Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Blaðsíða 12
BÍLAR André Citroén var stórmerkur’ brautryðjandi í bílaiðnaði framan af öldinni, en ferill hans endaði á raunalegán hátt og ómaklegan. Framleiðslunni var þó haldið áfram í anda meistarans og það verður aldrei af Citroén skafið, að nýja gerðin, sem hleypt var af stokkunum 1956, var djörf framúr- stefnutilraun og kannski mesta bylting, sem nokkur einstakur framleiðandi hefur gert síöan fjöldaframleiðsla hófst á þessu samgöngutæki. Citroén 2400 Pallas Bezta trompiö, sem Citroén hefur ö hendi og einn albezti feröabill, sem framleiddu r er Fheiminum um þessar mundir Allt um það hefur Citroén ekki vegnað eins vel og skyldi og hefur því verið kennt um, að verksmiðj- urnar unguðu út ódýrum smábíl- um, sem voru bæði frumstæðir og ljótir. Það var vond auglýsing fyrir betri bílana, segja markaðssál- fræðingarnir. Citroén varð svo ekki alls fyrir löngu einskonar niður- setningur hjá Peugeot og þar líta menn svo á, að flaggskipið skuli vera undir nafni Peugeot en ekki Citroén. Aungvu að síður er fylgt fast á eftir með hinum vönduðustu gerðum af Citroén og virðulegasti bíllinn frá samsteypunni er raunar hinn lengdi Citroén Prestige, sem er einskonar þjóðhöfðingjaútgáfa. Þegar Citroén stokkaði upp spilin fyrir fáeinum árum og endurnýjaði útlitið eftir 20 ár, voru ekki allir á eitt sáttir um það, hvort um framfarir væri að ræða. Mesta breytingin var fólgin í því, að horfið var frá lausu boddýhlutun- um. Þeir höfðu sína kosti, en urðu venjulega til þess að mikið var um tíst og allskonar hljóð úr yfirbygg- ingunni í akstri. Nú er boddýið samansoðið líkt ,og gerist í öðrum bíium, margfalt betri frágangur á hurðum, karmar utanmeð glerinu, sem ekki hafði verið og tístið vonandi úr sögunni. Hinni frábæru Citroén-fjöðrun hefur að sjálfsögðu verið haldið, enda hefur betra fjöðrunarkerfi ekki verið fundið upp ennþá. Stýrið er tengt sama vökvakerfinu og mín skoðun er á sama hátt sú, að betra stýri hafi enn ekki verið fundið upp. Þetta tvennt: fjöðrunin og stýrið, hafa alla tíð verið beztu trompin hjá Citroén. Sumir segja ugglaust að formið, teikningin eða hönnunin sé ekki síðra tromp. Því er til að svara, að þar um ræður smekkur og hafa alla tíð verið mjög skiptar skoðanir um, hvort Citroén sé fallegur eða beinlínis ljótur. Nýja útlitiö, sem kom í beinu framhaldi af GS-út- gáfunni, nær tvímælalaust al- mennari vinsældum. Það kann að geta talist vafamál, hvort hann sé betur teiknaður en sá gamli, en alla vega sýnist flestum, að sá gamli sé nokkuð gamaldags við hliðina á þeim nýja. Tekizt hefur að halda ótvíræðum Citroén-karakter þrátt fyrir breytinguna og ýmislegt þykir mér betur leyst í þeim nýja. Sætin eru til dæmis mun betri en áður var og felst það í því, að þau halda mýktinni, en eru ívið stærri og miklu betur formuð. Eins og áður hefur fram komið í Lesbók, þótti mér bezt að setjast í þessi sæti á bílasýningunni í vor og má Citroén vel við una, því þar voru ýmsir ágætlega búnir bílar. Aftur- sætið í Citroén Pallas er stórkost- legt; miklu meira fótarými en gengur og gerist og alls ekki kastað höndunum til sjálfra sætanna eins og oft gerist. Nú er aftursætið greinilega formað fyrir tvo, og þarmeð er eiginlega gert ráð fyrir, að Citröen Pallas sé lúxusbíll fyrir fjóra. En aungvu að síður geta þrír setið í aftursætinu og það fer ekki illa um þann, sem situr í miðju. Mælaborðið er fallega teiknað og framúrstefnulegt með upplýstum og mjög óvenjulegum hraðamæli. Þar er einnig snúningshraðamælir og fjöldi ljósa, sem gefa til kynna, ef eitthvað fer úrskeiðis. Maður situr fremur hátt og hefur gott útsýni og af mýktinni og hreyfing- unum mætti stundum láta sér koma í hug, að þarna sé svífandi nökkvi en ekki bíll. Það tekur sinn tíma að venjast hemlunum, sem eru eins og stýrið í sambandi við vökvakerfið. Fyrst þegar stigið er varlega á fetann, finnst manni ekkert gerast, en síðan kannski of mikið. Eftir dálitla stund venst maður þessu og lærir rétt ástig. Oftast er Citroén búinn hálf- sjálfskiptingu í þá veru, að einung- is þarf að hreyfa titt eða stöng í / mælaborðinu. Þessi var þó bein- skiptur, sem mér þótti viðkunnan- legt, en skiptingar eru ekki fljúg- andi liðugar fremur en venjulega, þegar stöngin er ekki í beinu sambandi við gírkassann. Citroén er með framhjóladrifi og gírkass- inn er einnig að framan, sam- byggður vélinni. Citroén er nú í flokki stærstu Evrópubíla; Pallas er 4.63 m á lengd og breiddin er 1.73 m. Hann er búinn fjögurra strokka vél, vatnskældri, sem í Pallas er 115 DIN-hestöfl við 5500 snúninga. Það er þolanleg orka fyrir 1300 kg bíl. Viðbragðið er nú mun betra en áður, 11,0 sek í hundraðið og hámarkshraðinn er 181 km á klst. Samkvæmt svissnesku bílabókinni fer viðbragðið niður í 13,4 sek með sjálfskiptingunni. Hraðinn leynir ævinlega á sér í Citroén; hann er eins og bátur á vatni og hvorki ökumaður né farþegar hafa á tilfinningunni, að viðbragðshrað- inn sé eins og raun er á. Bæði vegna þess og eins hins, að hann er nú eins hljóður og hver annar, er Citroén Pallas mjög viðkunnanleg- ur í borgarumferð og virðist þola án þess að kvarta, að fara mun neðar í gírunum en fyrirrennarar hans. En framar öllu öðru er Citroén Pallas úrtöku ferðabíll, kannski sá bezti sem til er. Þar kemur í fyrsta lagi til mýktin, í öðru lagi frábær sæti, í þriðja lagi mjög gott útsýni og ökumaður þreytist lítið í löngum akstri vegna þess hve stýrið er gott og vegna þess hve bíllinn liggur framúrskarandi vel við allskonar aðstæður. Einkum og sér í lagi koma þessir kostir í ljós á malar- vegum, ekki sízt á vondum malar- vegum, þar sem holur og hvörf líða hjá án þess að maður verði var við. Þar á ofan bætist sá kostur, að hægt er að hækka bílinn, jafnvel á fullri ferð, ef ástæða þykir til. Ef eitthvað stendur til bóta, þá er það vélin, og verður að telja illa farið, að samsteypan skuli ekki gefa Citroén-kaupendum kost á 6 strokka vélinni, sem notuð er í Peugeot 604. Með henni er vissu- lega séð til þess, að Peugeot 604 hafi vissa yfirburði. En Citroén Pallas er svo góður að öllu leyti, að það er nánast synd að nota ekki í hann allt það bezta, sem framleið- andinn á völ á. Venjulega er Citroén Pallas ekki afls fátt. En í framúrakstri finnst, hvað á vantar. Sé verið á skikkanlegum ferða- hraða og farið framúr með því að skipta niður í þriðja og spýta í (sem að sjálfsögðu má alls ekki gera á malarvegi) þá fer hann tiltölulega fljótt í 110 km hraða, en er þá kominn í 5 þúsund snúninga af 5.500 mögulegum og getur þá litlu bætt við. Til þess aö undirstrika það sem sagt var um muninn á vélunum tveimur, má benda á, að Peugeot 604 fer auðveldlega í 130 í þriðja og virðist þá eiga góðan afgang. Þetta er þýðingarmikið öryggisatriði, þegar nota þarf stuttan spöl til að komast framúr hægfara ökutæki. Citroén Pallas er fortakslaust lúxusbíll og sem slíkur búinn ýmsum smáþægindum, sem þar þykja skyldug, svo sem rafknúnum rúðum. Hann er hvort sem vill fáanlegur með tauáklæði eða klæddur leðri að innan. í lúxusbíl kaupa menn sér fyrst og fremst þægindi og þá er minna hirt um annað, svo sem ökuhæfni og ökugleði. En Citroén Pallas hefur það framyfir æði marga lúxusbíla, að ökuhæfni hans er frábær og hann veitir einmitt vegna þess miklu meiri ökugleði. Hann verður að teljast frábrugðinn og menn skyldu varast að dæma hann eftir örstutt kynni. En vegna þess að ríkið telur sig þurfa að fá hátt í 4 milljónir í skatta og tolla af einum slíkum bíl er verðið 5.8 milljónir aö ryðvörn viðbættri. Glóbus hefur umboðið og lánar fjórðung verðsins í 6 mánuði. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.