Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 10
Hákon Bjarnason Á Hjarðkili í sambandi viö 14. fund norrænna skógarmanna, sem háður var í Noregi 26.—30. júní nú í sumar, og yfir 1000 manns tóku Þátt í, voru farnar skoðunar- ferðir um 19 héruð. Ein peirra lá um fjöllin milli Austurdals og Guðbrands- dals, Þar sem sýnd voru svæði þar sem of stórir stofnar elgs hafast við á vetrum og valda Dví sköðum á furuskóginum og síöan stórt rannsóknasvæöi, bar sem athuguð eru lífsskilyrði fjölda trjáteg- unda við skógamörkin. Árið 1928 mæltist stjórn Skógræktarfé- lagsins norska til þess við yfirvöldin aö komiö væri á fót rannsóknarstöð í hálendi Noregs til að mæla vöxt trjáa við efstu skógamörkin og athuga fræþroska í fjallaskógunum. Fáum árum síðar var til þessa valinn staður í almenningi á Hjarðkili (Hirkjölen) í 740—1160 metra hæð yfir sjó. Eftir nokkurn undirbúning hófust rannsóknir á þessum stað árið 1932 og hafa þær haldið áfram æ síöan. Land stöðvarinnar er alls 1150 hektarar, en þar af eru 270 ha ofan skógamarka. Hér eru bæði greni- og furuskógar auk birkiskóga, sem teygja sig nokkrum tugum metra hærra en furan. Á þessum stað hafa verið geröar mjög umfangsmiklar og nákvæmar athuganir á flestum þáttum lífsskilyrða í 46 ár. Lengst af stóð sami maðurinn fyrir þessu verki, prófessor dr. Elias Mork, en hann er nú látinn fyrir fáum árum. Frostnætur tíðar á öllum tímum árs Rannsóknirnar á Hjarökili eru svo margbrotnar að ógerlegt er aö telja þær upp í stuttu máli, en þær hafa á margan hátt þýðingu fyrir okkur islendinga, þar sem hér vaxa skogar við svíruö hitaskilr yrði og hér eru og mjög stutt sumur. Hér eru t.d. frostnætur tíöar í öllum tnánuðum árs, jafnvel í júlírnánuði í svölum sumrum. Árið 1962 kom ég á Hjarðkjölinn í fyrsta skipti, og sýndi Elias Mork okkur þá marga furðulega hluti. Þá beindist athygli mín einkum að þroska og þrifum ýmissa erlendra tegunda hátt til fjalla, og merkilegast þótti mér þá, að sumar hverjar eins og blágreni og þinur úr háfjöllum Canada virtust ná betri þroska en innlendu tegundirnar, greni og fura. Nú kom ég aftur á þennan staö eftir 16 ár, og hér gat að líta margt nýtt og annað, sem haföi dafnað og vaxið síðan. Blágreniö vex þar enn viö hin höröustu skilyrði en vöxtur þess hefur verið fremur hægur sem og von var. Þinurinn hefur reynst misjafnlega, enda uppruni fræs tæpast nógu góður. En það var einkum tvennt, sem vakti athygli mína í þetta sinn. Annaö var hve síberíska lerkiö bætti jarðveginn, sem það óx í, en hitt var hve stafafuran þrífst vel, miklu betur en norska skógarfuran, sem vaxið hefur þarna frá alda öðli. Að vísu er stafafuran enn ung að árum, og er því ekki unnt að bera saman nema fyrstu 20 árin af ævi trjánna, en munurinn er feikna mikill. Stafafuran óx svipaö og á Stálpastöðum Lerki hefur verið plantað í mjög ófrjóan lyngmó fyrir um 20 árum, og utan lerkiteigsins var jarðvegur og plöntugróö- ur enn með sama hætti og útliti og áður var. En undir lerkinu var hinn fegursti blómgróður, hnéháar sóleyjar og margar aðrar plöntur, sem aðeins vaxa í frjóum jarövegi, en lynggróðurinn var alveg horfinn. Sjálft lerkiö óx síst betur eða hraðar en víða hér á landi, enda stendur þaö í um 850 m hæð yfir sjó. Stafafuran óx á stóru svæöi um 50 metrum neðar í hlíðinni, á mólendi, þar sem töluverð frosthætta er. Engu að síöur var þar að vaxa upp þéttur og myndarleg- ur skógur upp af plöntum, sem gróður- settar voru ári eða tveim árum áður en ég kom á Hjarðkjöl í fyrra sinni. Hæstu trén eru milli 3 og 4 metrar, en meðalhæð mun vera um 2.5 metrar að því er mér virtist. Vöxtur stafafurunnar var mjög svipaður og hann er á Stálpastöðum í Skorradal. Vaxtarskilyrðin á Hjarðkili eru nokkuð breytileg, enda vita hlíðar fjalla til allra átta og er mikill munur á vaxtarskilyrðum í austur og vesturhlíöum, en á nokkrum stöðum svipar þeim allmjög til skilyrðanna á Hallormsstað, úrkoma og sumarhiti er svipað, og því getum við lært ótal margt í skógrækt á þessum stað. Framhald af bls. 9. Innflutningur trjátegunda hefst Fyrir rúmlega hálfri öld hófu bjartsýnis- menn í Troms að planta rauðgreni á stöku stað. Flestir hristu höfuðiö yfir slíkri fásinnu. Nú sáum við 15—20 m háan rauðgreniskó'g vaxinn upp af plöntum, sem brautryðjendurnir settu niður. Vöxtur hans gefur ótrúlega lítið eftir því, sem gerist víða sunnar í Noregi. Á þessari reynslu byggist það, að nú er reynt eftir mætti aö gróðursetja rauðgreni í hinar frjósömu birkiskógarhlíðar. Mæl- ingar sýna, aö viðarvöxtur birkisins er aðeins þriðjungur af vexti grenisins. Birkiö í Troms er nánast sama tegund og íslenska ilmbjörkin, en verður miklu hávaxnara og umfram allt beinbaxnara en hér gerist. Eg skal fúslega játa, aö ég hefði óskað þess, að við ættum víðlenda skóga af slíku birki. Nýting laufskógarins Birkiskógurinn var áður nýtfur til eldsneytis, en nú er sú nýting að mestu úr sögunni. Helst er hægt aö nýta laufskóg- ínn til þilplötugerðar. Til þess aö örva skógarhöggiö í nyrstu fylkjunum, gekkst ríkisstjórn Per Bortens fyrir því, að reist var þilplötuverksmiðja í Mið-Troms. Var þetta árangur af langri baráttu heima- manna. Þessi verksmiðja var vígö haustið 1972, en hefir lengst af barist í bökkum fjárhagslega. Stafar það mest af erfiðleik- um á öflun hráefnis. Treglega hefir gengiö aö fá skógareigendurna til að koma skriði á skógarhögg í þeim mæli, sem nauðsyn- legt er verksmiðjurekstri. En ekki hefir það bætt um áhugaleysi skógareigenda, sem flestir eru bændur, að verölagning á búfjárafuröum hefir verið svo hagstæö þessi síöustu ár, aö þeim finnst ekki taka því aö snúa sér verulega að skógarhöggi, sem þeir eru óvanir við. Rannsóknir og víðtækar tilraunir Norsku skógræktarrannsóknirnar hafa unnið mikið rannsóknastarf í Norður- Noregi. Miðstöð þeirrar starfsemi er í Málselvdal. Það eru rannsóknir á veðurfari frá dalbotni og upp fyrir skógarmörk, sem eru þungamiðja rannsóknanna. Þær hafa þegar gefið mjög skýra mynd af þeim þætti vaxtarskilyrða, sem tengjast veöur- fari. í sambandi við þær hafa svo verið gerðar mjög víðtækar tilraunir með trjátegundir og kvæmi af þeim. Ennfremur hafa verið gerðar ítarlegar rannsóknir á vexti villta birkisins. Einn af tilraunastjórum Rannsókna- stöðvarinnar hefir starfað við þessar, rannsóknir óslitiö síðan 1953 og unnið þar brautryðjendastarf, sem vakið hefir mikla athygli. Við heimsóttum eina af athugunar- stöðvum hans í Málselvdal, og var hann raunar með okkur allan tímann. Niðurstaöan af því, sem við sáum þessa fögru júnídaga í Troms, var sú, aö þarna lengst í norðri eru ótrúlega miklir möguleikar fólgnir í skógrækt, ef þjóðfé- lagið kærir sig um aö nýta þá. Allavega setur skógurinn, sem vex villt á þessu víðáttumikla landi, þann svip á landið, sem gerir þaö margfalt byggilegra í öllu tilliti en ella væri. Slíkt gæri verið verðugt umhugsunar- efni íslendingum, sem hafa orðíð að horfa upp á nær algera eyðingu sinna skóga og kjarrgróöurs. Snorri Sigurðsson Skóg- ræktá Hörða- landi Þegar ég átti bess kost að velja á milli hinna mörgu fræðsluferða, sem stóðu til boða í sambandi viö XIV. Norræna skógræktarpingið, sem haldið var í Nóregi 26.—30. júní s.l. kaus ég að fara til Hörðalands og bað af ýmsum ástæðum. Á Vesturlandinu komu fyrst fram hugmyndir manna um hina víö- tæku áætlun Norðmanna í skógrækt, áætlan sem svo mjög hefur sett sitt mark á skógrækt í Noregi að undan- förnu. Áður höföu veriö geröar víötækar tilraunir meö innflutning á erlendum trjátegundum til norsku strandhéraðanna. Hafa íslenskir skógræktarmenn fylgst með þeim af áhuga og lært mikið af reynslu Norömanna í því efni, enda þótt skógrækt þar byggist meira á suölægari tegundum og staðbrigðum (kvæmum) trjáa, en hér á landi. Þá býöur ferðalag um Vestur-Noreg, og þá ekki hvað síst um Höröaland, uppá sérstæða náttúrufegurö, og staði og minjar frá fornri tíð, sem minna á uppruna okkar íslendinga, þannig að af þeim sökum er ærin ástæða til að heimsækja þessar slóðir. Þótt í Noregi séu víðlendir skógar, sem gefa þjóöfélaginu mikil verðmæti, eru miklir möguleikar á að auka skóglendiö. Þetta á einkum viö strandhéruðin, allt frá Vestur-Öðgum í suðri til Finnmerkur í norðri. Héruö þessi taka yfir um það bil 1300 km langa strandlengju, milli 58. og 71. breiddargráöu. í samanburði viö aöra landshluta, er lítiö um greniskóga í þessum héruðum, og er grenið sjaldgæf- ara eftir því sem norðar dregur. Það finnst t.d. ekki upprunalegt norðan Saltfjalls í Nordland nema suöur undir landamær- um Finnmerkur og Finnlands. i strandhér- uðunum eru hinsvegar allvíðlendir lauf- skógar, aðallega birkiskógar og dreifðir furuskógar. Landflótti úr éveitum var áhyggjuefni Um og eftir 1955 var byrjað aö vinna markvisst að skóggræðslu í strandhéruö- unum eftir áætlun, sem norska ríkið studdi að hluta. Árið 1965 lagöi Norska landbúnaðarráöuneytið fram fyrir Stór- þingið frumvarp, um endurskoðun áætl- unarinnar, er gekk út á það aö henni yrði hraðað, þannig að skóggræðslunni lyki á 25 árum í staö 45 ára, eins og ákveðiö var í fyrstu. Aðallega lágu tvær meginorsakir til þessa. Reynslan af skóggræðslunni, og þá einkum af innfluttum trjátegundum hafði sýnt aö skilyrði til skógræktar voru víða með ágætum. Þá var landflótti úr sveitum á þessum slóðum orðinn stjórn- völdum mikið áhyggjuefni. Mörgum smá- býlum varð ekki lengur haldið í byggð, því búskapur á þeim svaraði ekki kostnaði. Hinsvegar sáu margir jarðeigenda, og þá sérstaklega þeir, er bjuggu á smábýlum, mikinn hag í skóggræöslunni, sakir hins ríflega fjármagns, sem ríki og sveitarfélög lögðu til hennar. Þannig hefur norska ríkiö lagt fram allt að 70% af heildarkostnaöi viö skógræktina og sveitarfélög allt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.