Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Qupperneq 7
ríkja í heiianum, þótti sennilegt aö einhver ietjandi hormón kæmu einnig viö sögu. Þrátt fyrir árangur De Weids hóf enginn leit aö endorfínum í heilanum og jafnvel þó aö Avram Goidstein viö Fíkni- rannsóknastööina í Stanford heföi upp- götvaö aö taugafrumur væru búnar viö- tökurum er virtust sérhæföir til aö taka viö letjandi boöum morfíns. Vissulega var hugmyndin um viötakara engin nýjung, en hugmyndin um sérhæföa morfínviötakara var þó ný. Merkasti áfanginn náöíst samt ekki fyrr en áriö 1973 og þá á tveim stöðum nær samtímis. í rannsóknastofu Erics Simons í New York háskóla og rannsóknastofu Solomons Snyders í Johns Hopkins háskóla tókst aö finna rásir deyfiefnaviötakaranna í heilan- um. Candace Pert átti mestan heiöurinn af uppgötvun þessari viö Johns Hopkins háskóla áriö 1973. Rannsóknir Perts á viðtökurunum sýndu að mest var af þeim þar í heilanum sem boö um langvinnan sársauka fóru um og í randkerfinu, hringlaga vef, sem liggur innst í heilanum og á mikinn þátt í geöshræringum. Auk þess fann hún deyfiefnaviötakara í dýrum er stóöu mjög lágt í þróunarstiganum, svo sem hringmunnum, sem eru frum- stæöustu þekktu hryggdýrin. Hringmunnar voru komnir til sögunnar þegar á Devontímanum og hafa því lifað í sjónum í um þaö bil 350 milljón ár. Virðist nokkuö ólíklegt aó náttúran hafi séö þeim fyrir sérstökum búnaöi í miöstöö tauga- kerfisins til aö taka viö áhrifum safa úr tiltekinni valmúategund. Hins vegar bentu viötakarar þessir til þess aö heiii allra hryggdýra hafi mjög snemma veriö búinn kerfi til aö mæta sársauka og álagi og aö því væri stjórnaö af einhverjum innri hormónum er gætu líkst morfíni að gerð. Ekki dró þaö úr athyglinni sem upp- götvun Perts vakti aö henni tókst aö sýna aö deyfiefnaviötakarakerfiö t heilanum féll saman viö taugabrautir er fluttu boð sem snertu skilning og geöshræringar og áöur var taliö aö mónóamínar einir flyttu. Nú hófst áköf leit aö deyfiefnum heilans. Avram Goldstein fór aö leita efna í heilanum er líktust morfíni aö gerö. Þegar honum tókst ekki aö finna nein slík efni, bjó hann sér til líkan af líklegri sameind og tók þá miö af gerö viðtakar- anna. Nokkrir aörir vísindamenn leituöu einnig efna er líktust morfíni. Meðal þeirra voru Solomon Snyder viö Johns Hopkins háskóla og Hans Kosterlitz og John Hughes við háskólann í Aberdeen. En Svíinn Lars Terenius haföi aörar hugmyndir. Þá höföu rannsóknir De Weids á ACTH og uppgötvanir á band- kornum í heilafrumunum sýnt, aö hormónin gegndu mikilvægu hlutverki í heilanum. Agneta Wahlström, samstarfsmaöur Tereniusar segir frá því aö árið 1973 hafi Terenius heimsótt þá Kosterlitz og Hughes og rætt viö þá. Þá höföu þau rannsakaö viðtakara þessa í heilt ár og leitað aö deyfiefnum frá innkirtlum. Kosterlitz taldi aö þau hlytu aö vera gerö úr smáum sameindum líkt og morfín. Terenius taldi hins vegar að sameindir þeirra hlytu aö vera stórar. Áriö 1974 fundu bæöi Kosterlitz og Terenius eitt slíkt efnasamband er reyndist vera peptíð meö stóra sameind. Kapphlaupiö, sem uppgötvun þeirra kom af stað, reyndist árangursríkt. Brátt fundust fimm önnur peptíð er voru lík aö gerö og höföu deyfandi áhrif í heila og heiladingli. Auk þess fundust tvö hormón frá heiladingli og reyndist sameind deyfi- efnanna hluti af sameind hormónanna. Loks benti ýmislegt til þess aö fleiri slík efnasambönd kæmu fyrir í innýflum, blóörás, mænuvökva og legvatni. John Hughes og Hans Kosterlitz fundu tvö fyrstu deyfiefnin í svínsheila og kölluðu þau enkefalín. Þegar þeir skýröu frá uppgötvun sinni, gátu þeir þess aö enkefalínin væru hluti af amínósýrukeðju beta-lípótrópínsins, sem Choh Hao Li einangraöi úr heiladingli úr sauöfé áriö 1964 en haföi virst vera óvirkt. Áöur en Margt þykir benda til þess að uppgötvun tiltekinna efnasambanda í heila og heiladingli manna, leiði til nýrra aöferða við að stilla sársauka og lækna geðsjúka. Eftir Barbara Villet. Jón ó. Edwald Þýddi. vika var liðin frá því aö Hughes og Kosteriitz skýröu frá uppgötvun sinni áriö 1975, staöfesti Solomon Snyder aö sam- starfshópur hans við Johns Hopkins háskóla heföi einnig einangraö enkefalín úr kálfsheila og heföi þegar hafiö aö kortleggja tengsl þess viö brautir deyfi- efnaviötakara þeirra, sem Candace Pert fann. Samstarfshópur Snyders komst brátt aö þvt aö auk þess sem enkefalín verkaði á taugabrautum er fluttu boð um langvinnan sársauka, kom þaö og viötak- arar þess fyrir á mikilvægum stööum á taugabrautum þeim í heilanum, sem mónóamínar höföu áhrif á og voru flestir viötakararnir reyndar á endastöðvum taugabrautanna. Þar sem enkefalín gátu flutt boö milli tauga er fluttu skynjanir, geöshræringar og boö um sársauka, virtist hlutverk þeirra vera aö milda áhrif mónóamínanna, einkum aö því er snerti boö um langvinnan sársauka. Því virtist sennilegt aö röskun á áhrifum enkefalín- anna gæti spillt jafnvægi á mikilvægri stjórn heilans á tilteknum mónóamínum og gert hann móttækilegan fyrir margvís- legum truflandi áhrifum þeirra en þaö gæti valdiö geöveiki. En enginn vissi hvert samband gæti veriö milli enkefalína og beta-lípótrópíns. Meðan Snyder, Hughes, Kosterlitz, Terenius og ýmsir fleiri reyndu aö skýra hlutverk enkefalínanna í heilanum, unnu aörir af kappi aö því aö kanna áhrif beta-lípótrópíns á atferli manna en þau reyndust vera töluverö. Li segir frá því aö Avram Goldstein hafi rætt viö sig um enkefalín í síma. „Hann las fyrir mig hvernig amínósýrunum var raöaö í enkefalínsameindunum og þá mundi ég eftir því aö ég átti einmitt slík efni. Áriö 1964 einangraöi ég beta-iípótrópín úr sauðkindaheilum. Áriö 1972 vann nemi frá írak á rannsóknastofu minni og höföum viö þá velt því fyrir okkur hvort sama beta-lípótrópín væri einnig í úlföld- um. Úlfaldar eru magrir en harðir af sér. Unnt er aö reka hníf í þá án þess aö þeir virðist finna til. Kannski var beta-lípótrópíniö í úlföldum ööruvísi en í sauöfé. Þegar neminn fór heim til íraks, sendi hann mér 200 heiladingla úr úlföld- um. Ég rannsakaöi þá áriö 1974 en fann ekkert beta-lípótrópín í þeim heldur nýtt hormón, ' sem haföi nokkuð minni sameind. Síöar nefndi ég þaö beta-endorfín. Þegar Goldstein hringdi og sagöi mér aö enkefalín væri hluti af beta-lípótrópíni, taldi ég víst aö efniö, sem ég haföi unnið úr heiladinglum úr úlföldunum, hlyti aö vera mjög mikilvirkt. Ég leyfði Goldstein aö kanna þaö og tilgáta mín reyndist rétt.“ Li sendi Roger Guillemin viö Salkstofn- unina einnig nokkuö af beta-endorfíni sínu. Áöur en margir mánuðir voru liönir höföu Goldstein, Guillemin, Horace Loh samstarfsmaöur Lis og Derek Smyth viö Bresku Rannsóknastofnunina í læknis- fræöi (National Institute for Medical Research, en hann haföi einnig einangraö peptíöiö sem Li nefndi beta-endorfín úr heiladinglum úr öpum áriö 1974) allir staöfest aö deyfandi áhrif þess væru allt aö 100 sinnum meiri en mcfrfíns og að þaö væri 40 sinnum áhrifameira sem kvala- stillir en bæöi enkefalínin þegar því væri dælt beint í heila tilraunadýranna. Þegar Guillemin og Bloom dældu beta-endorfíni í mænuvökva í rottum komust þeir aö raun um aö það geröi dýrin ekki aðeins ónæm fyrir sársauka heldur olli þaö sinnuleysi, hreyfingarleysi og jafnvel stjarfa, sem kemur stundum fyrir hjá geöklofasjúklingum. Frekari rannsóknir Guillemins og Blooms á beta-endorfíni sýndu að unnt er aö skipta því í tvö önnur' mikilvirk efnasambönd, sem þeir nefndu alfa-endorfín og gamma-endorfín. Þó aö munurinn á þeim væri aöeins fólginn í einni amínósýru, höföu þau mjög gagn- stæö áhrif á rottur. Alfa-endorfín olli skammvinnri deyfingu og róaöi dýrin og voru áhrifin ekki ólík áhrifum enkefalíns á tilraunadýr. Gamma-endorfín geröi dýrin hins vegar æst og fyrtin og næm fyrir sársauka. Þar sem unnt var aö skipta beta-endorfíni í tvö önnur efnasambönd, sem juku eöa drógu úr sársaukaskyni, vaknaöi sú spurning hvort þessi efnasam- bönd gætu ekki verið eins konar líffræði- legur rofi í heilanum, sem gæti tengt eöa rofið tilteknar taugabrautir. Af því leiddi vangaveltur um þaö hvort beta-endorfín gæti ef til vill stýrt ööru viötakarakerfi í heilanum en enkefalínin en þegar álag yröi mikiö þá öllu deyfikerfinu. Derek Smyth taldi aö beta-endorfín væri helsta efnasambandiö í stjórnkerfi heilans og gæti valdió tilfinningaleysi og jafnvel sinnuleysi, minnkað sykur í blóöinu, dregiö úr áhrifum boöefna í heilanum og örvaö myndun fjölda boöefna í heiladingli er heföu mikilvæg áhrif á atferli okkar. Viö venjulegar aöstæöur væri nægilega mikið af því í heilanum til þess aö hann gæti sinnt hlutverki sínu en myndun þess í heila- dingli færi mjög eftir því hvernig for- hormón þess klofnaöu niöur í líkamanum. Smyth fann beta-endorfín fyrst áriö 1974 í hormóni úr heiladingli, sem hann nefndi „stórt ACHT“. í sameind þess er sama amínósýrukeðja og myndar venju- legt ACTH, sem veldur svonefndum „hrökk/stökk-viðbrögðum“ dýra í hættu og hormón frá nýrnahettunum samræma. í stóru ACTH eru einnig tvö form af MSH og öll amínósýrukeðja beta-lípótrópíns- ins, en þaö felur aftur í sér bæöi enkefalín og beta-endorfín. Eftir því hvernig ensím kljúfa stórt ACTH niður, geta þau myndaö virkt form af ACTH og MSH, hormónun- um sem auka námsgetu, og beta-endorfín. Af því dró Smyth þá ályktun, aö þegar álag væri mikiö, verkaöi stórt ACTH sem forhormón og sendi peptíö út í líkamann og heilann sem geröu einstaklinginn hæfan til aö mæta hættu, bættu námsgetu nans og stilltu sársauka, sem gæti orðiö honum afdrifaríkur á hættustund. Væri forhormóniö klofiö þannig aö of mikiö myndaðist af ACTH og MSH, og beta-endorfíniö þannig gert óvirkt, yröi heilinn örvaöur um of. Hann taldi aö þegar um geöklofa væri aö ræöa, mundi finnast mikið af virkasta formi MSH en ekki mikiö af beta-endorfíni, vegna þess aö þaö yröi gert óvirkt. Smyth var ekki einn um aö ætla beta-endorfín meira hlutverk í heilanum en enkefalínunum. Þó aö kenningar Guillemins og Blooms um þaö hvernig beta-endorfín verkaöi, væru aörar en Framhald á bls 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.