Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Blaðsíða 6
ENDUR-
HEIMT
PARA-
DÍS
Smásaga
eftir
Guömund L.
Friðfinnsson
Vox og litur grasvallarins sker vel af
viö malbik götunnar. Nývöknuö blóm
meöfram hellulögöum stígum.
Skeggjaöi maðurinn meö háriö kem-
ur slangrandi inn á völlinn og stefnir aö
bekknum þar sem gamli konsúllinn situr
í góðviörinu og hallast fram á staf sinn.
„Hæ, ömmubróðir, þú hér, gamli
gæi,“ kallar ungi maðurinn, „og ekkert
aö gera, situr bara á bekk. Skárri er
þaö nú aldarhátturinn." Hann hlær og
buxur hans, pilsvíöar um mjóalegginn
en þröngar um hné, slettast skrýtilega
þegar hann gengur.
„Skömm er aö sjá þig, afmánin þín,“
segir gamli maðurinn og lítur seinlega
viö komumanni. „Þú ert ekki einu sinni
hreinn, eða þá uppdrátturinn." Hann
hristir höfuöiö og púar.
„Ég sem er í litklæðum eins og
frjálsræöishetjurnar góöu. Séröu þaö
ekki, maöur? Kanntu ekki lengur að
meta fornöldina, aha?“
„Sér eru nú hver litklæðin,“ segir sá
gamli meö fyrirlitningu, „önnur skálmin
rauö, hin blá. Aldrei hefur maöur nú séö
annað eins. Hvar í ósköpunum færöu
svona flíkur ef flíkur skyldi kalla?"
„O, kærastan mixaði. Eins og þaö sé
ekki alltaf hægt aö mixa og sletta bót
ofan á bót. Er þaö ekki einmitt þaö sem
ber aö gera til að viðhalda velferöarrík-
inu, ha?“
Slíku geipi svarar konsúllinn auðvitaö
ekki en varpar fram oröi í framhaldi af
fyrri spurningu: „Eitthvað áttu þó
skárra. Ekki trúi ég öðru.“
„Ég á aö minnsta kosti tíu galla af
gamla skólanum. Þér er velkomiö aö fá
þaö allt eins og þaö leggur sig.“
Hármaöur slær út höndum eins og
tilbúinn aö faöma alheiminn, bætir
síöan viö: „Aldrei er aö vita nema
virðulegur gamlingi geti reddaö einum
milljaröinum eöa svo þangað til hann er
orðinn aö engu, hahaha."
„Þú getur átt þína leppa fyrir mér,“
svarar gamli maöurinn þurrlega. „En
ertu svo trúlofaöur í þokkabót einu sinni
enn?“
„Trúlofaður og trúlofaöur ekki,“
svarar hármaður kæruleysislega og
snýr rauöu buxnaskálminni aö frænd-
anum. Síöan kveikir hann sér í vindlingi,
dregur reykinn djúpt og blæs loks meö
hægö út um nefiö, víkur sér enn einu
sinni dálítið viö og veit nú bláa
buxnaskálmin aö gamla manninum.
„Auövitaö er maöur trúlofaöur. Eins og
það sé nokkuö verri bissness en hvaö
annaö. Er ekki heimurinn einn allsherjar
bissness? Mér er spurn.“
Gamli maöurinn lítur á piltinn —
virðir hann fyrir sér svo sem af
sjónhending.
„Eru trúlofanir þín atvinna, kannski?"
Ungi maöurinn andar tóbaksreyk út
í voriö. „Þaö er ekki verra djobb en
hvaö annaö," svarar hann af tómlæti,
„allavega eins gott og aö vera alltaf aö
bjarga helvítis þjóöfélaginu og steypa
því um leið.“
„Hættur á skrifstofunni?"
Konsúllinn púar.
„Hvaöa nútímamaöur heldurðu að
nenni aö hanga á skrifstofu frá níu til
fimm?“ heldur ungi maöurinn áfram.
„Svoleiöis er ekkert frelsi og ekkert líf.
Þeir sem enn láta teyma sig á nasahring
gera þaö ýmist af eintómum ræfildóm
eöa vana, nema hvorttveggja sé.“
„Efnilegur ungur maöur. Einkar
efnilegt ungmenni,“ muldrar konsúllinn í
bringu sér. „Og auövitaö atvinnulaus,"
bætir hann viö hærra.
„Vinn þegar mér sýnist og slæpist
þegar ég vil, en slæpist þó langmest. Ég
er Adam aö endurheimta paradís. Það
er djobb út af fyrir sig. Ertu meö á
nótunum, gamli?"
„Heillandi paradís þaö,“ segir gamli
maöurinn. Eitthvaö hefstu þó aö. Ekki
slæpistu endalaust.“
„Ég lifi og er bara,“ svarar ungi
maðurinn og snýr nú rauöu buxna-
skálminni aö þeim gamla. „Viltu smók?“
Gamli konsúllinn hristir höfuöið.
„Pillu þá, gamli hasar, stoff — upp á
frændsemi?" spyr skeggmaöur og
glottir.
Þessu svarar gamli maöurinn heldur
ekki en rís upp af bekknum meö
erfiðismunum og styöur sig viö stafinn.
„Ljótt er, Ijótt er,“ tautar hann.
„Eitthvaö þarftu þó aö éta, vænti ég, og
skilding. Pening eruö þiö vanir aö þurfa,
þessir höföingjar sem eigiö aö erfa
landiö.“ Hann hristir höfuöuö. „Og
trúlofaður í þokkabót, púfúff.“
„Eins og það séu ekki alltaf til nógir
helvítis peningar,“ staöhæfir ungi
maðurinn og dregur reykinn óvenju
djúpt. „Til hvers er velferöarríki og til
hvers er veriö aö redda ef ekki er svo til
annar eins bölvaöur tittlingaskítur og
peningar, ha?“
Gamli maðurinn horfir þegjandi á
unga manninn — viröir hann aö þessu
sinni fyrir sér hátt og lágt — ógreitt
háriö niöur á heröar — skeggflókann,
sem hylur verulegan hluta af yfirborði
andlitsins, og fötin, hvoluö eins og legiö
heföi veriö í þeim í beituskúr eöa á
pakkhúslofti.
„Og þú sem einu sinni varst efnis- og
myndarbarn og eftirlæti á góöu heimili,
enda af ágætisfólki kominn,“ stynur
konsúllinn í uppgjöf. „Drottinn minn
sæll og góöur. Margt getur komiö fyrir.
Hvaö er það oröiö sem ekki getur
gerst?“ Hann gerir sig líklegan til aö
staulast burt, en tekur sig allt í einu á,
snýr sér aö unga manninum og spyr:
„Af hverju ertu eiginlega svona? Ekki er
þetta þú sjálfur — þinn rétti maöur. Því
trúi ég ekki fyrr en ég má til.“
„Víst,“ svarar ungi maöurinn. „Víst er
þetta ég — Homo sabiens eins og hann
lítur út þegar búiö er aö reyta af honum
gervifjaörirnar sem þiö hafið tyllt á hann
— Adam kominn aftur aö endurheimta
sína glötuöu paradís. Æösta dýr
jaröarinnar gengur nakiö milli ilmandi
trjánna eins og í árdaga". Hann slær út
höndum. „Bölvunin aöeins sú aö búiö er
aö eta af skilningstrénu og síðan veit
raunar enginn hvar paradísin er og því
síöur hvort hún er eilíf. Og hvað er þá
hægt annaö en leita og lifa svo bara
meöan lifaö er? Ég kem í blesspartíið
þitt, frændi." Hann veifar og snýst á
hæli eins og hann sé aö fara.
„Neí, bíddu,“ segir gamli maöurinn og
færist ofurlítiö í aukana. „Ég er ekki
dauður enn og óvíst hvor annan grefur.
Framhald á bls. 19