Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 5
„Hvaða ljóðskáld metur þú mest?“ „Þessu er vandsvarað. Kannski þú eig- ir við hvaða skáld mér þyki rishæst. Þá er það nú líklega Stefán G. Hann flutti svo hlýjan mannlegan boðskap og fletti svo miskunnarlaust ofan af vankanta- mönnum þjóðfélagsins. En það skáld, sem ég met einna mest, er Jóhannes úr Kötlum. Þetta stafar kannske af því að af honum hafði ég nánust kynni. Hann var sveitungi minn. Viðkynningin við Jóhannes var mér ákaflega mikils virði. Eg á allar ljóðabækur Jóhannesar og les þær oft mér til sálubóta. Ég á frumútgáf- ur þeirra allra áritaðar af höfundi. Ég á einnig allar bækur Þórbergs og flestar bækur Kiljans. Allar í finu bandi. Ég vil „Jú ekki set ée neitað hví á tímahíii hafi hugur minn hvarflað að skólagöngu. En satt best að segja hafa þau sárindi horfið með árunum. Ég hef ekki fundið svo mjög fyrir menntunarleysinu. Kannske sumun finnist það yfirlæti, en ég ætla samt að láta það flakka. Ég tei mig menntaðan mann. Hér vil ég taka það fram að ég álít lærdóm og skóla- göngu ekki sama og menntun í þess orðs viðtækustu merkingu. Bækurnar mínar hafa nokkuð aukið á þekkingu mina. Þær eru mitt hálfa líf. Satt að segja held ég að ég yrði ánægður með að kveðja, ef svo væri komið fyrir mér, að ég gæti ekki lesið. Mín mesta nautn er að lesa góða bók.“ Það er eitt sem mér finnst harla ein- kennilegt, miðað við hina löngu skóla- göngu unga fólksins nú á timum. Mér finnst það ekki eiga vitund betra með að tjá sig, nema síður sé, heldur en hinir sem aldrei hafa á skólabekk komið. Ýmislegt sem frá þvi kemur, er óskiljan- legt rugl. Hér á ég vitanlega ekki við atómkveðskapinn. Flest af honum er ekki umræðuhæft. Það er bara tfmasó- un. Ég held að unga fólkið vanti takmark að stefna að — eyði um of tíma sínum í tilgangslausar skemmtanir, sjónvarps- gláp og biöferðir. En sumar kvikmyndir eru beinlínis siðspillandi. Að lesa bókmenntir virðist vera orðið úrelt. Ég kalla æsispennandi kynlifskjaftæði ekki leg íþrótt, dægrastytting. En að mínu viti ekki með öllu þýingarlaus. Orðaforði manna jókst og aldmenningur varð ieiknari í meðferð málsins. Það að segja sögur hafði einnig sina þýðingu. Nú er þetta úr sögunni; heyrir fortið- inni til. „Farið heilar fornu dyggðir1', sagði sr. Sigurður Einarsson sá snjalli andans maður Sú ágæta ritgerð stakk á kýlunum. Þar var þó ekki nema hálfur sannleikur sagður. Vitanlega var margt, sem mátti hverfa. En sumt hefur líka horfið, sem eftirsjón var að. Eg held að það sé nauðsynlegt að varðveita það bezta úr arfi kynslóð- anna." Jóhannes Ásgeirs- son unir sér vel við bóka- skápinn helst ekki eiga óinnbundna bók. Og ég lána aldrei bók; bið heldur engan að lána mér. En nú er orðið svo dýrt að binda inn bækur, að þeir sem lifa á tekjutrygg- ingarskammtinum hafa ekki ráð á því.“ Ég held mest af eftirtöldum skáldum: Stephani G. Stephanssyni, Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni, Matthiasi Jocumssyni, Einari Kvaran, Davið frá Fagraskógi og Jóhannesi úr Kötlum. Af útlendum skáldum: Stephan Zweig, Oscar Wilde, og Selmu Lagerlöf. „Langaði þig ekki til að fara í sköla, Jóhannes?" „Við vorum að minnast á það áðan, að aðstæður til menntunar og bóklegrar iðju hefðu ekki verið miklar, er þú varst að alast upp vestur i Dölum." „Jú, satt var það. Það kom mér nokkuð á óvart þegar ég, hinn ólærði óskóla- gengni maður, fékk beiðni um að verða sýsluskrifari. En það var Halldór Július- son sýslumaður á Borðeyri, sem fór fram á þetta við mig. Sjálfstraustið var nú ekki meira en það að mér fannst þá, að þetta væri fjarstæða. Þó varð það úr að ég tók þetta að mér og allt fór þetta sæmilega. Okkur Halldóri kom mjög vel saman. bókmenntir. En slikar bækur seljast best, enda mest auglýstar. Þar sannast það sem Steinn Steinarr orðaði svo snilldarlega: „Alltaf finnst mér eitthvað hlýtt, yfir dalnum sveima. Þó að viða væri grýtt á vegunum gömlu heima. „Hefurðu fengist við að yrkja?“ „Nei það er íangt i frá að það sé hægt að kalla það því nafni. Ég er ekki einu sinni hagyrðingur. En i uppvexti minum fengust flestir við að ríma. Vitanlega var fátt af því skáldskapur. Þetta var þjóð- „Við vorum áðan að tala um hagyrð- inga. Viltu nú ekki lofa ntér að heyra, þó ekki væri nema eina stöku eftir þig svona sem sýnishorn af stökum þínum?“ „Ja, ég veit ekki. Mér finnst svo fátt af þessu birtningarhæft. Ég hef nú vist þótt nokkuð einrænn stundum. Viljað fara mínar eigin leiðir. Ekki laust við það stundum, einkum á yngri árum að mér hafi fundist ég vera misskilinn. Það er best að ég lofi þér að heyra stöku sem ég orti einu sinni og vikur að þessu: Dreymdi föng og djarfan byr, dags i þröng er glaður. Er þó löngum eins og fyrr, útigöngumaður. En þetta er nú allt löngu breytt. Ég er fyrir löngu orðinn sáttur við lífið og tilveruna. Er ég lit til baka finnst mér að ég hafi verið mikill gæfumaður. Ég var kontinn yfir fimmtugt er ég kom hingað suður. Eðlilega var ég nokkuð uggandi að ég fengi atvinnu við mitt hæfi. Ég var óvanur flestum störfum hér syðra. Ég hafði eingöngu vanist sveitastörfum. En það var eins og lánið léki við mig. Ég fékk starf, sem átti vel við mig. Ég varð innheimtumaður hjá borginni. Það var ekki eingöngu að mér félli rnæta vél við fólkið á stofnuninni. Ég kynntist fjölmörgum einstaklingum sem hafa orð- ið góðkunningjar minir siðan. Ég vil nota tækifærið og þakka þessu ágæta fólki fyrir hinar fjölmörgu gleðistundir, sem það veitti mér. Ég hef aldrei kynnst nema góðu fólki. Það er mitt lán. Nú ei ég hættur öllu amstri. Dunda aðeins vié að lita í bækunar minar. Jóhannes hefur skráð stuttan þátt al mannraun Jónasar í Ljárskógaseli, föð ur Jóhannesar úr Kötlum, og fylgir hani með að lokum. Jónas reyndi að kreppa upp fæturna, en það dugði ekki til. Hann varð meira og minna votur. Löng og köld varð nóttin á hestbaki, og geta ekki hreyft sig i 5—6 klukkutima, meðan öldur Ægis sleiktu brjóst Jónasar og söngur þeirra varð hærri og óhugnanlegri, eft- ir þvi sem lengur leið, eins og þær væru að syngja yfir honurn útfarar- sálminn. En þá kvað Jónas: Við skulum tveir á hólmi hér hefja geira messu, þótt ei fleiri fylgi mér , firðar eiri þessu. Og um leið verður Jónasi litið i austurátt og sér hann þá að dagur er risinn og útfall er að byrja. Eftir skamma stund kemst Jónas þá til lands, og heim að Lækjarskógi. Þá var hann orðinn mjög kaldur og þjakaður, og hresstist þó furðu fljótt, því þar fékk hann ágætar móttökur. Siðar þegar það barst í tal við Jónas, að hann hefði legið úti einu sinni eða tvisvar i hörku byljum og einnig að lenda í þessum hrakningi, sagði hann alltaf að sá langversti hefði verið á fjörunum forðum. Jóhannes Asgeirsson á yngri árum Ásdís_Sigurðardóttir Hljómar líkt og vorsins ómur dýpsti tónn skær og mildur. Vitund vaknar grær og syngur gefur vekur hugsun úr djúpri lind. Hrein tær án trega, gleði og eftir stendur þu Ijóð tóna minna. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.