Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 4
Rússland handan Moskvu Risaveldið Ráðstjórnarrikin undirforystu Rúss- lands hefur um áratuga skeið verið fremst í sviðsljósi heimsfréttanna, án þess að almenningur hérlendis hafi verulega fræðst um hið eiginlega Rússland handan Kremlmúranna í Moskvu. Um daglegt líf rússneskrar alþýðu, umhverfi, siðu og háttu vitum við flestir sáralítið hér úti á Islandi; einnig næsta litið um þá sögulegu hefð og menn- ingararfleifð, sem er bakgrunnur stórveldisins Rússlands. Vestur-Evrópubúar hafa löngum furðað sig mjög á þeirri leynd, sem Rússar hafa öldum saman sveipað íand sitt, og menn hafa verið næsta undrandi yfir þeim tálmum, sem rússnek yfirvöld hafa lagt í veginn fyrir frjálsum og ótak- mörkuðum ferðalögum útlendinga um Rússland sjálft, svo og önnur landssvæði innan rikjasam- bandsins. Heimaalin viðkvæmni Sizt af öllu kemur okkur íslendingum til hugar, að stórveldið Rússland með risaflota sinn, spútn- ika, heimsumspennandi eldflaugaforða og önnur djásn nútíma stórveldis, eigi það að nokkru leyti sameiginlegt með ibúum hins áhrifalitla smárikis íslands að svíða sáran til dæmis undan óvinsam- legum og gagnrýnum athugasemdum aðvífandi útlendinga um einhver skýtilegheit í hátterni landsmanna eða þá um ömurleikann i landslagi og veðráttu. Hrjóstur Reykjanesskagans og úfin hraun til dæmis, hin víðlendu moldarflög íslands, gróður- leysið og okkar eilífi stinningskaldi með rigningar- gusum fá margan fransmanninn, ameríkumann- inn eða þjóðverjann til að fölna og krossa sig, er þeir líta ísland í fyrsta sinni, og ákalla í hljóði alla heilaga, þegarþeir hafa þetta mánalandslag okkar undir fótum. „Hvað heitir þessi moldarhrúga?" spurði hollenzkur kaupsýslumaður íslenzka flug- freyju, þegar flugvélin var í þann veginn að lenda á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn hélt, að þetta væri aðeins millilending á einhverju úthafsskeri, og næsti áfangastaður væri svo hin græna eyja jöklum krýnda, sem hann þekkti úr ferðamanna- bæklingunum. Ummæli af þessu tagi hryggja auðvitað okkur íslendinga, og okkur sárnar á stundum við þessa galvösku, vandfýsnu útlend- inga, sem alls ekki vilja falla í stafi yfir fegurð mosans og litbrigðunum í öllu grjótinu okkar. En við leggjum ekki fæð á útl.endinga fyrir að segja skoðun sína, né meinum þeim að koma til lands- ins. Rússum virðist að mörgu leyti ósköp svipað farið í viðkvæmni sinni: þeim finnst það næsta fáheyrð ósvifni af erlendum ferðamanni, ef hann stendur ekki á öndinni yfir öllu rússnesku, hvort (Jppstigningarkirkja Marfu I borginni Vladimir var byggð á árunum 1158—1160 og telst eitt fegursta og veglegasta guðshús f Rússlandi. Frescu-myndir snill- ingsins Andrei Rublévs skreyta veggi þessarar kirkju. sem það nú er hin steinrunna höfuðborg Moskva, gosbrunnarnir og veizlusalir rússakeisara í Pétrod- voretz eða þá bara hándmálaður trévasi i bériozka- búð. Rússland handa rússum Rússnesk stjórnvöld hafa um langan aldurálitið það vera eðlilegt hlutverk stórborganna Moskvu og Leningrad að gegna því hlutverki að vera hinn eini allsherjar sýningargluggi handa útiendingum, en hið viðlenda Rússland sjálft skyldi aftur á móti vera frátekið handa rússum. Leyndin og pukur- pólitikin rússneska er engan veginn ný af nálinni og engin sérstök uppfinning núverandi sovézkra valdhafa; þessi háttur hefur tiðkast um aldir i landinu. Þau kynni, sem flestir útlendingar hafa af Rússlandi, eru oftast harla lítil, afmörkuð og einhæf. Erlendir ferðamenn kynnast t.d. sjaldnast hinum þekklegu, friðsælu sveitahéruðum og fallegu borgum fyrir norðan og austan Mosvku, en þessar borgir nefna rússar ofurlítið hátiðlega „gullna hringinn", sakir hinnar sérstæðu fornu rússnesku byggingarlistar og margvislegra menningarminja, sem þessar borgir hafa að geyma. Moskvuborg með sínar 7 milljónir íbúa, troðninginn ópersónuleg háhýsi, neðanjarðarbraut og endalaus breiðstræti, á að ytra útliti afar lítið sameiginlegt með hinu kyrrláta, dreymna og dálítið gamaldags Rússlandi, — landinu sem þó hefur fóstrað stórborgir á borð við Moskvu, Lenin- grad, Novosibirsk og margar aðrar, með þessum venjulega, heldur kuldalega alþjóðabrag, sem . borgir af þessari stærð jafnan hafa á sér. Ástkæra fósturmold Það var ekki fyrr en í hinni miklu sovézku iðnbyltingu á allra síðustu áratugum, að rússnesk- ar stórborgir með milljón íbúa og meira tóku að þjóta upp eins og górkúlur á haug í kringum öll nýju stóriðjuverin og stórborgirnar breyttu ásjónu landsins. í hinu aldna Rússlandi, auðugu af gömlum hefðum, voru það sveitirnar, smáborgirn- arog landsetrin, sem einkenndu rússneska lifs- háttu. Það var þetta land sem gaf snillingum eins og Ivan Turgenév, Alexandr Pushkin, Fjodor Dostojévskij, ívan Gontsjarov, Lev Tolstoj og Anton Tsjechov neistann og andagiftina í þau ódauðlegu skáldverk, sem borið hafa hróður Rúss- lands og rússneskrar menningar um víða veröld. Enn í dag er fósturjörðin í hugum rússneskrar Þessi bjálkahús f bænum Kostroma, skammt frá Jaroslavi eru gufubaðhús frá 19. öld. Byggingarlagið minnir mjög á skandinavfsk bjálkahús.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.