Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 7
Úr smásagnakeppni Viljans, blaðs Verzlunarskólanema eftir Guðmundu Jónsdóttur vinur minn Snúlli. Þetta byrjaði allt sarnan sunnu- dagsmorgun einn í aprílmánuði. Ég leigði á þeim tíma smá kjall- araíbúð i Vesturbænum. Nú, það var sem sagt sunnu- dagsmorgunn og ég var úti i garði að fá með að miga utan i ösku- tunnurnar blessaðar, þegar ég allt í einu sé litla veru vera að spígspora ofan á öskutunnulok- inu. Ég helt auðvitað í fyrstu að nú hefði ég vist fengið mér einum of mikið neðan í þvi kvöldið áður og nú væru timburmennirnir að striða mér. En viti menn, tekur ekki þetta litla kríli, sem varla var stærra en lófinn á mér, að hoppa og skoppa þarna á lokinu og veifa til mín með báðum hönd- um. Ég renndi upp buxnaklauf- inni og beygði mig niður að þessu fyrirbæri. Þegar ég fór að skoða það betur sá ég að þetta var pinu- litill karlmaður, svona á að giska um þrítugt. Hann virtist vera að hrópa eitthvað til mín, en ég heyrði ekkert nema eins og smá óm. Ég lagði nú handarbakið á lokið og eftir smáhik steig hann upp í lófann á ntér. Hann var ekki mjög þungur, en þó þyngri en ég hafði búist við af svona litlu krili að vera. Ég bar hann nú gætilega inn og setti hann niður á eldhús- borðið. Síðan lagði ég kinnina alveg að borðplötunni og benti honum að tala inn í eyrað á mér. Og hann var ekki seinn á sér. Hljóp að eyranu og byrjaði að kalla. Ég heyrði ágætlega i honum þannig að hann þurfti ekki einu sinni að kalla, bara að tala mjög hátt. Hann talaði ágæta íslenzku, að visu með smá hreim- en ég skildi vel hvað hann sagði. Hann sagðist heita Snúlli. Hann væri þotuflugmaður frá litlum hnetti sem væri svo langt frá jörðinni að hann væri ekki einu sinni sýnileg- ur i bestu stjörnukíkjum. Hann sagði að i sinu landi gætu þeir hins vegar séð vel hingað niður til okkar en hefðu engan áhuga á að ferðast hingað i þessa ómenningu hérna. Svo væru þeir líka dálítiö smeykir við það, þvi að hæsti mað- urinn þar væri ekki nema tæpir 20 cm. Hann hefði hins vegar ver- ið á æfingarflugi þegar vélin hafði bilað hjá honum, hann misst stjórn á henni og hún flogið alveg stjórnlaust i átt til jarðarinnar. Þegar hér var komið sögu var ég orðinn næstum viss um að ég lægi ennþá sofandi uppi í rúmi og mig væri að dreyma þetta allt saman. En draunturinn var skemmtilegur og ég kærði mig ekkert um að vakna-. Og áfram hélt Snúlli að segja mér af hrakningum sínum. Þegar hann var kominn allnálægt jörð- inni hefði honum loks tekist að gera við vélina, en þá var orðið of seint að ná sér frá aðdráttarafli hennar. Hann átti þvi ekki annars úrkosta enn að reyna að lenda hér. Þegar hann svo kom svífandi hér yfir Reykjavik hefðu öll stjórntækin tekið að hringsnúast og allt farið i hringavitleysu i stjórnklefanum. Svo hefði hann brotlent hér í garðinum fyrir ut- an, vélin eyðilagst en hann slopp- ið vel. Nú, og framhaldið vissi ég vist sjálfur. Ég kleip mig i handlegginn svo fast að ég sárkenndi til, en ekkert skeði. Ég var víst alveg glaðvak- andi og Snúlli þvi eins raunveru- legur og ég og þú. Og nú fóru spurningarnar að skjóta upp koll- inum í huga mér hver af annarri. Ég byrjaði á því að spyrja hann hvernig í ósköpunum hann gæti talað íslenzku. En ég hef vist talað of hátt þvi að hann greip fyrir eyrun og gaf mér bendingu um að tala lægra. Ég bar því spurning- una fram aftur, en svo lágt að það lá við að ég hvíslaði. Snúlli sagði mér að á hnettinum, sem hann væri frá (sem ég því miður man ekki hvað heitir), væru allir margfalt fjptari að læra heldur en við og með fimmtán sinnum hærri greindarvisitölu. Sem dæmi um það sagði hann að til dæmis væri öllum börnum strax i barnaskóla kennd öll heimsins tungumál. Að visu væru ekki margir þar sem töluðu islenzku jafn vel og hann en hann hefði strax í æsku fengið alveg sérstakt dálæti á henni og væri það skýringin á því hve vel hann talaði hana. Skyndilega fann ég til alveg hræðilegrar svengdar. Ég spurði Snúlla því hvort hann vildi ekki fá sér matarbita með mér. Hann þáði það með þökkum og sagðist ekki vera búin að bragða mat í næstum hálfan mánuð. Það gerði nú að vísu ekki mikið til því að á hans plánetu nærðist fólk ekki nema svona einu sinni í viku að jafnaði. Síðan snæddum við og ég sé enga ástæðu til að segja nánar frá þeirri máltið nema hvað Snúlli virtist borða alveg jafn venjulegan mat og við öll gerum. Þegar við höfðum matast sagði Snúlli að hann væri orðinn mjög þreyttur og honum þætti vænt um ef hann mætti halla sér um stund. Ég kvað það auðvitað sjálfsagt, benti honum á rúmið mitt og sagði að hann skyldi bara halla sér þarna og reyna að láta fara vel um sig. En þegar ég ætlaði að fara að bera hann þangað stökk hann niður af borðinu hljóp að rúminu og hoppaði upp i það. Ég starði alveg dolfallinn á þetta. Ef við setjum hæðirnar sem hann stökk í okkar hlutföll efast ég unt að nokkur maður væri fær urn þetta. Ég gekk að rúminu og ætlaði að spyrja hann hvernig á þessu stæði en hann virtist þá þegar sofnaður. Það var því ekki fyrr en seinna um daginn sem ég komst að þessu. Hann var gæddur alveg ótrúlegum kröftum og sér- staklega var stökkkraftur h'ans gífurlegur. Hann vildi ekki segja mér hvernig á þessu þessu stæði og ég á víst aldrei eftir aö komast að því. En ég held að það hafi verið á þeirri stundu, er hann var að segja þetta, að ég ákvað að enginn skyldi nokkurn timá fá að vita um tilveru Snúlla hér á landi eða það að ég ætlaði að notfæra mér hann í stað þess að hann fengi hjá mér húsaskjól og mat. Svo leið tíminn. Ég dundaði mér við það á kvöldin, þegar ég var búinn að læra, að smíða hús- gögn handa Snúlla. Ekki leið á löngu þangað til að hann var bú- inn að eignast örlitla ibúð í einu horni herbergisins sem ég svaf í. Það reyndist hins vegar erfiðara að búa til föt á hann. En i samein- ingu tókst okkur þó að sauma þó nokkuð góð föt sent hann virtist vera alveg harðánægður með. Ég hafði alla tið verið frekar einmana og þvi var Snúlli alveg eins og engill af himnum sendur inn í líf mitt. Ég tók hann stund- um með mér i skólann og það fannst honum hin mesta skemmt- un. Ég sat einn við borð aftast i stofunni en samt þorði ég aldrei að taka hann upp úr töskunni heldur sat hann alltaf þannig í henni að enginn gat komið auga á hann. Hann fylgdist vel með því sem fram fór og fór oft að ræða eitthvað sem kennarinn hafði sagt, þegar við vorum komnir heim. Svo komu prófin. Ég veit það núna að hefói ég ekki haft Snúlla með mér i prófin hefði ég aldrei náð. Hann sat í vasanum á jakkan- urn minum og ef ég vissi ekki eitthvað þá hvíslaði ég spurning- una svo lágt að enginn heyrði, — enginn nema Snúlli. Þá prílaði hann upp á öxlina á mér og sagði mér svarið. Ég varð með þeim hæstu yfir skólann, þökk sé hon- um Snúlla mínum. Ég hef oft velt því fyrir mér síðan hvað hefði verið gert ef þetta hefði komist upp, en sem betur fer þá fór það ekki svo. Þegar prófunum og öllu því umstangi og streitu sem þeim fylgir var lokið, skýrði ég Snúlla frá áætlunum minum. En Snúlli var heiðarlegur ntaður og það tók mig langan tima að fá hann til að samþykkja þetta. Ég var nefni- lega að hugsa um að gerast þjöfur og notfæra mér Snúlla á innbrots- stað. Við ákváðum aö byrja i mjög smáum stíl, en færa okkur svo upp á skaftið eftir því hvernig gengi. Við gerðum áætlun fyrir hvert kvöld, því að við vorum sammála um það, að best væri að vinna á kvöldin. Fyrst i staö höfð- um við það þannig að ég fór með Snúlla i vasanum inn í einhverja verslun, rétt fyrir lokun. Skoðaði mig um smá tima inni í búðinni en lét svo Snúlla, svo litið bar á, niður einhvers staðar þar sem hann gat falið sig vel. Hann beið svo inni í versluninni í nokkra tima eða þangað til að ég kom aftur og þá opnaði hann fyrir mig hurðina! Já, hann opnaði hurðina. Eg get enn þann dag i dag ekki skilið hvernig hann fór að þvi, þvi að ég spurði einskis. Eg vissi að hann vildi sem minnst tala um hina yfirnátturulegu krafta sina. Svona gekk þetta í nokkurn tima og við höfðurn ágætlega upp úr þessu. Ég leigði nú stóra og rúmgóða íbúð handa okkur, þar sem Snúlli hafði sér herbergi al- veg útaf fyrir sig. Mér fannst hann vera mjög ánægður með sig þar en samt var eins og eitthvert eirðarleysi væri á honum á þess- um tima. Þegar ég nefndi þetta við hann viðurkenndi hann fyrir mér að hann væri með mjög rhikla heimþrá. En þetta var lika i fyrsta og eina skiptið sem ég heyrði hann tala um það. Eftir þetta breyttum við um vinnuaðferó. Við ætluöum að vinna sjaldnar, en hafa meira upp úr krafsinu í hvert skipti. Og þannig leið tíminn fram á haust. Þá vorum við búnir að ræna meðal annars allstórri upp- hæð úr banka einum hér í borg- inni. Fyrir þann verknað okkar var, að ég held, einum gjaldkera þar sagt upp störfum vegna þess að sökin beindist að honum og hann var ekki fær um að sanna sakleysi sitt. Nú nú, svo vorum við búnir að fara inn í nokkur íbúðarhús, eina ferðaskrifstofu ásamt fjölda verzlana og upp úr öllum ferðum höfðum við dálag- legan skilding. En aldrei komst neitt upp.- Ef þið viljið kanna sannleiksgildi orða minna þá skulið pið labba ykkur niður á lögreglustöð og fá að blaða í skýrslunt þar, sem merktar eru: Öupplýstir þjófnaðir, og þið meg- ið vera viss um að mikill hluti þeirra er verk okkar Snúlla. í byrjun septembermánaðar byrjaði Snúlli svo að finna fyrir lasleika þeim sem nokkru siðar . átti eftir að draga hann til dauða. Hann lýsti sér þannig að hann fékk ofboðsleg krampaköst og svo rnikla verki unt allan líkamann, sérstaklega i kviðinn, að hann öskraði og gargaði. af kvölum. Snúlli sagði mér að nú væri komið að því sem hann hefði óttast allan tímann. Hann þyldi ekki loftslag- ið hérna. Hann hefði samt þolað það lengur en margur landi hans hefði gert, vegna þess hve sterk- byggður hann væri og i góðri likamlegri þjálfun. En ú væri vist komið að endalokunum. Snúlli þjáðist mikið öðru hvoru eftir þetta og svo var það eitt kyrrlátt októberkvöld að hann sofnaði svefninum langa. Hann Snúlli minn var dáinn. Ég grét eins og barn. Ég hafði misst eina raunverulega vininn sem ég hafði nokkurn tímann eignast. Hann var að vísu ekki hár i loftinu en segir ekki orðatiltækið að margur sé knár þótt hann sé smár? og mér finnst að það hafi sannast vel á Snúlla. Ég smiðaði ofurlitla kistu sem ég lagði hann i. Siðan jarðaði ég hann i stórum Þlóma- potti sem ég keypti og platnaði nokkrum kaktusum þar í. Þegar því var lokið tök ég öll húsgögnin hans og setti þau i kassa sem ég lét siðan upp á háaloft. Og þar með, lesandi góður, hef- ur þú heyrt söguna um hann Framhald ábls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.