Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Blaðsíða 15
legar orsakir geösjúkdóma viröast jafn- flóknar og viðkvæmar og þær efnabreyt- ingar, sem eru forsenda andlegrar heil- brigöi. Ólíklegt sýnist að einföld lyfjagjöf geti nokkurn tíma læknaö géöveiki á svipstundu. Samt viröast endorfínin gefa nýjar vonir. Þau geölyf, sem nú eru notuð, hamla gegn áhrifum dópamíns en lang- varandi notkun þeirra hefir ýmsar slæmar aukaverkanir í för meö sér. Meöal annars draga þau úr valdi manna á sjálfráöum hreyfingum og valda ósjálfráðum grettum. Enkefalín og endorfín virðast hamla gegn áhrifum dópamíns og noradrenalíns í heilanum meö mikiili nákvæmni. Því er þaö von manna aö efnasambönd hlíðstæð þeim og öðrum peptíöum er verka í þeim hlutum heilans sem geös- hræringar eiga sér staö, geri kleift aö hafa áhrif á starf heilans án þess aö raska jafnvægi hans, heldur styrkja þaö. En þó aö uppgötvun endorfínanna hafi mikiö hagnýtt gildi og veki miklar vonir, eru þau okkur enn ein sönnun þess að viö erum ekki þaö sem viö viljum vera láta er viö miklumst af persónuleika okkar, heldur erum viö árangur fjölþættra efna- breytinga, sem hafa verið milljónir ára að þróast. Ef til vill starfar líkami okkar eins og hann gerir ekki aðeins vegna þess aö hvatberar í heilafrumunum halda þeim í eðlilegu starfi, heldur vegna þess aö endur fyrir löngu hafi þaö gerst í köldu hafi Devontímans aö forfeöur hringmunna ööluðust hæfileika til aö skynja, og ef til vill muna sársauka þannig aö þeir gátu látiö þaö ganga í arf til afkomenda sinna. Síöan hafi heilafrumur hringmunna, nag- dýra, prímata og loks frummanna smám saman fariö aö læra af sársauka og bregðast viö honum með einhverjum vísi af tilfinningum, síöan minningum og loks hugsun þar til heilinn, sem við erum svo hreykin af, varð að því sem hann er nú. Þýtt og endursagt: Jón O. Edwald. Radíöaktíft líf Framhald af bls. 10 leggur konunnar eins og leysist upp eöa hverfur inn í bakgrunninn og kynja- myndir hans. Blár bakgrunnur myndar- innar breytist og sveiflast frá dökk- bláma næturhiminsins vinstra megin yfir í sólbjarta heiöríkju hægra megin. Allskonar kynjamyndir bera í þennan Ijósa himinn, ekki ósvipað og er í mörgum myndum Kjarvals, sem lætur áhorfendum eftir aö ráöa í þær rúnir. Þar sýnist sitt hverjum. Sumir sjá þar ekkert nema tilviljunarkennda Ijósa bletti, en aörir myndir og tákn, jafnvel svipmyndir úr sögu og af náttúrufari þessa landshluta, þarna inni í miöri Afríku. Viö efri jaðar myndarinnar, nœr miöju, þykjast menn sjá vangamynd af síöskeggjuöum manni, með her- foringjahúfu á höfði eöa jafnvel kórónu. Þeir hinir sömii segja aö vangasvipurinn og höfuðbúnaöurinn minni á alkunna mynd af Leopold 2. Belgíukonungi, sem muni hafa birst í íslenskum blöðum þegar rifjuö var upp forsaga Kongóríkis í sambandj viö atburöina er þar geröust veturinn 1960—'61. Framundan þess- um tignarmanni sjá þessir mynd- skyggnu menn stríðsfák með hringaöan makka, Ijósfextan og viö hann lagt beisli. Á milli gangvarans og hins tigna riddara er S-laga lína, tvöföld aö hluta með þverstriki sem minnir á $ eða dollaramerki. Þegar komið er að þeim hluta bakgrunnsins, sem framhandlegg- ur konunnar hverfur í verða myndirnar margvíslegrf, segja þessir skyggnu menn. Þeir segja, að þar megi greina ÁSTRÍKUR Á GODABAKKA Eftir Goscinny og Uderzo. Birt í samráði við Fjölvaútgáfuna. skógardýr, hestshöfuö, asnahaus meö áberandi eyrum o.fl. o.fl. Alltaf sjá þeir eitthvaö nýtt í hvert skiftl sem myndin er skoöuö. Aö lokum er svo aö minnast á fangamark málarans. Þaö er í hægra horni, ofan við fót hins liggjandi manns, og er eiginlega á þrem hæðum. Efst kemur Jóh. meö áberandi punkti á eftir. Útaf þessum stöfum kemur svo ártaliö 1960. Þar fyrir neöan kemur S. meö vænum punkti og neðst stendur svo Kjarval skýrum stöfum. Rétt er að vekja athygli á tíma- setningunni 1960. Veröur ekki séö hvort átt er viö áriö 1960 eöa veturinn 1960—'61, sem telja veröur þó líklegra, þar sem þessi mynd viröist hvorki hafa verið á Noregssýningunni sumarið 1960 né heldur á Kjarvalssýningunni sem opnuö var í Listamannaskálanum snemma ífebrúar 1961. Áður en skilist veröur viö þessar hugleiöingar um sennilega kveikju aö Kjarvalsmyndinni „Kona meö barn á armi", er skylt að geta þess, að ekkert af því sem á myndinni sést er óum- deilanlegt nema hin dökka kona; um allt annaö veröa menn aö geta sér til. Allai slíkar getgátur hljóta fyrst og fremst að byggjast á tvennu. Annars vegar é hinum dæmalausa hæfileika aö mále undir rós, ef svo mætti aö oröi komast þar sem ímyndunarafli áhorfandans o< hugarflugi er gefinn laus taumur og him vegar á kynnum af hrifnæmum of samúöarfullum manni, sem finnst hani eiga hlutdeild í annarra glæpum, jafnve þó aö þeir séu drýgöir suöur í Kongó. <£¦

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.