Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Page 10
I Maffunni hljóta menn ekki frama, eóa halda völdum nema þeir sitji sffellt á svikráðum og myrði þá, sem standa f vegi fyrir þeim, enda er enginn nokkurn tfma öruggur um lff sitt. Hefur aldrei verið friðsamt f þessum félagsskap til lengdar. Þó er langt sfðan þar hefur verið jafnófriðlegt og nú, og ekki sfðan á bannárunum, þegar ýmsir „guðfeður" börðust blóðugri baráttu um völdin. Eftir þau hjaðningavfg var stofnað það yfirráð fjölskyldu feðra, sem enn hefur umsjón með starfsemi Maffunnar f heild, skiptir verkum með fjölskyldunum og „samræmir aðgerðir". Og allar götur upp frá þvf hefur Maffan verið langvoldugust glæpalýðssamtaka f Bandarfkjunum. Um þessar mundir stendur yfir valdabarátta í Mafiunni vfðs vegar um Bandarfkin. Hörðust eru ,')ó átökin i New York, enda hvort tveggja, að New York ?r nokkurs konar höfuðstaður Mafiunnar, og þar eigast við einhverjir algrimmustu foringjarnir. Þeir eru tveir og heita Aniello Dellacroce og Carmine Galante. Þeir berj- ast um forystuna fyrir þeim fimm Mafíuættum, sem „ráða“ New York eða „eiga“ hana. Sá, sem ber sigur úr býtum verður „capo di tutti capi“, foringi foringjanna, „Guðfaðirinn". Hinn, sem tapar, dregur sig í hlé — ef hann kemst lífs úr slagnum. En það er barizt viðar en í New York. I Chicago berjast ungir Mafíumenn um völd og aðstöðu i samtökunum. Eru margir dauðir i þeirri keppni, og fleiri munu falla áður lýkur. Loks er barizt vestur i Kaliforniu. Þar eru komnir mafíumenn frá New York og Chicago og vilja sölsa undir sig rikið. Fyrir eru aldnir foringjar og eiga þeir i vök að verjast fyrir innrásarmönnum. Orsakirnar til þessa uppnáms í Mafiunni eru tvær helztar. önnur sú, að Don Carlo Gambino, capo di tutti capi, lézt i fyrrahaust. Hann hafði sett niður deilur i samtökunum, ýmist með samningum ellegar ofbeldi og var orðið sæmilega friðsamt undir lok stjórnartiðar hans. En þegar hann lézt fór félagsskapurinn aftur úr böndun- um. Hart sótt að mafíuforingjum Hin ástæðan er sú, að harðskeyttir og framgjarnir ungir Mafíumenn (á ýmsum stöðum utan New York) vilja brjótast undan valdi hinna eldri manna í söfnuðin- um. I nærri tvo áratugi og alveg fram um 1970 var talsvert saumað að Mafíunni. Það gekk á með sffelldum handtökum, yfirheyrslum og rannsóknum. Varð lögregl- unni oft mikið ágengt. Einkum reyndist henni tvennt drjúgt: hleranir og uppljóstrarar. Urðu Mafíuforingjar svo taugaveiklaðir, að þeir hættu alveg að taka nýliða i félagsskapinn (1965) af ótta við svikara, og hættu að tala í sima heima hjá sér, af ótta við hleranir en fóru þess í stað að stjórna fyrirtækjum sinum úr símaklefum. Var um tima sagt, að Mafiuforingjum væri verr við það að fara út smápeningalausir en lífvarðalausjr; mestu varð- aði að eiga aura i símann! En þessi vinnubrögð voru seinleg og óheppileg. Ungum og upprennandi Mafíu- mönnum líkaði þetta ekki. En gömlu foringjarnir þorðu ekki að breyta til, sögðu ungu mönnunum bara að hafa biðlund og þeirra timi mundi koma. Kom þar loks, að ungu mennirnir nenntu ekki að hlýða þessu hræðsluhjali lengur en ákváðu að taka ráðin í sinar hendur. Gróðinn talinn í tugum milljarða Gróði Mafiunnar er sannast sagna lygilegur, og fer alltaf vaxandi. Gróðavegum fjölgar. Mafian ræður nú að mestu framleiðslu og dreifingu klámbóka, — blaða og — kvikmynda og hefur nú upp úr þvi 2.2 biljónir dollara á ári. Hún hefur orðið mikil umsvif i ólöglegri framleiðslu og sölu tóbaks og áfengis. Auk þess standa gömlu at- vinnuvegirnir með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Af þeim má telja veðmál, okurlán, eiturlyfjasölu, rán, fjár- kúgun og „vernd“ fyrirtækja og einstaklinga gegn hóf- legri þóknun. .. Nú veit náttúrulega enginn nema e.t.v. æðstu Mafíuforingjar, hver heildargróði samtakanna er. En af tölum úr skýrslum ýmissa opinberra stofnana má ætla, að heildartekjur þeirra séu ekki minni en 48 milljarðar dollara á ári. Mikið er það, en þó er hitt ótrúlegra, að hreinn ágóði verður varla minni en 25 biljónir á ári. Þætti þeim það gott hjá Exxon (áður Esso), sem er stærst iðnfyrirtæki i Bandarikjunum. Exxon seldi fyrir 51.6 biljónir í fyrra — en hreinn ágóði varð ekki nema 2.6 biljónir.. . Talsvert af gróða Mafiunnar fer aftur í fyrirtæki hennar, bæði lögleg og ólögleg. Mafían á nefnilega fjölda „sómasamlegra" fyrirtækja og hefur verið sagt, að marg- ir fái hjá henni allt, sem þeir þurfi milli vöggu og grafar — fyrst bleyjur en siðast líkkistu og greftrun. Þá festir Mafían og stórfé í fasteignum alls konar, byggingafyrir- tækjum, hvers kyns verzlunum og iðnfyrirtækjum, vöru- flutningafyrirtækjum, Wótelum, og veitingastöðum, sjálf- sölum og yfirleitt hverri þeirri starfsemi þar, sem nokk- urs gróða er von. Er talið í dómsmálaráðuneytinu banda- ríska, að Mafian kunni að eiga svo sem 10 þúsund lögleg fyrirtæki og nemi ársgróðinn af þeim ekki minna en 12 biljónum dollara. Trúnaðareiður svarinn á Maffuvfsu Órjúf- andi bönd blóðs og elds Syrgjendur við útför Don Carlo Gambinos 1976

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.