Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Blaðsíða 16
-*«r
P£,ss
STAÐUR.
UPPfí
M06ULEIKA
... fíNDRÚMSLOFT{£> EC? FRjfíLSMANNLEGT
OG BNG/NN SBG/R. „ Mfí EKK/ "
AHA, EG HEF MK/£> .
fíTHFGL/ UNGRfíR KLEOPÖTRU
SfíNNKA L LfíDR. PR
TÚLÍU... . ^ ^ N_/
r FURS.T V4,,, S/PAN, E/NS OG O'SJMlF-
HOPFUMST RfíTT NALGUMST
W/Ð /fíUGU [//£> HVÓRT fíNNAÐ ■■■
UM STUND. _ (t
rERTþÚ EKK! SÆMÍfS'^
þú ERT EKKI SÆMI?
Ó, EN LEIÐ/NLE&T-
ÉG TÓK þ,G
FyR/R fíNNAN !
EG HEF
WER/Ð AÐ / EN HVfíÐ RÖDD
LE/TA þ'N í HlJÓMAO/ ÖÐRU
Ffífí UPP- \ y/'s, l'j/MfíNUM.1
HfíFt VEGA’ V_____________________
r HVERN/6 STENPUR
ANNARs'fí þuí,fl£>
fíLL/R l//ROfíST
KOMfíST fí KVENNfíFfíRj
NEMfí ÉG?
SÆMlþ
HVEfí
ER. SRMI?
Þrettándajól
Framhald af bls. 9.
1 700 algjört bann við þvi, að kirkjan
kysi sér nýjan patríarka, þar sem
keisaranum þótti orðið meira en nóg
um völd patríarkans i Moskvu. Árið
1721 tók hin heilaga sýnóda eða
klerkaþing við æðstu yfirstjórn rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar fyrir at-
beina Péturs mikla. Hélzt sú skipan
kirkjumála allt fram til októberbylting-
ar bolsévika árið 1917, en á þvi ári
endurreistu byltingarmenn embætti
patríarkans með aðsetri í Moskvu.
Hefur svo verið siðan, að patriarkinn
(erkibiskupinn) i Moskvu hefura.m.k.
að nafninu til, haft yfirstjórn rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar í sinni
hendi.
Áhrif Býsanz
Ásamt með kristninni meðtóku
Rússar einnig býsanzka byggingarlist
frá Miklagarði Allt frá 10. öld og
fram á daga Péturs mikla um 1 700
var býsönzk byggingarlist og helgi-
myndalist alls ráðandi í Rússlandi:
grunnflötur kirkjuhússins var kross-
inn, og oftast fimm fremur lágar
turnspírur með lauklaga hjálmþökum
krýna rússneskar kirkjubyggingar.
Laukkúplarnir eða hjálmþökin eru oft-
ast með gullnum lit, — hjálmarnir á
sumum veglegustu kirkjunum eru
lagðir örþunnu þlaðgulli, en stundum
eru hjálmþökin steind i grænum eða
bláum lit.
Helgidómurinn
Það sem mest ber á, þegar komið
er inn i rússneska orþódoxkirkju er
íkonstasis eða íkonaveggurinn, sem
aðskilur altarið og hið allrahelgasta
frá kirkjusalnum og þar með kirkju-
gestunum. Gegnum hinar gullnu dyr
(zolotyjé vorota) inn i sjálfan helgi-
dóminn mega aðeins hinir vígðu
guðsþjónar, prestarnir, ganga. Eng-
inn óvígður færi að stiga fæti þangað
inn.
Á ikonstasis eru hinar hefðbundnu
helgimyndir, íkonarnir, hengdir upp í
sérstakri skipan, þannig að mynd
Frelsarans i hásæti með Guðsmóður
og Jóhannes skírara, sitt til hvorrar
handar, hangir fyrir miðju yfir gullnu
dyrunum inn í helgidóminn. Útfrá
þessari aðalmynd koma svo nákvæm-
lega niðurraðaðir íkonar af erkiengl-
um, postulum, spámönnum og rúss-
neskum kirkjufeðrum.
Táknræn messa
Messan i orþódox kirkjum er mjög
löng á okkar mælikvarða eða tvær
stundir og stundum lengri og er ávallt
sungin. Fram eftir öldum var notað
sérstakt fornrússneskt kirkjumál við
messugjörðina, en núna á síðustu
áratugum er messan jafnan sungin á
nútima rússnesku. Orþódox-
söfnuðurinn stendur á kirkjugólfinu
allan timann meðan hin langa, flókna
og táknræna messa er sungin, og er
hlutverk safnaðarins i messugjörðinni
sjálfri mjög mikið. Kirkjugestirnir
svara í sifellu tóni prestanna, flytja
trúarjátninguna, bænir, tendra vax-
kerti fyrir framan helztu íkonana, kné-
falla og þylja um leið fyrirbænir Á
sjálfri jólanótt er vitaskuld sungin
sérstök jólamessa með ævafornum
íbúrðarmiklum helgisiðum og tákn-
máli. Flestir helgisiðir hinnar rúss-
nesku orþódox-messu eru þúsund ára
gamlir og nokkra þeirra má jafnvel
rekja beint aftur til grisk-kaþólsku
kirkjunnar á 4. og 5. öld eftir Krists
burð.
H.V.
Uppgjörið
Framhald af bls. 13.
þeir félagar voru bornir, voru flóknar
og hve erfitt það var einatt að kenna
ákveðnum einstökum mönnum
ákveðrta stríðsglæpi, svo að hægt
yrði að dæma þá fyrir. Um Jodl er
það að segja, að þeir glæpir, sem
hann ..framdi'' voru flestir eða allir
framdir að skipan Hitlers. Jodl hafði
yfirleytt aðeins „látið þær ganga ", En
hann hafði vitanlega orðið að undir-
rita þessar skipanir og sjá til þess, að
þeim yrði framfylgt. Jodl var hermað-
ur í húð og hár og það er efalitið, að
hann átti oft i baráttu við sjálfan sig,
er hann þurfti að framfylgja einhverj-
um skipunum Hitlers, sem ekki sam-
rýmdust hugmyndum hans um
„heiðarlegan hernað". Jodl lýsti yfir
því fyrir réttinum, að hann hefði
jafnan haft Haagsamkomulagið um
reglur í landhernaði og Genfarsátt-
málann „á borðinu hjá sér", og hefur
hann e.t.v. verið af vilja gerður til að
fara eftir þeim. En þá hefði hann
orðið að óhlýðnast Hitler. Og til þess
treystist hann ekki. Þjónkun hans og
undirgefni við Hitler varð honum til
dómsáfellis. Hann var dæmdur sekur
um öll fjögur ákæruatriðin og hlaut
dauðadóm.
Wilhelm Keitel, fyrrum formaður
þýzku herstjórnarinnar og helzti
hernaðarráðunautur Hitlers öll stríðs-
árin, var líka dæmdur fyrir skilyrðis-
lausa þjónkun sina við Hitler.
Keitel var lítt reyndur í hernaði og
þótti heldur lítilfjörlegur hershöfðingi.
Hann gerði ekki nema framfylgja
hernaðaráætlunum Hitlers, enda
hafði Hitler tekið sér æðstu völd yrir
hernum um það bil, sem hann skípaði
Keitel formann herstjórnar. Það varð
Keitel til dómsáfellis, einsog Jodl, að
hann hafði hlýtt Hitler án þess að
mögla nokkurn tima. Fyrir kom, að
sóttu að honum efasemdir um rétt-
mæti skipana Foringjans. En hann lét
þær varla nokkurn tima i Ijós, og
gerði yfirleitt alltaf það, sem fyrir
hann var lagt. M.a. undirritaði hann
orðalaust skipanir um líflát striðs-
fanga og fleira, sem braut i bága við
alþjóðalög. Hann var fundinn sekur
um þátttöku i „samsæri um það að
stofna til styrjaldar, stríðsglæpi og
glæpi gegn mannkyninu" og hlaut
dauðadóm fyrir.