Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Blaðsíða 6
Séö yfir fundarsalinn hjá Kaaber.
í kaffistofu
starfsfóiks-
ins hjá O.
Johnson &
Kaaber.
Þarna eru
verk ís-
lenzkra
listamanna á
veggjum;
eftir Stein-
Þór Sigurðs-
son til
vinstri og
Eirík Smith
til hægri.
í söluskrifstofu O. Johnson & Kaaber. Þar er bjart og rúmgott og skilveggir
að hluta úr gleri.
Séð yfir skrifstofusalinn í viðhaldsdeild Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli.
Hér ræðir Jón Pálsson við sína menn, en starfsemin flutti í betta húsnæði,
eftir að húsbruninn varð.
Skrifstofulandslagið
Lesbökin liTurinn hjö Flugleiðum og 0. Johnson &Kaaber
þarsem merkileg nýsköpun hefuröttsérstað íþö veru
að gera vinnustaðifölks að hlýlegu og listrœnu umhverfi
Síðari hluti
Isíðasta blaði birtust í Lesbók
myndir úr skrifstofum
framsækinna fyrirtækja, sem
leggja áherzlu á að búa starfsfólki
sínu fagurt og listrænt umhverfi.
Erlendar rannsóknir hafa eindreg-
ið bent til þess, að slíkt sé góð
fjárfesting og skili sér bæði í
auknum afköstum, sem er eðlileg
afleiðing andlegrar vellíðunar, —
og eins hinu, að með þessu móti
helst fyrirtækjum betur á starfs-
fólki.
Hér er aðeins stiklað á stóru og
kynntar skrifstofur nokkurra vel
þekktra fyrirtækja, sem telja
verður til fyrirmyndar að þessu
leyti. Nýstárlegastar eru skrifstof-
ur Flugleiða í nýrri álmu við
Loftleiðahótelið. Þar eru innrétt-
ingar byggðar á þeirri hugmynd,
sem á erlendum málum er kallað
„opið landslag“ og felst í, að
húsnæðið er ekki stúkað niður með
venjulegum milliveggjum, eða
deilt niður í lokaðar'skrifstofur.
Eins og sjá má af myndunum
eru milliveggir úr lausum eining-
um og mynda ekki endilega rétt
horn. Einingarnar eru fóðraðar
með efni, sem dregur mjög úr
öllum hávaöa, teppi á gólfum og
áherzla lögð á hlýja liti. Aðkomu-
maður tekur fyrst eftir því, hvað
allt er hljótt þarna, enda þótt
margir séu að vinnu og ritvélar í
gangi.
Af einhverjum ástæðum
dempast öll hljóð óg maður hefur á
tilfinningunni, að starfsfólkið tali
frekar í hálfum hljóðum líkt og
það vilji ekki rjúfa kyrrðina, en
ástæðan er þó öllu fremur sú, að
tekizt hefur að koma í veg fyrir
bergmál. Fljótt á litið er þetta
einkar fallegur og aðlaöandi
vinnustaður. I Viðhaldsdeild Flug-
leiða vestar á flugvellinum, eru
samskonar einingar notaðar til að
stúka vinnustaðinn niður í bása;
einnig þar er bjart og vistlegt.
Ekki virtust þó allir á eitt sáttir
um, að þetta væri hin eina rétta
lausn og fundu menn þessu kerfi
helzt til foráttu, að erfitt væri um
vik, ef maður þyrfti að tala
einslega við einhvern annan,
ellegar að tala um eitthvað það í
síma, sem maður vill ekki að allir
heyri. 1 þessu felst þó ákveðið
aðhald af hálfu fyrirtækisins, sem
ugglaust kærir sig ekki um, að
starfsfólkið sinni einkaerindum í
síma.
Fyrirtækið 0. Johnson &
Kaaber er meðal þeirra, er býr vel
að sínu fólki eins og fram kemur af
þremur meðfylgjandi myndum.
Kaffistofa starfsfólksins þar er til
fyrirmyndar, björt og vistleg. Þar
hanga málverk eftir íslenzka'
listamenn á veggjum, en Johnson
& Kaaber er meðal þeirra fyrir-
tækja, sem fjárfesta að staðaldri í
list og hafa komið sér upp vísi að
listasafni. Fundarsalur fyrirtækis-
ins er og fagurlega búinn húsgögn-
um og þaðan verður prýðilegt
útsýni yfir bæinn og sundin.
©