Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 2
 ééÍ '78 Hver er ég, lítill karl, aö voga mér aö koma fram á þessum staö og ætla að segja eitthvað þaö við ykkur er aö gagni mætti koma í daglegu lífi? Þaö er mikil dirfska því aö hér hafa nú í hartnær þúsund ár hálærðir spekingar og mannvinir staöiö í stól og frætt lýðinn eftir bestu vitund um þann vanda að vera maður, vera einstakur hlekkur' í þeirri miklu keöju er myndar þjóö, vera þjóð meðal þjóða er mynda mannkyn allt. Þeir veittu samferöamönnum sínum þá leiðsögn í sambýlisháttum, í trú og siðgæöi er þeir vissu gleggsta og þeir geröu það ekki í eigingjörnum tilgangi eða-til aö ná valdi á sálum manna og hugsun heldur sem vegsögu enda stóöu margir þessara andlegu höföingja í daglegu trúnaðarsambandi viö þann guödóm er hér var höfuðvernd og skjól, guödóm Hólastaðar. Vegna þessarar leiösögu varö fólkið hæfara aö mæta vanda sínum, einstaklingurinn sterkari í stórviðrum lífs síns. En á hverri öld eru þær byrðar lagöar á manninn aö hann veldur þeim vart án þeirrar orku er aðeins verður sótt í andlegar uppsprettur. Og aö þeim leiddu fornir höföingjar Hólastaðar lýö sinn. Þeir þekktu veginn og vörðuðu hann. Já, hver er ég aö ætla aö feta í fótspor slíkra manna, villtur sjálfur í hugmynda- þokum samtíma míns, beygöur undir ok fjölmiðla sem eru á valdi hinna ægisterku, ósýnilegu skoöanamótenda, þeirra sem valdgræðgin og auöhyggjan hafa ært svo aö þeir svífast einskis í þeirri iðju að móta . okkur og mála aö vild sinni til aö nýta okkur sér í hag? Viö erum leikföng, nútímamenn, hins ennislága persónugervings mannlegrar smæöar er ríkir meö válegum styrk yfir hug okkar og hjörtum. í staö þess að einstaklingurinn fái að móta skoðanir sínar viö hlutlausa fræöslu er hann mataöur af þeirri hávísindalega samsettu súpu er gerir alla menn eins. Valdhafar veröa að tryggja aö hugsun okkar sé þeirra hugsun svo að þeir missi ekki völdin yfir okkur og þjónar Mammons veröa aö móta smekk okkar og lífsvenjur svo aö viö kaupum vörur þeirra. Til að auka hungur okkar í auöviröilegan söluvarning sinn skýrskota þeir til lægstu hvatanna í brjósti okkar og leita þar inngöngudyra í hugskotiö sem skuggsæl- ast er. Til þessa nota þeir einnig þær göfugu listir sem fornir spekingar notuðu til uppbyggingar sínu fólki, hiö guölega orö og göfgandi tóna. Þeir matbúa það aöeins á þann hátt aö það þjóni hinum vonda tilgangi, aö æra og trylla í staö þess að friða og göfga. Það hegðunarmynstur sem valdhafar nútímans æskja er gjörólíkt því sem áður var og öllu dýrslegra. Ástæðan er sú aö þeir hugsa um sinn hag, ekki þjóðarinnar. Lesiö blööin, nútíma tískubókmenntir, horfiö á nautsásjónu hinna myrku afla kvikmyndanna og hlustiö á tónana sem hellt er yfir okkur. Dýrkun ofbeldis og Ijótleika er að taka við af hinni fornu dýrkun guös og náttúrunnar. Og við erum blindir fiskar í ógagnsæju djúpi sljórrar vitundar og frumstæöra „Horfiö á nautsásjónu hinna myrku afla kvikmyndanna — Dýrkun ofbeldis og Ijótleika er aö taka viö af hinni fornu dýrkun guös og náttúrunnar." © hvata. Yfir okkur þrumir óminnishegri sá er skapar múg. Vænghaf þess óheillafugls spannar alla jörö og þaö er dimmt undir þei_m vængjum. Ýmsir munu segja aö íslendingar séu sér á báti. Nei, við höfum reyndar kosiö okkur dökkan væng og vernd. Menning okkar er aö veröa sama prinspólóið og hjá öörum þjóöum hins svokallaöa ríka, siðmenntaöa heims. Súkkulaöilagið um menningarkjarna okkar er ekki frábrugðiö þeirra né sá kjarni heilli. Viö erum fyrst og fremst þrælar Mammons og síöan þeirra er nýta okkur sér í hag, skapa okkur þarfir, skoðanir og keppikefli. Við látum mangarana segja okkur hvernig viö eigum aö klæöast og hvernig skera hár okkar. Viö látum pólitíkusana segja okkur hvernig við eigum að kjósa og hugmyndafræöinga framandi stórvelda hvernig við eigum aö hugsa. Engin keöja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Viö erum ekki sterkasti hlekkurinn í keöju þjóðanna. Einstaklingar mynda þjóð. Veill ein- staklingur er hættuhlekkur í þeirri keöju. Viö sem reynum aö andæfa útþurrkun einstaklingseinkenna, einstaklingsstyrk- leika, veröum aö beita öllum ráöum til aö rækta þaö besta og sannasta sem í okkur sjálfum býr, svo og náungum okkar. Til þessa tel ég aö eigi aö nota tækni fjölmiölunar ásamt fórnfúsri skapandi athöfn. Vinna aö því aö hver einstaklingur megi veröa sem fegurstur fífill í túni þjóóarinnar, hið hlýja skyn og bjarta Ijós á vegum samferðafólksins. Sé hver ein- staklingur þjóöar heill er það voldug og sterk þjóð. Hér er vettvangur kirkjunnar enn svo sem hann var á hverri tíö. En rækir hún skyldur sínar viö hvern einstakling? Hefur hún ekki hugsað meira um „söfnuöinn"? Hefur kirkjan sloppiö við möskva hinn einliti sauðsvarti múgur - mun deyja „Alla menn hungrar og þyrstir eftir einhverri lífsíyllingu. Fæstir vita hvar hennar er að leita, né hvað það er, sem hið djúpa brjóst þeirra þráir. Því lúta svo grátlega margir niður að hinum gruggugu keldum og bergja þar eitraðar veigar. Og þangað leitast bölvaldar lífsins við að beina þeim.“ Kristján frá Djúpalæk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.