Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 2
Gripið niður í bók, sem segir átakanlega sögu fimmtán ára gamaUar stúlku. Þórir S. Guðbergsson tók saman. Fyrri hluti Fyrir nokkrum árum barst bandariska útgáfufyrirtækinu Prentice-Hall Inc. í hendur næsta sjaldgæft handrymist var það ritað með óþroskaðri stúlkurithönd eða það var greinilega ritað í miklum flýti á alls kyns blaðasnepla og skítuga bréfaafganga. Handrit þetta var sjálfsævisaga ungrar,*15 ára gamallar stúlku, í dagbókarformi. Hún komst í kynni við eiturlyf og það virtist vera af einskærri tilviljun. Saga þessarar ungu stúlku hef- ur verið gefin út í bókaformi í mörgum löndum og víða í mörg- um útgáfum. Hún hefur hlotið nafnið „Spurðu Alice". Margt hefur verið ritað og rætt um eiturlyf og eiturlyfjaneytendur á undanförnum árum, en fátt hef- ur undirritaður lesið jafnáhrifa- mikið og sögu þessarar ungu stúlku. Það er næsta ótrúlegt, hvað henni tekst vel að lýsa áhrif- um þeim, sem hún verður fyrir, vinum þeim, sem hún kemst i kynni við og umhverfinu. sem hún lifir í og hrærist hverju sinni. Við finnum fljótt, að umhverfið og andrúmsloftið er ólikt þvi, sem við eigum að venjast hér á landi, en áhrifin, sem Alice verður fyrir, bæði likamlega og andlega, eru svipuð því, sem sumir táningar þekkja hérá íslandi. Saga Alice er i rauninni mjög löng, þó að hún nái ekki yfir langt timabil — og það er erfitt að velja kafla úr dagbók hennar, sem gefa lesendum rétta innsýn i sögu og reynslu Alice. 16. september Ég man, að í gær fannst mér ég vera hamingjusamasta mannveran á jarðríki, i öllum Guðs stóra geimi. Var það i rauninni í gær eða eru mörg Ijósar síðan það gerðist? Ang- an grassins var unaðslegri en nokkru sinni fyrr og himinninn hafði aldrei sýnst svona hár. En nú hefur allt hrunið niður eins og spilaborg og mig langar aðeins til þess að sameinast tómleika alheimsins og hætta að vera til. Ó, hvers vegna get ég það ekki, hvers vegna? . . . Ég skil ekki, hvernig Roger gat dottið slíkt og annað eins i hug gagnvart mér. Ég hef elskað hann eins lengi og ég man, og beðið eftir því, að hann kæmi til mín. . . Nú er veröldin grá og köld og tilfinningalaus — og mamma er sífellt að rausa um að ég eigi að taka til og gera herbergið hreint. Hvernig dettur henni í hug að vera að þrasa um slíkt. þegar mig langar aðeins til þess að deyja? Get ég ekki fengið að hafa sál mína i friði? 30. september Stórkostlegar fréttir, Dagbók! Við ætlum að flytja. Pabba hefur boðist staða sem forseti í samfélags- vísindadeild í háskólanum i. . . Finns þér það ekki spennandi? Kannski það verði eins og í gamla daga. Hver veit nema hann fari i fyrirlestrarferðir til Evrópu á hverju © sumri og taki okkur með! Stórkost- legir tímar! Og ég er ákveðin i að verða ný manneskja þegar við flytj- um og ná af mér þessum tiu pund- um af fitu, sem hanga utan á mér. 1. janúar I gærkveldi var eg i nýársveislu hjá Scott. Sumir urðu hálf trylltir og nokkrir strákanna urðu útúr fullir. Ég fór snemma og sagði þeim, að ég væri hálf lasin, en i rauninni er ég fyrst og fremst spennt af því að við eigum að flytja eftir tvo daga . . . Hjálpaðu mér, góði Guð, til þess að aðlagast þessum nýja stað, svo að ég verði viðurkennd, svo að ég geti fylgst með — að mér verði ekki útskúfað félagslega — — — Æ, nú byrja ég aftur að gráta, hvílík grenjuskjóða. En ég get bara ekkert gert að því frekar en við flutningun- um. Nú verðurðu blaut aftur, dag- bók min. En hvað það er gott ann- ars, að dagbækurgeta ekki kvefast! 6. janúar . . . Enn kvíði ég þessi lifandis býsn fyrir skólanum. En í DAG er ég nauðbeygð til þess að fara. En hvað ég vildi, að Tim (bróðir hennar) væri í menntaskóla. Jafnvel litli bróðir væri betri en enginn. . . 0, ég vona, að ég sé ekki svo miklu öðruvísi, að allir glápi á mig. Ég vildi, að ég ætti einhverja vinkonu. . . Einn, tveir og þrír, nú leggur píslarvotturinn af stað. Um kvöldið Ó, dagbók! Þetta var alveg hræði- legt! Þetta var eyðilegasti og kald- asti staður á jarðríki. Það var eng- inn, sem talaði við mig eða yrti á mig allan liðlangan daginn. í hádeg- inu fór ég til hjúkrunarkonunnar og kvartaði um höfuðverk. . . 7. janúar Hvernig í ósköpunum stendur á þvi, að ég er svona mikill auli, úr því að ég kem úr vinsælli og vel- þekktri fjölskyldu? Afi var stjórn- málamaður, afar vinsæll og með ömmu alltaf við hlið sér. Hvað er eiginlega að mér? Er ég einhver auka angi? Misskilningur kannski? 8. febrúar Jæja, nú hef ég næstum þyngst um 15 pund, síðan við komum hingað. . . Pabbi er aldrei heima og mamma er alltaf að þrasa í mér: „Vertu nú glöð og ánægð, lagfærðu á þér hárið, vertu nú jákvæð, brostu, sýndu nú eitthvert þolgæði, góða — " og ef þau segja þetta einu sinni enn, þá æli ég! (Skömmu síðar komst Alice í kynni við stúlku af Gyðinga-ættum, og urðu þær mjög góðar og nánar vinkonur, þær áttu marga góða daga saman — en um sumarið urðu þær að skilja og Alice fór til afa síns og ömmu. 10. júlí Kæra dagbók! Ég veit ekki, hvort ég á að skammast min eða vera stolt. Hitt veit ég, að i gærkveldi átti ég ein- hverja þá ótrúlegustu reynslu, sem ég hef orðið fyrir fram að þessu. Það hljómar eitthvað svo sjúklega, en það var vægast sagt stórkostlegt, undursamlegt, stórbrotið. Hópurinn hjá Jill var svo rólegur og góður, og mér leið strax vel heima hjá þeim. . . Jill gaut til min hornauga og sagði: „í kvöld ætlum við að fara i leikinn í grænni lautu, þú mannst eftir honum. Vorum oft í honum, þegar við vorum litlar. Bill Thomp- son, sem lá endilangur við hliðina á mér, hló og sagði: „Það er verst, að það er einhver nauðbeygður til þess að gæta barnanna!" Allir drukku úr kókflöskunum sin- um, og allir virtust fylgjast með öllum. Ég fylgdist fyrst og fremst með Jill og hugsaði, að ég gæti gert allt, sem hún tæki sér fyrir hendur. Allt i einu fann ég til undarlegrar tilfinningar. Mér fannst það eins og stormur. Ég man, að við höfðum spilað tvær eða þrjár plötur frá þvi að við fengum flöskurnar, og nú horfðu allir á mig. Ég kófsvitnaði. . . „Þau eru að reyna að gefa mér inn eitur," hugsaði ég. „Og þó. Hvers vegna ættu þau að gera það?" Allur líkaminn varð spenntur. Hver vöðvi virtist þaninn til hins ýtrasta og mér fannst eins og ein- hver tæki á mér kverkatak. Þegar ég opnaði augun sá ég, að þetta var Bill, sem hafði lagt handlegginn yfir herðarnar á mér. „Þú ert heppin," sagði hann og röddin var eins og á plötu með vitlausum hraða. „Þú þarft ekkert að hræðast. Ég á að gæta barnanna. Þetta verður yndis- legt ferðalag. Komdu og slappaðu af. Njóttu þess, njóttu þess". . . Brátt fannst mér eins og löng lest hugsana birtist mér á milli orðanna, sem ég sagði af munni fram. Mér fannst ég hafa vald á málinu, sem Adam og Eva töluðu, en þegar ég reyndi að útskýra þetta nánar voru orðin ekkert i sambandi við það, sem ég hugsaði . . . Ég leit á myndablað á borðinu og gat séð það í 100 víddum. Það var svo undursamleg sýn, að ég þoldi hana ekki og lokaði augunum. . . Þetta var í fyrsta skipti á ævinni, sem mér fannst ég vera laus við allt, sem venjulega hefti mig og batt. . . Eftir heila eilífð, að mér fannst, komst ég smám saman niður á jörðina aftur. Jill sagði mér, að í tiu af þessum fjórtan kóka kóla flöskum hefði verið LSD og „í grænni lautu" — enginn vissi sem sagt hver mundi hreppa flöskurnar með LSD- inu. . 13. júlí . . . Mig langar svo óskaplega til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.