Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Page 5
Hjónaspjall — Þórir S. Guðbergsson
heim aftur til Hrúts og er ákveðin í aö
skilja: „Nú ríðr horr heim af þingi, ok var
Hrútr heim kominn ok fagnaði henni vel.
Hon tók vel máli hans ok var við hann
blíð. Þeira samfarir váru góöar þau
misseri."
Saga Hrúts
Ekki væri úr vegi, að virða aðeins fyrir
sér sögu Hrúts, áöur en viö Ijúkum þessu
spjalli. Mörg hjón eiga viö vandamál aö
stríða af því að skoöanir þeirra og viðhorf
til kynlífs og ástarleikja er ólíkt. Önnur
eiga viö erfiöleika aö stríöa af því aö blöö,
bækur, tímarit, kynlífsmyndir o.fl. þ.u.l.
gáfu ekki annaö til kynna en aö „líkamleg,
kynferðisleg fullnæging væri hin eina og
sanna hamingja lífsins, sem auk þess væri
unnt aö öölast á fáeinum mínútum". Enn
önnur hjón eiga viö erfiöleika aö stíöa, af
því aö annar aðilinn hefur haft langa
reynslu í þessum málum meöan hitt hefur
lifað skírlífi o.s.frv.
Þannig voru atvik, aö Hrútur þurfti aö
fara til Noregs eftir aö hann hafði „fest
sér“ Unni. Segir þar frá nánum samskipt-
um þeirra Gunnhildar, móöur Haralds
gráfelds, sem þá réö ríkjum í Noregi — og
Hrúts. Viröist hún fella ástarhug til Hrúts
og lætur haga atvikum þannig, aö þau tvö
geti veriö ein saman og notið hvors
annars í hálfan mánuö. Vissi hún þaö þó,
aö slíkt gat verið mikiö hættuspil.
„Síöan gengu þau til svefns, ok læsti
hon þegar loftinu innan, ok sváfu þau þar
um nóttina, en um morgininn fóru þau til
drykkju. Ok allan hálfan mánuö lágu þau
þar saman tvau ein í loftinu.
Þá mælti Gunnhildr við þá menn, er þar
váru: „Þér skuluð engu fyrr týna nema
lífinu, ef þér segiö nökkurum frá um hagi
vára Hrúts.“
Hrútur kveður
Allt hefur þó sinn tíma. Einnig samvistir
þeirra Hrúts og Gunnhildar. Voriö eftir
fýsir Hrút heim og Gunnhildur sér, aö
hann er dapur mjög og merkir þaö strax í
fari hans. Hún spyr hann því, hvort hann
„eigi konu nökkura út þar“. En Hrútur
skrökvar aö henni og neitar henni.
Sjálfsagt vill hann ekki hryggja Gunnhildi
eða e.tv. hefur hún haft mikil áhrif á líf
hans allt og hann í engu viljað spilla þeim
samskiptum.
En samspil þeirra Gunnhildar og Hrúts
er náiö. Gunnhiidur „finnur" að Hrútur
skrökvar. Hún tekur hann því afsíöis,
kannski dálítiö afbrýðisöm, eilítiö reiö og
gröm. Hvers vegna gat hann ekki sagt
sannleikann? Hvers vegna vildi hann ekki
ræöa málin?
„Hon tók hendinni um háls honum og
kyssti hann ok mælti: „Ef ek á svá mikit
vald á þér sem ek ætla, þá legg ek þat á
viö þik, at þú megir engri munúö fram
koma viö konu þá, er þú ætlar þér á
íslandi, en fremja skaltu mega vilja þinn
viö aðrar konur. Ok hefir nú hvártki okkar
vel, þú trúöir mér eigi til málsins."
Hvernig notum
við málið?
í Ijósi þessarar forsögu Hrúts, getum
viö nú séö samskipti hans og Unnar í ööru
Ijósi en áöur og frá öörum sjónarhóli. í
Njálssögu segir höfundurinn fyrst sögu
Hrúts, og getur því lesandinn skiliö
vandamál þeirra hjóna út frá ýmsum
viðhorfum.
Þegar öllu er á botninn hvolft, er málið
þaö tæki, sem viö notum fyrst og fremst
til þess aö leysa vandamál okkar. Viö
tölum við fólk, viö ræöum viö persónur,
vinir veita okkur ráögjöf „meö oröum“,
sérfræöingar eins og sálfræöingar,
félagsráðgjafar og geðlæknar taka ein-
staklinga, fjölskyldur og hópa í „viötöl“,
o.s.frv. Máliö er stórkostlegt tæki, sem
okkur er gefiö til þess aö auðvelda okkur
og um leið aö dýpka samskipti okkar viö
annaö fólk. Þaö skiptir því ætíö miklu
máli, hvort viö notum máiiö á heimili
okkar til þess aö „byggja upp“ eöa „rífa
niöur“, á jákvæöan eða neikvæöan hátt.
Viö erum hluti af því umhverfi, sem viö
lifum í. Hjá foreldrum okkar lærum viö
mest aö nota málið. Á heimilunum ræöst
þaö því gjarna, hvort viö lærum aö þroska
þennan hæfileika og nota hann á réttan
hátt — einnig þegar viö lendum í erfiö-
leikum í sambúö. Bæöi með orðum og
orðlausri tjáningu getum viö sýnt pann
kærleika, skilning og gagnkvæmt traust,
sem er nauðsynlegt í öllum samskiptum
okkar.
Viö látum þessu spjalli um sambúöar-
vandamál Unnar og Hrúts lokiö. Viö vitum
eilítiö meira um sögu þeirra og örlög,
vitum, aö uppeldi þeirra, forsaga þeirra
og menning fjölskyldna þeirra hefur fylgt
þeim á fulloröins árum og aö pérsónur
(eins og Gunnhildur) geta haft mikil áhrif á
okkur meö oröum sínum og athöfnum.
En viö vitum líka, aö engin vandamál
leysast af sjálfu sér. Engin vandamál eru
„of lítil“ til þess aö ræöa þau. Lítill
misskilningur getur undiö upp á sig og
skapaö beiskju og úlfúö.
Með gagnkvæmu trausti, vilja, skilningi
og umburöarlyndi getum viö aukiö mögu-
leikana á lausn vandamálanna og
þroskaö þann hæfileika, sem viö erum aö
læra allt lífið og er fólginn í því, „aö ræöa
út um málin“.
DÝRIR KRÖKAR
Það var dag einn í fyrrasumar að
ég ók sem leið liggur fyrir Hvalfjörð
áleiöis til Reykjavíkur, síðdegis eda
undir kvöld. Umferð var mikil í báðar
áttir, Þó meiri á móti; miklu meiri.
Mest voru það Akranesbílar. Slíkur
var fjöldi þeirra að manni gat hug-
kvæmst að hvert mannsbarn á þeim
stað væri komið á bíl. Og allir á leið
fyrir Hvalfjörð. Fyrr um daginn mun
hafa verið háður knattspyrnuleikur
hér syðra og í því mun skýringin hafa
veriö fólgin — akurnesingarnir munu
hafa verið á heimleið frá að horfa hér
á eftirlætisíþrótt sína. Eða þess gat
ég mér að minnsta kosti til. Þeir voru
þetta einn, tveir eða fleiri í bíl. Og
óku hratt. Og skyldi enginn lá þeim.
Þó knattspyrnan kunni aö hafa sitt
aðdráttarafl gerir enginn það að
gamni sínu að aka langar leiðir á
malarvegunum hér eins og þeir eru í
mestu umferð sumarsins. Ég hugs-
aði sem svo að mikill væri íþróttaá-
hugi þeirra akurnesinga ef rétt væri
til getið að þeir legðu á sig þessa
reisu til að horfa á einn kappleik. En
hvað kostaði þá einn svona kapp-
leikur í bensíneyöslu og framrúðu-
brotum og öðru sliti á farartækjun-
um? Og hvers vegna notuðu þeir
ekki Akraborgina? Og hví er svona
löng leið til Akraness?
Við stöndum uppi með hlutfalls-
lega lengsta og óhrjálegasta vega-
kerfi sem um getur í víðri veröld. Og
nú geisar olíukreppa, hin önnur í
rööinni. Hve lengi mun vara sú
sælutíð að maður geti ekið á annað
hundrað kílómetra til aö horfa á einn
knattspyrnukappleik hvenær sem
mann langar til? Og pað eftir versta
vegi veraldar? íslenska vegakerfið
var i upphafi spottar — innansveitar
— sem síðar voru tengdir saman.
Þess vegna eru enn á aðalvegum
landsins fjöldamargar þverbeygjur,
hlykkir, krókar og slauffur sem
enginn botnar lengur í. Verði saga
íslenskrar vegagerðar einhvern tíma
skráð — þá verður það í senn
gamansaga og raunasaga. Á ég þá
ekki við einsdæmi eins og það er
verkfræðingur mældi fyrir vegi að á
einni á meðan annar verkfræðingur
teiknaði brú yfir ána — á allt öðrum
stað með þeim afleiðingum að veg-
urinn og brúin fórust á misl
Leiðina milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar mætti stytta um hundrað kíló-
metra svo dæmi sé tekið. Þegar lagt
hefði verið þokkalegt slitlag á veginn
væri þetta rólegur fjögra tíma akstur,
en þriggja ef manni lægi á. Eg nefndi
Hvalfjörðinn sérstaklega vegna þess
að hann liggur hér næst þéttbýlinu
og þar er langlengsti krókurinn.
Sumir stinga upp á bílferju yfir
Hvalfjörð. Eg hef enga trú á þess
konar fyrirtæki. Ferja yrði of lítið
notuð, fleiri mundu aka eftir sem
áður, jafnvel eftir veginum eins og
hann er nú, þrátt fyrir allt! Eina
raunhæfa lausnin er brú. En hvers
konar brú? Menn sjá fyrir sér brúna
hjá San Francisco og brúna yfir
Forth-fjörðinn og hrista höfuðið yfir
draumórunum. Og satt er það, stæði
hafnarborg með þrjár milljónir íbúa
innanvert við fjöröinn yrðu stærstu
skip að komast undir brúna. En nú
stendur þar engin stórborg og ekk-
ert annað en hvalstöð og fáéinir
gamlir olíugeymar sem hvort tveggja
mætti forfæra til hvaða fjarðar eða
víkur sem verkast vill. Þess vegna
dugir tuttugu til þrjátíu metra brú við
annaðhvort landið með uppfyllingu
yfir fjörðinn þveran (rétt innan við
Grundartanga) því nóg er grjótið og
bílarnir til að flytja það.
Friðrik Þorvaldsson, gamall
áhugamaður um samgöngumál,
sagði í blaðagrein í tyrra að Hval-
fjaröarbrú »hefði sparað 260-300
millj. kr. í raflögninni til Grundar-
tanga að dómi glöggra manna og
fargjöld Akran./Rvk. væru nú ca.
600,00 í stað 1500,00 nú.«
Því má bæta við að sama fjárhæð
mundi sparast við allan annan akstur
og flutninga á þessari leið — vestur
og norður.
Vera má að olíukreppan í heimin-
um leysist eitthvað í bili frá því sem
nú horfir. Eigi að síður hlýtur orku-
verð að fara hækkandi. Heimskulegt
er að gera þær kröfur (sem sumir
setja svo fram þó annað búi undir)
að hér skuli vera lífskjör eins og best
geist annars staðar jafnframt því
sem öllu sé haldið sem frumstæð-
ustu og allar stórframkvæmdir for-
dæmdar sem náttúruspjöll. Að tekist
hefur að halda hér uppi allgóðum
lífskjörum síðustu áratugina má
fremur rekja til ýmiss konar hunda-
heppni en framtaks og útsjónarsemi
pjóðarinnar. Vafasamt er að við
höfum til eilífðarnóns efni á að aka
eftir vegakerfi okkar eins og þaö er
nú. Nær er að hetjast handa og
leggja þokkalega vegi milli aðalþétt-
býliskjarna landsins — meðan við
höfum efni á því.
Erlendur Jónsson
©