Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 4
SPJALLAÐ VIÐ ATTRÆÐAN ALÞYÐUMANN: // ....er þö löngumeins og fyrr Það er margs að minnast þegar áttræð- ur maður lítur yfir farinn veg. Þjóðfél- agið hefur breyst svo mikið á þessari öld að undrun sætir. Segja má að það sé allur annar heimur sem við lifum í nú, en áður var — segjum fyrir 50—60 ár- um. Þá mátti raunar segja að allir væru fátækir, sumir sárfátækir, allslausir um- komuleysingjar. Aðstaðan til menntunar var og öll önnur. Fáir nutu skólagöngu. Menntun var munaður fyrir fáa útFalda, börn efnamanna. Séu þessar aðstæður hafðar í huga má það teljast undravert hvað margir al- þýðumenn höfðu aflað sér mikils fróð- leiks og urðu allvel að sér á mörgum sviðum. Þráin til fróðleiks og bóklegrar iðju hefur víst fylgt íslenzkri alþýðu frá upphafi. Því hefur hún verið nefnd söguþjóðin og landið hennar sögueyjan. Við skulum nú staldra við um stund og spjalla við áttræðan alþýðumann. Sér- stæðan fróðleiks- og bókamann. Hann heitir Jóhannes Ásgeirsson og á heima við Hagamel 41 í Reykjavík. Að gömlum og góðum þjóðlegum sið, spyrjum við hann fyrst um ætt hans og uppruna. „Foreldrar minir voru Ásgeir Arnason og Magðalena Sigurðardóttir, var hún seinni kona föður mins. Faðir minn átti mörg börn af fyrra hjónabandi, en við vorum þrír albræður af seinna hjóna- bandi. Foreldrar mínir voru algjörir öreigar eins og fjöldi alþýðufólks var á þeim tíma. Þaú áttu ekki neitt, voru í hús- mennsku hingað og þangað við rýran kost. Algjört öryggisleysi á öllum svið- um. Þau hefðu áreiðanlega getað tekið undir með Sveini og sagt: „Ekki biður svarið Sveins, síst eru hagir duldir. Ég á ekki neitt til neins, nema börn og skuldir. En pabbi dó frá okkur mjög ungum. Eg mun hafa verið rúmlega ársgamall er hann dó. Þá tók sveitin við, svo glæsileg- útigöngumaöur, orti Jóhannes Ásgeirsson eitt sinn um sjálfan sig. Nú er það breytt og Jóhannes unir sér vel með bókum sínum Eftir Agúst Vigfússon ur sem sá kostur nú var. En ég var heppinn eftir því sem um var að gera. Ég var tekinn í fóstur af ágætisfólki. Hjónin, sem tóku mig í fóstur hétu Gísli Jóhannsson og Ölína Guðjónsdóttir. Ég naut fóstru minnar skamma stund. Hún dó er ég var um fermingaraldur. En hjá fóstra mínum dvaldist ég fram á fimmtugsaldur. Fóstri minn var sérstæð- ur maður um margt. Ákaflega vinnusam- ur. Mátti raunar segja að honum félli aldrei verk úr hendi. Lagvirkur og út- sjónarsamur við öll störf. Greindur í besta lagi. Mjög söngelskur og gat verið hrókur alls fagnaðar. Hversdagslega var hann mjög jafnlyndur, en átti þó mikið skap, en kunni manna best að stjórna því. Ég tel mikið lán að hafa lent hjá þessu hjartahlýja og góða fólki. Heimilið missti ákaflega mikið við frá- fall fóstru minnar, en fóstri minn hélt áfram búskap. Hann ól upp fleiri börn, meðal annarra Kristján Einarsson bónda á Höskuldsstöðum í Laxárdal. Árum saman bjó hann með okkur einum — enginn kvenmaður á heimilinu. Ég hygg þó að umgengni hafi ekki verið mikið lakari en almennt gerðist. Fóstri minn bjó lengst af i Pálsseli í Laxárdal. Sú jörð er nú komin i eyði fyrir löngu. Pálssel er innsti bærinn í Laxárdal að sunnanverðu, heiðarbýli. Þar er að visu ágætt sauðland, en eigi að síður ákaflega harðbýlt. Flest, ef ekki allt, var þarna með satna sniði og á landnámsöld. Ég var mjög ungur er ég kom að Pálsseli; mér er þó aðkoman þar enn föst i minni, þó meir séu en 70 ár síðan ég leit þann stað fyrst. Ekki var nú aðkoman glæsileg og myndu víst fáir trúa að menn hefðu þurft að búa við svo frumstæð skilyrði. Gamli bærinn var ákaflega ömurlegur. Löng göng óþiljuð. Afar lágt undir loft, alls ekki manngengt og svo þröngt á milli rúmanna að hnén náðu saman er setið var á þeim. Bærinn lak þegar rigndi. Varð þá að breiða skinn yfir rúmin til að verja sængurfötin. Eng- in upphitun. Hlóðaeldhús. Um skepnu- húsin er óþarfi að ræða. Þau voru frum- stæð hreysi. Líf mitt hefur verið ákaflega fábreytt og lítið frásagnarvert. Ég ólst upp við öll algeng sveitastörf eins og þau gerðust i gamla daga. Minnisstæðastur er mér fjallaheyskap- urinn. En þannig hagaði til í Pálsseli að mestallan heyskapinn varð að sækja til fjalla, stundum svo langt að aðeins var hægt að fara þrjár ferðir á dag. Alltaf varð að reiða heim daglega, hvernig sem viðraði. Það var ekki hægt að þurrka á fjallinu. Menn geta gert sér i hugarlund hversu erfitt þetta hefur ver- ið í rigningum. En fjallaheyskapurinn, eða veran á fjallinu gat líka sýnt á sér tvær hliðar. Mér fannst það yndislegt og töfrandi að vera i fjallageimnum, þegár veður skart- aði sínu fegursta. Eins og það var ömur- Iegt að vera þar í rigningum, þegar úlf- grá þokan byrgði alla útsýn. Mjög var allur útbúnaður frumstæður i útilegum þessum. Stundum ekki svo vel að til væri tjald. Var þá hafst við i svonefndum heyhúsum. Eldamennskan fór fram á hlóðaeldhúsi úti. Var týnt til sprek og lyng í eldinn. Og oft varð maður að fara í blaut fötin á morgnana. En þó að þetta væri nú allt svona frumstætt, þá á maður samt margar hugljúfar minn- ingar frá þessum vorbjörtu æskudögum. Þá trúðu menn á framfarir og að heimur- inn mundi fara batnandi. Sú trú átti nú eftir að verða fyrir áföllum. Þegar menn eru að gera upp þá reikninga, spyr sjálf- sagt margur eins og Stefán G. „Hvað er þá nokkuð sem vinnst“? „Hvernig var með skólagöngu og að- stöðu til bðklegrar fræðslu í uppvexti þínum?“ „Um skólagöngu i nútíma skilningi var nú eiginlega ekki að ræða. Ég fékk þó tilsögn i tvo eða þrjá vetur, nokkrar vikur í senn. Það er öll min skólaganga. Bókakostur var fremur rýr á flestum bæjum og víða nærri enginn. Kannske fáeinar guðsorðabækur og þar með búið. Nærri allir munu þó hafa verið læsir. Ég mun snemma hafa verið gefinn fyrir að hnýsast í bækur, en aurar til bókakaupa voru af skornum skammti að ekki sé meira sagt. Kannske hef ég eign- ast mina fyrstu aura fyrir hagalagða og líklega varið þeim til bókakaupa. Ég hef einhverntíman sagt að það besta sem mér hefði hlotnast væri umgengni við góða menn og góðar bækur.“ Nú verður mér Iitið til bókaskáps Jó- hannesar og sé að hann á kynstrin ÖII af bókum, svo að slík bókaeign mun fátfð hjá venjulegum alþýðumanni. Heill stór veggur þakinn fallegum bókum. Allar eru bækurnar I fallegu bandi, og raðað á smekklegan hátt. Ég spyr Jóhannes: „Hvernig fórstu að því að safna öllum þessum bókum, sem skipta hundruðum, ef ekki þúsundum?" „Það er margra ára starf. Eiginlega gekk þetta ekki neitt fyrr en ég kom hér suður. Þar dróu mig drýgst fornbóka- verzlanirnar. Ég álít þær hinar þörfustu stofnanir. Og margt á ég sporið í þær. Nú vil ég taka það fram að ég er ekki bókasafnari í þeirri merkingu, sem margir leggja I það orð. Ég kaupi ekki bækur bara til að safna. Ég kaupi aldrei bók nema mig langi til að lesa hana. Ég kaupi bækur til að reyna að verða svolít- ið víðsýnnni og færari um að glíma við hinar torráðnu gátur, sem bíða hugsandi manna svo að segja við hvert fótmál." Hetjanáskerinu Um mannraun Jönasar T Ljárskögarseli föður Jöhannesar Qr Kötlum effir Jöhannes Ásgeirsson Jónas Jóhannesson og Halldóra Guð- brandsdóttir bjuggu í Ljárskógaseli frá 1900—’24. Þá flutti þangað Jóhannes Jónsson bóndi frá Hellu á Fellsströnd, og bjó þar til 1927. Síðan hefur ekki verið búið í Ljárskógaseli. Þau áttu tvö börn, Jónas og Halldóra, Guðrúnu og Jöhannes skáld úr Kötlum. Þar örstutt frá bænum rennur Fáskrúð á flúðum og í fossum. Þar heita Katlar. Jóhannes lék sér þar oft drengur og við þá á kenndi hann sig. Frá Selinu var langt til næstu bæja. Tveggja klukku- tíma gangur niður að Ljárskógum og hálfur annar að Magnússkógum í Hvammssveit. Það mátti því heita að Ljárskógasel væri fram á fjöllum. Jönas bjó alltaf við mikla fátækt, en þó mun fjölskylda hans ekki hafa liðið skort, sem hægt er að nefna því nafni. Hann færði alltaf frá þessum fáu ám, sem hann átti, og hefur það verið mikil búbót í þá daga. En það heyrðist aldrei á Jónasi, að hann væri fátækur. Og alltaf var hann léttlyndur á hverju sem gekk. Það var eins og hann brosti fram- an í tilveruna, þótt hún á stundum væri harðhent við hann. Það var eitt sumar í sláttabyrjun, að Jónas fór niður að Ljárskógúm. Barst þá i tal við hann, hvort hann væri búinn að færa frá. Hann sagði það ekki vera. Sagði þá einhver við hann að ærnar væru að líkindum komnar fram á regin fjöll, svo að hann finndi þær ekki. Þá sagði Jónas: „Ég er ánægður ef ég finn 25—30“. En þá átti hann ekki fleiri ær. Það var eitt sinn að hausti til, þegar Jónas bjó í Ljárskógaseli, að hann fór að heiman suður í Hörðudal og eitthvað þar út á bæi. A þessum árum fóru margir „fjörur “, sem áttu leið þarna úteftir, ef svo stóð á sjávarföllum að fjörur væru færar, þvi sú leið var mik- ið styttri, en að fara aðalveginn. Segir nú ekki áf ferð Jónasar fyrr en hann vendir aftur heirn á leið. Þá var orðið mjög áliðið dags, því töfin varð lengri 'en hann ætlaði. Dettur honum þá i hug að fara fjörur, og stytta sér leið, ef færar væru. En samt þykir honum vissara að koma við á Hörðubóli og spyrja þar til vegar yfir fjörurnar. — Þar er honum sagt hvar hann á að fara, en jafnframt vakin athygli hans á því, að farið var að falla að. A Hörðu- bóli var honum margboðið að vera yfir nóttina, en vera ekkert að hætta á að fara fjörurnar, þar sem dagur væri að kvöldi kominn og aðfall færi ört vax- andi. En við það var ekki komandi. Jónas kvaddi og hélt á fjörurnar. Þegar hann kom niður að sjónum sá hann að mikið var fallið að og sker öll að fara í kaf. Eitt sker var þó stutt frá landi, sem ekki ,var alveg flotið yfir. Þangað ríður Jónas. Þarna var mjótt sund milli lands og skers. Ályktaði Jónas að hesturinn næði þar niðri, og ætlar þá að ríða til lands, en þá kom hann hestinum ekki út í sjóinn, hvern- ig sem hann reyndi. Sá hann þá að ekki var um annað að gera en taka því, sem að höndum bæri þarna á skerinu. Og það var að fara í kaf eins og hin. Stöðugt hækkaði sjórinn á hestinum og brátt var hann kominn upp á miðjar síður. Hvað mundi hann stíga hátt? En Jónas var ekkert að hugsa um það. Hann var að hugsa um hundinn sinn, að það færi sem best um hann á hnakknefinu. Og svo kvað hann rímur við raust sér til hita. Haustjnyrkrið var skollið á, svo Jón- as sá hvergi til lands, aðeins úfinn sjóinn allt í kring, sem leit út eins og ólgandi haf. Kaldur haustvindurinn skók bárurnar inneftir Hvammsfirði. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.