Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 11
4. VERÐLAUN Höf. Sture Björklund Svíþjóö. Tölvuborö. Góö lausn á flóknu verkefni. Tillapan vandlega unnin. Miðhluta borðsins má hækka og lækka aö vild. Urlausnin þykir stuöla aö betri aöstööu fyrir Þá sem vinna á þessu sviöi. Hönnuður: Ake Axelsson Svípjóð. 3 stólar og borð. Dómnefndinni fannst allir gripirnir vel unnir og athyglis- verðir en tiltók sérstaklega stólinn fremst á myndinni, en þar er bakið gert sveigjanlegt á frumlegan hátt. Tillagan þótti bera vitni um góöa þekkingu höfundar á möguleikum efnisins. Ný lausn byggð á gamalli hefð. Sérstaka viöurkenningu hlaut þessi „kjaftastóll" með áföstum bakpoka. Höf. Barbro Kulvik-Siltavuorí o.fl. Finnlandi. Dómnefndinni fannst hugmyndin áhugaverð þótt ekki væri hún nægilega útfærð. Gæti komið aö gagni fyrir hjálparsveitir eða við íþróttaiðkanir. 4. VERÐLAUN Höf. Peter Opsvik Noregi. Bekkur úr furu. Húsgögn af einfaldri og ódýrri gerö, ætluð í sumarbústað eða til notkunar úti við. Dómnefndinni þótti púðarnir þó stinga nokkuð í stúf við stílinn — lagði til einfaldari gerð sem geröi mögulegt aö nota bekkina fyrir svefnbekki. Eins og á myndinni sézt eru bekkirnir í mismunandi hæö og þá má ýmist nota sem sæti eða borð eða undirstöðu undir hillur. EB im§ •f.': -jfl| m . k' ■ ' '"■áA urnar ekki endilega að vera fullunnar, heldur bar einnig aö líta á þær sem söfnun til hugmynda, sem gætu hvatt til frekari þróunar innan húsgagnaframleiðslunnar. Þá var og ákveðiö að til samkeppninnar kæmu til greina allar tegundir húsgagna, hvort heldur var til heimilisnota eða stofnana — einstakir hlutir eða samstæð- ur og var þaö gert til aö gefa sem flestum möguleika á þátttöku." „Og hvernig var svo þátttakan?" „Alls bárust nefndinni 129 tillögur í fyrsta áfanga, sem þóítu uppfylla þær kröfur sem til þátttakenda voru gerðar. Af þeim voru síöan valdar 20 tillögur en viðkomandi aðilar skuldbundu sig til að smíða gripina í fullri stærö. Af þeim komu síöan 18 til umfjöllunar og voru þær teknar til endanlegs dóms 17. apríl í vor.“ „En verðlaunin?“ „Heildarverölaunin voru ákveðin 40 þúsund krónur sænskar (2,4 milljónir ísl.) og dómnefndinni var í sjálfsvald sett hve margir þátttakenda hlytu verölaun, aöeins með því skilyröi að 1. verðlaun færu ekki undir 20 þúsund krónur sænskar og aörar viöurkenningar ekki undir 2 þúsund.“ „Hvað um þátttöku íslenzkra húsgagna- hönnuöa í þessarri samkeppni og mögu- leika á erlendum markaði?“ „Mér er ekki kunnugt um aö ísienzkir hönnuðir hafi sent inn tillögur. Að minnsta kosti var mér síðar sagt að engar tillagnanna hafi verið merktar íslenzku heimilisfangi, en þær voru auðvitað undir dulnefni. Varðandi möguleika okkar á því aö hasla okkur völl á eriendum húsgagna- markaði þá gerist það ekki nema til komi sérlega góð hönnun, eða hugmyndir frábrugðnar því algenga, eöa eitthvað séríslenzkt — og þá á ég ekki við að menn ættu að leita eftir hugmyndum á Þjóðminjasafninu. Þá getur þátttaka í slíkri hugmyndasamkeppni sem þessari komið að gagni. Þeir aðilar sem þar fá viöurkenningu hafa góða möguleika á aö koma verkum sínum á framfæri á erlendum markaöi.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.