Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 15
9r huffskotl •Woodv >ll«n HVAp a ég að nota fyFzif* AUGU í'SNJÓKAf?U- INN M'NN ? '■ y— ' GAMAA/ AD ' BoRÐfí ÚTt/ þAP CR MlKLU \ / — AMIN Framhald af bls. 13 var Langi — sem var næg ástæða fyrir Amin til að tortryggja alla Langi — og tiltölulega mikill hluti hersins var af Acholi ættflokknum. Amin sagði stjórn sinni stundum, aö nokkrar „hreinsanir“ ættu sér stað, en við höfðum enga hugmynd um það, hvað hann ætti við fyrr en seinna. Þessi fyrstu morð hafa verið skjalfest að nokkru leyti í bók blaðamannsins David Martin. Ótrúleg grimmdarverk um allt land Þeir herforingjar, sem höfðu vissa gráðu og þar yfir (lieutenant colonel og háttsettari), þegar byltingin var gerð, hafa flestir verið myrtir. Mér var skýrt frá því síðar, aö fyrsta kvöldið hafi hermenn Amins bariö nokkra liösforingja í hel með byssuskeftum og flöskum í matsal þeirra í Malire. Þá var Suleiman Hussein, yfirmað- ur herráösins, einnig dreþinn. Honum hafði verið falið ásamt Bataringaya að handtaka Amin. Eftir byltinguna fór hann huldu höfði, en fannst brátt og var fluttur til fangelsisins í Luzira og barinn þar til bana með byssuskeftum. Orðrómur var á kreiki um, aö höfuð hans heföi síðan veriö fært Amin, sem hafi geymt það í kæliskáp næturlangt. Ótrúleg grimmdarverk voru unnin um land allt. í maí tilkynnti Amin hermönnum sínum, að þeir mættu tafarlaust skjóta hvern þann, sem grunaður væri um aö hafa framið glæp eða ætla að fara aö gera það. Ennig gaf hann út tilskipun um varðhald án dómsrannSóknar. Menn voru drepnir hundruöum saman. Snemma í júlí hófu tveir Bandaríkja- menn, Nicholas Stroh og Robert Siedle, að rannsaka, hvaö hæft væri í frásögnun- um af fjöldamorðunum. 9. júlí fóru þeir til að spyrjast fyrir um moröin í Mbarara herskálunum og hittu að máli Juma Aiga, major, sem var leigubílstjóri, þegar byltingin var gerð. Þaö sló í haröa brýnu milli Stroff^ag Juma, sem nú var háttsettur í hernum. Báðir Bandaríkjamennirnir voru drepnir og grafnir í grunnri gröf rétt hjá. Seinna sást Juma, major, aka um á bláum fólksvagni Stohs í Mbarara. Þegar bandaríska sendiráöið tók aö spyrjast fyrir um þá viku síðar, voru líkin grafin upp, sett í poka og brennd í herskálunum. Bíllinn var brenndur og honum hent í dalverpi. Vegna ítrekaöra kannana Bandaríkja- manna á hvarfi hinna tveggja manna setti Amin á fót rannsóknarnefnd undir forsæti brezks dómara, David Jefferys Jones. Eftir aö hafa lesið skýrslu um drápið — en hana hafði maður, sem flæktur var inn í málið, en seinna flúið, skrifað — tókst dómaranum að finna bílinn. Hann var ekki í vafa um, hverjir væru hinir seku. Amin kann ekki að skrifa Amin gaf aldrei beinar fyrirskipanir um dráp í minni nærveru. En hann hafði ýmis orðatiltæki, sem voru tekin sem skipun um aftöku. Eitt var: „Veitið honum VIP meðhöndlun,1' sem táknaði dauða eftir pyntingar. Ég heyrði hann nota þetta orðatiltaéki, þegar hann fyrirskipaöi aftöku upplýsingamálaráðherrans, Alex Ojera, í september 1972. Önnur táknmál voru: „Farið meö hann til Malire" og „Kalasi", sem merkir „dauði" á núbíönsku, sem fáir Ugandabúar skilja. Það voru aldrei gefnar neinar skriflegar fyrirskipanir. í fyrsta lagi kann hann ekki að skrifa (enginn, sem ég þekki, hefur nokkru sinni fengið skrifaö blað með hans hendi frá honum) og í öðru lagi kaus hann að gefa munnlegar skipanir, svo aö hann gæti neitaö allri vitneskju, ef honum sýndist svo. Annar háttur Amins til að fyrra sig ábyrgð var að vera erlendis, þegar fjöldamorð hans áttu sér stað. Þennan hátt hafði hann á í júlí 1971. Drápin byrjuðu í herskálunum í Jinja, kílómetra frá heimili mínu, 11. júlí, daginn sem Amin fór í ferö til Israels og Bretlands til aö falast eftir vopnum og peningum. Þessa aöferð viðhafði hann hvað eftir annað, og í hvert skipti sem hann fór utan, var mikil hætta á auknu ofbeldi heima fyrir. Þegar eftir byltinguna voru um 800 liðsmenn úr lögreglu og her Obotes teknir höndum og fluttir til Luzira fangelsisins. 29. desember 1971 — eftir nær árs varöhald og margar árangurslausar tilraunir til að fá þá leysta úr haldi — var bundið fyrir augu fanganna og þeir fluttir í bílum undir eftirliti hermanna til Mutukula fangelsisins. Þar voru drepnir 45 liðsfor- ingjar og tvö hundruð og fimmtíu lægra settir hermenn og lögreglumenn. Þeir sem eftir lifðu voru látnir grafa hina drepnu. 25. janúar, þegar ár var liðið frá byltingu Amins, lýsti Amin yfir almennri náðun fanga, og hún náöi einnig til þeirra, sem eftir lifðu í Mutukula. Því ekki að prenta meiri seðla? Það virðist ótrúlegt, en óbreyttir borgarar vissu lítið um, hvað væri að gerast. Fyrstu mánuðina eftir byltinguna voru morðin nær eingöngu bundin við herinn og mikillar leyndar gætt. Frásagnir af fjöldamorðunum birtust eingöngu erlendis, þar sem þær voru ekki teknar fyllilega alvarlega. í Uganda var tilhneiging hjá okkur til að láta Amin njóta efans. Við létum okkur nægja að heyra hann tala um aðgerðir gegn mönnum Obotes og atburöi, sem hann heföi ekki haft stjórn á. Það var einn Ijóður í fari Amins, aö hann var algjör fáviti í fjármálum. Hann gat ekki skiliö, að ríki gæti orðiö févana, því að þau prentuðu peningaseðlana og gætu alltaf prentað meira. Bruðl hans varðandi fjárfestingar var óskaplegt. Hann lagði til dæmis metnaö sinn í að fullgera ráö- stefnuhús Einingarsamtaka Afríkuríkja og Nílarhótelið rétt hjá, svo að hægt væri að halda þar þing á tilsettum tíma, í júní 1971. Júgóslavneska verktaka fyrirtækið Energo-Project lét vinna í þremur vöktum 24 tíma á sólarhring, en í maí var ákveðið að halda þingið í Addes Ababa. í júní var hótelið tilbúiö, en kostnaður fór 300% fram úr áætlun. Það var svo ekki fyrr en 1975 að Einingarsamtökin þinguðu í Kampala. Guö baö hann aö vísa 50 Þúsund Asíubúum úr landi Það var snemma árs 1972, sem Amin rauf samvinnuna við Israel og tók upp náið samband við Libyu. Israelsmenn höfðu haft á hendi margvíslegar fram- kvæmdir í Uganda, en skorti sjálfa fé. En þaö var fyrst og fremst reiðufé, sem Amin hafði áhuga á. Og það gat hann fengið hjá Gaddafi, sem í staðinn fékk notið þess að sjá Israelsmönnum vísað úr Afríkuríki. Fyrir olíupeninga hóf Amin heiftarlegar árásir á Israel, heimtaði, að herteknu svæðunum yrði skilað aftur og neitaði að taka á móti sendiherra Israels í Uganda. Hann hélt því blákalt fram, að Israelsmenn hefðu stórfé af Uganda í gegnum þau verk, sem þeir hefðu tekiö að sér, sagöi, að Israel bæri að þurrka burt af landabréfinu og vísaði öllum Israelsmönn- um úr landi. Olíupeningarnir komu sér vel fyrir Amin persónulega, en meira þurfti til til að tryggja hollustu hersins, ef allir peningarn- ir áttu ekki að fara til hans. Hann fann lausn á því máli. 4. ágúst birtist hann í herskálunum í Tororo nálægt landamærum Kenya. Þar tilkynnti hann, að sig hefði dreymt draum nóttina áður, og Guð hefði lagt fyrir hann að vísa úr landi 50.000 Asíubúum innan níutíudaga. Og þaö gerði hann. Asíubúar voru efnuð miðstétt í landinu, og nú urðu þeir að veröa úr landi og máttu aöeins hafa meö sér 100 dollara verömæti. Framhald.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.