Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Qupperneq 6
I Skrýmsli hug- myndafræðinnar ráð fyrir því, að kvenréttindakonurnar — þrátt fyrir yndislegar undantekning- ar, álfkonur og skessur — séu að jafnaði ófríðari og þrasgjarnari en konur al- mennt. En með þessu er ekki reiknað í Jafnréttislögunum, sem ekki er von. En það sem máli skiptir er, að vísindin endurheimti sjálfsvirðingu sína og höggvi á akkeriskeðjuna við hina tilskip- uðu hugmyndafræði. Þrjár kynslóðir Huxley-ættarinnar hafa verið meðal fremstu manna í heimi í náttúruvísindum og notið geysimikillar virðingar állt frá tímum Darwins. Sir Andrew Huxley berst um þessar mundiV af mikilli hörku gegn hinum pólitísku og hugmyndafræðilegu takmörkunum á frjálsu vali náttúruvísindanna á við- fangsefnum og einmitt, þegar um er að ræða eingöngu visindalegar rannsóknir á erfðaeiginleikum kynþáttanna. Bróðir Sir Andrews, hinn frægi Julian Huxley, vakti mikla hneykslun á sjötta áratugn- um með því að stinga upp á valdri sæð- ingu meðal mannkynsins til að vega á móti tilhneigingunni til aukinnar við- komu hinna treggáfuðu eða andlega slöku. Þá brást ekki bannorða-kerfið. Það var þaggað niður í honum. Sir Andrew (Nobelsverðlaunahafi) hélt því fram í fyrirlestri, sem mikla athygli vakti, að nú á tímum væri unnið markvisst gegn vísindalegum sönnun- um, sem ekki kæmu heim við „Fashion- able social theories“ (samfélagslegar tízkukenningar). Sir Andrew átti ekki við, að munur á arfgengum andlegum eiginleikum meðal hinna ýmsu kynþátta væri þegar sannað mál — heldur að „það hefðu verið gerðar margar tilraunir til að gera vísindin háð pólitískum mark- miðum“. Sir Andrew „blöskraði", að reynt hefði verið að þegja í hel rann- sóknir Arthurs Jensens, prófessors, á arfgengi aldlegra eiginleika meðal hinna ýmsu kynþátta. Hið viðkvæma atriði, sem ekki má snerta við, er auðvitað gáfnafar negranna — sérstaklega í Bandaríkjunum, en einnig í Suður- Afríku og Ródesiu. Guði sé lof, að það er erfitt að mæla bæði gáfur og manngildi. Það er flókið mál og vandasamt, en verk- efnið verður að leysa. það verður að leysa vísindin undan oki stjórnmála. Hin einstöku atriði og dæmi skipta ekki máli í þessu sambandi. En frá sögu- legu sjónarmiði er það mikilvægt, að einmitt núna séu vísindin ekki látin þjóna „afturhaldi“ eða „framförum", heldur séu þau sjálfstæð og viðskotaill, ef einhverjir eru hræddir um, að niður- stöðurnar muni stríða gegn bannorða- kerfi vorrar aldar. Við hvað eru menn hræddir? Eg þarf ekki að svara því. Þó að við allir höfum alltaf vitað, að allir menn og kynþættir séu mismunandi, er það hug- myndafræðilega bannað að halda það og enn verra, ef einhver skyldi freistast til að draga ályktanir af þvi. Eru þá til sannindi, sem við höfum ekki gott af? Svarið er: Já. Við verðum því miður að viðurkenna, að vísindaleg- ar niðurstöður eru ekki geymdar í loft- tómu rúmi. Þær munu verða misnotaðar, og það er hluti af kostnaðinum við sann- leikann. En það er ljóst, að einhliða áherzla okkar á andlega hæfileika út af fyrir sig er hluti (og mjög vafasamur hluti) af ríkjandi kenningu um mann- gildi. Það sem mörgum þykir svo gremjulegt er, að svo virðist sem gildi arfsins sé að aukast við nánari rannsóknir, en jafn- framt minnki hlutdeild umhverfissins, þó að vissulega sé hún stór, en þó ekki svo, að mestu máli skipti. Við erum fædd, eins og við erum og verðum, að meira leyti en við kannski kærum okkur um, sem drengur eða stúlka, með já- kvæða og neikvæða eiginleika, en einnig með fjölda eiginda, sem erfitt er að greina og skrá. Örlög okkar eru háð þvi, hvernig hugs- að verður. Er hin félagslega skólaspeki í heimspekilegri upplausn? Verður dregið úr hinum pólitísku andstæðum? I okkar norska hrísgrjónagraut eru engar möndlur. Við verðum aftur að leita til útlanda ti) að kanna, hvort verið sé að hugs eitthvað nýtt eða hvort allt verði áfram annað hvort marxismi eða kapitalismi, annað hvort hægri eða vinstri. I Frakklandi hefur kynslóð ungra heimspekinga (frá 30 til 40 ára) gert uppreisn gegn kerfishugsuninni. Hinir nýju heimspekingar kalla sig „and- hugmyndafræðinga". Þeir urðu ein- dregnir marxistar í stúdentauppreisn- inni 1968 og hafa snúið baki við allri arfleifð fyrri aldar. Kannski finnst þeim, að það sé hin ógæfulega staðleysisstefna, draumurinn um fyrirmyndarríkið, (útopisminn), sem hafi farið svo illa með okkur. Einn hinn atkvæðamesti meðal hinna nýju manna er André Glucksmann, sem viðurkennir, að afturhvarf hans sjálfs hafi orðið fyrir áhrif Solsjenitsyns. Hið sama segja margir hinna, sem eigi aðeins hryllti við GULAG — heldur tóku einnig til sin hina miskunnarlausu gagnrýni Solsjenitsyns á róttæka menntamenn á Vesturlöndum. Margir hinna ungu sneru baki við Sovétríkjunum og aðhylltust í staðinn Mao i Kína. En þar urðu von- brigðin bara enn meiri. Það er erfitt að finna neinn samnefn- ara fyrir þennan gáfaða hóp manna — þeir hafa sín persónulegu sérkenni. En sameiginlegt með þeim er hið algera fráhvarf frá öllum hinum pólitiska hug- myndaheimi. Sem meginþráður i hugsun allra er „þrá eftir persónulegu siðalög- máli“ — þess vegna dást þeir að Jimmy Carter. Fráhvarf þeirra frá marxisman- um var eins og að vakna eftir vondan draum. Þeir leggja fæó á ríkið, þeir gera sér ljósan ósigur sósíalismans og kapital- ismans og brjóta til mergjar hið svokall- aða velferðarþjóðfélag. En við samein- ingu sósíalismans og kapitalismans sem höfuðóvina skortir á innsýn í efnahags- lögmál. En í þvi efni er hinn frægi „hægriheimspekingur", Raymond Aron, betur settur. 1 „Vörn fyrir hina spilltu Evrópu" segir hann: „Evrópsk samfélög munu sennilega — og óhjákvæmilega — þróast í átt til vissrar tegundar sósíal- isma (í hinni viðtæku og óljósu merk- ingu orðsins). Hið pólitíska lýðræði mun stöðva þá til hneiginu við Iágmark, en þvi fylgir: rikisafskipti til að tryggja almennt jafnvægi, félagslöggjöf til að tryggja grundvallar réttindi og síaukinn ríkisgeiri (hlutdeild ríkisins i þjóðar- tekjunum)" Þegar þetta hljómar afleitlega, þá er þaó ekki bara af því, að það sé rétt sjúkdómsgreining. Það er einnig vegna þess, að við erum nú orðnir fangar i okkar eigin orsakaneti. Þannig vildum við, að það yrði, þó að við vildum það ekki! Ummælin gætu vérið tekin úr ræðu Nordlis eftir kosningarnar, svo ómótmælanleg eru þau. Allt kemur heim: Hinir siauknu skattar draga úr eignagleðinni og áhuganum á auknum tekjum og betri frammistöðu, þeir stuðla að tómstundum, útilífi, iðjuleysi og skemmtunum. Allt skánar, jafnvel uppi i sveit, þar sem ungir, vinnusamir bændur © í hinu róttæka, sænska blaði. Dagens Nyheter segir í grein undir fyrir- sögninni: „ráðleysi og svartsýni í skólamál- um", að í 10 nýútkomn- um bókum um skólamál, sé allsstaðar viður- kennt, að hin nýja stefna í skólamálum hafi algerlega brugðizt. Þeir sem komnir eru af unglingsárum kannast við þetta: Gamli skólinn með utanbókarlærdóm- inn og sá sem veit, réttir upp hendina. Kannski á þesskonar skóli eftir að koma aftur. höfðu ekki forðum krafta til að sinna konu sinni nema á sunnudagsmorgnum. - Hér skal ekki farið nánar út i röksemd- ir hinna nýju heimspekinga, en aðeins vísað til nokkurra setninga úr yfirlits- grein i Time: „Marxisminn er opium fyrir fólkið", segir Bernard Henri Levy. Og hann segir ennfremur: „Margt ungt fólk vill ekki viðurkenna, að kapitalism- inn, sem alltaf hefur verið óvinur þeirra, og sósíalisminn, sé hið sama. „Jean-Poul Dolle segir: „Erum við hægri- eða vinstrisinnar? Við erum tákn annars, sem er miklu ofar, og stjórnmála- mennirnir vita ekki, hvað það er. En fólkið veit það“. Hin nýja stefna er svo samhljóða hjá svo mörgum, að það er full ástæða til að gefa því gaum — einnig af því að það minnir okkur á, að í Noregi verður ekki vart neinna slikra tilburða til andlegra átaka eða breytinga. Það er eins og við séum rykfallnir forngripir, og sérhverri hugsun, sem ekki kemur heim við okkar fánýta pólitiska kerfi, er visað á bug sem fráleitri, barnalegri eða heimskulegri. Hinn hægi andvari um heim allan snertir öll andleg svið og virðist ætla að færa hinum venjulega manni á götunni svolítið af sjálfstrausi aftur. Það er eins og það hafi slysazt svo til, að dálítið af brjóstviti hafi lekið út og lent óvænt hjá menntamönnum, sem annars hafa svo mikinn viðnámsþrótt gegn því. Við sjáum greinilega ný-rómantísk einkenni: Hreinni heim, tærara vatn, nánari tengsl við náttúruna, endurnýjun hins persónu- lega gildismats — og ímyndunina, sem alltaf snýr aftur til okkar, um svokölluð „eiginleg verðmæti". Gagnrýnin beinist einnig hvarvetna að nútima byggingarlist og myndlist og hin- um ólæsilegu bókum. Nektin bak við nýju klæðin keisarans er að verða öllum sýnileg. Það er að koma í ljós, að hinn orðlagði borgari velferðarríkisins er ekki svo vit- laus þrátt fyrir allt. En hann hefur verið hnepptur í fjötra andlegs einveldis. Æ fleiri eru búnir að fá nóg. Fólk flytur úr borgunum og finnur Íífvænleg störf og athvarf úti á landi. Andstaðan gegn borgarmenningunni eykst óðfiuga í óbyggilegum og eyðilögðum stórborgum eins og Paris, London og New York. Völd, auðæfi og ytri búnaður og staða hafa misst örlítið af ljóma sínum. Klifur- samfélagið hefur ekki lengur sama svip og áður eða ófrávíkjanleg einkenni — nema þá helzt hvað ríkisbáknið snertir. Er verðmætamatið í mannheimi að breytast? Að minnsta kosti hefur orðið röskun á afstöðu manna á mörgum svið- um, varðandi lífsgleði og lífsgildi, þýð- ingu þekkingar, tilgang listar og kröfur til hennar og gildi fegurðar. Menn ráðast gegn kjarnorkuverum, sem er mein- ingarlaust í sjalfu sér, en umhugsunar- vert atriði í nútima rómantík. Arthur Koestler, sem gerði sér grein fyrir öllu á undan flestum öðrum, er efins um gildi þessarar breytingar. Hann hefur ekki trú á hæfileikum okkar til að halda okkur uppréttum án hugmynda- fræðilegrar beinagrindar, og — segir hann angurvært skipuleg ítroðsla byrjar þegar i vöggu. Það skiptir víst litlu máli, hvað ég haldi um þetta eftir þessa helgarferð. Kannski er ekki rétt að telja það til mikilla tíðinda, að franskir heimspek- ingar hugsi eitthvað nýtt á tiu ára fresti. Að þvi leyti er Jean-Paul Sartre litrík- Ég fyrir mina parta held, að hinar nýju hugsanir séu sprottnar af leyndum ótta við það, að allt I kringum okkur — ríki, iðnaöur, stórfyrirtæki, skrif- finnskubákn og samtök — niuni stækka og stækka, meðan við sjálfir verðum minni og minni — þangað lil við erum horfnir. Það er uppreisnin gegn þessu, sem við bíðum eftir. Ef hugleiðingar mínar hafa vakið von- ir hjá einhverjum, þá biðst ég afsökunar. Sveinn Asgeirsson þýddi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.