Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 9
fyrir daga Römverja >RÐIÐ UM ÞÁ? Keltar voru frábærir járnsmióir og fundu upp aöferd tíl að smíða gjarðir utan um vagnhjól og höfðu þá tækni á valdi sínu þegar um 500 árum fyrir' fæðingu Krists. Léttikerran, sem Keltar beittu í hernaði var herþota þess tíma. voru London, Lyon, Genf, Strasbourg, Bonn, Vínarborg, Budapest og Belgrad. Parísarborg er nefnd svo eftir Parisii, keltneskum þjóðflokki, Rheims eftir þjóðflokknum Remi og Helvetia, sem er einskonar skáldlegt nafn á Sviss, sambærilegt við Frón, stafar frá Helvetii, keltneskum Þ óð- flokki, sem þar bjó. Annar keltneskur þjóðflokkur úr Ölpunum var nefndur Boii; það fólk settist að á Ítalíu og bjó í Bóhemíu. En Rómverjar kölluðu Kelta einu nafni Galla, eftir að þeir komu til sögunnar og Gallar þeir, sem Sesar barðist við í Galliu (Frakklandi) áttu skyldmenni í írlandi og Skotlandi, í Caliciu á Spáni, í Galiciu í Póllandi og jafnvel í Litlu Asíu, þar sem postulinn Páll hafði afskipti af þeim. í Evrópu hafa grafir leitt i Ijós tilvist Kelta um 1 200 fyrir Krist, en fyrst á ferðinni mun hafa verið svonefnt „axarfólk" um 2300 fyrir Krist. Þetta fólk myndaði arfleyfð, sem er bakgrunnur þeirrar menningar, sem við Evrópubúar þekkjum enn í dag. Keltneskar mannaleifar eru kenndar við Urnfield og Hallstatt; þar hafa fundizt þúsundir járnaldargrafa og uppúr þeim komu löng og þung sverð, rýtingar, axir, pottar og skartgripir með glæsilegum skreytingum. . Hugmyndirnar um lif eftir dauðann virðast hafa verið svipaðar og hjá Forn Egyptum, sem tóku flest nýtilegt með sér í gröfina — og jafnvel vikingunum, sem heygðir voru á stórbrotinn hátt með skipi og öllum búnaði. Keltneski stríðsmaður- inn var grafinn i léttikerru sinni, sem var herþota þess tíma. Árið 500 fyrir Krist, þegar menning Forn-Grikkja stóð sem hæst, var • keltnesk prinsessa lögð til hinstu hvílu i gröf í Frakklandi. Þar fannst hún furðu vel varðveitt árið 1953; hún hefur verið þritug að aldri og grafin ásamt með gnægð gersema á heilum vagni og með gullspöng um hárið. Af þremur árhóta viðhafnargröfum mátti sjá, hve glæstur hlutur kvenna hefur verið i hinu keltneska samfélagi: í tveimur grafanna hvíldu konur. Einnig kom þar í Ijós að samskipti og einhver kynni hafa átt sér stað við Forn-Grikki og Etrúrska, þann sérstæða og listelska þjóðflokk á Ítalíu. Sverð Keltanna voru meistarastykki i herzlu og hernaði létú þeir þrjár léttikerrur mynda einingu. Fótgöngulið var vopnað spjótum og skjöldum. Þessi herbúnaður var ógnvekjandi og Rómverjum stóð stuggur af þessum „villimönnum, sem fóru að ráðast á borgir þeirra með mikilli hugdirfsku og eyðingarþorsta. Þeir réðust á sjálfa Rómaborg árið 387 fyrir Krists burð og nokkru síðar ollu þeir spjöllum á „nafla heimsins", en svo nefndu Hellenar staðinn Delfi, þar sem hin fræga og ómissandi véfrétt var spurð um óorðna atburði. Enda þótt Rómverjar litu á þessa norðanmenn sem barbara, voru þeir samt ekki lausir við aðdáun á þeim. Hinn keltneski garpur og stríðs- maður litaði á sér hárið, skreytti sig með dýrum gripum og klæddist iitskrúðugum fatnaði. í aug- um Rómverja voru þeir samt menningarsnauðir vegna þess að þeir klæddust ekki rómverskum kyrtli og skikkju, heldur buxum — eins og við er að búast um hestamenn. Sumir Keltar börðust naktir, eða aðeins búnir „helgum" armböndum og málmkrögum. Þeir gerðu sér makka eins og á hesti og yfirskegg þeirra voru mikil og brúsandi. Það var ekki heiglum hent að mæta slíkum görpum í orrustu, sem ekki litu aðeins út fyrir að Framhald á bls 14. I Keltasamfélagi irlands hins forna vidgengust ævafornir sirtir, sumir harla grimmilegir. Þegar kóngurinn var orðinn of gamall, eða þá að hann eignaðist ekki afkvæmi, var hann drepinn eftir kúnstarinnar reglum; stunginn til bana á sér- stökum stað, þar sem hauskúpur stóðu á stöng- um allt um kring, en tattóveraðir kvenprestar fórnuðu dýrum um leið. A eftir ver gerð frani- tíðarspá, byggð á rcnnsli blóðsins úr líki kóngs- ins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.