Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 14
Keltar voru góðir listamenn, en list þeirra hefur öll einkenni
frumstæðrar eða „arkaiskrar" listar: Aðalatriðin eru dregin
fram en smáatriðum sleppt og atriði eins og rétt hlutföll voru
aukaatriði. Á þremur meðfylgjandi myndum sjást vel megin-
einkenni þeirra listaverka, sem Keltar létu eftir sig: Striðsmað-
ur, riddari á hesti og kona, allt kær viðfangsefni.
vera stórir heldur voru það. Grafir hafa leitt í Ijós,
að þeir voru oft meira en 180 cm á hæð og vel
gerðir líkamlega.
„Allur þjóðflokkurinn. . . er brjálæðislega
sólginn i strið" skrifaði griski landfræðingurinn
Strabo um Kelta. Og gríski sagnaritarinn Siculus
segir: „Þeir skera höfuðin af óvinum sínum og
hafa með sér, bundin við háls hesta sinna". Svo
virðist sem óvinahöfuð hafi verið einskonar verð-
launagripir, sem þeir festu stundum upp á hús
sin, þegar heim kom. Siculus heldur áfram:
„Höfuð hinna eftirsóknarverðari óvina eru böðuð í
sedrusviðarolíu, en síðan geymd með kostgæfni
og sýnd með stolti".
Það segir sig sjálft, að menn með slíkan
hugsunarhátt hafa ekki alltaf lifað í innbyrðis friði.
Litill munur hefur verið á þeim og vikingunum;
bardaginn var hin æðsta skemmtun, en þess á
milli var setið að veizlum og sumbli og bardaga-
þörfinni fullnægt með glímum og kappakstri á
hinum frægu léttikerrum.
Stundum enduðu slikar skemmtanir með
blóðugum átökum. í skála höfðingjans sátu menn
með krosslagða fætur á úlfaskinnum og tóku
hraustlega til matarsíns. Vín glóði á skálum og var
sömuleiðis meðtekið af hetjulegri lyst. Þeir nánast
rifu í sig kjötið og þegar kom að lærisstykkinu,
bezta bitanum, gat foringinn útdeilt honum þeim
er harðast hafði barizt. Þá var algengt að einhver
annar garpur þættist eiga þann heiður með réttu
og var óðar skorað á hinn á hólm og enduðu þau
átök venjulega með dauða annarshvors, segir
Diodorus.
Það voru engin undur að Rómverjar óttuðust
slíka' menn og keltneskar konur voru í augum
Rómverja ógurlegar valkyrjur, sem börðust við
hlið manna sinna með hnykluðum vöðvum og
stálhörðu augnaráði.
Vera má, að slíkt hafi verið til, en margir Keltar
voru aðeins venjulegt fólk lágvaxið og dökkhært.
Hinir hávöxnu og Ijóshærðu, sem Rómverjar lýsa,
eru að áliti fræðimanna aðeins fámenn yfirráða-
stétt. Og ugglaust hafa þeir verið miklu fremur
smiðir og bændur en stríðsmenn. Iðjuverin i
Þýzkalandi, sem þykja í fremstu röð i heiminum
og unga út óteljandi varningi frá myndavélum til
lúxusbíla, eru ekki þau fyrstu þar í landi, sem
samtíminn undrast og dáist að. Borgin Manching í
Bæjaralandi var eitt sinn stóriðjumiðstöð Kelta og
vel i sveit sett gagnvart samgöngum austur eftir
Dóná og suður um Alpafjöll. Svo háþróuð voru
viðskiptin orðin þá þegar, að frá Manching var
verzlað með korn úr 160 korngeymslum. Og
langar leiðir barst kliður og hljómur frá smiðjun-
um, þarsem járn var brætt og koparinn hamraður.
Á öðrum verkstæðum voru sútaðar húðir, malað
hveiti, framleiddir steindir gluggar, málað postulín
og smíðað úr gulli og silfri. Þarna var miðstöð
Efnahagsbandalags Evrópu þessa tíma — og ekki
einu sinni búið að finna ísland.
Trúarbrögð voru eitt af því, sem tengdi Kelta
saman. Guði höfðu þeir marga; nöfn á gyðjum og
guðum skiptu hundruðum og voru mismunandi
brytjaði niður um kvartmilljón manns að því sagt
er, en afganginn, 1 10 þúsund manns sendi hann
sömu leið til baka að byggja upp sín brenndu hús
og hefja að nýju búsetu í Sviss.
Á þeim átta árum, sem Sesar þurfti til að „friða"
Gallíu, drápu hans menn að sögn hans rúmlega
eina milljón manns og háðu þrjátíu orrustur. Sá
foringi Kelta, sem reyndist Rómverjum einna
erfiðastur var Vercingetorix; stríðsmaður og aðals-
maður, sem lagði áherzlu á að skilja eftir sig
sviðna jörð.
Vercingetorix tókst að sameina sitt fólk um
uppreisn gegn Rómverjum. Keltarnir hafa
ugglaust átt mikla sigurmöguleika. Rómverjarnir
slógu hring utan um þá og lét margur hraustur
maðurinn lífið I þeim orrustum, sem í hönd fóru.
Það markaði í raun endalok Kelta sem yfirráða-
þjóðar norðan Alpafjalla, þegar Vercingetorix gafst
upp; hann reið einn út um virkishliðið hávaxinn og
stoltur búinn silfri og skreyttum vopnum og
reiðtygjum. Hann reið í áttina til Rómverja og
samkvæmt gömlu ritúali einn hring réttsælis um-
hverfis búðir Sesars. Síðan steig hann af baki,
fleýgði frá sér vopnunum og settist við fætur
sigurvegarans.
Þarmeð voru Keltar höfuðlaus her; þjóðflokka-
brot út um hvippinn og hvappinn, en Sesar sendi
Vercingetorix I hlekkjum til Rómar; geymdi hann
þar I dýflissu I sex ár. I sigurgöngu, sem Sesar
efndi þá til, var foringi Kelta dreginn fram í
dagsljósið, sýndur I sigurgöngunni, á Forum
Romanum og síðan kyrktur.
Tungumál Keltanna rann saman við latínuna,
sem Rómverjar töluðu og úr því varð sú franska.
sem nútiminn þekkir. Keltar héldu samt áfram að
vera Keltar, náttúrufólk, sem tók og tekur sveitina
framyfir borgarlíf, er feykilega bundið sinni fóstur-
jörð og hjátrúarfullt eins og náttúrufólk er oft.
Lítið er nú eftir af fornum glæsibrag Kelta. Þeir
hafa tekið sé bólfestu í Vestur-Frakklandi, á Wales
i Englandi, þremur svæðum á írlandi og Norð-
vestur-Skotlandi. Þar að auki eru nokkrar eyjar,
sem Keltar byggja, þar á meðal Hebrideseyjar.
Þessi svæði hafa ekki verið orðuð við svokallaðar
framfarir — Keltar láta sér hægt um þær og lifa
lífi forfeðranna draga fisk úr sjó og erja jörðina. (
Irlandi eru enn við liði sögur og gamlir siðir komið
allar götur úr heiðni og rakið til Kelta. Þar var
rammkeltneskt samfélag framá 17 öld. Þar er
enn til, að slagtað sé kind eða hana og blóðinu
stokkið á þröskuld og í öll fjögur horn hússins. Og
í landinu eru um þrjú þúsund helgar lindir og
verður helgi þeirra rakin til keltneskrar heiðni.
Keltar eru frá örófi alda sagnamenn. Þeir verða
drukknir af orðum, hefur verið sagt. Þeirra
frásagnarmáti er að ýkja fremur en draga úr, þeir
þykja orðhákar og þrasgefnir og skop þeirra á lítið
sameiginlegt með því enska. Yfirhöfuð er afstaða
þeirra mjög frábrugðin því sem gerist í Englandi.
Þeir biða ekki á rauðu Ijósi, ef enginn bill er að
koma — nokkuð sem Englendingar gera sjaldan
og Þjóðverjar næstum aldrei. Þeir vita af
lögunum, en taka þau ekki alveg bókstaflega.
Með öðrum orðum; þeir virðast vera likari
íslendingum en öðrum þjóðum, sem nú byggja
Evrópu
Afkomendur hinna
fornu garpa, sem eitt
sinn rcðu lögum og
lofum norðan Alpa-
fjalla: Keltneskir
fiskimenn á Arran-
eyju við lrland. Þeir
tala tungu forfeðra
sinna og eru náttúru-
börn og vilja heldur
erja land og stunda
sjó en búa í borgum
eða iðnaðarsamfél-
ögum.
- Keltar, hvaðvarð um þö?
Framhald af bls. 9.
svipuð nútímalist, enda kunnu menn yfirleitt ekki
að meta hana fyrr en Picasso og Matisse og fleíri
höfðu staðið fyrir og sigrað í formbyltingu í
upphafi aldarinnar. Þessi list er í senn frumstæð
og einföld. Hún byggist að hluta á skreytingum
eins og víkingalistin og að hluta á notagildi
gagnvart einhverskonar dularmögnum tilverunn-
ar. Keltar höfðu haft kynni af austurlenzkri og
griski list og tóku áhrif þaðan en bættu við úr eigin
hugmyndaheimi. Andlit og mannsmyndir koma
oftast fyrir, en náttúrustælingu ástunduðu þeir
ekki.
Hvað ræður þvi, að heil þjóð ákveður að taka
sig upp frá heimkynnum sínum og leita nýrra
landa i óvissunni? Því er liklega ómögulegt að
svara. Þannig var um Keltaþjóðflokkinn Helvetii,
sem lengi hafði búið í kringum Neuchatel í Sviss.
Sá þjóðflokkur varð ásáttur um að leita eitthvað í
vestur, þangað sem hafið tekur við af jörðinni og í
heil tvö ár undirbjuggu þeir þessa útrás; komu sér
upp matarbirgðum, smíðuðu vagna og ólu upp
nautpening. Þeir brenndu brýrnar áð baki sér í
bókstaflegri merkingu; lögðu eld í húsakost sinn,
alls 400 þorp og 1 2 virki þar að auki. Átti það að
herða þá í þeirri fyrirætlan að snúa ekki til baka.
Þá grunaði ekki afleiðingarnar. Þessi fólk-
straumur vestur á bóginn vakti áhyggjur hjá
Rómverjum; þeim leizt ekki á blikuna. Rómverski
konsúllinn i sunnanverðu Frakklandi — það var
sjálfur Sesar — taldi þarna gullið tækifæri sjálfum
sér til framdráttar og lét til skarar skríða. Hann
kom farandfólkinu Helvetii í opna skjöldu og
eftir þjóðflokkum. Þeir héldu grimmilegar fórnar-
athafnir og Sesar sagði þá smiða risalíkneski. sem
þeir fylltu með lifandi mönnum og kveiktu síðan í.
Völd prestanna voru mikil, þvi þeir kunnu skil á
framtiðarspám. Á írlandi til forna gátu hinir
keltnesku prestar ákveðið kóngi sínum daudaga,
þegar þeim þótti hann orðinn of gamall — eða þá
að hann hafði ekki eignast afkvæmi. Kóngurinn
var þá stunginn sverði og spáðu prestarnir í
framtiðina eftir því hvernig blóðið rann.
Myndlist var Keltum alltaf nærtæk og nálæg.
Hún var ekki handa útvöldum að dunda við,
heldur sjálfsagður hlutur i viðureign mannsins við
náttúruöflin og óvini sina. List Kelta var um marqt