Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 6
VONZKA HEIM Smásaga eftir Robert Storm Petersen Halldór Stefánsson þýddi s Teikningar: Gisli J. Astþórsson l-yrsti mjólkurvagninn skrönglaðist af stað — það tók að lýsa bak við svarta reykháfa gasstöðvarinnar, og kalt rykið settist á bekki breiðgötunn- ar. Sören Snaps situr á einum þeirra og lítur aumlega út — daggar- droparnir sitja eins og hrein tár í stríðu, rauðu skegginu, og lítil Ijósblá augun stara niður þessa endalaust löngu götu, þar sem hér og hvar opinn gluggí blikar eins og stál i morgunskímunni — við og við hefur sig hjólreiðamaður á brott og hverfur fyrir hornið uppi við aðalgötuna — árrisull verkamaður á leið í hið stóra leikhús lifsins, Daggartár rennur niður fitugan jakkann og sezt kringlótt og skinandi í einhverja fellinguna — Sören Snaps byrjar að tala sundurlaust við sjálfan sig. Lítið bara á meg — é'é atvinnu- laus lika — é' hef nú í fleiri ár haft 'a gott í kjallaranum hjá matsalanum á Nörrebro þar sem é' á hverju kvöldi þega' myrkrið varað detta á átta standa og svi ukkur og reka rotturnar burt — svei — svei — o' þá hlupu þessir svörtu skrattar nirrí holurnar og létu spæipölsurnar hanga i freði. Ja — þa’ va' nú mitt starf — reka burt rpttunnar — en so kom ’etta fjandans Flit — o' þá va'búið me' meg. E' va' útfarinn í 'essu verki o'þa' kunni é' — og 'ess vegna flækti é' mér heldurekki inn'i neitt anna'. Nú lefer é' á alskegginu — é' leii þa' út fyrir afdankaða og taugaveikl- aða kanarífugla — so' a' þeir geti haft freð og fundið saungröddina att- ur. Nehei ma'ur ætt'a vera ráðherra ætti ma'ur — í stifuðum bugsum og fría ferð á Slöngubrautinni — þá væri ma'ur Ijósmyndaður o'settur í Moggann í hvert skifti sem mar fengi sér í staupinu o' vera vi'staddur eitthva' sem manni kemur alsekkert veð. Sjá’u nú, þa'hefði mar átt a' vera — en þa' er erfitt a' komast í þa' — þa' eru alltof margir, sem eru a'spekúlera í soleiðis stöðu. E' þekkti einu sinni mann, sem öllu vildi ráða og stjórna, hann baðaði úr hrömmunum og sagði: — Látið meg sjá um þetta — þá skal þa' nokk ganga a' taka til i ruslakonsunni — látið bara meg um það — o' hann réði og ráskaði so fólk var alveg að gefast upp á a' umgangast hann — han var svaka kall, hélt hann þá — en so ver þa' einn hlýjan veirardag i Istegade a' þa' skrönglaðist þak- gluggi úr járni nirí hausinn á honum — o'þa' var hvorki gott fyrir hausinn eða gluggann — o' so lagðist hann neður o' beið ettir sjúkrabílnum — siðan þá hefur hann aungvu stjórnað þar sem hann liggur úti krikjugarðin- um og hagar sér skikkanlega ettir öllu regluvesininu. Ka hefur þa' a' mar klæðer seg etter nýjasta móði — þegar mar likist sjálfum sér hvort sem er? — Nei — é' get aldrei orðið herra yfir neinum — þa' e' alveg sama ka é' kafa í o' ka é'geri, é' get aldrei orðið herra. Nei, — é’ verð a' reyna a' gera mér a' góðu þa' sem heimurinn hefur mér a'bjóða. Ka skal mar vera a' eltast við — þa' hæsta, sem mar getur náð — e' a' komast þrjár álnir nirí jörðina eða i krukku með loki o' lóðað yfir — allt anna' e' humbok o' skynvilla. Við manneskjurnar— ef é' má seija so, erum eins o' flugurnar, ve flögrum kringum Ijósið o'so a' lokum e' mar steiktur í heilu lagi — þa' e' a' seija nú til dags e þa'léttara, við þa' a' mar hefur rammasljós. Tímarnir breytast — en ve' erum alltaf eins — munnhöggumst o'erum me' ófrið við yfirvöldin — einn vill hafa meira en annar — o'so þegar ve' höfum fengið þa' sem ve viljum fá — þá erum ve lika argir úti þa'. Hnei — so lengi sem hægt e'a' fá sér öl í glas so vel freyði er eingin ástæða ti' að örvænta. Leti e' verst af öllu — nebnilega þegarþa' gildirölið. E' hef þekkt betri tíma — ætli ekki þa' — en é' var hrakinn út attur. Heiðurskall og é' fórum út sama daginn — o' þa' þótti okkur slæmt — veð höfðum þa’ so ágætt í steinin- um — hann sat í númer sautján o' e' i númer átján. — Mar skyldi ætla, a' þa' væri við hliðina hvorá öðrum — en þí var nú ekki a' heilsa — þí að þeir voru beint á móti kor öðrum nebbilega —- eru klár á þí? En ve unnum samarr á daginn á snikkaraverkstæðinu, ve'búntuðum spænina til útflutnings — þeir fóru ti' Tyrklands og þar var þeim brennt — ve' áttum a' sitja í átta ár, þa' e' a' segja a' ve' máttum standa upp á milli. Ve höfðum brotið á móti lögunum eins og þa' heitir, þa' skal ekki vera neitt leyndarmál — Heiðurskall hafði verið innbrotsþjófur — þa' e' a' segja fyrst var hann stúdent----- hún ættit a’ lesa um þa’ ka ve hinir vitum áður — alltso innbrotsþjófur ------o' eina nóttina brauzt hann inn hjá sjálfum sér o' stal sínu eigin úri ------þá var hann tekinn — þa'va' nebbilega gullúr. É' vara' labba yfir flötina á Austara Anlegginu — án 'ess a' verða var — vesgú — kor okkar átta ár — en mar skal halda laugin o' helzt fast í'au, þa' skal ekki vera neitt leyndamál — en so var annar fanntur, sem hafði skorið eyrön af hesti o' étið levandi kjúkling-- o' hann fekk villu í Strandgötunni o'full ettirlaun. Lifeð e'ein keðja af misskilningi. — O'þarna sátum ve o' létum okkur leiðast, o've vorum ornir eins o’ ódýr- ar ettirprentanir í framan — ve héld- um a' lífeð fyr' utan múrana værí hrein paradís me' kalt borð og snaps o öl o ís — o' a' þessar dimmu sellur væru eins o' sótsvart helvíti, kar mar sat eins o' maríukix í rassvasanum á deplómatafrakka. So urðum ve ásáttir um a' brjótast út — Heiðurskall va' nú fagmaður ------ohh — é' mana' so greinilega ------þa'va'á laugardagskvöldi — ve sáum okkur leik á borði a' skriða undir magann á Ólsen — Ólsen va' feitasti þjónninn, hann va’ so feitur, a' þegar mar beygði seg niður o' sat á hækjum sér undir maganum — þá gat hann ómulega séð mann-------- o' þa' gerrum ve — þar sátum ve o' rokkuðum okkur fram jaft o' hann gekk — o’ þega hann hafði gáð í kringum seg fór hann inní litlu fallegu stofuna sína ti' a' hvila seg jjttir erfiði dagsins, földum veð okkur undir borðinu, þar sem va' teppi úr plussi o' me' pífum — þanga' til þa' va' komin nótt — o' myrkrið hafði hulið Skýringar þýðandans. Lítið eða ekki neitt hefur verið þýtt eftir Storm Petersen, enda skrifaði hann á sérstakri Kaupmannahafn- ar-mállísku, sem einkum var töluð í hafnarhverfum borgarinnar. í ís- lenzku er ekki um að ræða neinar hliðstæðar mállískur, en samt hefur verið reynt að ná einhverri ögn af Storm Petersen með sér- stakri íslenzku úr daglegu, mæltu máli þeirra, sem eru hvað lin- mæltastir og slengja saman hálf- sögðum orðum. familíumyndirnar o' ruggustólinn me' púðanum, sem va' grænn o' þa' va' hjörtur i meðjunni. Núo' svo fórum ve' a' athafna okkör í róleheitum. Fyrst fórum ve’ í búreð o' fengum okkör alminlega a' éta — é' át steykta skinku o'drakk eina kunnö af agúrköm — Heiðurskall hélt seg að einum kassa af öli o' át ost me' — — so fengum ve' okkör sígara úr kassa, sem stóð á Flórfína o' so berjöðum veð. Bara engan hávaða, sagði Heiðurs- kall — o'so sló hann múrvegginn veð aðaldyrnar út — hann heför nú alltaf -.verið ákveðinn piltur — þa' var ara þa'. Þa' e' sko nebbilega þa' me' hávaða i stobnöninni a' hann Ólsen hrýtör so hátt a' þa' herist ekkert anna', o’ þó mar bara refi húskass- ann ötan af honum þá myndi hann ekki vakna — konan hans hún vekur hann soleiðis a' hún kíslar bara í eyrað á honum — öl segir hún — o' þá e' Ólsen glaðvaknaður. Heiðurs- kall o' e’ potuðöm okköráfram óskup vallega — o' þegar veð vorum komn- er út á aðalganginn sparkaði hann hörðönum sona út o' inn — o' so stóðum ve' — ja ef é' má segja frá þí í kontórnum forstjórans. Djevell sem þar va' fínt — me' stórum skeliríum af ránmorðingjöm o' bankasvikaköllum — o' so va' allt fullt af bókum se voru so rykögar a' þær hafa sko ekki verið oppnaðar í forstjórans tið hér, nei — veð tókum tvo kassa af segurum — þi a' þeir voru migið betri en hjá Ólsen — o' þá var sko meira pláss í ibúðinni — sko. Þar sem allt var stillt og hljótt so mar bjóst ekki veð a' neitt hefði heyrzt — þá opnöðum ve' gluggann og skreðum út — o’ læddustum út i garð — o' þarfórum ve' a' þefa af rósonum og kaktusonum — Heiðurs- kall tók upp eitt búnt að hreðkum — en aþí honum fannst þær ekki nógu ® y

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.