Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1977, Blaðsíða 12
Salerno að tclja peningana. eftir Galante og föruneyti hans og hafa þeir sumir farið víðar á undanförnum mánuðum en á allri ævi sinni áður. Hefur Galante verið svo mjög í sviðsljósinu, að blaða- menn töldu hann, ekki alls fyrir löngu, hafa farið með sigur af hólmi og væri hann orðinn capo di tutti capi. Það reyndist nú ekki rétt vera. En þessi skyssa blaða- manna var afsakanleg. Dellacroce virtist horfinn með öllu. Og hann hefur farið huldu höfði upp frá því. Aftur á móti hefur hann leikið það að láta staðgengla sína birtast hér og hvar um landið og villa um fyrir mönnum. Eitt sinn lét hann staðgengil, nauðalfkan sér, leggjast inn á sjúkrahús i New York. Barst þá út sú fregn, að Dellacroce væri veikur og „kominn úr umferð". öðru inni sást Dellacroce á sveitasetri sínu í Key Largo og töldu menn þá, að hann væri setztur í helgan stein. En „eftirlauna- maðurinn" i Key Largo reyndist tvifari. Sjálfur sat Dellacroce í leynum i Brooklyn og stýrði þaðan herjum sínum. millofs. Myrt á báða bóga Leikur þeirra Galante og Dellacroce berst um víðan völl, allar götur frá Manhattan og norður í Kanada. Þó nokkrir eru fallnir i stríði þessu. Fyrstir urðu tveir útsendarar Galantes, er hann hafði laumað i lið Dela- croces. Dellacroce lét koma þeim fyrir kattarnef. Hafa lik þeirra ekki fundizt. Þvi næst sendi Dellacroce menn inn í Harlem, hverfi blökkumanna, og skutu þeir nokkra heróínsala þar. Lét Dellacroce það svo berast, að Galante hefði staðið fyrir morðunum, vildi með þvi efna til ósættis milli Galantes og Leroy Barnes, eiturlyfjasala, sem voldugur er á þessum slóðum. Barnes var reyndar handtekinn ekki alls fyrir löngu en látinn laus gegn tryggingu. Dellacroce hefur og efnt til mikillar áróðursherferðar gegn Galante. Hann segir Galante vera of mikið í sviðs- ljósunum og enn fremur beri allt of mikið á eiturlyfja- sölu hans. Þetta komi Mafiunni illa og hamli viðskiptum hennar. Hann kveður Galante líka ofstopamann, sem ekki geti ráðið málum til lykta hljóðalaust, og megi vera ljóst af þessu, að hann sé mjög óheppilegur yfirforingi. Galante deyr þó varla ráðalaus við þessu. Hann stendur alltraustum fótum og á víða ítök. „Hann á sér fylgismenn um þver og endilöng Bandaríkin, en Dellacroce á hvergi fylgi nema í Litlu Italiu" (hverfi ítala í New York), sagði lögreglumaður nokkur, sem fróður er um Mafiuna. Nú er hugsanlegt, að hvorugur sigri, Galante eða Dellacroce, en báðir hljóti sajneiginlega byltu — verði jafnvel báðir drepnir. Þá bíður a.m.k. einn reiðubúinn að gera tilkall til valdanna. Það er Antony nokkur Corallo, hálfsjötugur fjölskyldufaðir, sem einkum er frægur af þvi, hve vel honum hefur tekizt að smjúga net laganna. Honum hefur sem sé lánazt að vikja sér undan hartnær öllum sökum, sem á hann hafa verið bornar og hafa þó flestar verið sannar. Þó hefur tekizt að fanga hann tvisvar eða þrisvar og síðasta sinnið missti hann tökin á „fjölskyldu" sinni, og við tók Andimo nokkur Pappadio. Corallo náði stjórnartaumum aftur í sinar hendur i september síðast liðnum. Hann lét myrða Pappadio — með hjálp Galantes. Þá má nefna annan hugsanlegan frambjóðanda, þótt ólíklegt sé. Það er Joseph Bonanno, fyrrum yfirmaður Galantes. Ötrúlegt þykir þó, að Bonanno hugsi til yfirráða i New York framar. Hann er í fyrsta lagi kominn yfir sjötugt, en í öðru lagi var helzti samherji hans á vestur- ströndinni, Frank Bompensiero, myrtur í febrúar er leið. Þykir trúlegast, að Bonanno láti sér hægt úr þessu. Hróðurinn vex við hvert lík I Chicago eigast við gamlir Mafíuforingjar og yngri menn. Mafían i Chicago telur u.þ.b. 250 „hermenn". Það heitir svo, að Anthony Accardo stjórni lengstum á sveita- setri sinu, rikmannlegum bústað í Palm Springs og lætur annan um reksturinn. Sá heitir Joseph Aiuppa. En hann þykir óstyrkur stjórnandi og á mjög í vök að verjast fyrir yngri mönnum. Þeir hafa ekki enn sýnt Aiuppa og Accardo banatilræði, en það kann að koma að því áður langt liður. A rúmum þremur árum eru fleiri en 20 fallnir. Sumir voru útsendarar lögreglunnar, aðrir vitni, en flestir voru þeir úr Mafiunni. Meðal þeirra voru Sam Giancana, fyrrum yfirmaður Chicagomafíunnar, og Richard Cain, fyrrum lögregluþjónn en siðast helzti hjálparkokkur Giancana. Vegur morðingjanna vex aftur á móti við hvert lik; sigurstranglegastur er sá, sem er duglegastur við mann- drápin. Einn sá efnilegasti i Chicago James Torello, fyrrum skytta hjá Giancana. Hann var svo laginn við skyttiriið, að Giancana hlóð á hann vegtyllum og dró það ekki úr frama hans að Giancana lét af völdum. Ræður Torello nú allri fjárhættuspilamyllu Chicagomafiunnar. Torello er gæddur þroskaðri kimingáfu, eins og reynd- ar margir Mafíumenn. Hlerari frá FBI var eitt sinn áheyrandi að því, að Torelli ráðgerði að myrða verkalýðs- leiðtoga i Chicago. Ætlaði Torello að fara með manninn á sjó út i hraðbáti, skera hann á háls, brytja hann i smátt og fleygja bitunum í hákarlana, rétt eins og brauðmolum er fleygt í endur. Taldi Torelli, að þetta yrði hin bezta dægrastytting. I annað sinn heyrðu FBI menn Torelli lýsa þvi, er hann lét hengja William nokkurn Jackson, okrara, sem vóg 175 kíló, upp á kjötkrók og pyntaði hann síðan með rafmagni. „Hann hékk á króknum í þrjá daga áður en hann drapst“, sagði Torelli. „Hann spriklaði og engdist á króknum. Endrum og eins skvettum við á hann vatni til að rafmagnið virkaði betur. Þá öskraði hann svo, að um munaði!" „Við eigum bæinn" Þess var getið að framan, að menn úr Chicagomafíunni væru komnir til Kaliforniu og væru að leggja undir sig fylkið. Mafíumenn hafa lengi verið í Kaliforniu, en það hafa verið einstakir bófar og „starfað sjálfstætt" að miklu leyti. Stórar fjölskyldur hafa engar verið nema ein, fjölskylda Jack Dragna í Los Angeles. Arið 1974 varð allt í einu foringjalaust í þeirri fjölskyldu. Og þá var það, að þeim Gambinomönnum i New York og Chicagomönnum kom til hugar að leggja undir sig vesturströndina. Tóku þeir svo höndum saman og lögðu á ráðin. Þrir fantar voru sendir vestur til að stjórna landvinningunum. Það voru Tony Spilotro frá Chicago, Mike Rizzitello frá Brooklyn og James Fratianno frá San Francisco, allt alkunnir óþokkar. Fratianno er t.a.m. talinn hafa drepið 16 manns, að minnsta kosti. En hann var nú lika lengi böðull að aðalstarfi. Rizzitello mun ekki miklu bliðlyndari. Og hann er lftill diplómat. Þykir það dæmigert um vinnubrögð hans er hann hringdi I klámmyndafyrirtæki í Los Ange- les og sagði. „Við eigum bæinn. Þið getið fengið að framleiða myndir hér fyrir reglulega þóknun. 20 þúsund dollara strax og síðan fastar greiðslur. Ef þið borgið ekki verðið þið flæmdir úr bænum“. Greiðslan barst undir eins. Það fer ekki á milli mála, að aðferðir Rizzitellos duga. Það er fyrir hans tilverknað, ekki sízt, að Mafian er búin að sölsa undir sig ein u.þ.b. 80% af klámiðnaðinum i Los Angeles — og hann er metinn til 100 milljóna dollara á ári. Annars kann Rizzitello að verða tekinn úr umferð bráðlega. Hann á yfir sér höfði dóm fyrir tryggingasvik. Þriðji landvinningamaðurinn, Spilotro er af sama sauðahúsi. Hann kom eitt sinn fyrir rétt sakaður um það að hafa myrt lögregluvitni með isöxi en var sýknaður. Hann er og grunaður um það að hafa skotið og sprengt þó nokkra andstæðinga sina. En ekki hefur heldur tekizt að sanna það á hann fyrir rétti. Spilotro var sendur til Las Vegas fyrir fimm árum og hefur orðið mjög vel ágengt. Hefur hann yfirumsjón með okri, fjárhættuspili, eitur- lyfjasölu og vændi rekstri Chicagomafíunnar í Las Vegas og standa allar þessar atvinnugreinar í miklum blóma undir stjórn hans. Nýliðar byrja sem bílstjórar Enda þótt lífið i Mafiunni sé jafnáhættusamt og raun ber vitni verður aldrei skortur á mönnum; ævinlega eru margir um hvert rúm, sem autt verður. Eins og fyrr var sagt hættu Mafíuforingjar að taka menn í félagsskapinn og stóð svo í nokkur ár. A þeim tíma þynntust raðirnar talsvert, eins og skiljanlegt má vera. Þvi var það, árið 1975, að aftur var farið að taka inn nýliða. Hafa margir tugir verið ráðnir upp frá þvi. Það kann að vera einhverjum ráðgáta, að menn vilja ólmir ganga í Mafiuna svo ótryggt, sem lífið er þar. En ástæðurnar eru nærtækar. Það eru vonir um „peninga, völd og virðingu" eins og liðhlaupi einn komst að orði. Flestir, sem ráðast í Mafíuna eru uppaldir i fátækra- hverfum. Þeir minnast þess úr uppvextinum, að allir, sem einhvers máttu sín voru tengdir Mafiunni með einhverjum hætti. Auk þess er litil eða engin samkeppni í Mafíunni, færir lögfræðingar tiltækir ef manni hlekkist á, og fjölskyldunni séð farboða, ef hann lendir i fangelsi. Nýliðar byrja yfirleitt sem bilstjórar hærra settra bófa, eða lifverðir. Arslaun eru svo sem 20 þúsund dollarar i fyrstu. Þegar fram liða stundir getur nýliði efnt til einhvers smáfyrirtækis með leyfi yfirboðara sins, hafið veðmálastarfsemi, okur eða fjárkúgun — þ.e.a.s. „vernd" gegn hóflegri þóknun. Sýni nýliði af sér rika ofbeldis- hneigð, kaupsýsluvit og skipulagsgáfu á tfann vísan skjót- an frama. Og þar með völd og virðingu, sem margir Mafiumenn meta framar en allt annað og jafnvel meira en fé. Það er merkilegt, eins og Mafian ér skynsamlega rekin, að Mafiuforingjar eru í sifelldum peningavandræðum! Nógur er gróðinn. En það er erfiðara að koma fénu fyrir. Mafían fær mikinn hluta gróða síns í litlum seðlum. Sumir Mafiumenn greiða þjónustuliprum bankastarfs- mönnum fyrir það að skipta smáum seðlum i stóra. I april siðast liðnum voru 25 manns reknir úr banka í New York fyrir þá sök. Bankinn varð svo að greiða kvartmilljón dollara i sekt fyrir vikið. Milljón dollarar í skókassa Mafiumenn mega ekki berast svo mikið á, að skatturinn fari að hyggja að þeim. Enda búa flestir Mafiumenn fremur hóflega. Sumir eiga þeir fúlgur i bönkum erlend- is, hafa það til vara ef þeir skyldu einhvern tíma þurfa að flýja land í skyndi. Aðrir geyma sjóði sína i bankahólfum, uða öðrum fylgsnum. Anthony sá Salerno, okrari og spilakóngur, sem dæmdur var fyrir viðskipti sín í maí er leið, geymdi jafnan milljón dollara, að minnsta kosti, í skókössum heima hjá sér... Flestir hátt settir Mafiumenn hafa einhver ráð til þess að „hreinsa" ólöglega fengið fé sitt, a.m.k. nóg til þess að geta lifað ágætu lifi. Sumir fá það samvinnuliprum bankastjórum, sem „lána“ það svo aftur. Aðrir eiga í fyrirtækjum sem velta miklu — eða geta velt miklu. Engu skiptir þótt viðskiptin gangi illa. Þáð verður samt stórgróði i bókhaldinu. Mafiumaðurinn leggur í fyrirtæk- ið ólöglega fengið fé eins og hann telur þorandi, kallar það gróða — og getur þá eytt því til eigin þarfa án þess, að nokkuð verði við það athugað. Aðrir Mafiumenn fá há laun greidd fyrir störf sem þeir vinna ekki; er það þá þeirra eigið fé, sem þeir láta borga sér. En peningarnir eru orðnir löglegir og hægt að nota þá til hvers sem er um leið og löglegt fyrirtæki er búið að borga þá út. Herferðin fór út um þúfur Alltaf er verið að dæma og fangelsa einhverja Mafiu- menn, og stundum hátt setta. En að öllu töldu hefur Mafian betri vinnufrið nú orðið en lengstum áður. Mjög hefur dregið úr baráttunni gegn skipulagðri glæpastarf- semi, ekki sízt vegna þess, að ýmis beztu ráðin hafa verið tekin af löggæzlustofnunum, FBI, skattinum og eitur- lyfjaeftirlitinu t.a.m. Lögreglan geldur þess enn, að hún gekk stundum fullgróflega til verks á árum áður, og hafa dómstólar nú skert talsvert frelsi hennar að vinnubrögð- um. Um FBI er það að segja, að þar hefur verið hálfgerð ringulreið frá því að Edgar Hoover lézt, árið 1972, og hefur fimm sinnum skipt um yfirmann á þessum fimm árum. Fyrir nokkrum árum var efnt til víðtækrar herferðar gegn Mafiunni og öðrum glæpasamtökum — en hún fór út um þúfur mest vegna sundurþykkis og rigs hinna ýmsu löggæzlu- og eftirlitsstofnana, FBI, skattyfirvalda og eiturlyfjaeftirlitsins svo að nokkrar séu nefndar. Lögreglumaður komst svo að orði, að það heyrði til undantekninga, að þessar stofnanir ynnu saman. Eflaust er margra breytinga þörf ef takast á að ráða niðurlögum Mafiunnar, eða hemja hana að minnsta kosti. Skulu hér að lokum talin fáein atriði: I fyrsta lagi þurfa yfirvöld að leggja meira fé og meiri mannafla í baráttuna. Bæði skortir lögreglumenn og lögfræðinga. Til dæmis að nefna hafa bandarísk yfirvöld ekki nema 400 lögfræðinga í gagnasöfnun og málarekstri gegn Mafíunni — en Mafian hefur fleiri lögfræðinga á sínum snærum! I öðru lagi verða löggæzlustofnanir að fá frekari heim- ildir til þess að hlera samtök kunnra glæpamanna. Nú er þess krafizt, að lögreglan sanni, að sérstakur glæpur hafi verið framinn. Ella fær hún ekki leyfi til hlerana. Fáist svo ekki nægar sannanir með hlerununum verður, lögum samkvæmt, að láta „fórnariömbin" vita af njósnunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.