Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 3
þess að reyna hass, en aðeins einu sinni, ég heiti því. Ég er einfaldlega neydd til þess að reyna það, til þess að vita sjálf, hvort allt þetta, sem fólk segir sé satt. 20. júli Kæra, hlýja, innilega dagbók. . . . Ég man, hvað mér bauð alltaf við sprautum á sjúkrahúsi — en þegar Bill sprautaði í handlegginn á mér, fannst mér það allt annað. Ég gladdist yfir því, ég hlakka til. Ekki að undra, þó að það sé kallað Hraði . . . 23. júlí Kæra dagbók. Afi fékk hjartaslag í gærkveldi, en sem betur fór var það ekki alvarlegt. . . Þau hafa alveg látið mig í friði þennan tíma, sem ég hef verið hjá þeim. Hamingjan hjálpi mér, ef þau kæmust að því, sem hefur gerst undanfarna daga. . . Það er undarlegt, að ég skuli aldrei hafa hugsað um dauðann fyrr en núna. Ég veit auðvitað, að einhverntíma kemur að mér. Skyldi vera líf eftir dauðann? Æ, það er annars ekki þetta, sem veldur mér áhyggjum. Ég verð að skrifa heim og segja þeim, að ég komi heim nú þegar. Mig langar til þess að komast I burtu frá Jill, Bill og öllum hinum. Ég veit eiginlega ekki, hvers vegna ég ætti ekki að nota eiturlyf, því að þau eru stórkostleg, yndisleg — en ég veit, að ég á ekki að nota þau, og ég skal ekki! Ég ætla aldrei að nota þau framar. Ég heiti því hér með hátíðlega, að frá og með deginum í dag ætla ég að lifa lífinu á þann hátt, að allir þeir, sem ég þekki, gæti verið stoltir yfir mér, og að ég sjálf geti verið hreykin af mér! 25. júli kl. 18.30 Jill hringdi og bauð mér í partí, en ég sagði henni, að ég væri neydd til þess að vera heima og hugsa um afa og ömmu. Ég er ánægð yfir því að hafa haft hugrekki til þess að fara ekki. 3. ágúst Við vorum sex heima hjá Bill í gærkveldi. Foreldrar hans höfðu far- ið í stutt ferðalag og var ekki von á þeim fyrr en um eitt eða tvö leytið um nóttina. Allir ætluðu í „sýru- ferð" og þar sem ég hef verið inni- lokuð í langan tíma, ákvað ég að fara i síðustu „ferðina". Ég ætla alls ekki að neyta lyfja, þegar ég kem heim aftur. En þetta var alveg stór- kostlegt. Ég skil ekki, hvernig „ferðirnar" geta alltaf batnað, en þannig er það. . . 6. ágúst Jæja, það gerðist í gær. Ég er ekki lengur mey. Mér finnst þetta að sumu leyti leiðinlegt, af því að ég hugsaði alltaf um Roger og hafði vonað, að hann yrði sá fyrsti. . . Ég hef hugsað nokkuð um þetta með að verða ófrisk. Getur það gerst strax í fyrsta sinn? Ætli Bill mundi giftast mér, eða heldur hann aðeins, að ég sé hálfgerð tæfa, sem leggist í rúmið með hverjum sem er? Auðvitað mundi hann ekki giftast mér, hann er aðeins 1 5 ára. . . BÆTT HEILSA - BETRA LÍF Eftir Michael J. Halberstam, M.D. aðalritstjóra Modem Medidne Að lengja ævina Ösjaldan hafa gömul húsráð, og alþýð- leg læknisráð ekki sízt, reynzt byggð á gildum rökum við rannsókn. En vísinda- leg aðferð er ekki alltaf fljótvirk; flestir munu kannast við það að hafa hrist höfuðið, er þeir lásu um áralangar rann- sóknir visindamanna, sem leiddu til stað- festingar einhvers, sem alþýða manna hafði „alltaf vitað“. Vísindamenn færa það aftur á móti sér til varnar, að aðferð þeirra sé ábyggilegri en brjóstvit leik- manna. Ekki alls fyrir löngu var hópur bandarískra visindamanna að leiða líkur að ágæti sjö gamalkunnra heilræða. Það tók þá fimm ár, og munu nú væntanlega margir hrista höfuðið og segj'a sem svo, að þeir hafi nú alltaf vitað þetta. Þeir eru varla margir sem ekki hafa fyrr eða síðar fengið flest þessara ráða. Þau eru svohljóðandi: borðaðu morgunverð, borðaðu ekki milli mála, sofðu í átta tíma á nóttu, drekktu í hófi, reyktu ekki, reyndu að haida eðlilegri þyngd, og trimmaðu að staðaldri. Farirðu eftir þessu undanbragðalaust geturóu aukið árum við ævi þína og haldið mun betri heil.su en ella. Þeir voru frá Kaliforníuháskóla, vis- indamennirnir, sem fóru að rannsaka þetta. Þeir athuguðu 7000 manns i Ala- medasýslu i Kaliforníu — og komust að þeirri niðurstöóu, að karlmenn gætu að jafnaði aukið 11 árum en konur 7 árum við ævi sína, ef þau fylgdu öllum ráðun- um hér að framan. Ef við bætum þessu við meðallífaldurinn núna kemur i ljós, að hálffimmtugur karlmaður, sem fylgir sex ráðanna eða öllum má vænta þess að lifa i ein 33 ár enn, verði sem sé 78 ára. (Þetta er auðvitað meðaltal, eins og aðr- ar tölur hér). En hálffimmtug kona, sem fer eftir jafnmörgum ráðum má gera ráð fyrir 35,8 árum i viðbót. Hún ætti þá að verða 80.8 ára gömul. Fylgi hálffimmtugur karlmaður að- eins fjórum eða fimm ráðanna má hann samt vænta 28 ára í viðbót; getur orðið 73 ára. Kona, sem fylgdi jafnmörgum ráðum ætti hins vegar 34 ár enn í vænd- um og yrði 79 ára. Ef þau fylgdu einung- is þremur eða færri ráðum ætti hann 21.6 ár eftir, en hún 28.6. Yrði hann þá 66.6 ára gamall; hún 73.6. Hér hefur göngu sfna þáttur um heilbrigðismál, sjúkdómá og lækningar, sem Lesbók hefur fengið rétt til að birta. Þátturinn er að vísu saminn með bandaríska lesendur í huga, en verður samt að teljst algildur vegna þess að mannleg mein eru hin sömu og kalla á sömu lausnir hvar sem er. Þátturinn er skrifaður á aðgengilegu og alþýðlegu máli, sem öllum á að vera skiljanlegt. Þættir um heilbrigðismál, sjúkdóma, lækningar og fyrirbyggjandi aðgerðir. 1 þessari könnun þarna í Alameda- sýslu kom og i Ijós, að fólk á sextugs- aldri, sem fór eftir öllum sjö heilræðun- um, var við jafngóða heilsu og fólk á þrftugsaldri, sem fór aðeins eftir tveimur eða þremur ráðanna. Þvi miður er það svo, að þorri almenn- ings i Bandarikjunum og raunar flestum velmegandi ríkjum, hirðir ákaflega litið eða hreinlega ekki um heilsu sina. Menn láta sér nægja að lesa heilsuráð í blöðun- um, en fæstir leggja það á sig að fara eftir þeim. Jafnvel læknar virða að vett- ugi þau hollráð, sem þeir gefa sjúkling- um sínum. Eitt sinn var rannsakað heilsufar 58 lækna. Hvorki meira né minna en 85% þeirra reyndust mjög illa á sig komnir. 12 þeirra reyktu. 16 áttu við of háan blóðþrýsting að striða. 39 voru allt of feitir; og49 fengu ekki nærri nóga likamsæfingu. Öðru sinni var rann- sakað heilsufar 206 lækna í Kanada, og urðu mjög svipaðar niðurstöður af þeirri rannsókn. Má segja, að varla sé góðs von af leikmönnum, þegar læknar ganga á undan með slíku fordæmi. Þetta er nokkuð nöturlegt vegna þess, að það er gefið mál, að mönnum er i lófa lagið að lengja ævi sína og halda ágætri heilsu til dauðadags, ef þeir fást til þess að breyta lifnaðarháttum sínum dálitið. Og er þá ekki verió að fara fram á nein meinlæti. í rannsókninni, sem um ræddi í upp- hafi kom á daginn, að þeir, sem ekki reyktu áttu mestar lifsvonir allra, þ.e.a.s. að þeim var minnst hætta búin. Hófdrykkjumenn (þeir, sem drukku eitt eða tvö glös i einu og ekki meira) urðu að jafnaði langlífari en hvorir tveggja bindindismenn og ofdrykkjumenn! Karl- menn sem stunduðu íþróttir reglulega urðu margir langlífari en hinir, sem ekki hreyfðu sig duglega nema endrum og eins. Loks varð sýnt, að karlmenn, sem sváfu i átta tima á nóttu lifðu lengur en þeir, sem sváfu i sex, sjö eða niu tíma. en konum virtist hollast að sofa i sjö tima, hvorki meira né minna. Hins vegar reyndist þeim mest lífs- hætta búin, sem: — reyktu 40 sigarettur á dag — drukku að jafnaði meira en tvö glös af áfengi í einu — gerðu líkamsæfingar aðeins stöku sinnum, eða létu sér t.d. nægja að taka til hendi í garðinum hjá sér — voru 30% þyngri, en hæfilegt var talið eftir aldri þeirra og hæð — borðuðu ekki á reglulegum fresti — borðuðu ekki morgunverð, en borð- uðu milli mála — sváfu skemur (eða lengur) en átta tima á sólarhring. Þetta átti bæði við um karla og konur. Þess ber þó að geta, að fáar kvennanna, sem rannsakaðar voru, reyktu 40 siga- rettur á dag, og ennfremur stunduðu fáar þeirra íþróttir reglulega. Þessi rannsókn visindamanna við Kaliforníuháskóla, sem hér hefur verið gerð að umræðuefni kom til fram- kvæmda vegna nýrra og breyttra við- horfa til heilsugæzlu. Þessi nýju viðhorf eru þegar farin að valda nokkru um stefnu Alþjóðaheilsugæslustofnunarinn- ar og munu vonandi valda meiru i fram- tíðinni. A liðnum öldum hefur heilsu- gæzla mikinn part snúizt um það að vinna bug á sjúkdómum. En nú er svo komið i heilbrigðismálum iðnrikja, að menn geta farið að gera betur, fyrir- byggja sjúkdóma — og reyna að auka líkamlega, andlega og félagslega vellíð- an sina meðan þeir hafa heilsuna. Heilsugæzlan á ekki að sitja á hakanum þangað til heilsan er á förum...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.