Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Blaðsíða 13
Tóta frænka og. temng- arnir augnaráöi á mig: Ekki skilja okkur ein eftír meö drekanum. Ég sló því á göfugmann- legri strengi sáiarhörpunnar og ákvaö aö sitja nokkra stund enn, þó ég heföi tapaö ölium spilunum. Þessi nokkra stund var til klukkan þrjú um nóttina, ég tapaöi alltaf og mig dreymdi fljúgandi teninga um nóttina. Ógnandi sexur og fimmur komu æöandi aö mér, og ég ætlaöi aö reyna aö flýja, en fjarkarnir héldu mér föstum svo ég gat mig hvergi hrært. Ég var því tekinn og steiktur yfir glóandi ásum, en tvistarnir og þristarnir horföu á matargeröina og sleiktu út um og krydduðu mig án afláts. Eg vaknaöi í svitakófi og meðan ég horfði stjörfum augum í myrkriö í hjónaher- berginu strengdi ég þess heit aö snerta aldrei framar á teningum. En hvers má sín maöurinn gagnvart kvenlegri þrjóskunni í Tótu frænku. Einskis, einskis. Hún þaut inn í hjónaher- bergiö eldsnemma um morguninn meö börnin á hælunum og hrópaöi, aö ekkert væri betra en eitt lítið teningaspil á fastandi maga. Og vansvefta og viti mínu fjær var ég leiddur í spilavíti Tótu frænku meö dyggri aöstoð fjölskyldu minnar. Sjaldan hefur hún brugöist mér eins og nú — öll voru þau samtaka, konan, Soffía og Eiríkur litli, sem horföi skærbláum barns- augum á fööur sinn og grátbændí hann aö vera meö í „bara einu spili í viöbót". Spiliö stóö fram á næstu nótt meö nokkrum matarhléum, og í óværum svefninum dreymdi mig aö ég klofnaöi í fimm teninga, sem Tóta frænka, konan og börnin grýttu fast í borðið. Ég vaknaöi upp fyrir klukkan sex og þoröi ekki aö sofna aftur af ótta viö martrööina. Nokkru síöar endurtók sagan sig, Tóta frænka og börnin ruddust inn og teningaspilinu var haldiö áfram. Ég var nú oröinn líkari vélmenni en mennskum manni af þreytu og svefnleysi, en engrar miskunnar var aö vænta hjá aödáendum teningaspilsins, sem spiluöu eins og þau ættu lífiö aö leysa. En eitthvaö hef ég vakiö athygli þeirra fyrir jafnslælega frammistöðu og áöur, því Tóta frænka stöövaöi spiliö, mikilúöleg á svip og sagöi: — Alfreö Böövar, þetta gengur ekki lengur. Mikiö var ég henni hjartanlega sam- mála. — ÞÚ EINBEITIR ÞÉR EKKI AÐ SPILINUH Ég var aö því kominn aö fara aö beygja af, en harkaöi af mér. Karlmenni gráta ekki, og ég vildi ekki vera Eiríki slæmt fordæmi. Tóta frænka hélt áfram, hneyksluð, bitur og sár: — Ég hef aldrei séö neinn spila svona áöur! Þú hendir teningunum svo lufsulega upp, sjáöu, svona! Hvernig býstu viö aö ná árangri í spilinu meö þessu áframhaldi. Þú hefur ekki unniö eitt einasta spil, síöan viö byrjuöum. Ekki í fyrra dag, ekki í gær og ekki í dag. Ekki alla helgina. Tóta frænka geröi sig ógnandi á svip og þrumaði, svo undirtók í hverfinu: — Ef þér finnst þetta leiöinlegt spil, skaltu bara láta vita af því. Þú þartt ekki aö spila, frekar en þú viltl Ég leit eitt augnablik framan í konuna. Úr svip hennar varö ekki annaö lesiö en aö ég væri heimsins ómerkilegasti heimilisfaöir, ef ég héldi því fram aö þetta væri leiöinlegt spil. Úr augum barna minna las ég grimmdarlega áfergju og fíkn í áframhaldandi tengingaspil. Og Tóta frænka þurfti ekki aö setja upp neinn svip aö lesa í, hún var nógu óárennileg fyrir. Ég guggnaði. — Mér... mér finnst... gaman, já, já, gaman aö teningaspili, stundi ég upp. Svo huldi ég andlitiö í höndum mínum og grét beisklega, ofurliöi borinn af konum og börnum. Þaö var meira en karlmennska mín gat boriö. — Þá höldum viö áfram eins og ekkert hafi í skorist, sagöi Tóta frænka. Enda hefur ekkert í skorist, hélt hún áfram, gersneydd allri manniegri tilfinningu. — Ha, ha, ha, hló Tóta frænka. Meö grátstöfum, Alfreð Böðvar. Bragi Magnússon Helgi Sveinsson íþröttakennari Askan djörf til hæöa horfir, hátt er markiö sett, oft er teflt á tæpa vaðiö, er tekur gáskinn sprett, — þeim, sem vita um vegsemd lífsins veitist þetta létt. Æ skal ganga feti framar, fagna hverri þraut, klífa hæstu fanna fjöllin, foröast dal og laut, stikla ofar, aldrei hverfa út af þeirri braut. Vera heill í hverju starfi, hiki bægja frá, aga hugann, heröa skapið þó horfi kímni af brá, og svo á lífiö mikla mildi og mikla hjartans þrá. Þessu merki alla æfi, uppi hverja stund, halda þeir, sem hyggja á dáöir og hafa karlmannslund, — þeir eiga lag og lending vísa þó lokist öörum sund. Sortna ský, því sorgin hefur sest um þennan staö. Líf, sem var áður orkuþrungið er nú fölnaö blað. Hvar eru örlög okkur spunnin. — Enginn veit um þaö. Ingölfur Sveinsson JOHANN SEBASTIAN BACH Rifnar skýjatætlur hanga utan í hvassbrýndum fjallatindum eftir óveöriö sunnanvindurinn leikur á flautu undir orgelhljómum hafsis viö brimótta ströndina allt veröur skýrt og fagurt þegar sólin brýst fram í morgunljómanum og fögnuður lífsins birtist í dýrö nýs dags Orkester hafsins er þagnaö fjöllin jöklarnir ströndin sem skulfu og nötruöu í ægikrafti fárviörisins sindra í hækkandi sól og páskahelgin heldur innreið sína og þýöir tónar meistarans milda og sefa hjörtun viö brimótta ströndina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.