Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 10
Jakob Er hann forseti, sem formsins vegna skrifar nafn sitt Jönsson á skjölin, sem ráöuneytið samþykkti og skráöi? fró Hrauni Er hann fangi, sem pú fjötrar á fótum og höndum, HVER grefur í dyflissu hugar píns, djúpt í vitund Þinni, óvirkur í athöfn Þinni? ER Er hann Þjónninn, HANN? sem Þerrar rykið af fótum Þínum, beygir sig niður aö hinum bjargarlausu, brýtur brauðiö handa hinum hungruöu? Er hann barniö, sem blundar í hálminum, hvítvoöungur, sem finnur til með hverri sál í heimi krossins? Hver er hann? Nafn hans er hverju nafni æöra, takmarkalaus er tilvera hans, vald hans er í veikleikanum, með lifandi Ijósi lýsir hann myrkur dauðans. Hópsálin Framhald af bls. 3. til forvígismanna mannúðar og mennta hvar sem er. Og ég geri kröfur til ykkar, nafnlausu einstaklingar sem ræktið garð- inn ykkar einir sér og vitiö hvernig hlúa skal að jurt hugans svo að hún dafni. Komið fram úr þagnarlundunum, séuð þið til, og talið. Látið ekki þá eina sern ráða fjölmiðlunum um að koma boöskap á framfæri. Og ég geri alveg sérstaka kröfu til listamanna þjóðanna um að boða hið fagra og sanna og þá ekki síst til þeirra sem hafa aðgang að hugum æskufólksins. Mæður, feöur, uþþalendur allir, munið að þið eruð með vísi til nýs guðs í fanginu. Látið ekki þann vísi kala. Nú mun einhver segja: Þú ert bæði meö og á móti innrætingu. Þetta er kannski rétt. En ég geri mikinn mun góðs og ills. Og ég veit að það er bæði hægt að rækta skrautblóm og nytjajurtir en einnig illgresi. Ég hef nú vegið að vörgum og ég hef reynt að benda á undankomuleiö í gjörningahríð samtímans þegar mannúðin er vanmegna, þegar grimmdin og heimsk- an sverjast í fóstbræðralag aö afskræma guðsmyndina, manninn. Ég hrópa svo að þið heyrið. Þó ekki endilega mín orð heldur þær blundandi raddir er hvísla í ykkar eigin vitund, raddir sem eru svæfðar af hávaða þeim er þjónar Mammons framleiða tii að yfirgnæfa meðfædda mennsku ykkar, til aö deyöa okkur öll sem einstaklinga og skapa úr okkur viljalausan, skríðandi múg. Og góðir menn, hugsið meö mér til allra þeirra sem þjást í umhyggjuleysi, til þeirra sem verða fórnardýr ósvífinna skæruhópa og siðblindra efnisdýrkenda, þeirra sem meta menn og fegurö náttúrunnar aðeins til fjár, afmynda ásjónu landsins og gera vötn og höf að höfum dauöans. Hugsið með mér huggandi til allra þeirra sem missa ástvini sína í hinni mannskæðu umferð veganna, undir hjól tækninnar og í öldur hafsins og myrkur eiturbrunnanna. Biðjum þess aö fólkiö taki aö leita þess sem'leitar að því. Vitur maöur hefur sagt að hið líðandi augnablik sé þröskuldur milli minningar um það sem liðiö er og vonar um blessun hins ókomna. Hvergi ættu minningar okkar að vaka betur en á þessum minningaríka stað sem er heilagur oröinn af búsetu guði þóknanlegra manna um fiðnar aldir. Og hvergi ætti vonin aö eiga sér betri vaxtarskilyrði en hér þar sem svo lengi hefur verið beðið og vonað við fótskör guðs. Við skulum því enn biðja og vona að þjóð okkar lifi og þroskist og landið okkar megi gróa sára sinna. Og viö skulum vona að menn eigi enn um langan aldur erindi heim aö Hólum. Erindi flutt á Hólahátíö sl. sumar Ingölfur Sveinsson I VOULIAG- MENI (Vouliagmeni er sólbaöstaður skammt frá Aþenu í Grikklandi) í blýgrátt rökkur féll draumur liöins dags í bláfirrð morgunsins reis draumur þinn upp meö andblæ af Eyjahafi Sólin kastaöi heitum geislum á ströndina og hafiö stráöi hvítum rósurn í sandinn. (Sept. 1978) ■ Myndir frá Pétu rsborg (Leningrad) Fáar borgir veröskulda fremur aö nefnast í höfuöiö á skapara sínum og Pétursborg, er seinna fékk nafnið Sánkti Pétursborg, en hefur veriö nefnd Leningrad frá árinu 1924. — Pétur mikli Rússlandskeisari grundvallaði ekki einungis borgina áriö 1701, og tók af lífi og sál þátt í mótun hennar og uppbyggingu, — heldur hrakti hann Svía burt af landsvæðinu sem borgin er byggð á. Hann ruddist meö heri sína aö Eystrarsalti og opnaöi þar meö ríki sínu sjóleiöina til vesturs. Byggöi rússnenskt virki á eyðifláka viö ósa Newa-fljótsins. Þaö var ekkert smátt í kringum Pétur mikla. Maöurinn risi aö vexti, tveir metrar og sjö sentimetrar aö hæð, en samsvaraöi sér vel enda sterkbyggöur og eftir því rammur aö afli. — Þaö var ekkert til sparað í þvf skyni aö gera borgina sem veglegasta úr garði, hallirnar risa- vaxnar, torgin stór og mikil um sig og göturnar breiöar. Áriö 1714 setti Pétur fram hin frægu lög um aö í framtíöinni skyldi eingöngu byggt úr steini í Pétursborg. Þá vildi Pétur einnig rífa Rússnesku þjóöina upp úr sinnuleysi og dróma, tengja hana vestrænni menningu og ýtti hann undir hvers konar framfarir. Pétur var stórhuga umbótasinni á öllum sviöum og eftirkomendur hans héldu áfram uppbyggingar- starfinu meö svipuöum stórhug. Pétursborg var rómuö fyrir fegurö og íburð — höfuöborg Rússlands fram til ársins 1917, er öll stjórn- sýsla var flutt til Moskvu, sem má ' teljast umdeilanleg ráöstöfun ekki síöur en nafnbreytingin. Elísabet II, dóttir Péturs og Katrín mikla tengdadóttir hennar koma einkum mikiö viö sögu í sambandi við áframhaldandi upp- byggingu borgarinnar. Vetrarhöllin var byggö í tíö Elísabetar en Eremitagesafniö er mikiö til verk Katrínar, ásamt ótrúlegum inn- kaupum listaverka og listiönaöar frá vestrinu. Þetta fjármagnaöi Katrín ööru fremur með því að láta nýstofnaöan Rússlandsbanka prenta rúblur í gríö og erg. Fyrir ómetanleg listaverk höfuösnillinga Evrópu galt hún sem sé meö pappírspeningum! Pétursborg var í stööugri list- rænni uppbyggingu fram aö bylt- ingunni og þótt vöxtur hennar haldi áfram er þaö trauöla í anda brautryöjendanna hvaö húsa- geröarlist áhrærir en þaö er önnur saga sem ekki veröur sögö hér. Hér er vafalítið um aö ræöa fegurstu borg Rússlands og segja þeir er til þekkja, aö þaö séu álíka viöbrigöi aö koma þangaö frá hinni þungu Moskvu, og t.d. frá Leningrad (Pétursborg) til Noröurlanda, — er þá átt viö aö svo miklu léttar sé yfir borginni. Borgin sjálf, sem telur 41/2 milljón íbúa, eöa svipað og í öllu Finnlandi veröur aö teljast ein hin fegursta í veröldinni. Efsta röö, talið frá vinstri: Vetrarhöllin, — höfundur greinarinnar í forgrunni. í miöju: Brjóstmynd af húsameistara Isakskirkju, Richard de Montferrand (1786—1858). Athygli vekur, hve margar sjaldgæfar marmarategundir eru í myndinni, — einkum mun svarti marmarinn í kraganum vera fágætur. Til hægri: isakskirkja, sögö önnur eöa þriöja mesta kirkjubygging veraldar. Byggö á árunum 1818—58. Miörööin: T.v. Eitt af mörgum altörum í ísakskirkju og gott dæmi um hinn ótrúlega íburö er hvarvetna blasir viö. í miöju: Hér undi Pétur mikli sér best innan um uppáhaldsmálverk sín í litla vinalega sumarhúsinu í hinum mikla . garði Sumarhallarinnar. Lengst til hægri: Ein af fjölmörgum styttum í garði Sumarhallarinnar, sem í skipulagi minnir mjög á Versali. Styttan mun upprunalega hafa veriö gullhúöuö. Neösta röö, frá vinstri: Hin flötu, aflöngu hús handan Newafljótsins mætti með réttu nefna „svarthol", pví aö hinar gluggalausu vistarverur hýstu upprunalega andstæðinga Péturs mikla. í miöju: Útsýniö frá sumarhöllinni. Til hægri: Sumarhöll Pétqrs mikla, sem hann bjó pó aldrei í. Mikill fjöldi táknrænna stytta prýöa gosbrunnana fyrir framan höllina og voru upprunalega úr gulli eöa gullhúöaöar. Nú eru petta einungis gylltar eftirlíkingar og samkvæmt pví sem leiösögukonan tjáði okkur, munu Þjóðverjar hafa numiö upprunalegu stytturnar í burt í heimsstyrjöldinni og brætt pær upp. B.Á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.