Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 10
IBIZA höfðu riðið húsum á Ibiza fyrir svo sem þrjú þúsund árum og oftsinnis máttu innfæddir gjalda þess, að eyjan var í þjóðbraut á þessu eina hafi, sem þá skipti máli í veröldinni. Rómverjar voru eins og allir vita hinir einu og sönnu heimsvaldasinnar fyrir tveimur áraþúsundum og eftir að þeir möluðu Karþagóborg mélinu smærra, komst Ibiza undir rómverska hramminn, en hélt þó áfram að vera púnverskt menningarsvæði með þá sérstöðu, að þar þótti alveg sérstaklega gott að deyja. Þeir sem eitthvað áttu undir sér og gátu á annað borð hreyft sig, reyndu að komast til Ibiza til að deyja. í sandsteinshæðina, sem Ibiza- borg stendur á, var grafin borg hinna dauðu og í seinni tíð hafa menn fundið þar merkar heimildir um líf og dauða að púnverskum hætti. Víð hrun Rómarikis fóru í hönd hroðalegir tímar; Vandalar og sjóræningjar og allskonar hundtyrkjar lögðu þetta frið- sæla eyland í einelti og linnti ekki fyrr en Ibiza komst undir yfirráð Mára og siðar, á Sturlungaöld, undir yfirráð Katalóníumanna á Spáni. Borg innan múra í þjóðbraut Miðjarðarhafsins hefur komið sér vel að finna annað eins borgarstæði og hæðina bröttu, sem Ibizaborg var fyrst byggð á. Sú borg, byggð á bjargi, var umkringd þeim múrsem fuglinn fljúgandi komst einn yfir og var með öðrum orðum óvinn- andi virki. Þar stendur enn borgar- hlutinn Dalt Vila; afgömul steinhús, sem hafa verið byggð eins og spila- borg, hvert utaní öðru. Sumar göt- urnar þar eru naumast meira en faðmsbreiðar; veggirnir hvítkalkaðir, en spánskt járnaverk í kringum svalir og glugga,'þvottasnúrurnar þvert yfir og pottablóm á sillum. Gera má ráð fyrir, að fáir íslending- ar vildu búa til langframa í íbúðun- um, sem þarna eru innan við stein- veggina. En á ytra borðinu er þetta umhverfi dýrleg tilbreytíng frá þeim andlausa frystikistustíl, sem þröngv- að hefur verið uppá nútíma íslend- inga. Ferðaskrifstofan Urvai, sem stendur fyrir islenzku túristalandnámi á Ibiza, gekkst fyrir síðdegisgöngu um þennan hluta borgarinnar og hafði þar sem forustusauð ágætan fararstjóri, Einar Má Guðvarðarson, sem búinn var að vera þar sumar- langt. Venjulega forðast ég eins og heitan eldinn að lenda í þesskonar hóprekstrum; héf ofnæmi fyrir hellum og grísaveizlum og fer í baklás, þegar túristafénaðurinn er rekinn inn í kirkj- ur. í þessari göngu bar margt fagurt og myndrænt fyrir augu. sem ég gleymi seint; enginn þurfti að flýta sér og algert frjálsræði ríkjandi. Innan við múrinn er marglitt mannhaf á reiki um steinlögð torg og snarbrattar götur. Þar er ástunduð sölumennska í hverjum krók og kima; hippar sitja þar éins og Indverjar á hækjum sér og bera sig að búa til í höndunum einhverja seljanlega muni. Og al- þýðulistin blómstrar hér með sama svip og yfirbragði og viðast þar sem myndir eru seldar á götum úti. Öll sölumennska fer hér fram með prúð- Rómverjar töluðu um barbara á Ibiza. Hinir nýju barbarar eru hinsvegar innfluttir, þ.e. hinir svonefndu hippar, sem þar eru f jöimennir og stinga f stúf við svartklæddu konurnar á myndinni. t Sa Penya, fiskimannahverfínu f Ibizaborg, þar sem urmultl er af verzlunum og veitingahúsum og enginn virðist þurfa að flýta sér. mennsku og er ólík þeim ófögnuði, sem birtist í ruddaskap Araba á Kanaríeyjum og margir íslendingar hafa komizt í kynni við. Um það leyti sem Jón biskup Ara- son og synir hans voru gerðir höfðinu styttri i Skálholti, var ráðist í að byggja þann rammgera múr, sem umlykur borgina og verkinu lokið á þremur áratugum. Kirkjan efst á hæð- inni er eins og framhald af þessu varnarmannvirki, með rómverskum bogum og verið gerð upp í tvígang; siðast að mig minnir snemma á þess- ari öld. í annan stað er þar uppi nútíma- listasafn; ágætishús til þeirra hluta, en framúrstefnugutlið, sem þar var til sýnis þessa stundina, var ekki bein- línis kræsilegt. Þeim mun skemmti- legra er að staldra við á dálitlu hlaði efst á hæðinni og njóta útsýnisins: Hengiflug virkisveggsins og sjávar- hamarsins hið neðra, nýja borgin á aðra hlið en gamli fiskimannabærinn á hina. Hippar og falsarar Þegar rökkva tekur, færist heldur betur líf í tuskurnar í Sa Penya, gamla fiskimannabænum, sem nær frá virk- ismúrnum og niður að höfnjnni. Þar er hvert úrvals veitingahúsið á fætur öðru; oftast setið og snætt á gang- stéttinni og jafnvel á sjálfri götunni utan við veitingahúsin. Nálægð skip- anna og sjávarseltan í loftinu eiga sinn þátt i að skapa andrúm, sem íslendingar ættu að kunna vel við. Þar liggur hver lystisnekkjan utan á annarri og ekki verður séð, að neinar tvær séu eins; leikföng auðmanna, sem ekki hafa annað að gera en lóna milli hafna á því hafi, sem Rómverjar nefndu „Mare nostrum" — okkar haf. Um nokkurra ára skeið að minnsta kosti hefur Ibiza verið eftirlætisstaður hippa, sem drifið hafa þangað úr fjörrum heimshornum, en mest að sjálfsögðu frá Evrópulöndum. Þareru eða einhverri drullu sem lak niður af honum. Kvenfólkið í flokknum var eldra, varla undir þritugu og sumar farnar að láta talsvert á sjá. Sú sem oftast ók Benzinum var með barða- stóran hatt og kjól hafði hún gert sér úr strigapoka að því er virtist. En höfuðpaurinn sem sýndist eigandi bílsins, var annað veifið á reiðhjóli; þá með stígvél á öðrum fæti en berfætt- ur á hinum. Það má ugglaust segja. að þetta sé saklaust sport og gerir engum mein. Eitthvað er samt bogið við það, að fólk á bezta aldri þurfi ekkert að gera annað en leika sér; lífið verður elt- ingaleikur við innantómar skemmtan- ir á tízkustöðum eins og Saint Tropez, Monte Carlo og Ibiza. Sagt er að ekki séu þeir allir fínir pappírar með tandurhreina samvizku, sem gerst hafa innflytjendur til Ibiza. Þar á meðal er rithöfundurinn Irwing, sem tókst að verða heimsfrægur fyrir ævisögu, sem hann kvaðst hafa skráð eftir milljarðamæringnum Howard Hughes. Sjálfur var Hughes þá kom- inn i algera einangrun á lífsflótta sínum undan mönnum og bakteríum. Hann hafði samt rænu- á að kveða uppúr um, að sagan væri fölsuð og varð af þessu mikið og frægt mál. I fyrra dó á Ibiza listmálarinn Elmyr von Hory, ungverskur að uppruna og frægðarmaður fyrir að vera- fremsti málverkafalsari heimsins í seinni tíð. Sérgrein hans var Picasso, en að auki falsaði hann Braque og aðra braut- ryðjendur þessarar aldar, sem þægi- legra var að falsa en gömlu meistar- ana. Þessi framleiðsla átti sér stað á Ibiza. en agentar seldu framleiðsluna út um allar jarðir. Elmyr bjó í þorpinu Jesús, sem. stendur dreift í hlíðarslakkanum norðuraf Ibizaborg. Þar hefur kvik- myndaleikkonan Marlene Dietrich efnt sér í hús, en ekki veit ég hversu mjög hún dvelst þar. Á kránni í Jesús spurði ég nokkra innfædda, hvort þeir könnuðust við Elmyr. „Málar- Kirkjan f þorpinu San Rafael og nýleg fbúðarhús; hvorttveggja einkennandi fyrir byggingarstfi á Ibiza. innan um og samanvið venjulegir þumalputtaferðalangar með dótið sitt á bakinu. Oftast eru það févana námsmenn í sumarleyfinu sínu. En hipparnir eru dálitið af öðru tagi, að minnsta kosti hluti þeirra. Þar á með- al eru ríkir hippar; pabbadrengir frá Sviss og Þýzkalandi og ítaliu, akandi á Maserate eða Porsche. Þeir voru saman í hópum og skrautlegir ásýnd- um eins og vera ber; fullkomið frjáls- ræði í klæðaburði og ástum og öllu framferði er þeirra evangelium. Einn var þar fyrirferðarmestur að því er virtist og svo önnum kafinn i þessu hlutverki að vera hippi, að hann unni sér ekki hvíldar. Þetta var stór og myndarlegur strákur, þýzkumælandi og hafði sér til þæginda eina dýrustu gerðina, sem til er af Mercedes Benz og gekk mikið á að koma honum gegnum þröngu göturnar i gamla bænum. En til þess að Benzinn væri ekki of glæsilegur fyrir þennan söfn- uð, hafði verið mokað yfir hann leir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.