Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 7
í nágrenni viö Básenda er enn stundaður sjór. Hér er verið að sjósetja bát fyrir vorvertíö. Efst: Sóknarkirkja Básendamanna var Hvalsneskirkja. Básenda- kaupmenn færðu henni stundum góða gripi. í miðju: Festarboltinn í fjörunni á Básendum. í honum er enn brot af hringnum, þar sem skipin voru bundin. Neðst: Viö útsýnisskífu á Vogastapa. heim. Samt var Básendaverzlunarsvæði fámennt og innleggið misjafnt. Það fór vitanlega eftir því, hvernig fiskaðist. Básendar voru dæmigerð fiskihöfn mót- sett sláturhöfn, þar sem sveitabændur voru aðalviðskiptamennirnir. Fámennur staður. Básendar voru því fámennur staður. Þar var lítið um að vera nema í kauptíðinni, sem stóð misjafnlega lengi fram eftir sumri eftir því hvenær kaupmanni þóknaðist að læsa búðinni og hætta að höndla, ef enginn var eftirliggjarinn. Handa mús og maur. Næst síðasti kaupmaðurinn á Básend- um hét Dines Jesþersen. Þegar hann hætti, lokaði hann búðinni 16. ágúst 1787. Mundi þá engin vara fást þar fyrr en næsta vor. Bændur í Rosmhvalaneshreppi með hreppstjóra og prest í fararbroddi kærðu þetta til Skúla fógeta, töldu að með þessu væri mestum hluta sveitarinnar stefnt í opinn dauðann, skepnur voru fáar sökum grasleysis s.l. sumar, afli svo rýr s.l. vertíð, að „kauðstaðarvaran hrökk ekki fyrir vorum þungbæru skuldum". En nógar matvörur lágu • lokaðar inni í kaupstaðnum engum til nota nema mús og maur. En fólkið má deyja úr hor og hungri, kónginum og föðurlandinu til skaða. Engum trúöi þetta fólk betur til aö rétta sinn hag heldur en honum, sem yfir rummungum reiddi hátt, réttar laganna sverð. . Skúli brást heldur ekki trausti þeirra. Hann rak nauðsyn hinna bágt stöddu Suðurnesjamanna við Levetzone stiftamtmann, sem úrskurðaði, að eftir nýjárið mætti sýslumaður opna Básenda- búð og láta fólkið fá nauðsynjar sínar, vitanlega eftir ströngustu útlánsreglum. Þrír fræðimenn Þrír menn hafa lýst ummerkjum á Básendum síðan þar varð auðn. Um það bil hálfri öld eftir Básendaflóð var Magnús Grímsson, síðan prestur á Mosfelli, f. 1825 d. 1860, á ferð um Reykjanes til að athuga fornminjar. Um Básenda segir sr. Magnús, aö á nesinu milli voganna sjáist greinilega rústir af Básendabænum. Það hefur verið lítill bær með vör niður undan út í norður-voginn. Litlu ofar eru rústir af búðinni og vöruhúsinu, 11 faðmar á lengd og 7 á breidd. Vestan þess var stór og mikill sjóvarnargarður. Ofan við vöruhúsið var kaupmannsúsiö. Utan um það hefur verið 200 ferfaðma garður. „Allar þessar rústir sýnast hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar,... undirstöður hrundar, mjög skörðóttar." Inn í höfnina var vandratað, en legan góð. Kaupskipin munu hafa legið í syðri voginum bundin 4 eða 5 festum, „það kölluðu þeir svínbundið". Tvo af festar- boltunum sá sr. Magnús, ferkantaöa járnstólpa með gati og digrum járnhring ryðbrunna mjög. Alls munu festarbolt- arnir hafa verið níu, 5 í fjörunni, 4 á útskerjum. Brunnur hafði verið á Básend- um — djúpur og góður. A botni hans var eikarkross og svo hver tunnan upp af apnarri, svo að eigi félli saman. Nú fullur af sandi. — Af örnefnum telur sr. Magnús þessi: Brennitorfa þar sem kaupmenn höföu brennt út gamla árið. Nokkru sunnar er Draughóll þar sem sjómenn höfðu rótað í dys fornri án þess að finna nokkuð fémætt. I suður frá Draughól eru klettar tveir allháir með nokkurra faðma millibili — Gálgaklettar. Áttu Básenda- menn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn þegar þá greindi mjög á við einhverja. Lýsing V.G. Næsta lýsing á Básendum er frá 1919. Þá var þar á ferð Vigfús fræðimaður Guðmundsson, og skrifaði síðan um Básenda og Básendaflóð í 3.h. Blöndu. Er oft og víða til hennar vitnað enda V.G. viðurkenndur nákvæmur og natinn fræði- maður. V.G. segir, að enn sjáist iniklar leifai mannvirkja á Básendum: Fimm sam- byggðar kofatætlur þar sem bærinn stóð grunnur vöruhússins, 20 m á lengd oj: 12—15 m á breidd og tveir húsgrunnai aðrir, en hæst og norðaustur á hraun- rimanum telur V.G. að útihúsin hafi staðið. Þá getur hann um brunninn fullan af sandi, kálgarð 400 m2 og lítil. kringlótt fiskbirgi, þar sem fiskurinn var verkaður í skreið. — Á þangi vaxinni klöpp, 42 m frá húsgrunninum stóra, stendur gildur járnfleinn, 30 cm hár. Hann er steyptur í klöppina með bræddu blýi. I gati á teininum er brot af hring. í hann voru skipin á iegunni bundin. Síðan rekur V.G. verzlunarsögu Básenda, segir frá flóðinu og síðasta kaupmanninum. Lýsing M.Þ. Sá þriðji, sem ritað hefur um Básenda, er Magnús Þórarinsson fyrrnefndur. Hans skrif er að finna í Safnritinu: Frá Suðurnesjum — „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi." — Magnús stráir um sig í örnefnum í krafti kunnleika síns og stálminnis. — Hann nefnir Stóra og Litla-Básendahól. Þarna er Gunnusand- ur, framan við hann Róklappir, Rósand- ur, Rósker, — fyrir utan þaö er skerjagarðurinn: Básendasker. Innan þeirra er ílangt lón — höfnin — með bindibolta á skerjum og klöppum í kring. Suðurtakmörk hafnarinnar eru viö Arnbjarnarhólma. Þá nefnir Magnús Kuðungavík og Djúpuvík með Svarta- kletti. Ofan við hana eru Dauðsmanns- klappir en sunnan hennar Skarfurð og Framhald á bls. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.