Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 9
;jan af dvöl á Ibiza er eins og annarsstaðar meðal rs fðlgin I að kynnast þjóðlegum réttum og ævagöml- natarkúltúr. Um það eru flestir sammála nema lslend- r, sem reiða með sér saltfisk að borða í sumarlcyfinu. .ndinni sést þjóðlegt sætabrauð, notað sem eftirréttur za og hcimat ilbúið vín drukkið með. A.STAÐUR Eftir Gísla Sigurðsson nugrein, sem flestir Iifa á þarna. skilja, að þeir sem vilja snúa við sólarhringnum og ástunda nætur- glaum og skálaglam, geti ekki fundið neitt við sitt hæfi og má i því sam- hengi minna á, að Ibiza er einmitt eftirlætisstaður hippa úr nærliggjandi löndum. Vissulega minnir Ibiza mest á Mall- orca. Þó er þar allt með öðrum brag og flest kemur sem betur fer spánskt fyrir sjónir. Sé komið i þorpin vítt og breitt um eyjuna, sem flest heita eftir kaþólskum dýrlingum, blasir við hvernig alþýða manna lifir og hefur búið til þessa dags. Þar eru engin hótel og hvorki túristar né það hvim- leiða sjoppufargan með samskonar drasli, sem fylgir ferðamannastöðum á sólarströndum. Húsin eru yfirleitt hvítkölkuð uppá spánskan máta og kerlingarnar svart- klæddar að vanda og skorpnar í fram- an eins og gamalt bókfell. Þegar betur er að gáð má sjá, að æði margar bera mislitar slauffur, sem kunngerir félagslega stöðu þeirra. Ég man nú ekki litina nákvæmlega leng- ur, en ekkja í sorg eftir mann sinn ber svarta slaufu, en setur svo upp slauffu í ákveðnum lit, þegar hún er í þvi standi að vilja giftast aftur. Það eru óneitanlega gagnlegar upplýsing- ar fyrir lysthafendur. Aftur á móti skyldu menn forðast að fara á fjörur við þær konur. sem bera bláa slauffu; þær eru nefnilega giftar og meira að segja hamingjusamar í hjónaband- inu. Varla er það þorpskrýli til, að ekki sé þar vínstofa og alltaf er svo að sjá, að menn hafi góðan tima til að sitja þar langtímum yfir glasi af San Migu- el eða lager. Þessir staðir eru i raun- inni félagsheimili, þar sem fólkið hitt- ist daglega og blandar geði. Aftur á móti er minna um sjoppur samkvæmt islenzku formúlunni, þarsem hávaða- samir unglingar hamast við að reykja i laumi og troða sem mestu í sig af kóki og prinspóló. í þjóðbraut í 3000 ár Sögulegar staðreyndir verða að mestu látnar liggja milli hluta í þessu greinarkorni, enda hefur mér virzt, að hinir hefðbundnu fróðleiksmolar far- arstjóranna fari svona yfirleitt inn um annað og út um hitt, þegar blessuð söguþjóðin er komin þangað suðrúr að slappa af. Þetta sker á sina sögu eins og önnur sker, en ekki veit nokkur lifandi sála um upphaf byggð- ar þar og ekki uppvaktist þar neinn Ari fróði á liðnum öldum að skrá fróðleik um landnám. I örstuttu máli: Það er í skrásetn- ingu Diodoros nokkurs Siculos, að eyjarinnar er fyrst getið: Það búa þá ..barbarar", sem þýddi nokkurnveg- inn það sama og útlendingar á máli Rómverjans, og þar er borg, kölluð Ebusos og er það nýlenda frá Karþa- gó, segir hann. Aðrar heimildir nefna, að Karþagó- menn hafi reist Ibizaborg árið 654 fyrir Krist og höfðu þeir einkum og sér í lagi ágirnd á salti, sem var og er auðtekið við strendur eyjarinnar. Sigl- ingagarpar þeir úr Miðjarðarhafsbotn- um, sem nefndir voru Fönikíumenn, Sjá ncestu I síðu /A Efst: Glæsilegasti dvalarstaóurinn á Ibiza er Penta Club; hðtelfbúðir f einstökum húsum eins og sjást á myndinni. Næstefst: Úlfar Jakobsson, sem sumarlangt stendur fyrir ferðum um fslenzka hálendið, tyllir sér á kirkjugarðsvegginn f þorpinu Jesús. Næstneðst: Golfvöllurinn f Roca Llisa er f fallegu dalverpi skammt frá Ibizaborg. Neðst: Aldraðir hippar með söluvarning sinn í gamla borgarhlutanum. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.