Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 21
„Þaö sem gefur myndmáii Einars Jónssonar sérstööu, er annarsvegar hiö djúpsæja heimspekilega og trúarlega ívaf, sem einkennir mörg verka hans og hinsvegar sú meistaralega myndmótunartækni, sem geröi honum kleift aö tjá raunsæismyndir, goösagnamyndir og afstæöustu heimspekihugmyndir á Ijóslifandi hátt“ í tröllahöndum, 1916—1923. Að ofani Samvizkubit, 1906—1911. Að neðan er önnur útfærsla á sama yrkisefni, sem Einar vann á árunum 1911 — 1947. mótunartækni sem geröi honum kleift aö tjá raunsæismyndir, goösagnamynd- ir og afstæöustu heimspekihugmyndir á Ijóslifandi hátt. Þessi sérstaöa mynd- máls Enars geröi þaö aö verkum aö prófessor Guðmundur Finnbogason gaf honum heitiö myndskáld og líkti framsetningarmáta hans viö líkingamál kenninga dróttkvæöanna. Um myndina í Tröllahöndum sagöi Guömundur Finnbogason í ritgjörö sinni um Einar: „Skemmtileg og átakanleg er myndin af Guðmanni unga hjá tröllunum Vana og Steingerði. Þau hafa veitt hann í net sitt. Hann stritar og horfir til himins, en ekkert lætur undan. Hann er rígfastur. Samvinna þeirra hjónanna er aödáan- leg. Þau eru sem einn maöur þar sem þau sitja og toga aftur og niður á viö. Þau eru sjálfum sér stóll. Þau spenna greipar um hné sér eins og íbyggnir og ráösettir menn gera, og ekki er þaö þeirra sök, þó aö tærnar á þeim fótunum, sem þau hafa í samlögum, snúi öfugt viö þaö, sem er á einum manni. Þau eru ákaflega handstór, því aö vaninn og steingervingin eru hand- föst. Hins vegar er heilabúíö heldur lítiö, því aö hinn vanabundni og steingeröi þarf ekki aö hugsa. í andliti karlsins er þvergiröingur þurradrambsins á hæsta stigi, og í svip kerlingar er eins og andvana og kaldur skuggi af fyrirlitn- ingu fyrir hverri lífshræringu. Slíka mynd skapar sá einn, er skilur til fulls, aö guöseðliö í manninum er frumskapandi ímyndunarafl, gróörar- magn andans, er leitar aö nýjum leiðum, nýrri útsýn, og aö hættan er sú aö veiöast í net vanans og veröa aö steingervingi.“ Og Guömundur segir undír lok skrifa sinna um myndskáldið á þessa lund: „Ég hefi nú reynt aö skýra aðal- hugsanirnar í nokkrum verkum Einars Jónssonar, þær hugsanir, er áhorfand- inn getur sjálfur lesiö út úr þeim og komiö einföldum orðum aö. Slík áttavísun er ef til vill ekki aö ófyrirsynju fyrir þá sök, aö flestum veröur ósjálfrátt aö leita hugsunar í mynd, sem þeir viröa fyrir sér, og aö gera ráð fyrir aö höfundurinn hafi hugsaö sér eitthvaö, er hann skapaöi mynd sína, og að verk hans sé ekki leikur einn með form og línur.“ Og síöar: „En skilningur á aöalhugsun listaverks er aöeins einn þáttur skiln- ings á verkinu í heild sinni. Enginn skilur listaverk nema sá er gerir sér þaö svo innlíft, aö þaö tali sjálft því máli, er ekki verður þýtt á tungumál, heldur aöeins skynjaö, fundiö, grunaö. Til þess eru myndir, að segja þaö, sem ekki verður meö orðum lýst, hiö sérstæöa og sjálfstaka, bera oss blæ andans, sem ekki verður höndlaöur, og þó er oss nær en þaö sem þreifaö verður á. Það er einkenni góös listaverks, að þaö er sem sístreymandi lind, er aldrei veröur aö öllu tæmd í mæliker oröanna.“ (Framhald).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.