Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 3
hvert bein meö hárbeittu þrauthugsuöu sjónvarpsbrosinu. Bandaríska lífsmunstriö er vitanlega sótt til allra þjóöa heims, og meira aö segja viö íslendingar eigum okkar spor í þeirri litríku mynd. Þessvegna finnst mér alltaf svo fáránlegt þegar útlend- ingur flandrar um Bandaríkin í tvaer þrjár vikur og kemur viö svo búiö blaöskellandi heim og þykist hafa lesiö þetta margslungna þjóöfélag oní kjöl- inn. Þaö er eins og maður skryppi til Danmerkur í ferðaskrifstofutrossu og þættist þar meö vera orðinn fullnuma i Evrópu. Eftir snögga ferö til Bandaríkj- anna kemur feröalangurinn heim meö eftirminnilegar myndir, þaö er allt og sumt, og fer þaö þó mjög eftir hugarfari og uppeldi hvers og eins hvernig þær myndir eru. Stakkaskipti Þaö er einmitt síbreytileiki munsturs- ins sem er svo dæmalaus þegar maöur er búinn aö skrúfa fyrir kvikmynda- fiörildin sem flögra yfir sjónvarps- skerminn og kemst niður á jörðina, í kallfæri viö hversdagsfólkiö sem þykir sjaldnast brúklegt í sjónvarp því miöur nema þaö hafi lent í einhverju voöalegu. Auk þess hefur þetta þjóöfélag tekiö þvílíkum stakkaskiptum á naumum hálfum mannsaldri, aö því getur enginn trúaö, sem hefur ekki séö þaö meö eigin augum. Þar sem ég varö fyrir þeirri lífsreynslu sem hálfgerður stráklingur í heimsstyrjöldinni, aö svartur öldungur tók ofan hattræxniö áöur en hann áræddi að spyrja mig til vegar, þar trónar nú biksvartur hers- höföingi á heiöurspalli á hersýningunni sem okkur erlenda fjölmiölafólkinu er smalaö á. Þaö er lærdómsríkt aö sjá hvaöa tökum Bandaríkjamaðurinn hefur tekiö þessi mál hjá sér og bera síðan saman viö hnefaréttarpólitík þeirra hvítu í Suöur Afríku til dæmis sem halda áfram aö berja höföinu viö steininn. Á sama hátt er bandaríska kvenfólk- iö, hvítt sem svart, ekki meö neina hálfvelgju í jafnréttisbaráttu sinni. Þegar langferöabíllinn okkar ekur uppaö herbúöahliöinu í Fort Bragg í Norður Karolínu er þaö ekki meðlimur hins svokallaöa sterkara kyns sem tekur á móti okkur. Ónei, lagsmaöur. Þaö er svosem hálfþrítugur kvenmaöur í olífugrænum hermannastakk og meö olífugræna hermannahúfu fram á nefiö sem snarar sér uppí bílinn, hefur upp nafnakall af aödáunarverðum myndug- leika og er síöan leiösögumaöur okkar og barnfóstra næsta sólarhringinn þar sem við væflumst á milli eldspúandi vígvéla og vígoröaþrumandi generála sem ég botna satt best aö segja nokkurnveginn jafnlítiö í. Þeir svörtu Menn athugi vinsamlegast aö þetta er á þeim slóöum þar sem svarta fólkið hans Tennessee Williams læöist um eins og styggar vofur og hvíta kvenfólk- iö hans er svo brothætt aö þaö eina sem þaö orkar aö gera sæmilega vel er aö fá móöursýkiskast tvisvar á dag. Skáldið má fara aö lesa upp og læra betur. Hér í búðunum eru svörtu dátarnir hreint ekkert hnípnari en þeir hvítu; og í kynningarbæklingnum sem eins og fyrri daginn er drifinn í fangiö á okkur jafnskjótt og viö birtumst, er skarpleitur kvenmaöur meö stálhjálm njörvaöan niður undir augnalok fyrir herlögreglusveitinni sem brennir þar útúr einni af myndunum á brynvörðum stríösvagni. Flest kvenfólkiö klæöist raunar nákvæmlega samskonar hermanna- búningi og kallmennirnir og ber eins og þeir ílanga vinnuhælislega lappa yfir sitthvorum brjóstvasanum á ríghnepptri einkennistreyjunni meö eiginnafniö prentaö á annan og „U.S. Army“ á hinn, eins og utanáskrift á vandiega merktum pakka. Síöari daginn og utan dagskrár óneitanlega er ég síöan af tilviljun nærstaddur þegar svartur liðþjálfi meö kringlótt gljáandi andlit og tvöfalda röö af afrekaboröum á brjóstinu þykist eiga sitthvaö vantalað viö tvær hvítar úr rööum óbreyttra hermanna sem hann stendur aö einhveru hroöalegu viö dyrnar á stóreflis vöruskála. Fyrir þremur fjórum áratugum í almesta lagi heföi þeldöKkur maöur hér suðurfrá sem öskraöi af þvílíkri innlifun framan í hvítu kvenþjóöina mátt prísa sig sælan aö sleppa meö barsmíö. Nú gerist ekkert fréttnæmara en þaö aö þær ávörpuöu taka viðbragð eins og þrýst væri á fjööur og gera sig stífar í limunum og tómar í andlitinu og standa síðan í ströngustu réttstööu fyrir framan svarta manninn, eins og tvær olífugrænar styttur úr sama mótinu, á meöan hann er aö Ijúka sér af. Vaskur blaöamaður (eöa jafnvel bara brjóst- góöur maður) heföi vafalaust þokaö sér nær og spurt manninn hæversklega hvaö hinar örmu kvensur heföu eigin- lega brotiö af sér aö vinna til þvílíkrar hirtingar, en sem gesti fannst mér þaö hálfgerð framhleypni. Ég trúi samt aö ég heföi labbaö mig yfrum og bankaö í bakiö á honum ef hann heföi ákveöiö aö skjóta konurnar. Fróðlegar hliöar Okkur er kennt í stríösmyndunum, sem eru okkar eini herskóli, aö vægöarlaus agi sé algjörlega óhjá- kvæmilegur í hermennskunni, því aö ella geti hálf herdeildin þurrkast út fyrir aulaskap eins einasta dáta; aö generáll sem missi agann geti alveg eins fengiö sé vinnu við buxnasaum. Ég er ekki svo mikill stríösmaöur áö ég treysti mér til þess aö véfengja þetta, og frá sjónar- miöi herfróöra manna er ofanskráö atvik eflaust naumast þess viröi aö tíunda þaö. Á hinn bóginn kann ég ekkert dæmi betra um þau umskipti sem oröiö hafa á þjóöfélagsstöðu hins „litaöa" Bandaríkjamanns; og án þess aö vera meö meinfýsni þá langar mig aö bæta því viö, aö þótt hervæddu konurnar sem sá blakki tók í karphúsiö bæru þaö vissulega utan á sér aö þær höföu eignast jafnréttiö, þá sannaöist þarna nú sem fyrr aö engin er rós án þyrna. Hernaöarandinn í mér er allavega ekki beysnari en þaö aö mér fannst ólíkt fróðlegra aö kynnast þessum hliöum á tilveru herbúöafólksins heldur en aö heyra til dæmis af vörum hershöföingja eins aö hann gæti snaraö fjörutíu þúsund hermönnum meö alvæpni austur til Afríku á sextán klukkustundum — eöa voru þaö sextán þúsund hermenn á fjörutíu klukku- stundum? Hver sjónvarpssekúnda er dýrmæt, og þar af leiöandi hamast allir eins og vitstola menn fyrir framan sjónvarpsvél- arnar. Fréttapulirnir tala eins og gangster hefði skrúfaö hríðskotabyssu uppí talandann á peim og fretaði útum hann. Þessir forkar væru svosem prjár mínútur að hespa fréttirnar af sem íslenskir starfsbræöur peirra eru aö kjamsa á í hálftíma. Ofnæmi Vopn af öllu tagi finnst mér svo andstyggileg aö ég gæti ekki einu sinni gerst frækin hreindýraskytta. Engin mynd mun birtast af mér í blöðum, eins og nú fer aö tíökast hériendis, meö aöra bífuna á hausnum á dauöum hreini og drýgindalegt bros á milli blaktandi eyrnanna. Mig grunar líka aö ófáir af hinum erlendu kollegum mínum sem tröökuöu meö mér um skotvellina hafi átt viö svipaö ofnæmi aö stríöa. Norömennirnir voru eiröarlausir, hollenskur langintes sniglaöist um meö allt aö því dónalegan friöardúfusvip undir ólmum hárlubbanum, og jafnvel Tyrkinn í hópnum (en Tyrkir kváöu vera harögeröir menn) hoppaöi hæö sína sjálfkrafa þegar þeir sprengdu eina af þessum herjans vítisvélum sínum sem næst viö hælana á okkur. Þaö er hæpiö aö þaö svari kostnaði að fremja sprengingar mér til heiöurs. Eftir herstöðvarápiö og horfinn á ný til hógværari lifnaðarhátta stóö ég mig meira aö segja aö því aö horfa næstum meö velþóknun á skræpótta ráðstefnu- liöiö sem eins og nærri má geta veltist fram alla ganga á þessu hóteli sem öðrum. Fyrsti kokteillinn eftir annríki dagsins var búinn aö endurnýja þann taumlausa lífskraft sem er eitt af höfuöeinkennum þessarar hugvitsömu og atorkumiklu þjóöar. Menn léku viö hvern sinn fingur. Þaö var söngur í hjörtum manna. Boröalagöir þjónar trölluöu uppúr gólfteppunum: „Have a nice evening!" ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.