Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 5
komast í þá aöstöðu aö hafa engan nema sér vandalausan til að segja lát fööur síns, þá biö ég þess að þau mæti hlýrra viömóti en þú hefir sýnt þessari stúlku. En þaö er nú vafasamt aö hún komi nokkuö aftur aumingja blessaö barniö," bætti hún viö og andvarpaöi. Þar skjátlaöist mömmu. Dorothea kom aftur í skólann eftir jólafríiö og þaö var ekkert á henni aö sjá, nema stelpunum fannst hún ennþá meira óþolandi. Hún haföi fengið nýja kápu og „permanent“. Stelpurnar sem sjálfar höföu flestallar fengiö „permanent" fyrir ferminguna vorið áöur, töluöu mikiö um háriö á Dorotheu og fannst allt sem hún geröi og sagöi óviðeigandi og hneykslanlegt. Mig langaði oft til aö verja hana og segja þeim aö hún væri alls ekki eins og þær héldu, en ég þoröi þaö ekki. Ég mátti ekki til þess hugsa aö vera útilokuð frá hópnum. Hún hætti að koma út í frímínútum og sat inni í bekk og las. Þegar krakkarnir geröu aösúg að henni þar þá stóö hún upp, tók bækurnar sínar og reigsaði inn í kennarastofuna. Viö bjuggumst viö uppnámi, því nú heföi Dorothea klagaö í fyrsta skipti, en ekkert slíkt geröist. Hún fór bara inn í kennarastofu í hverjum frímínútum eins og hún ætti þar heima. Eftir það áreitti hana enginn, þetta var of fáheyrt til aö hægt væri einu sinni aö tala um þaö. Hún hætti aö mæta í leikfimi og sund og stundum kom hún ekki í skólann tvo, þrjá daga í einu. Stelpurnar sögöu aö best væri aö forðast hana alveg, því hún væri ábyggilega komin meö einhvern voöalegan sjúkdóm. Þaö væri þess vegna sem hún færi svo oft til Reykjavíkur. Auðvitað mætti læknirinn á staönum ekki vita neitt, því þá myndi hann reka hana í burtu. í þetta skipti gat ég ekki þagað og minnti þær á aö þær heföu einmitt verið aö tala um aö þær heföu tvisvar séö hana fara til héraðslæknisins. Ég var fegin aö ég hélt uppi vörnum fyrir hana, þó aö þaö væri kannske ekki nema í þetta eina skipti. Reyndar frétti ég seinna aö hún heföi fariö á sjúkrahús, næstum þvíbeint frá prófunum. Mamma sagði mér þaö, eins og fleira, þær skrifuöust eitthvaö á í eitt eöa tvö ár. Svo sáumst viö löngu seinna. Á fæöingardeild- inni í Reykjavík. Ég var þá aö ala mitt þriöja barn, en Dorothea var þama í fyrsta sinn. Hún virtist mjög glöö aö sjá mig og af því ég var svo miklu reyndari í þessum efnum, gat ég leiðbeint henni með ýmislegt. Hún eignaðist hrausta tvíbura, drengi og maðurinn hennar og þau bæöi voru geislandi af hamingju. Þetta var glæsimenni, og ég gat ekki annað en boriö þessa hraustu og glööu Dorotheu saman við fálátu þyrrkingslegu skólatelpuna sem ég haföi þekkt. Mamma sem kom „að færa mér á sængina“, varö stórglöö aö sjá skjólstæðing sinn í svona góöum aðstæðum og þær fóru strax aö tala um trúmál. Mér fannst þetta óviðeigandi á þessum staö og lét þær alveg heyra þaö. Þá brá Dorothea einmitt fyrir sig gamla „yfirburöasvipniím" sem ég kallaði svo og sagöi: „Einmitt móöir ætti aö geta skiliö þaö best aö dauðinn er jafn eölilegur og fæöingin." Ekki löngu seinna gaf hún út bók. Mig minnir aö hún héti: „Eðlilegt samband milli byggöra hnatta" eöa eitthvaö þess háttar. Annars sáumst viö sjaldan næstu árin. Viö vorum aö „byggja“ viö hjónin og fimm börn eignuðumst viö. Dorothea gaf út fleiri bækur og um tíma stóö hún í blaöadeilum viö tvo presta, út af trúmálum auövitað. Ég hugsaöi sem svo aö eitthvaö væri hún sjálfri sér lík, frá æskudögunum aö vera nú aö egna á móti sér tvo læröa menn. Ég ías ekki þessar ritsmíðar hennar, leit reyndar sjaldan í bók á þessum árum. Haföi nóg annað aö starfa. Samt leit ég nú alltaf yfir Morgunblaöiö á hverjum degi og þar las ég aö maðurinn hennar Dorotheu og drengirnir heföu farist í bílslysi. Mér fannst aö mér bæri að fara til hennar, meö blóm eöa eitthvaö, reyna aö votta henni samúö mína. En ég bara gat þaö ekki. Ég verö svo vandræðaleq þegar svona voðalegir hlutir gerast, ég bara get ekki talað um dauöann við fólk sem hefir oröiö fyrir svona voöalegri reynslu. Ég kveiö Framhald á bls. 15 © Einn ðhrifamesti mölari aldarinnar og nú kominn ö sjötugsaldur BACON erennviö sama heygarös- horniö Aö ofan: Hluti úr þrímynd, sem Bacon lauk viö 1977 og aö neöan: Þrjár fígúrur og andlits- mynd, máluö 1975. Báöar eru mjög ein- kennandi fyrir stíl Bacons, — þjáningar og angist blasa viö hvarvetna. Að Picasso gengnum er víst óhætt aö segja, aö enginn einn myndlistarmaður hefur veriö áhrifa- meiri en Bretinn Francis Bacon. Raunar voru áhrif Picassos lítil eftir 1950, en þá fóru aö sjást og veröa kunnar þessar sérkennilegu myndir Bacons, sem segja frá þjáningu mannsins og ástandi: „la condition humane" eins og þaö er kallaö í hinum og þessum læröum ritgerö- um. Heildaráhrifin af hinum áhrifa- miklu myndum Bacons eru þau, aö mannkindin býr og engist í víti og þaö víti er mitt á meöal vor. Kannski er ekki rétt aö segja mannkindin, heldur mannkvikindiö. Sú skoöun hefur nefnilega heyrst, aö þaö sé einkum og sér í lagi mannhatur sem fram kemur í afskræmdum lýsingum Bacons. Ekki skal reynt aö leiöa líkur aö því hér, hvort þaö sé samúð meö manninum í angist hans eöa fyrirlitning á skepnunni, sem kallar sig herra jarðarinnar, sem hefur oröiö Francis Bacon aö þrotlausu umfjöllunarefni. Myndirnar, sem hér fylgja meö, gefa góöa innsýn í hugmyndaheim Bacons og þær sýna vel stíl hans. Fátt eöa ekki neitt, sem fram hefur komiö í myndlist síöari áratuga hefur veriö stælt önnur eins ósköp. Afbrigöin af Bacon eru oröin ótöluleg. Bacon er áhugaveröur í sam- bandi viö skilgreiningu á hugtökun- um fallegt — Ijótt. Er hugsanlegt aö Ijótt geti veriö fagurt eftir einhverj- um skilningi? Bacon er sá málari, sem flestir myndlistarmenn eru sammáia um aö sé mjög góöur. í tímaritinu Art International frá í vor, segir Malcolm Quantrill, aö ef valdir yröu í „tíu á toppnum" eins og í poppmúsíkinni, færi ekki hjá því aö Francis Bacon yröi ofarlega á þeim lista. Hann er afburða teiknari, myndir hans eru í senn einfaldar og sterkar í byggingu og umfram allt er Bacon mjög „original" og persónu- legur listamaöur. Listamenn á ýmsum sviðum, allt frá Hallgrími Péturssyni til Edwards Munch, hafa fjallaö um aðskiljanlegar þjáningar mannsins. En enginn hefur gert þaö eins og Bacon, nema þá þeir sem stæla hann. Aftur á móti þykir venjulegu fólki, sem ekki er mjög sjóaö í myndlist, myndir Bacons einmuna Ijótar, ef ekki ógeöslegar. íslenzkur góö- borgari, sem ekki getur hugsaö sér aö fá annarskonar skilirý á fimm- tugsafmælinu en dálítiö sætt lands- lagsmálverk, helzt frá Þingvöllum, mundi aö öllum líkindum skila gjöfinni aftur, ef hún væri eitt af verkum Francis Bacon. Raunar er sá möguleiki all fjarlægur, svo ekki sé meira sagt; verk Bacons lenda á söfnum og þykja þar eftirsóknar- verð. Menn segja líka og kannski meö nokkrum rétti: Þaö er í stakasta lagi aö hafa myndir Framhald á bls. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.