Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Blaðsíða 2
Smásaga eftir Halldór Stefánsson
í gegnum óráöiö skynjaöi ég lækninn
meö svarta yfirskeggið og loöna
handleggina. Hann var aö kreista á mér
magann og andremmuna lagöi aö vitum
mér. Hjá honum stóö beinastór
hjúkrunarkona meö skakkar hrosstenn-
ur og sprautunál í hendinni, tilbúin aö
keyra hana í mig ef ég bæröi á mér.
— Hann má ekki vakna af óráöinu,
urraði læknirinn.
— Nei, ég skal sjá um þaö, svaraði
hjúkrunarkonan, og þaö var ákefð í
röddinní.
Ég vissi hvað þau áttu viö og hreyföi
mig ekki.
í næsta rúmi ældi maöur og hljóöaöi
x- af kvölum.
— Geföu honum morfín og þaggaöu
niöur í honum, skipaöi læknirinn.
Herbergiö var á hreyfingu og lausir
hlutir svifu um loftiö. Mér sýndist
handleggur stefna á andlit mitt. Tærnar
á mér voru ofboðslega stórar og náöu
upp fyrir fótagaflinn. Þaö var rökkur í
sjúkrastofunni og sílarnir fyrir augum
mér urðu aö rauöum klessum, óljósum
myndum frá æskudögum eða svart-
hæröum handleggjum læknisins. Hvað
er rétt eða röng skynjun? Ég vildi ekki
svara spurningunni, því þá mundi ég
hljóða. Ég varö aö villa mér heimildir.
Maðurinn í næsta rúmi var hættur aö
hljóöa og ég greini sírenuvælið í
sjúkrabílnum fyrir utan. Hjúkrunarkon-
an rak nálina í æðina í handleggnum á
mér og ég opnaöi augun og ég fann
hvernig svefnmókiö seig á mig. Ég heföi
ekki átt aö opna augun.
Ruglingslegir draumar ráku mig út í
bátinn og ég fann hvernig gárurnar
rugguöu honum letilega og urriöi rykkti
í dorginn. Hann stækkaöi og ég gat ekki
innbyrt hann hvernig sem ég stritaði.
Loks slitnaöi færiö og ég féll aftur á
bak. Annar fóturinn á mér losnaði og
datt útbyröis. Þaö hlaut aö vera
gervifótur. Ég reyndi að ná honum og
fann kalda gusuna er ég missti
jafnvægið.
Svefnmókiö hvarf og þaö var dimmt
í herberginu. Kaldan gust lagöi inn um
opinn gluggann og ég skalf. Mig langaöi
óumræöilega mikiö fram úr, út í kaldan
gustinn þrátt fyrir skjálftann, en ég vissi
aö dyrnar voru læstar og skerandi
aövörunarkerfi á þeim, ef komið var viö
lokuna. Ég vissi líka aö þaö var
vaktmaður frammi. Fötin mín voru læst
inni einhvers staðar í húsinu, ég var
aðeins í náttfötum sem voru mér of
þröng. Mér var sagt, aö ég væri hér til
lækninga. Ég vissi ekki hvaö gekk aö
mér, ég átti bara aö vera hérna þar til
mér væri batnað. Kannske átti aö taka
úr mér nýra eöa miltað eöa skipta um
hjarta, ég vissi þaö ekki og stóö á
sama. Mér fannst ég veröa að setjast
fram á og anda. Neglurnar skárust inn
í lófa mína því aö skærin höföu verið
tekin af mér. E.t.v. hafði ég verið hér
lengi. Skeggbroddarnir í andlitinu voru
ornir mjúkir, þaö var langt síðan ég
haföi rakað mig. Augu mín vöndust
rökkrinu og herbergiö var kyrrt. Allt var
raunverulegt. Hroturnar í manninum í
rúminu við hliöina verkuöu þáegilega.
Skyndilega var sjúkrastofan böðuö
Ijósi. Hjúkrunarkonan meö hross-
tennurnar birtist í gættinni og rak upp
öskur. Hún hvæsti aö mér og skipaöi
mér upp í. Síöan rauk hún út og kom
aö vörmu spori meö sprautuna og rak
hana í öxlina á mér. Þokan leið fyrir
Framhald á bls. 15
©