Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 14
Rússland, handan Moskvu Framhald af bls. 5. Árið 1 408 náðu tatarar borginni Vladimir á sitt vald eftir langt umsátur, en Vassili prinsi I tókst þó að frelsa borgina skömmu síðar og var allt kyrrt um hríð. En 1410 voru tatararnir aftur búnir að hertaka borgina og héldu henni í 65 ár á sínu valdi og missti borgin þá öll áhrif og mikið af fyrri glæsibrag hvarf. Háborg bojaranna Helzta virki rússneska landaðalsins, bojaranna, á 1 2.—14. öld var borgin Suzdal, skammt frá Vladimir; þessar tvær borgir voru raunar stofnaðar um líkt leyti. Suzdal stendur á lágum hæðum, og yfir hin víðlendu akurlendi og feikna stóru skógar- svæði gnæfir kreml Suzdalborgar og gullin hvolf- þök hinnar mjallhvitu dómkirkju, voldugir múrar og turnar Spaso-Évfimiévo klaustursins, bleik- rauðir á lit og hinn granni klukknastöpull Rizopolozhénija klapstursins. Innan borgarmúra Suzdals vareinnig reistur fjöldi fagurra kirkna, flestar úr hvítu, tilhöggnu grjóti eins og í Vladimir og annars staðar í Rússlandi. Á 1 7. öld, nánar tiltekið í kringum 1 630, var auk margra annarra bygginga, reist hin afar stóra og glæsilega höll metropolitans rétt við hliðina á Dómkirkjunni, og þá var og bætt háum stöpli við kirkjuna sjálfa. Allar hinar helztu bygg- ingar, sem reistar voru í Suzdal á því byggingar- skeiði borgarinnar sem stóð frá 1 665— 1 690 voru hannaðar af arkitektunum ívan Grjaznov, ívan Mamin og Andrei Sjmakov, sem hlutu heiðurssess í sögu rússneskrar byggingarlistar vegna þessara glæsilegu húsa. Borgin Suzdal þykir yfirleitt hið ágætasta dæmi um hið bezta i fornri rússneskri byggingarlist, og mikill fjöldi ferðamanna, einkum sovézkra, sækir Suzdal ár- lega heim til að njóta þeirrar fegurðar, sem þessi fræga borg bojaranna hefurað bjóða. Troitsky klaustur. Talið er liklegt, að Vologda hafi á þeim tíma aðeins verið örlitið byggðarlag við samnefnda á, mitt inni í viðlendum skógi Norður- Rússlands. Síðar var héraðið i kringum borgina einnig nefnt Vologda. Fram eftir miðöldum var Vologda í algjörri lykilaðstöðu á þessu víðáttumikla landssvæði, bæði hvað hernaðarmikilvægi snerti og einnig sem miðstöð flutninga og verzlunar milli Norður- Rússlands og Mið-Rússlands. Árið 1 264 er Vologda getið í heimildum sem áhanganda hinnar voldugu Novgorodborgar; Jaroslav Jaroslavitsj stórfursti af Tver fór margsinnis með ófrið á hendur novgorodfurstunum á 1 3. öld i þvi skyni að ná Vologda undir sitt riki, en honum tókst það þó aldrei. Snemma á miðöldum þróaðist Vologda og næsta umhverfi borgarinnar upp i reglulega klausturborg; i byrjun 1 7. aldar var talan komin upp í hvorki meira né minna en 88 klaustur innan borgarmarka Vologdas, og kirkjurnar voru þá um 70 talsins. Bæjarbúar sjálfir töldust þá aðeins vera um 4000 talsins, en þar við bættust þó allir klausturbræðurnir og -systurnar. 1713 eða skömmu eftir að hin nýja höfuðborg Rússaveldis, Sankti Pétursborg, hafði verið stofn- uð við ósa Nevu, var ibúatalan í Vologda orðin 10278. Með tilkomu St. Pétursborgar dró brátt allan mátt úr Vologda sem verzlunarstaðar, og þróun borgarinnar staðnaði nær alveg allt fram á vora daga. Það sem mest einkennir forna rússneska byggingarlist eru sterkar einfaldar línur, sem við íslendingar þekkjum ef til vill betur af reynd frá' Hákonshöllinni í Björgvin i Noregi, og öðrum fornum húsum á Norðurlöndum. Þetta var hinn sameiginlegi byggingarstíll Norður-Evrópu á miðöldum. Hins vegar komust rússar mjög snemma i nána snertingu við býsanzka menningu gegnum grísk-kaþólsku rétttrúnaðarkirkjuna rússnesku, og býsönzk byggingarlist hafði djúp og varanleg áhrif ekki aðeins á byggingarstíl rússneskra kirkna, með hinum hefðbundnu fimm kúpulturnum, heldur og á alla rússneska byggingarlist, myndlist og skreytingar. H.V. Hús Barsch flotaforingja f Vologda; byggt um 1780. Vologda Borgin Vologda stendur að visu utan og norðan við hinn svonefnda „gullna hring", eða um 200 km norður af Jaroslavl og rúmlega 500 km beint i austur frá Novgorod, en Vologda telst samt ásamt borgunum Vladimir og Suzdal allra fremst í flokki þeirra fornu rússnesku borga, sem viðfrægar eru fyrirágæta byggingarlist. í ævisögu Gerasimusar hins helga er þess getið, að fyrsta klaustrið i norðaustur hluta Rús héraðs hafi verið stofnað í Vologda árið 1 147, klausttir þetta er kennt við heilaga þrenningu og heitir Aðalinngangurinn f Rizopolozhénija klaustrið f Suz- daf, hinar svokölluðu HELGU DYR. Klaustrið var byggt 1688; um allar teikningar og byggingu klaustursins sáu arkitektarnir Ivan Grjaznov, Andrei Sjmakov og tvan Mamin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.