Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 8
Marlene Dietriech hefur um langt árabil verið kölluð fegursta amma í heimi og er nú orðin öldruð. Myndin er af henni um Þaö bil fimmtugri. ÞÆR FEGURSTU ERU ALLAR 35ÁRA og þar yfir Grace prinsessa í Monaco. Dóttir hennai tvítug Þykir falleg stúlka, en fellur Þó skuggann, Þegar Þær sjást saman mæðg urnar. Brezka leikkon- an Vanessa Redgrave er um fertugt og jafn fögur hvort heldur hún birt- ist í skartklæð- um eða sjógalla. Elizabet Taylor er komin af létt- asta skeiði, en ennÞá meö fegurstu konum. Ef til vill er það merki um menningarlegan þroska, en hvað um það þá er það anægjuleg og dálítið undarleg þróun. Það er jafnvel hægt að mæla það, en hinn eftirsóknarverði aldur meðla amer- ískra kvenna virðist hafa hækkað um meira en áratug. Margar konur kunna að hafa varpað öndinni mæðulega yfir jafn heimskulegri setningu og þessari í sápuauglýs- ingu: „Þú er ekki að eldast, þér er að fara fram“, en nú eru þær farnar að halda, að þetta geti jafnvel verið satt. Og hvað karl- menn snertir, hallast nú æ fleiri að spekinni hjá ungversk-ameríska rithöfundinum Stephen Vizinczey. Árið 1965 kom út eftir hann bók, sem nefndist: „In Praise of Older Women“. Heiti bókarinnar er ákaflega vandþýtt. En óhætt er að fullyrða, að merkingin er: „Til heiðurs konum, sem ekki eru ungar lengur.“ En ef við þýddum það orðrétt: „Til lofs eldri konum“, þá væri hætt við misskilningi, en að auki er „eldri kona“ eða „eldri maður“ léleg íslenzka eða dönsk íslenzka öllu heldur. En hvað um það, í þessari bók segir Vizinczey: „Engin stúlka, hversu vel gefin og hjartahlý sem hún er, getur hugsanlega vitað eða skynjað helminginn af því tvítug, sem hún mun gera þrjátíu og fimm ára.“ Þessarar breytingar er farið að verða vart í kvikmyndum. Fyrir tveimur árum lék Audrey Hephurn, 46 ára, glæsilega og þokkafulla konu á móti Sean Connery, sem lék roskinn Robin Hood. í nýgerðri mynd leikur Jill Clayburgh yndis- lega 37 ára gamla konu, sem eiginmaðurinn yfirgefur vegna miklu yngri konu. Persóna í myndinni er látin segja, að hann sé brjálaður að hafa þessi skipti. Eftir áratugs hlé hefur Jane Fonda, sem nú er fertug, birzt aftur sem hrífandi leikkona og þróttmikil, aðlaðandi kona. Tímaritið „Harper's Bazaar“, sem fjallar mjög um þessi mál, birti í maí s.l. lista yfir tíu fegursta konur landsins, og engin þeirra var undir þrítugu. Það er sárt til þess að hugsa, að fyrir 16 árum framdi Marilyn Monroe sjálfsmorð meðal annars af þeirri ástæðu, að hún gat ekki hugsað til þess að verða 36 ára gömul. Það voru ekki karlmenn, sem breyttust og tóku að hafa áhuga á konum, sem voru nógu gamlar til að muna eftir Eisenhower og Stevenson. Það var öllu fremur röð breytinga með konunum sjálfum, hvernig þær tóku að lifa lífinu og líta á sjálfar sig, sem olli viðbrögð- um og andsvari karlmanna. Kven- réttindabaráttan hefur ráðið miklu um, en þó ekki alltaf beinlínis. Alls konar straumur og iðuköst hafa ólgað á síðasta áratug í sambandi við venjur og stefnur í samskiptum kynjanna. Kvenréttindakona var eitt sinn spurð að því í gamni, hvort nokkurt kynlíf yrði látið viðgangast eftir lausn kvenna undan karlveldinu. „Já“, svaraði hún, „en það verður bara betra.“ Mörgum viðist sem það hafi reynzt rétt. Konur, sem ekki eru lengur mjög ungar, virðast vera skynugri,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.