strax". „Ég er orðinn þreyttur". „Ég veit, að þú ert orðinn þreyttur! Þú ert siþreyttur. En það var annað, sem ég ætlaði að segja. Það var...“ ,,Já?“ „Æ, stattu ekki þarna. . .stattu ekki þarna svona .. svona siðavandur á svip- inn!“ Hann ypptir öxlum. „Nú, ég get svo sem setzt niður. Ég skal þá sitja, siðavandur á svip, eins og þú segir“. „Viltu bara setjast...“. Hann gengur aftur að stólnum og setzt þunglega. „Geturðu aldrei setzt hjá mér?“ Hún er mjóróma. Nú, já, hugsar hann: brjóstumkennanleg líka. Brjóstum- kennanleg og hjálparvana. „Með stakri ánægju", segir hann mjúkmáll. „Eg hélt bara, að þér væri sama“. Hann setzt i annað hornið, leggur ann- an handlegginn upp á arminn og styður hönd við höfuð sér. Litur svo á hana, kurteislegur í bragði og áhugi í svipnum. „Stundum", segir hún út i bláinn, „stundum, þegar ég er ein heima á morgnana verður mér.. verður mér hugsað til þín. Oft. Það er svo skritið; ég fer oft að.. .að gráta, þegar ég hugsa til þín. Nei, ég skal ekki fara að gráta núna; þú þarft ekki að óttast það. En ég græt svo oft á morgnana. Finnst þér það ekki kjánalegt.. .heimskulegt...“ Ekki bara brjóstumkennanleg. Líka hrygg, hugsar hann harður. Yndislega döpur og sorgmædd. Hún snýr sér í átt til hans. Hún virðist einnig þreytt. Og hún er föl. „Hvers vegna ertu alltaf svona var um þig þegar ég er annars vegar. Það er engu likara en þú sért hættur að trúa nokkru, sem ég segi. Mér finnst alltaf eins og þú sért að gera gys að mér“. Hann finnur daufan sting undir bringspölunum. Hún hefur lag á þvi að hitta þar, sem veikast er fyrir. Næmi hennar hefur ekki minnkað með árun- um, þótt annað hafi spillzt. Næmið þroskast jafnt og þétt. „Ég er alls ekki að gera gys áð þér“, segir hann. „Mér er ekki hlátur i hug, mín kæra, heldur grátur", bætir hann við. „Ég græt í hljóði", Hann ber sér hátiðlega á brjóst og eyðir orðum hennar þannig með hálfkæringi. En einhverra hluta vegna getur hann ekki hælzt um; hann getur ekki af höndum hennar litið, smáum og umkomuleysislegum þar, sem þær liggja í kjöltu hennar. Hvað er það við þær, sem . . . „Er ég þá búin að særa þig svona?“ segir hún lágum rómi. „Svo djúpt, að þú ert orðinn alveg ... algerlega ónæmur fyrir mér?“ „Þú hefur ekkert gert mér nema gott, ástin. Ekkert nema gott“. Hann talar enn mjúkum rómi, hálf- hæðnislegum, en hún heyrir ekki — eða skyldi hún heyra það? — að hann gerir það i varnarskyni. Er hún komin ofurlítið nær? Öxl henn- ar er rétt við olnboga hans, bogadregin, ljós, nakin. Hann situr og starir annars hugar á blett á upphandlegg hennar, ljósan, kringlóttan blett. Það er ör eftir bólusetningu. Það er allt og sumt. En í þessum bletti bregður upp mynd fyrir sjónum hans. Það er mynd af renglu- legri, sólbrúnni, ungri stúlku með mjóa handleggi, grönn læri. Likami hennar kallaði ekki á neinn; hann beið bara. Þannig var hún. Vitundin um það veldur honum sársauka. „Stúndum imynda ég mér. ..“, segir hún og hallar undir flatt. Hún hefur þessa höfuðhreyfingu til þess að vekja áhuga og aðdáun, en stundum notar hún hana lika til að breiða yfir eitthvað alvarlegt. „Þú verður kannski hissa. Nei, gerðu það fyrir mig að segja ekkert. En stundum ímynda ég mér, að það sé þrennt ... þrennt, sem geti vakið dauða til lífsins ... Þetta hljómar kannski undarlega, en þú skilur mig .. . Er það ekki?“ „Þrennt?“ „Já, þrennt, sem geti vakið dauða til lifsins aftur. Það eru hamingja, sorg og hreinskilni". Hún litur snöggt á hann. Daufir, gráir glampar inni.í skuggunum. „Má ég vera svolítið hreinskilin núna? Eða trúirðu þvi kannski ekki, að ég geti það lengur? Stundum . . . það kemur fyrir, að mig langar til að halda fram hjá þér. Veiztu með hverjum? Mig langar að halda fram hjá þér með þér sjálfum ... með þeim manni, sem þú varst. Ef ég gæti bara . .. gæti bara fundið ...“ Siðustu orðin segir hún mjög lágum rómi eins og hún sé í þann veginn að fara að gráta. Hann heyrir hana kyngja nokkrum sinnum. Hann situr þegjandi, er ekki að horfa á neitt sérstakt. í þögn- inni heyrir hann andardrátt hennar hægjast aftur. Og hann finnur til þess, hve hann er þreyttur, honum finnst þreytan umlykja sig, liggja yfir sér eins og mjúkt ullarsjal. Hann snertir naktar axlir hennar með fingurgómunum. Húð hennar er köld undir fingrum hans. „Eigum við ekki að koma í háttinn núna?“ spyr hann lágum rómi. Hún kinkar kolli. Meira var ekki talað. Hann var svo þreyttur; dauðþreyttur. Honum var sem vaggað i mjúku ullarsjalinu, og hann sofnaði. En síðar þá um nóttina — eða um morguninn — vaknaði hann aftur. Hún svaf vært við hlið hans. Önnur hendi hennar lá yfir brjóst hans. Hjarta hans sló upp i litinn lófa hennar. Það var svo langt siðan hún hafði legið svona. En einu sinni fyrir löngu, langa- löngu, hafði hún sofið svona á hverri nóttu. Hann glaðvaknaði við þetta. Honum fannst hann orðinn alveg skýr, hreinn og undarlega vel hvildur. Nú langaði hann bara að liggja þarna með þessa hendi á brjósti sér, liggja og gæta hennar. Það var að birta fyrir utan. Það var síðla vetrar og birti hægt. Birti hægt og gráminn var dálitið óhreinn, líkur krapi á litinn. Hvað hafði hún sagt? Þrennt. .. En það mátti telja fleira en það. Til dæmis þetta hérna. Smáatriði, skrítna smámuni eins og þetta. Það heyrði hvorki undir sorg né hamingju; það var bæði gott og vont. Skrítnir smámunir. . . Hann lagði hönd sína gætilega ofan á hennar. Ætlaði að halda um hana, ef ske kynni að hún bærði á sér og ætlaði að laumast burt frá honum. © Að þora að vera mannlegur. krækíber Ögn jókst vist skerfur is- lands til heimsmenningarinn- ar við gerð „Morðsögu.“ Stað- ráðin var ég í því að sjá þessa mynd til þess að geta dæmt um hana sjálf, ekki sízt vegna þess, að ég missti af næstsfð- asta stórmenningarviðburði f íslenzkri kvikmyndalist „Lén- harði fógeta“, af óviðráðanleg- um ástæðum. Þau léku prýðilega, Steindór og Guðrún. Steindór gerði karlsvfninu vonda svo góð skil, að manni fannst hann næstum eiga örlög sfn skilið. Unglinga- „partfið" var kannski ekki beint frumlegt svona f kvik- m.vndum t.d. f.vrir þá, sem muna „La dolce vita“. Kannski var fullorðinsveizlan betri, þó fannst manni húsbóndinn háfa óþarflega miklar áhyggjur út af matnum handa gestunum, sem virtust hreint ekki hafa hið minnsta vit á veizluföng- um. En hvaða menningarfrömuð- ur skildi hafa áhyggjur út af því, þó að borgaraleg miðaldra konukind úr Breiðholtinu fengi krampa f magann og kökk fyrir brjóstið og yrði að lfta undan f nauðgunar og morðsenunni, þegar hún var að reyna að kyngja því, að þetta væri nútfmalist? Seinna varð hún beinlfnis orðlaus, þegar ung og falleg, prúðbúin stúlka sagði: „Mér fannst morðsenan svo flott, maður hefur aldrei séð þetta sýnt svona lengi og vel“. Þá fyrst sá þessi konukind, hvað hún var gamaldags. Mjög slaknaði á „hinni dramatfzku spennu" f myndar- lok, dráttur líksins yfir mosa- breiðurnar f hrauninu var næstum hlægilega langdreg- inn, þó viðurkennt sé, að klipp- ing mávsgargsins var vel gerð, en langt frá því að vera frum- leg. Svo fór að lokum, að ég og fylgdarlið mitt skelltum upp úr, þegar hin prentaða setning birtist á tjaldinu að myndinni lokinni. Eftirminnilegasta atriðið í myndinni fannst mér vera, þegar feita konan í veizlunni beygði sig niður að húsmóður- inni eftir að hún hafði misst stjórn á sér og sagði: „Þetta Anna María Þórisdóttir gerir ekkert til, elskan. Þetta er bara svona og maður verður að taka þvf“. Þetta var næstum eini mannlegi strengurinn, sem sleginn var í þessari mynd, en það þykir víst ekkert sérlega menningarlegt að vera hlýr og mannlegur. Svo kom „Blóðrautt sólar- Iag“ í sjónvarpinu um hvfta- sunnuna. Ummæli um þá mynd hafa birzt víða og flest eða öll verið á eina lund og vil ég þar engu við bæta. Eg skal fúslega viðurkenna, að ég botnaði ekkert f „raunveru- legri“ merkingu myndarinnar, þó að ég hefði lesið í blaði þá yfirlýsingu höfundarins, að f henni væri fólgin saga tslendingsins frá upphafi hans og fram á okkar daga. Enn cinu sinni þakka ég skapara mínum fyrir að vera ekki of gáfuð, ég held nefnilega, aö það hljóti að vera alveg hræði- lega leiðinlegt. f „Blóðrauðu sólarlagi" lék fossinn f fjallshlfðinni lang- bezt, að þeim Róbert og Ilelga og Rúrik ólöstuðum. Tilefnið til þessarra sfðbúnu hugleiðinga um tvær nýjustu íslenzku kvikmyndirnar er grein f Lesbókinni f samantekt Sig. Sverris Páslssonar um kvikmyndina „Rocky", sem hlaut Óskarsverðlaunin f ár. Þar stendur m.a.: ... „Mynd- inni er þó hælt sérstaklega fyr- ir viðkvæmni og tilfinninga- næmi, sem kemur fram f lýs- ingu persónanna og fyrir það, að í henni eru engar formæl- ingar, nektarsenur eða djarf- legar kynferðislýsingar... “ Einnig fannst mér mjög upp- örvandi að lesa hugieiðingar kvikmyndahöfundarins og aðalleikarans, Sylvester Stall- one. Ilann spyr m.a. sjálfan sig, hversvegna Walt Disney hafi grætt billjónir og gefur sér svarið: „Vegna þess, að hann ofbýður ekki til- finningum fólks.“ Kannski kemur að þvf, að frægustu kvikmyndafrömuðir okkar þora að vera jákvæðir, hlýir og mannlegir f gerð mynda sinna og láti af því að ofbjóða tilfinningum áhorf- enda, sérstaklega ef það fer að tfðkast f auknum mæli úti f hinum mikla heimi. Eitt er vfst, að þá finnst okkur ótínd- um almúganum, betur farið með milljónirnar okkar sem oftast eru notaðar við gerð fslenzkra kvikmynda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.