Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 6
Hjónin Anna og Joseí Michel bíða dóms í Aschaffenburg ásamt prest- unum tveimur. Þýzkaland Reynt að útreka djöfulinn... en með sorglegum afíeiðingum Særing, sú athöfn, sem er viðhöfð, þegar reynt er að hreinsa þann, sem haldinn er illum öndum, er oft tengd annars flokks kvikmyndum eins og blóðsugur og varúlfar. En særingar eru þó enn við lýði og tíðkast mjög í Bayern. Fyrir nokkrum vikum var kveðinn upp dómur í Asehaffenburg yfir tveimur rómversk-kaþólskum prestum, efnuðum myllueiganda, Josef Michel, 60 ára, og konu hans, Önnu, 57 ára, og voru þau dæmd sek um manndráp fyrir gáleysi, er þau beittu særingum við hina 23ja ára dóttur þeirra, Önnulísu. Réttarhöldin, sem tóku þrjár vikur, leiddu í ljós hörmulega sögu af því, hvernig einlægum og guðrækilegum ásetningi var fylgt eftir af slíku kappi, að illt hlauzt af. Önnulísu virðist hafa verið það skapað að verða haldin illum öndum. Hún fæddist í Klingenberg, um 250 km frá BrockenfjöHum, þar sem sagan segir, að Lúsifer, djöfullinn sjálfur, og nornir hans verji sínum árlega, óguðlega sabbats- degi. Þegar Annalísa var 16 ára, var hún undir læknis- hendi vegna flogakasta. Þegar hún seinna var í kennaraskóla, safnaði hún dýrlingamyndum og flösk- um með vígðu vatni. Árið 1973 skýrði læknir henni frá því, að hún væri floga- veik. En þar sem hún viidi ekki trúa því, að þetta væri; eina skýringin á veikindum sínum, leitaði hún á náðir áttræðs jesúíta, Adolfs Rodewyks, sem kallar sig djöflafræðing (Satanolog- ist) og hefur orð á sér fyrir að vera -fremstisæringamaðurVestur-Þýzkalands. Séra Rodewyck kvað upp úr með, að Annalísa væri sannarlega haldin illum öndum og sendi biskupi Michels-fjöl- skyldunnar formlega beiðni um særingu. Biskupinn fól síðan prestinum Wilhelm Renz ásamt aðstoðarmanni, séra Ernst Alt, að fremja særingarnar þá um sumarið. Annalísa var viljugt fórnar- lamb: „Eina skýringin á þjáningum mínum er sú," sagði hún, „að af ástæðum, sem ég fæ ekki við ráðið eða skil, er djöfullinn að reyna að klófesta sál mína." Særingaathafnirnar, sem fóru fram á Fórnarlambiö, Annelise Michel. svefnlofti skólans og síðar á heimili foreldra Önnulísu, voru oft eins og kirkjulegur leikaraskapur á vitfirringa- hæli: blaktandi kertaljós, stór stytta af erkienglinum Mikael, blóðstokkin mynd af krossfestingunni, syngjandi prestar í skínandi purpuraklæðum. Annalísa engdist sundur og saman á rúminu froðufellandi og lét sér einnig um munn fara hin verstu klúryrði, en foreldrarnir fylgdust með skelfingu lostnir og með hryllingi, þó að þau segðu ekki neitt. Þessar særingar voru endurteknar 72 sinnum á tíu mánuðum. Prestarnir tóku þessar athafnir samvizkusamlega upp á snældur (kassettur), alls 43, og hlutar úr þeim voru spilaðar við réttarhöldin viðstöddum til mikillar furðu. Presturt Af hverju ertu þarna? Annalísai Ég er faðir lyganna Prestun Af hverju fórstu í Önnulísu? Annalísat Af því að hún er fordæmd. I júní árið eftir var Annalísa orðin skinhoruð og tærð, aðeins 65 pund að þyngd. Hún var særð og marin á höfði og skrokk og framtennurnar voru brotn- ar eftir flogaköst. Eftir sérstaklega erfiða og stranga athöfn féll hún loks örmagna í friðsælan svefn, hinn fyrsta í marga mán- uði. Morguninn eftir kom- ust foreldrar hennar að raun um, að Annalísa væri látin, og fögnuður þeirra var mikill: Annalísa hafði loks öðlazt frelsun. Hún hafði svelt sig til friðþægingar. Særinga- mennirnir fullyrtu, að hún hefði talað tungum, hefði sagt fyrir um sinn eigin_ dauða og hefði þrátt fyrir þverrandi mátt tekizt að knékrjúpa fimm hundruð sinnum skömmu fyrir andlátið. Foreldr- um hennar var þetta meira en næg sönnun þess, að hún hefði verið haldin illum öndum. Við réttarhöldin, héldu verjendurnir fram rétti foreldranna til að breyta þannig gagnvart stúlkunni eins og trú þeirra byði þeim. Þar að auki hefðu foreldrarnir haft meðhald þriggja presta Framhald á bls. 12 Á Básendumt Gestur Guðfinnsson, Gísli Brynjólfsson höfundar greinarinnar og Guo- mundur Guðmundsson bóndi á Bala. Myndirn- ar tók Hörður Oskars- ÁSENDA- FORö Eftir sr. Gísia Brynjólfsson. Ég fagna þér vor. Laugardagurinn 22. apríl var einn bjartasti, fegursti og kyrrasti dagur þessa góöviðrasama vors. A hinum veðurnæmu Suðurnesjum blakti varla hár á höfði. Hinn hægi blær var bæði ljúfur og hlýr. Þetta er laugardagur fyrsti í sumri og þó að angan vorsins sé ekki komin í jörðina, leynir ylmur þess sér ekki í loftinu, svo að við gætum sannarlega sungið með Þorsteini Gísla- syni: Ljósið loftið fyllir of loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Miðnesið fyrr og nú. Þennan dag er hópur manna á vegum Ferðafélags Islands á ferð um Suðurnes, eða þann hluta þeirra, sem áður hét Rosmhvalneshreppur (rosmhvalur=rost- ungur) og náöi yfir Keflavík, Leiru, Garð og Miðnes. Miðnesið er geysilangt — ekki veit ég hvað margir km. Það byrjar með bæjunum Kolbeinsstöðum og Hafur- bjarnarstöðum fyrir sunnan Skaga og nær alla leið suður að Ósabotnum, sem skilur Nesið frá Höfnunum. I gamla daga var byggðin dreifð um alla þessa löngu strandlengju, að vísu nokkuð svo í hverfum. Sá stórfróði Suðurnesjamaður, Magnús Þórarinsson (f. 1879 d. 1964) sem var alveg einstæður sérfræðingur í Miðnesinu bæði til lands og sjávar, telur upp a.m.k. 9 útróðrastaði (varir) á Nesinu. — Langbestur þeirra var Sand- gerði enda fór það svo, að Sandgerði dró til sín s.a.s. alla miðnesinga. Og raunar langtum fleira fólk, því að nú er þar saman komið hátt í 1000 manns, blómleg byggð fallegra einbýlishúsa, sem fjólgar óðfluga, en hin gamla dreifða byggð um Miönesið endilangt er nú ekki nema svipur hjá sjón. En sú var ekki meiningin, að fara að fjölyrða um vaxtarbrodd útgerðarstaðanna á Suðurnesjum. Hér er ekki nútíðin — því síður framtíðin — á dagskrá. Fjarri fer því. Fyrir tveim öldum. Hér skal litið um öxl — a.m.k. tvær aldir aftur í tímann — og litast um á björtum degi þeim slóðum þar sem allt fór í auðn árið fyrir aldamótin 1800. Og hefur ekki verið byggð síðan. Þetta eru Básendar fyrir eina tíð syðsta byggðin á Miðnesi en tók af í flóðinu mikla, sem við plássið er kennt — Básendaflóðið — aðfaranótt 9. janúar 1799. — Ekki eru Básendar kunnir fyrir útræði heldur sem pláss þar sem „útnesjafóikið fátækt og spakt" varð að leggja inn fiskinn sinn hversu léttur, sem hann reyndist, því að reizlan var bogið og lóðið var lakt eins og Grímur kvað í sínu kunna kvæði. Bærinn Básendar var byggður í Stafneslandi upþhaflega hvenær skal ekki sagt. Þar var ekki mikið um fiskirí enda var Stafnes sjálft frá fornri tíð eitthvert besta útver og þaðan skemmst í fiskileit á öllu Miðnesi. Frá Stafnesi gengu líka konungsbátarnir. Hefur það eflaust verið nokkur hagur fyrir verzlunina að vera í næsta nágrenni við útgerð þeirra. Bæði enskir og þýskir hafa verzlað á Básendum fyrr á öldum. Gekk á ýmsu í viðskiptum þeirra þar eins og víðar við Faxaflóa og á Suðurnesjum. Eitt sinn (árið 1645) kom hollenskt skip á Básenda. Á því var íslenskur maður, Einar Þórðarson, — og verzlaði þar. Verzlunarsvæðið. Árið 1640 var tekin upp sigling til Básenda eftir nokkurt hlé. Hélst svo, þar til verslun lagðist þar alveg niður. Verslunarsvæðið var Hafnir og Miðnes. Þó voru merkin ekki gleggri en svo, að mikil deila og málaferli urðu milli Básenda og Keflavíkurkaupmanns um nyrstu bæina á Miðnesi (Kirkjuból, Kolbeinsstaði og Hafurbjarnarstaði). Höfðu bæir þessi sótt verslun ýmist til Keflavíkur eða Básenda. Gekk dómur í málinu 1693 á þá leið, að svo skyldi standa, sem verið hefði aö undanförnu. — Voru menn því litlu nær. Þetta kom þó ekki að sök þegar sami kaupmaðurinn verzlaði á báðum stöðunum. Þá ber þess að geta, að Grindavík var a.m.k. annað veifið einskonar útibú frá Básendum. Fengu Grindvíkingar styrk til að flytja afurðir sínar til Básenda og úttektina ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.