Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 12
I bökabúðinni Framhald af bls. 3. síöar komu verkum sínum á framfæri og hlutu frægö. Þannig er hægt aö lesa margar útgáfur, í mismunandi bókum, af atvikum, sem komu fyrir í Rue de l’Odeon, allt eftir því, hvernig hver og einn leit á málin. í endurminningum hinna ýnsu rithöf- unda, sem voru í París á þessum árum, getum viö lesiö hvaö þeir hugsuöu hver um annan. Viö sjáum hvaö Ford Maddox Ford fannst um Hemingway, hvaö William Carlos Williams fannst um bókmennta- lífiö í París á þessum tíma og í bókinni „Being Geniuses Together” lætur Rob- ert McAlmon í Ijós álit sitt á öllum hópnum. Þessar endurminningar geyma og sýna óvild og jafnvel hatur, en líka vinsemd og góöan hug. Eitt er þó sameiginlegt me þeim öllum, vinsemdin í garö Sylviu Beagh. Þaö var oft siöur, í hinum óformlegu boöum hjá Sylviu, aö hún kynnti tvær persónur meö því, aö taka í hálsmál fata þeirra og draga höfuðin saman þar til ennin mættust. Um leiö þuldi hún upp ágæti viökomanda og skoraöi á þá aö láta sér nú líka hvor viö annan. Vera má, aö vinátta hafi sprottiö upp af slíku, en aldrei kom þaö fyrir mig. Þaö var í bókabúðinni, sem ég sá Hemingway í fyrsta og eina skiptiö. Ég var aö leita mér aö einhverju til aö lesa, og viö Sylvia stóöum saman viö borðið, þegar Hemingway vatt sér inn dyrunum, rennvotur úr rigningunni. Þau heilsuö- ust innilega og ég virti þennan margumtalaöa mann fyrir mér á meöan, og komst aö raun um, aö hann leit út nákvæmlega eins og ég haföi séö hann á myndum. Sylvia tók í aðra hönd hans og dró hann í átt til mín, um leiö og hún tók aðra hönd mína og sagði: „Katherine Anne Porter, þetta er Ernest Heming- way, Ernest þetta er Katherine Anne Porter. Mig langar til aö þiö tveir beztu nútíma bandarísku rithöfundarnir kynn- ist.“ Oröiö nútíma var sannkallaö töfraorö þeirra tíma, en í þetta sinn hreif þaö ekki. Viö stóöum og horföum hvort á annaö andartak án þess aö takast í hendur. í sömu andrá hringdi síminn í næsta herbergi og Sylvia þaut til aö s/ara, um leið og hún kallaöi: „Nú skuIuö þiö kynnast, ég kem strax.” Hemingway sagöi ekki orö, en snérist á hæli og þaut aftur út í rigninguna. Þaö hefur áreiöanlega ekki veriö á hverjum degi, sem nafn Hemingway var nefnt í sömu andrá og nafn óþekkts rithöfund- ar, og þar aö auki konu. Þaö var von að manninum mislíkaöi. Sylviu fannst ákaflega undarlegt, aö Hemingway skyldi hverfa svona án þess aö kveðja. Mér fannst þaö hinsvegar ekkert undarlegt þá, og þykir ekki enn. Þýtt og endursagt. Bergljót Ingólfsdóttir. Katherine Anne Porter fékkst eingöngu viö smásagnagerö í 30 ár, en 1962 kom út fyrsta langa skáldsagan hennar, „Ship of Fools“. Skáldsagan fékk góða dóma og eftir henni var gerö kvikmynd nokkru seinna. Kvik- myndin „Ship of Fools“ eöa Fíflaskipið, eins og hún var nefnd í pýöingunni, var sýnd hér í sjónvarpinu í október 1975, og voru Vivien Leigh og Lee Marvin meöal leikenda. Bacon Framhald af bls. 5. Bacons á söfnum og þar njóta þær sín, — en ekki vildi ég hafa slíkar myndir hjá mér í stofunni. Myndir Bacons eru fjarri því aö vera heföbundin stofulist og afstaö- an sýnir, aö frábært listaverk er kannski ekki taliö eftirsóknarvert á heimili, ef innihald þess er Ijótt. Þó eru dæmi þess. Urmull eftirprent- ana hefur veriö gefinn út af Guernicu Picassos. Ekki er inni- haldið þar beinlínis blíölegt, enda var tilefniö blóöugt og kveikjan aö verkinu var hatur listamannsins á stríösvélinni og einræöisherrunum, sem drápu konur og börn. Francis Bacon er nú kominn aö sjötugu og er engan bilbug á honum aö finna. Hann hóf aö mála 1928, en eyðilagði sjálfur síöar elztu verk sín. Líta má á verk hans sem aldarspegil vorra tíma; hvernig einstaklingnum er miskunnarlaust fórnaö í þágu pólitískra hugsjóna. Bacon notar oft hringsviö, þar sem gladiatorar nútímans berjast, engj- ast og falla. Þetta má til dæmis sjá á tveimur þeim myndum, sem hér fljóta meö. Þær eru málaöar á árabilinu 1974 — 1977 og staö- festa, að Bacon er enn viö sama heygarðshornið. Einn mesti óhugnaöur samtímans eru pólitískar fangelsanir og pynt- ingar. Maöurinn í búri er tema, sem oft kemur fyrir hjá Bacon og af annarri myndinni er auövelt aö ímynda sér, aö vesalingurinn, sem engist aö því er virðist meö afhöggna fætur og hendur, sé þarna frammi fyrir yfirheyrslu- og pyntingamönnum. Þetta er fallega gerö mynd af ófögru yrkisefni og því miöur ekki út í bláinn. Raunar er Bacon langt í frá sá fyrsti, sem sýnir í mynd mannlega niöurlæg- ingu á hæsta stigi. Nægir aö benda á hina áhrifamiklu mynd Goya af aftöku utan viö spánskt fangelsi. Gísli Sigurðsson. Bösendaför Framhald af bls. 7 Skarfuröartangi. Fram af henni er flúö, sem sjaldan kemur upp úr sjó. Hún heitir Vefja. Þar suöur af er Stólsvík. í henni er klettur, nokkuð frá landi, oft alsetinn skörfum og ber nafniö Tómasarstóll. Tilefni þess er ókunnugt. Nöfnin og náttúran Þá skal láta lokið þessari þurru nafnarunu. Það getur verið næsta girnilegt til fróðleiks að reika um þessa auðu strönd og skoða myndir náttúrunn- ar eftir nafnaskrá hinna fróðu manna. — Hitt er allt annað en auðvelt, að setja sér fyrir sjónir mannlífið á Básendum meðan þar var annar aðal verzlunarstaður Suðurnesja. í kauptíð var þarna vitanlega mikið fjör og líf, ys og umferð, innlegg og úttekt. Og brennivínsstaup fyrir innan disk. Búseta á Básendum. Utan kauptíðar var hér oftast aðeins fámennt heimili. Hér var hvorki búskap- ur né útræði í stórum stíl. Ariö 1703 bjó á Básendabæ Árni Þorgilsson 47 ára með konu sinni Jódísi Magnúsd. 12 árum eldri, og dóttur þeirra Steinunni 17 ára. Þau höfðu vunnumann og vinnukonu. Hjá þeim er Árni Jónsson (60 ára) stjúpfaðir Jódísar, veikburða. Loks er Rasmus, eftirliggjari á Básend- um. Þ.e. vetursetumaöur til e'tirlits fyrir kaupmanninn. Næstu áratugi fara ekki sögur af fólkinu á Básendum. Síðan er það að þakka sr. Sigurði Sívertsen á Útskálum, að við vitum hverjir bjuggu þar á síðari hluta 18. aldar. Hann ritaði sálnaregistur Hvalsnesþings 1758—1790 upp úr rotnum, sundurlausum blöðum. Það manntal sýnir, að á Básendum fjölgaði mikið um 1780. Þá eru þar til heimilis hátt í 20 manns: Kaupmaðurinn, Dines Jespersen, 40 ára, kona hans, 2 börn og tökubarn, pige (stofustúlka), beikir og kona hans, 2 drengir (námspiltar viö verzlunarstörf) ráðsmaður, vinnumaður og vinnukona. Auk þess er þar Ingjaldur Pétursson tómthúsmaður með fólki sínu. Básendaflóð. Hér verður ekki sagt frá Básendaflóð- inu fræga, enda eru myrkar hamfarir náttúrunnar víðs fjarri blíðu þessa bjarta dags. En benda má þeim, sem um það vilja fræðast á frásögn Hansens kaup- manns, og birt er í fyrrnefndri grein V.G. í Blöndu. — Það er allt að því átakanlegt, að lesa um það, hvernig flóðaldan hrífur kaupmanninn, þennan „almáttuga" mann og allt hans fólk, hrekur þau stað úr stað uns þau bjargast upp á baöstofupallinn í Loddu (Lúðvíksstofu), nær „örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki” og var tekiö þar af mestu alúð og hjartagæzku. Þannig kastaði Básendaflóðið síöustu kaupmannsfjölskyldunni á Básendum í fang eins fátæks hjáleigubónda, sem barg henni frá bráðum bana. Ræningjarnir dönsku. Þessi síðasti Básendakaupmaður — Hinrik Hansen — hefur ekki fengið neitt slæman vitnisburð í verzlunarsögunni. Það er því ekki hans sök, að yfir Básendum hvílir dökkur skuggi áþjánar og einokunar, ekki síður en öðrum selstöðuverzlunum. Þar hafa skáldin haft sitt til málanna að leggja. Ólína Andrésdóttir segir í þulu um Geirfuglasker: Görpum þótti gífurlega geigvæn sú för, en betri samt en björg að sækja í Básenda vör. Betra samt en björg að sækja Básendum að, ræningjarnir dönsku réðu þeim stað. Og allir kannast við kvæði Gríms: „Bátsenda þundarinn" um hann Tugason með bognu reizluna og laka lóðið svo „létt reynist allt sem hún vó“. Þá kemur skörungurinn Skúli fram á sviðið og réttir hlut hins fátæka útnesjafólks: Hann skrifaði lítið og skrafaði fátt en — skörungur var hann í gerð og yfir rummungum reiddi hann hátt réttar- og laganna sverð. Þetta er hressileg blaðsíða í Básendasög- unni. Reynt að utreka Framhald af bls. 6 og eins biskups, sem allir væru frábær- lega hæfir menn í öllu því, er lyti að illum öndum og hegðan þeirra. Og reyndar staðfesti séra Renz það og bar um það vitni, að Annalísa hefði verið haldin eigi færri en sex djöflum, og meðal þeirra voru myrkrahöfðinginn sjálfur og Adolf Hitler, og þessir djöflar, bætti séra Renz við, þungur á brún, „voru óvenjulega skýrmæltir, er þeir létu í ljós samúð sína með „nýguðfræðingum" — það er að segja þeim, sem láta sér fátt um djöfulæði finnast. Engu að síður óskaði rétturinn-eftir áliti sérfræðinga úr læknastétt, og þeir kváðu „særingar hafa verið óheppilegustu aðferöina til að greiða úr sálarflækjum Önnulísu.“ Taugalæknir vottaði að „engir illir andar hefðu talað gegnum Önnulísu. Stúlkan talaði við særingamennina með rödd, sem var umbreytt vegna ofsalegra geðtruflana." Loks skýrði sálfræðingur frá því og skilgreindi það svo, að í rauninni hefði Annalísa þjáðst af ofsókn- arbrjálæði með ofskynjunum, þar sem hinir illu andar væru ekkert annað en „staðfesting á djúpstæðri innri, andlegri baráttu." En það var deginum ljósara, að vesalings stúlkan hafði látizt úr van- næringu og uppþornun. I lok apríl s.l. kvað rétturinn í Aschaffenberg upp þann úrskurð, að prestarnir tveir, sem hefðu annast athafnirnar og foreldrar Önnulísu væru sekir, dæmdi þau í sex mánaða fangelsi fyrir vanrækslu, en frestaði síðan framkvæmd refsingar um þrjú ár til reynslu. Þau hafa nú áfrýjað dómnum, en hver sem niðurstaðan verður, er ljóst, að lífið verður ekki hið sama aftur fyrir neitt þeirra. Að því er Jósef Michel segir, þá hafa undarlegar hvítar mýs og sveimar af feitum flugum sótt að húsi þeirra, eftir að dóttir þeirra dó, og á nóttunni birtast stundum snöggar ljós- rákir í myrkrinu heima hjá þeim. „Hinir seku í þessu máli eru myrkraöflin," sagði hann, „en þið getið ekki sett myrkra- höfðingjann á sakabekk." Sv.Á úr „Time“. Athugasemd Því miöur var ekki grískt letur handbært viö prentun fyrri greinar Ólafs Daníelssonar og kemur hún hér meö eins og hún átti að vera. I’.iá cr iiii :if scm úÁiir vnr. I»;i«S slciidiir ciiilivcrs- slai\»r í niiniiiii Itisloriiiliókiiiii, nd viÁ inngnngini) ad skóln l’lnlons i A|)cnu linfi vcriö Jclnió oróin; ■Mijðrig áyfoiiírQijrng rtorrio. Þcssuin oríSiun æltu nú liúmanislnrnir okkar afi vikja viíS, og lcirn ylir ú(- ganginn úr sínum skóltun: Mrjðeic yenttérQrpoc ei-r'rw. ölafur Daníelsson. Þýöing á grísku setninguoum er þessi: 1) Enginn, sem ekki þekkir geometríu, skal koma hér inn 2) Enginn, sem þekkir geometríu skal koma héðan út.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.