Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 9
'Jane Fonda hefur verid ein skærasta stjarna Hollywood uppá síðkastið og aldrei verið fegurri en eftir aö hún komst á fertugsaldurinn. Sophia Loren pykir jafnvel enn fegurri nú en pegar hún hóf að leika í kvikmyndum fyrir nærri 20 árum. Hér er hún í hlutverki með Marcello Mastroianni. Catherine Deneuve, frönsk kvikmyndaleikkona á fertugs- aldri. Barbra Streissand í „Hello Dolly“. Hún er ein peirra, sem oröiö hafa fegurri með árunum. skemmtilegri, þokkafyllri og hafa meira sjálfstraust en áöur. í samskiptum kynjanna hefur aldurinn greinilega tekið að skipta minna máli. Konur eru ekki lengur eins smeykar við það og áður að efna til kynna við sér yngri menn. Kvenréttindabaráttan og hin mikla aukning hjónaskilnaða á þessum áratug og þar með afhjúpun veikleika svo margra „traustra" hjónabanda hafa veitt konunni aukið sjálfstæði að vissu leyti. Áður fyrr var hin eftirsótta kona af þjóðfélagslegum sem og af líffræðilegum ástæðum á aldrinum frá 17 til 25 eða svo og þar um bil. Og þar sem giftar konur voru yfirleitt taldar útilokaðar, var sjóndeildarhringur leitandi karl- manna fremur þröngur opinber- lega. Stúlkur, sem nálguðust 25 ára aldurinn gátu þá tekið að örvænta um hugsanlegan eiginmann, og margar áttu það til að giftast þeim skársta, sem bauðst, tveimur eða þremur árum síðar aðeins til að fá frúartitilinn og losna við hinn. Heilt guðshús af siðum og venjum var byggt upp utan um þær athafnir, sem voru fólgnar í makaleit, og þar skipti aldurinn miklu máli og þá sérstaklega fyrir konuna. Því fer fjarri, að. þessi bygging hafi verið rifin niður, en henni hefur verið mikið breytt. Klæðnaður kvenna hefur til dæmis haft sálfræðileg áhrif á það, hvernig þær litu á sjálfar sig og hvað þær töldu vera hægt. Aður fyrr tóku konur að klæða sig eins og maddömur eftir 25 ára aldur. Ella áttu þær á hættu háð og spé fyrir að klæða sig eins og stelpur. En byltingin í klæðaburði á fyrri áratug kenndi konum á öllum aldri að vera bara í því, sem þær langaði til og kynnu bezt við sig í. Tízkan hefur breytzt að nokkru vegna þess, að hlutverk og hlut- skipti konunnar hefur tekið stakkaskiptum. Þrítugar og fertug- ar konur og eldri heyja sína baráttu í starfi út á við og sinna jafnframt börnum án eiginmanns oft á tíðum. Þær móta sitt eigið líf sjálfar. Það er reisn yfir þeim. Þær eru fullorðnar, og þær fela ekki aldur sinn. Þó að líf þeirra sé strangara, þá búa þær oft yfir því jafnvægi og þeim styrk, sem ekki fyrirfinnst hjá þeim, sem eru miklu yngri og virðast einhvern veginn ómótaðar, ófullgerðar, miklu síður áhugaverðar — og stundum ótrú- lega fáfróðar. Aldur og lífsreynsla herja ekki á fólk einvörðungu. Þau geta safnað áferð, sem verður sem mildur svipur á andliti konu og lyndiseink- unn — og hið sama á við um karlmenn. Konum hefur oft þótt sér eldri menn skemmtilegri félagsskapur. Nú virðist sem karl- menn séu að komast að sömu niðurstöðu varðandi sér eldri konur. Geðrænar truflanir geta að vísu valdið því, að fólk ástundi aldursmun, ef svo má segja, sækist eftir honum út af fyrir sig. En það er allt annað mál. Sveinn Ásgeirsson endursagði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.