Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Blaðsíða 13
RÖTGRÖIÐ HAT-
UR Á „KERFINU'
//
Framhald af bls. 5.
ari, Roberto Ognibene, sem allir gengu
í Rauöu herdeildirnar. Margir í heima-
borg þeirra kenna Franceschini um
þaö, aö þeir slógust í hryöjuverkahóp-
inn. „Hann var sannfæröur um þaö, aö
hann hefði höndlaö allan sannleikann"
segir Bernardi, formaöur deildar
kommúnistaflokksins í borginni, „og
honum var lagið aö telja aöra á sitt
band.“ Faðir Franceschinis varöi hann
og félaga hans þó lengi vel: „Synir
okkar eru félagar sem hafa villzt af
leið,“ sagöi hann, „en þeir eru félagar
okkar eftir sem áður.“ Eftir aö Rauöu
herdeildirnar rændu Aldo Moro hefur
Franceschini eldri hinsvegar alveg
neitaö aö ræöa um son sinn. „Ég kæri
mig ekki um aö deila sorg minni meö
öörum," sagöi hann viö fréttamann fyrir
stuttu er hann var beðinn um viötal.
Fariö aö kveikja í
og sprengja
Flestir stofnfélagar Rauðu herdeild-
anna voru menntamenn. En þaö var þó
ætlun herdeildarmanna allt frá upphafi
aö komast til áhrifa í verksmiöjum og
öörum vinnustöðum og þeim tókst líka
að vinna marga verkamenn til fylgis viö
sig. Einn þeirra var Cristoforo Pancone,
sem eitt sinn starfaöi í Fiatverksmiöjun-
um í Tórínó. Honum var sagt upp þar
vegna mikilla fjarvista. Hann sagöi sig
úr kommúnistaflokknum og gekk í
Rauöu herdeildirnar. Fyrir nokkrum
mánuöum var hann særöur og svo
handsamaður eftir aö hann og félagar
hans höföu myrt fangavörö í Tórínó.
Annar verkamaöur, sem snemma gekk
til liðs við herdeildirnar var Paolo
Maurizio Ferrari; hann haöi unnið í
Pirelli-hjólbaröaverksmiöjunum í
Mílanó. Þar komst hann í kynni viö
vinstri-öfgamenn, m.a. hinn róttæka
útgefanda Giangiacomo Feltrinelli
(Feltrinelli lézt áriö 1972 þannig, aö
hann hugöist sprengja rafstöö en
sprengjan sprakk fyrr en skyldi). Ferrari
varð síöan mikill vinur Curcios. Var
hann viöriöinn nokkur mannrán, og
situr nú í fangelsinu meö Curcio í
Tórínó.
Starfsemi Rauöu herdeildanna var
tiltölulega meinlítil fyrst í stað. Þaö má
segja aö hún hafi byrjaö áriö 1970; þá
var fariö aö dreifa bæklingum á
virtnustööum. En fljótlega fór aö færast
harka í leikinn. Þaö var fariö aö hóta
kaupsýslumönnum og stjórnendum, og
þaö var fariö aö kveikja í og sprengja.
Árið 1974 fóru herdeildirnar hins vegar
aö ræna mönnum og upp frá því æstist
leikurinn hratt. Fyrsti maöur sem
herdeildirnar rændu var Sossi saksókn-
ari í Genúa. Hann var látinn laus þegar
yfirvöld höföu fallizt á þaö aö sleppa úr
haldi átta hryöjuverkamönnum. Yfirvöld
stóöu þó ekki viö þetta; um leiö og
Sossi var frjáls lagði Francesco Coco
saksóknari bann viö því að hryöju-
verkamönnunum yröi sleppt. Hann galt
þess tveim árum síöar — þá myrtu
herdeildarmenn hann.
Þegar Renato Curcio var handtekinn
kom á daginn, aö hann var ekki
ómissandi herdeildunum, eins og taliö
haföi verið áöur. Komst yfirmaöur í
„hryöjuverkasveitum" ítölsku lögregl-
unnar þannig aö oröi, aö „Curcio var
okkur dýrmætari en þeim“. „Þegar við
náöum honum varö Ijóst, aö þaö var
enginn einn yfirmaöur yfir herdeildun-
um, heldur stjórnuöu þeim margir í
sameiningu.“ Eftir aö Curcio var tekinn
jukust áhrif harölínumanna í herdeild-
unum, þeirra sem höföu á sínum tíma
viljaö aö Sossi saksóknari yröi drepinn,
FÓRNARLÖMBIN
ERU OROIN MÖRG.
Tórínó meö eigin hendi ekki alls fyrir
löngu. Mun hann gott dæmi um hina
nýju forystu deildanna.
Hafa komiö sér
upp góðri aðstöðu
Af öryggisástæðum er Rauðu her-
deildunum skipt í margar litlar „sellur“,
og eru fáeinir félagar í hverri. Aðeins
einn félagi í hverri deíld hefur samband
viö aörar deildir. Lögreglan áætlar, aö
ein 1500 manns séu í herdeildunum (í
hinum fræga hópi Baader-Meinhof í
Vestur-Þýzkalandi voru aöeins fáeinar
hræöur), en þeir sem hafi samúö með
þeim séu jafnvel tugir þúsunda talsins,
þ.e. þeir sem séu nógu hlynntir
herdeildunum til þess aö þeir mundu
fúslega veita þeim einhvers konar
aðstoö ef þess væri óskaö. „Þeir hafa
komiö sér upp næsta ótrúlega góöri
aöstööu. Þeir hafa aöstööu til æfinga,
„örugg“ hús og íbúðir til þess aö leita
hælis í á feröum sínum og flótta,
o.s.frv." segir fyrrverandi CIA-maöur
sem nú er bandarískum stórfyrirtækjum
til ráögjafar um öryggismál. ítalska
lögreglan viöurkennir og, aö Rauðu
herdeildirnar séu svo öflugar aö
aö Rauöu herdeildirnar og fleiri hryöju-
verkaflokkar njóti ýmiss konar aöstoöar
frá róttækum ríkjum á borö við Lýbíu
og írak, og jafnvel aö Sovétmenn
aöstoöi þá, gegnum önnur austan-
tjaldsríki, í því skyni aö valda ríkis-
stjórnum, og jafnvel kommúnistaflokk-
um, í Vestur-Evrópu vandræöum.
Yfirvöld á ítalíu þykjast aftur á móti viss
um þaö að Rauöu herdeildirnar séu
alítalskar og treysti fyrst og fremst á
sjálfar sig, en styöjist ekki viö útlend-
inga. Nefna þau til dæmis, að búiö sé
aö handtaka ellegar lýsa eftir 282
grunuðum herdeildarmönnum, og eng-
inn þeirra sé útlendingur.
Á Ítalíu er rótgróið
hatur á „Kerfinu“
Bandarískur fræðimaöur hefur sagt,
aö „þaö getur komiö til hryöjuverka
hvar sem er. Hitt gæti aftur á móti ekki
orðiö hvar sem er, að upp risi
fjöldahreyfing til stuðnings slíku athæfi.
Til þess þarf landlægt og rótgróiö hatur
á „kerfinu", yfirvaldinu. Og því er t.d.
ekki til að dreifa í Bandaríkjunum.“ Hins
vegar er því til aö dreifa á ítalíu. Og þaö
er nærri víst, aö Rauöu herdeildirnar
Hér er byssu beint að
andliti Idaigo Macchiar-
ini, kaupsýslumanni, sem
tekinn var 1973 og efnt til
réttarhalda yfir honum í
áróðursskyni.
Mario Sossi, saksóknari
frá Genúa. Honum var
rænt 1974 og haföur í
haldi í járnkassa.
Pasquale Carpentieri,
verkalýðsleiðtogi hjá Fiat
í Torinó var rænt 1974.
og var nú hlaupin mikil grimmd í spiliö.
Áriö 1976 náði lögreglan einum úr
herdeildunum, Girogio nokkrum
Semeria, í Mílanó, og fannst á honum
plagg þar sem stóð þetta m.a.:
„Ákveðiö hefur veriö aö ráöast fram-
vegis á fólk fremur en mannvirki.“
Upphófst nú mikil alda moröa og
limlestinga, og tóku Rauöu herdeildirn-
ar m.a. upp þá nýbreytni í baráttunni aö
refsa fórnarlömbum sínum með því aö
skjóta þau í hnén. Um þetta leyti voru
ýmsir nýir menn komnir til áhrifa í
deildunum. Meöal þeirra var Corrado
nokkur Alunni, fyrrum háskólanemi,
einn fyrrnefndra harölínumanna. Hann
er talinn hafa „líflátiö" lögreglumann í
M m
Alessandro Floris,
bankastarfsmaöur í Míl-
anó, liggur dauður eftir
skotérás og moröingjarn-
ir aka á brott.
hættulegt sé aö vanmeta þær. „Þær
byrjuöu rólega og öfluöu sér reynslu
smám saman. Herdeildarmenn voru því
orðnir furðu reyndir jafnvel áöur en þeir
fóru aö láta nokkuö aö sér kveöa
opinberlega,“ segir lögreglumaöur
nokkur. Þeir herdeildarmenn læra líka
af mistökum sínum. Þeir hættu t.d. aö
nota sprengjur eftir aö Feltrinelli, sem
fyrr var nefndur, lét lífiö og eftir annaö
sprengjuslys sem henti þá um svipaö
leyti.
Svo viröist, aö hópar hryðjuverka-
manna í ýmsum löndum, svo sem ítalíu
og Vestur-Þýzkalandi hjálpi hvorir
öörum ef svo ber undir meö ráöum eöa
dáð nema hvort tveggja sé. Leyniþjón-
ustumenn í Vestur-Evrópu telja einnig,
munu reyna hvaö þær geta aö færa sér
það í nyt. Þær munu halda áfram
hryöjuverkum sínum meöan þær geta.
Einn áhangandi herdeildanna lét svo
ummælt fyrir skömmu, aö „okkur er
Ijóst, aö okkur mun ekki takast aö
kollvarpa kerfinu á fám árum. Kerfið er
sem sé ekki verr fariö en svo, aö það
getur enn jafnað sig eftir árásir, og
einstakar atlögur eins og Moro-rániö
ríöa því ekki aö fullu. Hins vegar fer
varla hjá því, aö kerfiö veikist smám
saman af iinnulausum árásum." „Kerf-
inu“ á ítalíu var þegar mjög tekiö aö
hnigna fyrir og þótti mikiö álitamál
hversu lengi lýöræöiö þar stæöist
atlögur. Horfurnar hafa ekki batnaö hin
síöustu ár.