Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Blaðsíða 10
Með Smyrli áleiðis til Brasilíu Salvador da Bahia, Alagados. Fátækrahverfi þar sem kofar og göngustígar eru byggö á staurum út í sjávarvík. Óneitanlega er „sjarmi“ yfir þessu. meö Ijútfengu grænmeti sálarlausar íbúðarblokkir sem stjórnin lætur reisa hér og par. Og ekki finnst mér þaö skrítiö því þrátt fyrir alla eymd ber Þessi mynd vott um sköpunargleöi peirra sem par búa. Og ætli krökkunum finnist ekki jafn gaman aö leika sér hér eins og á róluvelli á steinsteyptum fleti einhverstaöar milli háhýsa? Matsölustúlka viö strætisvagnabiöstöö. Hér eru paö fiskréttir frekar en pylsur og prince polo. og borgir þar sem útlit er fyrir að heil hverfi frá liönum tímum fái að halda sér. Ein þessara borga er Salvador da Bahia á noröausturströndinni. Sú borg er aðallega fræg fyrir að vera „brazilíönsk- ust" allra borga í landinu. Hér námu Portúgalir fyrst land og hér finnast fleiri afkomendur hinna svörtu innflytjenda frá Afríku en annars staðar. Þetta hefur í senn myndað sérkennilega menningu. Héðan eru t.d. ættaðir frægir matarréttir. í sumum þekktustu danslögunum er sungið um þessa borg, um mörg hundruð ára gömul stræti, torg, klaustur og kirkjur hennar sem mynda rammann utan um fólkið þegar þaö kemur saman á kvöldin til þess aö rabba saman, spila, sýna sig, sjá aöra og dansa. Til gamans má geta þess aö þrátt fyrir þá staðreynd að nóg er til af steinum í landinu þá voru hnullungarnir sem gengið er á á götunum fluttir alla leið frá Portúgal hingað — sem ballast fyrir seglskipin. Þau áttu nefnilega að sigla tóm út en koma hlaðin gulli heim. Þessi háttur var notaður af potúgölskum nýlenduherrum eins og öðrum til þess að takmarka eðlilega framþróun vöruskipta' sem yrði hinum almenna borgara til hagsbóta. Annað gott dæmi er borgin Ouro Preto eða „svarta gullið" í fjöllunum í Mínas Gerais fylkinu. Nafniö hlaut borgin þegar fyrsta gullið fannst þar í læk einum og var það stór svartur gullklumpur. Þá stóð ekkert hús þar og menn fluttu gullið á ösnum alla leiö til Angras dos reis („akkerisstaður konungsskipanna") viö Atlantshafiö. Af fleirum ástæðum er mér þessi borg minnisstæð. Hún liggur í dal uppi í fjöllum, þar sem loftslagið er þægilegra en annarsstaöar. Húsin standa þétt, þökin eru öll lögö stórum svölum þaktígulsteinum í rauð- brúnum lit úr brenndum leir eins og við þekkjum frá Suður Evrópu og nútímaarki- tektar í Brazilíu eru aftur farnir að nota. Ennfremur eru öll þökin með sama halla en þakfletirnir snúa aftur á móti til allra átta. Hér sannast einu sinni enn oröatæk- ið „Die Kunst besteht im Weglassen“ eða „list er fólgin í takmörkun." Bærinn fellur sérlega vel Inn í landslagið og myndar um leið heild sem síður en svo er líflaus. Göturnar eru krókóttar og fylgja landinu; á þeim tímum fannst mönnum sjálfsagt aö þurfa að ganga nokkur skref heim til sín, og því eru sumar göturnar tröþpugötur upp og niður hlíðarnar. Þröng húsasund enda yfirleitt á litlum torgum með kirkju og smáverslun. Allt er í mannlegum mælikvarða, yfirbragðið minnir á fyrsta flokks hand- verk. Eins og þakefnið, eru veggir húsanna úr einu og sama efni: hvítkalkaðir múrhúöaöir steinveggir og allir gluggar lóöréttir, sem víða er einkennandi fyrir gamlar borgir. Allt tréverk í gluggum er málaö í skemmtilegum, örfáum en skildum litum. Þessi bær virkar síður en svo eins og einskonar Árbæjarsafn á mann: hvert

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.