Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Blaðsíða 11
I
einasta hús er notað ennþá í dag, öllum
húsum er sérlega vel viöhaldið og ekki gat
ég komið auga á neina nýbyggingu sem
ekki var í stíl viö það sem fyrir var. í stærri
byggingum er til húsa háskóli. Einnig er
staðsettur hér tónlistarskóli og það
skaöaöi ekki aö heyra fiölu- og píanóspil
úr opnum gluggum á göngu um þennan
skemmtilega og um leið hreinlegasta bæ í
Brazilíu sem ég hef séð.
Nýja höfuðborgin
Brasilía
E.t.v. kann einhver að spyrja núna af
hverju ég sé að eyða svo mörgum orðum
á slík smáatriði. Því vildi ég svara til að
það eru einmitt smáatriðin sem oft skipta
miklu máli fyrir umhverfið sem við lifum í.
Það er nefnilega mjög lærdómsríkt að
bera saman þessa gömlu borg sem einu
sinni var miðpunktur menningar í Braziliu
og stærsta borg Norður- og Suður
Ameríku.
Degi eftir heimsókn mína í Ouro Preto
fór ég til hinnar nýju höfuðborgar,
Brasilíu. Til aögreiningar er borgarnafnið
skrifað með essi, en landið með setu eða
zetu og er þetta verðugt framtak
Brazilíumanna í umræður um „z“ á
íslenzkum vettvangi og segi menn svo aö
það sé einungis kaffi frá Brazilíu sem hafi
áhrif á íslenzkt þjóðlíf.
Brasilía var reist með miklum tilkostn-
aði á aöeins 3 árum 1957—1960. Hún er
staðsett á hásléttu inn í landi um 1200 km
frá Rio de Janeiro og um 700 km frá
næstu stórborg, Belo Horizonte.
Hugmyndin var ágæt, að beina fólks-
straumnum frá Atlantshafsströnd meira
inn í landið sem er að mestu mannlaust.
Og örugglega var þessi staðsetning betri
en að byggja hana nálægt einhverri af
hinum eldri borgum.
Borgin er skipulögð af Lúcio Costa og
margar byggingar eru teiknaðar af Oscar
Niemeyer, tveimur mjög þekktum brazilí-
önskum arkitektum.
Vissulega voru margar hugmyndir í
henni fyrir 20 árum nýstárlegar svo sem
gatnakerfiö og hugmyndin um hverfis-
einingar („suþer quadras") með íbúðum,
leikvöllum, dagheimilum, skóla og versl-
unum. Ennfremur átti þetta að vera ein
hreinasta borg heims og því var bannað
með lögum að nokkur iðnaður yrði
staðsettur innan borgamarkanna. Þetta
átti að vera borg án stéttaskiptinga og
forréttinda.
Nú er hinsvegar svo komið að allur þorri
manna sem ekki getur greitt hina háu
leigu í íbúðablokkunum býr í nýjum
fátækrahverfum (,,favelas“) við borgar-
mörkin.
Stöðuvatnið mikla sem eitt sinn átti að
verða útivistarsvæöi er svo eitrað af
frárennsli aö ekki er hægt að baða í því,
og þar sem fólk átti að geta unað sér í
útiveru, búa nú embættismenn í einkavill-
um. Af hinum 100 „super quadras" eru
einungis örfá tilbúin og þetta hefur í för
með sér mikla fólksflutninga á degi
hverjum og umferðahnúta.
Og víst eru þetta mistök sem fengu
Lúcio Costa til að gráta þegar hann
heimsótti borgina fyrir nokkrum árum.
En hvernig sem á þessu stóð, þá spuröi
ég sjálfan mig á göngu um þessa borg:
Hvar er mannlegi mælikvaröinn frá
fyrirmyndinni Ouro Preto? Hvar eru torgin
vinsælu frá Salvador þar sem fólk kemur
saman á kvöldin? Hvar eru markaðstorgin
sem svo vinsæl eru í Brazilíu og full af
iðandi lífi? Og svarið var einfaldlega: Allt
þetta fannst að einhverju leyti í fátækra-
hverfunum allt í kringum þessa glæsilegu
höfuðborg, í þeim „favelas" sem sprottið
hafa upp óskipulega og jafnvel í leyfis-
leysi. Alla vega hafði ég á tilfinningunni að
maðurinn hefði gleymst við byggingu
þessarar borgar.
Eða af hverju mátti ekki vera einn
einasti bekkur, göngustígur eða tré á
hinum gríðarlega stóra grasfleti, sem
teýgir sig á milli aðalumferðarmiðstöðvar-
innar og þinghússins? Jú, það var
einfaldlega vegna þess að þinghúsið átti
að sjást sem stoð lýöræöisins um leið og
komið væri í höfuðborgina. Það var nú
þaö.
Bærinn Ouro Preto eða
„svarta gullið" í fjöllunum í Minas
Gerais var einu sinni stærsta borgin
í Suður- og Norður Ameríku. Hér fannst
mikið gull sem flutt var á ösnum til Atlantshafsins.
■ Þorpskirkja úr tíð Portúgala á eyjunni llha di Itaparica í Bahia.
Það er engin tilviljun að margir af íbúum
höfuöborgarinnar þjáist af heimþrá til Rio
de Janeiro, sem mér fannst skiljanlegt, og
var ég einnig feginn að hverfa aftur inn í
litríka mannmergðina eftir heimkomuna
þangað. *
Rio de Janeiro og Cariocas
Varla er hægt að skrifa eitthvaö um
Brazilíu án þess að minnast á Rio de
Janeiro. Sagt er að sú borg sé ein sú
fegursta á jarðkringlunni. Eitt er víst, ekki
hef ég séð borg af svipaðri stærö þar sem
náttúran er jafn áhrifamikil í borgarmynd-
inni og í Rio. Viö þaö bætist að
stéttarskipting sem er mjög mikil í
Brazilíu, nær hámarki sínu hér og setur
sinn svip á umhverfiö.
Af báöum þessum ástæðum er Rio de
Janeiro hin sérkennilegasta borg.
Hér rísa skyndilega mörg hundruð
metra háir bergveggir með snarbröttum
hlíðum úr rauðgráu graníti upp úr
húsahafinu, hér raðar sér vík eftir vík með
snjóhvítum sandströndum við Atlantshaf-
ið og hér vaxa ennþá í dag óvenju stórir
og fallegir „súbtrópiskir" regnskógar —
allt í senn hið skemmtilegasta útivistar-
svæði. Og ekki veitir af því, umferðin sem
liggur um þröng húsasund eða löng
jarögöng í gegnum fjöllin á milli borgar-
hverfa er gífurleg. Allar samgöngur fara
fram með leigubílum, einkabílum og
strætisvögnum; fyrst núna er byrjaö á
byggingu neöanjarðarbrautar.
Hér teygja sig fátækrahverfin eða
favelas upp eftir bröttum fjallshlíöum meö
50, 100 eða jafnvel 200 þúsund íbúa hvert
— sum þeirra án akbrauta, frárennslis-
kerfa eða vatnslagna. Og hér hefur
yfirstéttin í Brazilíu skapað sér glæsilegar
lúxusbyggingar úr hvítum marmara
meðfram strandgötum í borgarhverfunum
Copacabana, Ipanema eða Leblon. Hér
virðast sumir geta leyft sér þann nunaö að
hætta allri venjulegri vinnu og stun'da
„surfing" (öldureiö) á öldum hafsins allt
árið umkring eða drekaflug frá 1400 m
háum fjallatoppum niður á ströndina, á
meðan öreigar framfleyta lífi sínu á 20
þúsund krónum á mánuöi í dýrtíðarþjóð-
félagi álíka og ísland, ef þeir eru þá svo
heppnir að fá atvinnu.
Aftur á móti virðast þessir mismunandi
hópar þrífast hlið viö hlið, þeir geta meir
að segja ekki án hvors annars verið. Enda
fylgja gjarnan favelas betri manna
byggöum eða alveg eins öfugt.
„Embrigada“-starfið eða húshjálp er mjög 1
eftirsótt starf hjá þeldökkum konum úr
fátrækrahverfum og betri fjölskyldur eru
með eina eöa tvær slíkar stúlkur í vinnu.
En þrátt fyrir þaö að bilið milli ríkra og
fátækra er geysimikiö þá virðast allir geta
gleymt því þegar um Samba er að ræöa
annars vegar. Eins er þaö þegar Rio búar
eöa öðru nafni Cariocas koma saman á
sínum frægu baðströndum; þá blandast
ríkir og fátækir, svartir, gulir og hvítir.
Þannig endurspeglast í Rio de Janeiro
nokkuð vel líf þessarar þjóðar. Það sem
e.t.v. verður minnisstæöast er hve stór
hluti þjóðarinnar, sem lifir í allsleysi og
fátækt ,ber höfuöið hátt. Viö höfum oft
séð favelabúa ganga úr vatns- og
rafmagnslausum spýtukofum sínum á
kvöldin eftir hita dagsins — en skyrtur
þeirra voru ævinlega hvítþvegnar. Og eru
þeir — þegar allt kemur til alls — með
glaðlyndi sínu og þakklæti og gáfu til að
blanda geði við aðra ekki þrátt fyrir allt
hamingjusamari en við sem í kapphiaupi
eftir litasjónvarpi, bíl og fínu húsi erum á
góöri leið með að glata þessum eiginleik-
um?
En nú var kominn tími til að kveðja heitu
sumarsólina, blómstrandi náttúru og
svalandi öldur Atlantshafsins því jólin voru
aö nálgast. í Evrópu var veturinn byrjaður
á fullu og í Austurríki beið okkar Alpakofi
upp í fjöllum. Þar áttum viö eftir að búa í
fjóra mánuði áður en ferðinni væri haldið
áfram til ítalíu, Grikklands og Júgóslavíu
næsta vor og svo heim til íslands um
Þýzkaland, Danmörk, Svíþjóð og Noreg.
©