Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Page 6
ENDORFÍN er sameiginlegt heiti á
flokki tiltölulega nýuppgötvaðra efnasam-
banda, sem hafa vakið mikinn áhuga allra
er rannsaka gerö og starf taugakerfis
okkar. Orðið er sett saman úr tveim
oröum af grískum uppruna og táknar
„innra morfín“. Sumir telja uppgötvun
þessara efnasambanda merkasta áfanga
læknavísindanna frá því aö fúkalyfin
fundust.
Efnasambönd þessi verka deyfandi og
koma fram í ýmsum myndum í heila og
heiladingli manna. Þau hafa aöeins
fundist í hryggdýrum og hafa áþekk áhrif í
heila þeirra og ópíum og efnin sem eru
unnin úr því. Endorfínin eru sett saman úr
amínósýrum, (eru peptíð) og þó að áhrif
þeirra í heilanum hafi ekki verið skýrð
fullkomlega enn, telja ýmsir vísindamenn
að uppgötvun þeirra geti orðiö til þess að
skýra ýmsa þætti í starfsemi heilans og aö
þau geti jafnvel orðiö „óskalyfiö“ sem
lækni sjúkdóma á borö viö efnafíkn eöa
jafnvel geöklofa.
Hliöstæö efnasambönd hafa enn sem
komiö er aðeins verið búin til í tilrauna-
skyni og verið reynd í dýratilraunum og nú
einnig á mannfólki. Þau hafa þegar veitt
nokkra nýja innsýn í starfsemi heilans og
það sem gerist í honum er við skynjum
sársauka eöa verðum fyrir geðshræring-
um. Ýmsir telja að uppgötvun þessara
efnasambanda og aukinn skilningur á
áhrifum þeirra eigi eftir að gerbreyta
hugmyndum sálfræðinga og geðlækna á
komandi árum.
Þó aö enn sé skammt liðið frá því aö
sum þessara efnasambanda fundust, er
langt síöan ýmislegt þótti benda til þess
aö einhver efnasambönd mynduöust í
heilanum og annars staöar í líkamanum,
er gerðu mönnum kleift að standast
mikinn sársauka og álag svo furöu sætti.
Margar sögur eru sagöar af því að menn
hafi þolað mikinn sársauka án þess aö
kveinka sér og virðist stundum jafnvel
ekki finna fyrir miklum áverkum. Nú telja
sumir að skýringin sé fólgin í áhrifum
endorfína. Menn hafa jafnvel velt því fyrir
sér hvort það sé ekki vegna áhrifa þeirra
að menn í trúarleiöslu geta gengið á
glóandi kolum eöa stungið sjálfa sig sér
að skaölausu. Dæmi eru um að tiltölulega
mikið af endorfínum hafi fundist í legvatni
og hefir getum verið leitt aö því að
náttúran noti endorfín til að gera móöur
og barni kleift að þola álag fæðingarinnar.
Það hefir einnig komið í Ijós að þegar
nálastungum er beitt meö góöum árangri
við langvinnum verkjum í baki, losni
endorfín úr læöingi og berist í mænu-
DEYFILYF
HUGANS
Merkasta uppgötvun
gegnum þau liggja brautir eöa hliö. i
hverju hliöi er viðtakari (receptor) sem
hleypir aðeins tilteknum boöum inn í
frumuna. Milli laga frumuhimnunnar eru
túlkandi efni, sem auðvelda flutning
boöanna inn í frumuna.
Þegar fariö var að rýna nánar í það sem
tók viö innan viö frumuhimnuna, fundust
örsmá korn, svonefnd bandkorn eða
hvatberar (mitochondria), sem mynda
ensím er eyða áhrifum mónóamína og
geta þannig valdið röskun á starfsemi
heilans. Þaö kom einnig í Ijós að tiltekin
hormón og ýmis lyf, er hafa áhrif á
hugann, hafa einnig áhrif á myndun
þessara ensíma.
Sú skoðun aö hormón frá innkirtlakerfi
líkamans hafi áhrif á heilann og þar með á
atferli okkar, er ekki ný af nálinni.
Innkirtlakerfið er byggt upp af fjölda kirtla
hingaö og þangað um líkamann og lýtur
stjórn heiladingulsins. Heiladinguilinn
stýrir mörgum undirstööustörfum líkam-
ans og þar með viðbrögöum okkar viö
hættu og álagi. Þó aö skammt væri liðiö
frá því að menn tóku að öölast skilning á
margþættu hlutverki innkirtlahormón-
anna, höföu rannsóknir undanfarinna
áratuga bent til þess aö þau heföu bein
áhrif á starf heilans. Uppgötvun ensím-
anna er eyða mónóamínum í heilafrumun-
um, virtist staöfesta þann grun.
Ef sumt af því, sem benti til þess að
hormónin hefðu mikilvægu hlutverki að
gegna í stjórn heilans á atferli okkar, hefði
vakið meiri athygli, er líklegt að endorfínin
hefðu fundist miklu fyrr.
Árið 1964 fann dr. Choh Hao Li, viö
Kaliforníuháskóla í San Fransiskó, tiltekið
efnasamband í heiladinglinum og nefndi
þaö beta-lípótrópín. Eitt mikiivirkasta
endorfíniö og annaö mikilvirkt hormón er
nefnist MSH (melanocyte stimulating
hormone) eru bæöi hluti af sameind
beta-lípótrópíns, en vegna þess hvernig
þau eru bundin í sameind þess, komu
áhrif þeirra ekki fram er Li beitti venjuleg-
um aðferöum þess tíma til að prófa þaö.
Því hafði hann enga ástæðu til að ætla að
beta-lípótrópín gegndi mikilvægu hlut-
verki í stjórnkerfi heilans. Þegar leið á
sjöunda áratuginn féll beta-lípótrópínið
því næstum í gleymsku. En áriö 1971
gerði Hollendingurinn Peter De Weid
mjög athyglisveröar uppgötvanir er juku
áhuga manna aftur á áhrifum innkirtlanna
á taugakerfið.
De Weid var að rannsaka áhrif ACTH,
MSH og nokkurra annarra hormóna á
námsgetu tilraunadýra. Hann komst aö
því að þegar heiladingullinn var numinn úr
læknavísindanna frá því pensillínið fannst
vökvann og aö mest sé um þau þar
meðan deyfandi áhrif nálastungnanna séu
hvað mest.
Af rannsóknum á starfsemi heilans,
sem hafa staðið í tæpan aldarfjórðung,
hefir komiö í Ijós, að samband er milli
ýmissa líffræöilegra efnabreytinga og
geðtruflana. Jafnframt vaknaði grunur um
að heilinn framleiddi eigin deyfandi efna-
sambönd. Þá upphófst mikiö kapphlaup
um að finna þau og leiddi það til margra
athyglisverðra uppgötvana.
Á árunum 1955—1971 tókst aö fækka
geðklofasjúklingum í Bandaríkjunum um
helming með því aö nota ýmis nýuppgötv-
uö lyf er höföu áhrif á taugakerfið. Lyf
þessi verkuðu á viökvæma þætti heila-
starfsins er lúta stjórn svonefndra mónó-
amína— serótóníns, dópamíns, nor-
adrenalíns og adrenalíns — sem tilheyra
þekn flokki efnasambanda er flytja boö
milli tauga í heilanum.
Enda þótt mónóamín séu ekkj helstu
boöberandi efnin í heilanum, eru þau talin
meðal hinna mikilvægustu vegna þess aö
þau bera boö milli taugafrumna í þeim
hlutum heilans þar sem tilfinningarnar
eiga sér stað. Dópamín og Noradrenalín
virðast einkum fiytja boð um skynjanir og
skilning og er því taliö aö geöklofi, sem
einkennist af óskipulegri hugsun og
sífelldum ofskynjunum, stafi af röskun á
áhrifum þessara tveggja efnasambanda.
Sú skoðun aö röskun á myndun dópa-
míns og noradrenalíns gæti valdið geð-
klofa kom fram á sjöunda áratugnum er
fariö var aö fylgjast meö áhrifum tveggja
tiltekinna lyfja, klórprómasíns og amfeta-
míns. Klórprómasín er mikilvirkt róandi lyf
og kemur oft aö góöu gagni gegn
geöklofa. Áhrif þess viröast fólgin í því að
það kemur í veg fyrir aö dópamín losni úr
örsmáum geymsluhólfum í heilafrumunum
og dregur þannig úr áhrifum þess. Á hinn
bóginn viröist amfetamín iosa noradrena-
lín úr geymslu og auka áhrif þess á
taugamótum (synapsis).
Þar sem áhrif klórprómasíns á geðklofa
voru álitin fólgin í því að það drægi úr
áhrifum dópamíns og stórir skammtar af
amfetamíni gátu valdiö geðtruflunum er
voru nær ógreinanlegar frá geðklofa, var
almennt álitiö aö röskun á jafnvægi
dópamíns og noradrenalíns væri orsök
geðklofa. En vonir manna um að skýringin
á þessum vandmeðfarna sjúkdómi væri á
næsta feiti uröu brátt aö engu. Geöklofa-
sjúklingarnir, sem lyfin höföu engin áhrif
á, voru of margir. Aldarfjóröungi eftir aö
farið var að nota klórprómasín, voru enn
um 330 þúsund geðsjúklingar í Banda-
ríkjunum sem þessi nýja aöferö gat ekki
hjálpaö. Flestir þeirra voru haldnir
geðklofa.
Ástæðan til þess er ef til vill sú, svo
vitnað sé í orð dr. Floyds Bloom viö
Salkstofnunina í La Jolla, aö enda þótt viö
höfum fengiö lyf er hefir áhrif á sjúk-
dóminn í flestum tilvikum, hafi þaö líklega
engin áhrif á frumorsök hans, heldur
einungis á viöbrögö heilans gagnvart
honum. Taliö var aö eitthvaö skorti enn til
aö skýra máliö og næsta viöfangsefni
væri því aö kanna nánar öll þau efnasam-
bönd er kæmu fyrir í heilanum, hvert um
sig. Þaö starf hófst af fuilum krafti á
áttunda áratugnum. Meö rafeindasmásjá
rýndu frumufræðingar í einstakar heila-
frumur í mörghundruðþúsundfaldri
stækkun og nútímalegum efnagreininga-
tækjum var beitt viö aö leita allra þeirra
efnasambanda, sem unnt væri aö greina í
heilanum. Þannig atvikaðist þaö aö
endorfínin fundust.
Þegar fariö var að kanna gerö heila-
frumnanna nánar, kom í Ijós aö frumu-
himna þeirra er ekki aðeins einföld,
hátfgegndræp himna ætluð til þess eins
aö halda vökvanum í frumunum á sínum
staö. Himnan er gerð úr tveim lögum og í
músum, sem höföu lært að leysa tilteknar
þrautir og vinna með því til verðlauna,
gleymdu dýrin kunnáttu sinni og ekki
reyndist unnt að kenna þeim listirnar
aftur. En með því aö gefa þeim ACTH og
MSH reyndist unnt að kenna þeim tiltekin
viöbrögö sem þau gleymdu samt fljótt. Ef
dýrin fengu eitt hormón enn, sem kemur
úr heiladingii og nefnist vasópressín,
gátu þau lagt allt sem þau læröu á minniö
sem heilbrigð væru.
Tilraunir De Weids bentu ekki aðeins til
þess að ACTH og MSH bættu námsgetu
dýranna og aö vasópressín væri nauðsyn-
legt ef þau ættu aö geta lagt eitthvað á
minniö, heldur sýndu þær einnig aö þessi
hormón gegndu mikilvægu hlutverki í
stjórnkerfi heilans. Auk þess virtust þessi
hormón hafa hvetjandi áhrif á heila-
frumurnar. Meö því aö kanna áhrif ACTH
á einangraöar taugafrumur haföi Fleur
Strand viö New York háskóla sýnt aö
ACTH örvar þær og dregur úr þreytu
þeirra. Það kom vel heim viö fyrri
uppgötvanir Williams Krivoys við Fíkni-
rannsóknastööina í Lexington í Kentucky,
sem bentu til þess að ACTH, MSH og
vasópressín ynnu gegn áhrifum morfíns á
tilraunadýr. Þar sem þessi hormón virtust
öll vera hvetjandi og jafnvægi veröur aö