Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Blaðsíða 4
Hvað
getur
einn
maður
gert?
tempruöu beltum Afríku, Suöur-Asíu og
Suður-Ameríku, sem bezt sézt af því, aö
áriö 1966 áætlaöi Alþjóöaheilbrigöismála-
stofnunin, aö fjöldi holdsveikra í öllum
heimi væri um 11 milljónir og af þeim
fjölda fengu aöeins 1/5 hlutinn læknis-
meöferö. Allir áðurnefndir sjúkdómar eru
þess eðlis, aö hægt er aö lækna þá eöa
halda þeim í skefjum meö lyfjum. Einn
maöur getur þess vegna meö atorku sinni
og nauösynlegum áhöldum og lyfjum
frelsaö hundruö eöa þúsundir manna úr
greipum þjáningar og dauöa og þaö meö
kostnaöi, sem er óverulegur miðaö viö
óþarfa eyöslu margra í velferöarþjóö-
félagi.
Hvers vegna fór
Albert Schweitzer
til Lambaréne?
Einn af mörgum aödáendum Schweitz-
ers, sem vildi bjarga hugverkum hans frá
glötun var bandaríski ritstjórinn Norman
Cousins. Hann fór til Lambaréne áriö
1957 og skrifaði bók aö ferö lokinni. í
þessari bók kemur greinilega fram
ástæöan fyrir því, aö Schweitzer fór til
Lambaréne og mótaöi lífstefnu sína eins
og öllum er nú kunnugt.
Til gamans má geta þess, aö Cousins
'haföi fært Schweitzer persónulegt bréf frá
Eisenhower Bandaríkjaforseta, sem
Schweitzer var nú aö svara. Hann lét
svarbréfiö í ólokað umslag og rétti
Cousins þaö til þess aö hann gæti fært
forsetanum þaö persónulega. Að því
loknu hallaði hann sér aftur á bak í
stólnum og spuröi Cousins, hvort hann
væri ánægöur meö aö hafa tekið
ákvöröun um aö koma til Lambaréne.
„Mjög ánægöur," svaraði Cousins og
notaöi tækifæriö og sagöi viö Schweitzer,
aö hann vonaöist til, aö hann tæki þaö
ekki sem vott um hvatvísi þó aö hann
spyrði hann sömu spurningar. Schweitzer
sagöist hafa haft um fjörutíu ár til
umhugsunar til þess aö svara þessari
spurningu svo aö ekki þyrfti aö veröa hik
á svari hans. Já, hann var ánægöur, að
hann kom til Lambaréne, mjög ánægöur.
Það var þegar hann var aö sigla upp eftir
Ogowe ánni dag nokkurn fyrir mörgum
árum, framhjá einni af hinum frjósömu
eyjum í ánni og horföi upp í hin vaöandi
ský, sem hugmyndin um lotningu fyrir
lífinu gagntók hann. Lambaréne haföi
einnig gert honum kleift aö gera líf hans
aö rökstuðningi hans, sagöi Schweitzer.
Þetta kom Cousins á óvart og hann lei't
upp spyrjandi.
„Sem ungur maður var mitt megintak-
mark að verða góöur prestur,“ sagöi
Schweitzer. „Ég lauk námi og fljótlega
eftir þaö hóf ég kennslu. Ég varö skóla-
©
stjóri prestaskólans í Strassborg. Einnig
héit ég áfram aö rannsaka og hugsa um líf
Jesú og þýöingu þess. Og því meira sem
ég rannsakaöi og hugsaöi þeim mun
fullvissari varö ég, að kristin guöfræöi
væri oröin of flókin. Á fyrstu öldum eftir
Krists burö, varð feguröin og einfaldleik-
inn varöandi Jesú dálítiö ógreinilegur
vegna mismunandi skýringa og ótrúlega
flókinna kennisetninga, sem stöfuöu at
deilum um guðfræöileg efni. Melra en öld
eftir Krists burö stóöu deilur, sem fjölluöu
um spurningar eins og þessar: „Er Jesú
raunverulegur Guö eða sonur Guös? Ef
hann er Guð, hvers vegna þjáöist hann?
Ef hann var sonur Guös, hvers vegna var
hann látinn þjázt? Hvaö er átt viö meö
anda Jesú? Hver er hin rétta staöa Maríu f
kristinni guöfræöi?" Flókin guðfræði, sem
fékkst viö slíkar spurningar olli mér
hugarangri vegna þess, aö hún leitaöist
viö aö leiöa hugann frá hinum mikla og
einfalda sannleika, sem birtist í oröum og
lífi Jesú, Jesú Kristur lýsti ekki sjálfan sig
Guö eöa son Guös. Hlutverk hans var aö
vekja fólk til meðvitundar um Guös ríki,
sem hann taldi vera á næsta leiti.
í tilraunum mínum til þess aö komast
hjá torskilinni kristinni guöfræöi, sem
byggöist á síðari tíma skýringum,
þróuöust meö mér mínar eigin hugmynd-
ir. Þessar hugmyndir gengu í berhögg viö
þær hugmyndir, sem mér höföu verið
kenndar. Hvaö átti ég nú aö gera? Átti ég
aö kenna þaö, sem mér haföi veriö kennt,
en trúöi nú ekki sjálfur? Hvernig gat ég
sem skólastjóri prestaskólans axlað þá
ábyrgö aö kenna ungum mönnum þaö,
sem ég trúöi ekki sjálfur? Eöa áttl ég að
kenna þaö, sem ég trúöi sjálfur? Ef ég
geröi þaö, mundi þaö þá ekki valda
lærifeörum mínum vonbrigöum? And-
spænis þessum tveimur spurningum
ákvaö ég aö gera hvorugt. Ég ákvaö aö
yfirgefa prestaskólann. I staö þess aö
reyna aö vinna kenningum mínum fylgi,
sem mundi hafa í för meö sér óæskilegar
deilur, ákvaö ég aö gera líf mitt aö
rökstuöningi mínum. Ég ætlaöi aö játa trú
mína með lífsstarfi mínu. í staö þess að
prédika trú mína á tilveru Guös meö
sérhverjum okkar, vildi ég reyna aö láta líf
mitt og starf segja þaö, sem ég trúöi á.“
Lotning fyrir lífinu
Ef tiltaka ætti þá þætti í lífsstarfi
Schweitzers, sem mest áhrif hafa haft á líf
hans og annarra, sem aöhyllast kenningar
hans, er fullvíst, aö þeir séu annars vegar
mannúöarstörf hans í Lambaréne í meira
en hálfa öld og hins vegar siöfræöikenn-
ing hans um lotningu fyrir lífinu. Þessir
tveir þættir eru opinberun þeirrar trúar og
skilgreiningar á Guöi, sem Schweitzer
setti fram á ungum aldri og er í sem
skemmstu máli þannig, aö í alheimsgeimi
ei Guö ópersónulegt náttúruafl, en í
sjálfum mér er hann siöfræðilegur per-
sónuleiki. Hinn heimspekilegi Guö og sá
Guö, sem ég hef reynslu af sem siöfræöi-
legum vilja eru ekki sammiöja. Þeir eru
einn Guö, en á hvern hátt þeir eru einn
skil ég ekki.
Mannúöarstörfin í Lambaréne eru knúin
af hinum siöfræöiiega vilja, sem er svo
þroskaöur í Schweitzer, aö hann lítur á
sitt starfssviö jafn eölilegum augum og
starfssviö annarra manna. Þetta afl er
stundum nefnt köllun. Sennilegt er, aö af
þessari ástæöu sé þaö nauösynlegt bæöi
fyrir trúarheill og sálarheill sérhvers
einstaklings aö fá tækifæri til þess aö
hlýöa köllun sinni, að geta sinnt sínum
siðfræðilega vilja, aö geta hlýtt Guöi í
sjálfum sér. Hann er sá þáttur, sem
hugsun, vilji og skilningur vaxa af. Hinn
þátturinn, lotning fyrir lífinu, er þá lotning
fyrir Guöi í alheimsgeimi, lotning fyrir hinu
ópersónulega náttúruafli, sem viö skynj-
um alls staöar í kringum okkur.
Þessi siöfræöihugmynd er algjör, því aö
hún gerir ráö fyrir aö lotning og ítrasta
tillitssemi sé höfö gagnvart öllu lífi, hvort
sem um svokallaö æöra eöa lægra
lífsform er aö ræöa, hún gerir ráö fyrir
lotningu gagnvart sköpunarverki Guös.
Þessi hugmynd á vafalaust eftir aö halda
nafni Schweitzers á lofti löngu eftir aö
önnur verk hans eru gleymd og eru þau
þó hvorki lítilvæg né lítil aö vöxtum, svo
fremi maöurinn veröi áfram búinn skyn-
samlegu viti og þroska. Hugmyndin um
lotningu fyrir lífinu er hvorki frumleg né
djúpstæö viö frumathugun, en sé
skyggnzt dýpra er hún kjarni eöa tær
kristall allrar sannrar siöfræöi og trúfræöi.
Hún er sú dýpsta speki, sem boöar líf og >
friö. Þessa siöfræöi hefur heimurinn nú
meiri þörf fyrir en allt annað.
Áþekkar heimspekilegar hugmyndir
höföu komiö fram á 13. öld hjá Fransi af
Assisi, sem umgekkst allt lifandi og
reyndar dauöa hluti líka eins og þeir væru
bræöur hans og systur og ekki verður
betur séö en, aö eftirfarandi hugsun
meistarans frá Fagraskógi sé runnin af
sömu rót:
Allt lofsyngur lífiö,
og lífiö er þú,
þú mikli, eilífi andi,
sem í öllu og alls staðar býrö.
Þinn er mátturinn, þitt er ríkiö,
þín er öll heimsins dýrö.
Ekki er hægt aö segja annaö en, aö öll
hin margvíslega starfsemi Alberts
Schweitzers hafi veriö ein samfelld lotning
fyrir lífinu. Eftirfarandi frásögn hans af
starfinu í Lambaréne er dæmi um þaö.
„Skuröaögeröinni er lokiö og í hinum
dauflýsta svefnskála bíö ég eftir því, aö
sjúklingurinn vakni. Varla hefur hann náö
fullri meövitund, þegar hann byrjar aö
skima í kringum sig og segir meö snögg-
um áherzlum hvaö eftir annaö: „Ég finn
ekkert til lengur. Ég finn ekkert til lengur"
Hönd hans þreifar og leitar aö minni og
heldur henni fastri. Þá segi ég honum og
öllum hinum sjúklingunum í skálanum, aö
Jesú hafi sagt lækninum og konu hans aö
fara til Ogowe og aö hvítu mennirnir í
Evrópu gefi þeim peninga til þess aö búa
hér og lækna veiku negrana. Síðan verö
ég aö svara spurningum um það, hverjir
þessir hvítu menn séu, hvar þeir eigi
heima og hvernig þeir viti, aö hinir
innfæddu þjáist svo mikið af sjúkdómum.
Afríkusólin skín í gegnum kaffirunnana
inn í dimman-skálann, en viö, svartir og
hvítir, sitjum hliö viö hlið og finnst viö
skilja af eigin reynslu merkingu oröanna:
„en þér allir eruö bræöur" (Matt. 23.; 8).
Ég vildi óska, aö mínir rausnarlegu vinir í
Evrópu gætu komiö hingaö og lifað meö
mér slíka stund."
En lífiö er margbreytilegt og höfundur
kenningarinnar um lotningu fyrir lífinu var
dyggasti fylgjandi hennar í sínu daglega
lífi, enda hændust bæöi menn og dýr aö
honum. Schweitzer ætlaöist líka til þess,
aö aörir færu eftir henni. Adlai Stevenson,
sem sjálfur var mikill mannvinur, var mikill
vinur og aödáandi Alberts Schweitzers og
kenninga hans. Eitt sinn kom hann í
heimsókn til Labaréne og sýndi
Schweitzer honum sjúkrahúsiö. í þeirri för
varö forsetaframbjóðandanum fyrrver-
andi litið á handlegg Schweitzers og sá
sér til nokkurrar skelfingar, aö stór
moskítófluga var sezt á hann og sló þegar
í staö til hennar. „Þetta áttir þú ekki aö
gera,“ sagöi Doktorinn heldur hranalega.
„Þetta var mín moskítófluga. Og auk þess
var ekki nauösynlegt aö kalla á sjötta
flotann til þess aö fást við hana.“ Þetta er
enn eitt dæmi um þá tegund kímni, sem
honum var svo eiginleg.
Hér að framan hefur í stuttu máli veriö
lýst nokkrum þáttum í lífi merkilegs
mannvinar og siöfræöings, sem tókst aö
samræma orö, trú og athafnir á undra-
veröan hátt ekki sízt, ef höfö eru í huga
hans margvíslegu áhugamál svo sem
heimspeki, guöfræöi, læknisfræöi, tónlist
og friðarmál og þeir yfirburöahæfileikar,
sem hann var búinn á mörgum sviðum, er
hér hafa lítt eöa ekki veriö geröir aö
umtalsefni.
En þótt fáir kunni aö geta fetað í
fótspor þessa fjölhæfa og merka mann-
vinar og velgjörðarmanns, þá getur sér-
hver einstaklingur lagt sitt litla lóð á
vogarskál lífsins og haslaö sér völl undir
gunnfána þess.
Engin
vandamál
leysast af
sjálfu sér
Öll hjón, allir foreldrar eiga viö vanda-
mál aö stríða, mismunandi mikil og meö
ólíkum hætti. Viö lærum einnig aö mæta
vandamálunum meö ólíkum hætti allt frá
bernsku.
Ekkert er eölilegra en aö erfiöleikar
veröi sífellt ööru hverju í nánum viöskipt-
um, samskiptum, hjónabandi eöa sam-
búö tveggja eöa fleiri aöila. Menn alast
upp viö ólík skilyröi meö ólíkum hætti,
hljóta mismunandi menntunaraöstæöur,
hafa óiíkar skoöanir og frábrugöin viöhorf
til margra hluta o.s.frv. En erfiöleikarnir
geta oröiö okkur til aukins þroska og
dregiö okkur nær hvort ööru. Engin
vandamál leysast af sjálfu sér, aöeins
meö því aö Þegja um þau. Viö veröum aö
taka þau upp, ræöa um þau, heyra álit
hvors annars, reyna að setja okkur í spor
hins aöilans o.s.frv.
Hver fjölskylda á bæöi sína eigin sögu
og menningu, reglur og siöi. Hún mótast
og verður til bæöi af persónunum sjálfum,
samskiptum þeirra og samspili. En hún
mótast einnig af ytra umhverfi, ríkjandi
stjórnmálum og stefnu þeirra, fjárhagi
o.s.frv.
Stundum er sögu fjölskyldna skipt niöur
í ákveðin tímabil eins og t.d.:
1. Ung hjón — Engin börn.
2. Frá fæöingu fyrsta barns til hins
síðasta.
3. Uppeldi — þar til fyrsta barn fer aö
heiman.
4. Börnin fara aö heiman og yfirgefa
foreldra og heimili.
5. Miðaldra og eldri hjón — Engin börn.
Þó aö niöurrööun þessi sé einföld,
getur hún hjálpaö okkur til þess aö átta
okkur á, aö fjölskylda á einnig sína eigin
sögu og ákveönu tímabil. Börn eru
mismunandi sjálfstæö og fjölskyldubönd-
in binda okkur foreldrum okkar meö
ólíkum hætti.
Hrútur og Unnur, sem rætt var um í
síðasta þætti, eru hjón meö engin börn.
Dýpsti samleikur þeirra hjóna í ástarleikj-
um og samförum olli þeim erfiöleikum.
Svo miklum, aö Unnur leitar til fööur síns
og segir honum að lokum „allt af létta“.
E.t.v. hafa ættartengslin veriö sterk og
hún óvenju háö fööur sínum. Kannski.
hefur hann átt sinn þátt í því aö „vernda
hana um of“, gera hana háöa sér. — Og
þegar til kastanna kemur, verður ráölegg-
ing hans „lögfræöilegs eðlis“. Hann legg-
ur á ráöin meö þaö, hvernig best sé, aö
skilnaöurinn fari fram eftir „löglegum"
hætti. Og hvernig sem á því stendur,
bíegöur til hins betra, þegar Unnur kemur